Dagur - 31.10.1998, Side 5
.1 ___________
Oxgur_
aimvnin i v niuini»ta'H' ■
u 'v o t iii u o ri,u.u ív u V) iv a 'aKwu i\ A -
LAU~G~ARDAGÚR 31. ~0 K T ÓBER 199 8
-21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Magnús í eigin persónu
Magnús Hj. Magnús-
son stígurá sviðið í
jyrsta sinn í eiginper-
sónu, hvorki sem Ólaf-
urKárason né með
röddu GunnarsM.
Magnúss...
Dagbók Magnúsar er sennilega
frægasta dagbók sem Lands-
bókasafnið hefur í vörslu sinni,
ekki síst fyrir að hafa verið efni-
viður Halldórs Laxnesss í sögu
sinni um Olaf Kárason Ljósvík-
ing, Heimsljós. Gunnar M.
Magnúss nýtti sér einnig ríku-
legan efniviðinn sem liggur eftir
Magnús þegar hann skrifaði
ævisögu hans, Skáldið á þröm
(1956). Nú er hins vegar ný-
komið út úrval úr dagbókunum -
enda ófært að gefa þær út í
heilu lagi, dagbókarhandritið er
nærri 4000 síður - þar sem
Magnús stígur fram á sviðið
með eigin röddu.
Það voru þeir Kári Bjarnason
og Sigurður Gylfi Magnússon
sem ritstýrðu útgáfunni og Kári
segir þetta einhverja allra
skemmtilegustu dagbók sem
hann hefur lesið. „Hans ævi er í
hnotskurn ævi hins ógæfusama
alþýðumanns á Islandi kringum
síðustu aldamót. Manns með
stórhuga drauma en á fá tæki-
færi í þeim napra veruleika sem
hann býr í.“
Bninniir Laxnesss
„Frá því ég var á 9. ári og allt til
1896 fannst mér sem Guðs-
auglit stæði allstaðar opið íyrir
mér; var sem ég heyrði alla nátt-
úruna taka undir kraptbirtingar-
hljóm guðdómsins, og ég sjálfur
var líka í því raddflóði, að mér
fannst. Þó fannst mér mitt ég
vera svo lítið, í þeim dýrðar-
ljóma.“ Svo lýsir Magnús til-
verurétti sínum og kemur nú
sjálfsagt mörgum £ hug eftirfar-
andi kafli úr Heimsljósi Lax-
nesss: „Þá finst honum einsog
guðs auglit standi opið fyrir sér.
Hann finnur guðdóminn birtast
í náttúrunni í óumræðilegum
hljómi, það var kraftbirtingar-
hljómur guðdómsins. Hann veit
ekki fyr til en hann er sjálfur
orðinn titrandi rödd í almáttug-
um dýrðarhljómi..."
Laxness fór ekki í felur með
hver var fyrirmynd hans að Olafi
Kárasyni ljósvíkingi. Hann tekur
margar svipmyndir beint, efnis-
lega en ekki orðrétt, upp úr sögu
Magnúsar og heldur sig býsna
nærri æviferli skáldsins af Vest-
íjörðum. „Fyrir mig hefur Hall-
dór Laxness vaxið við að lesa
dagbók Magnúsar," segir Kári.
„Hann tekur það úr sem hann
vill, til að skapa heildstæða sögu
eins manns. Maður sér snilldina
í því hvernig meistarinn mikli
þræðir gullkornin saman til að
búa til þessa frábæru perlu-
festi.“
Ástarbramboltið
Vegna heilsuleysisins þáði
Magnús af sveit í æsku og vegna
þess að hann gat aldrei greitt
sveitarskuldina var honum
meinað að giftast. Svo sem óvíst
hvort ástarmálin hefðu gengið
nokkuð betur hjá þessum ör-
Iynda manni þótt hann hefði
Magnús Hj. Magnússon átti ekki farsæta ævi. Var sendur í fóstur 6 vikna
gamall og tekur svo við saga harmkvæla og ills aðbúnaðar sem hann telur or-
sök heilsuleyslsins sem átti eftir að hrjá hann það sem eftir var ævinnar en
hann lést rúmlega fertugur að aldri.
fengið leyfi til þess. Ekki svo að
skilja að hann hafi þótt óálitleg-
ur ungur maður. Síður en svo.
Samkvæmt æviminningum
Kristínar Dahlstedt, stúlku sem
hann lagði hug á, var Magnús
sérlega sjarmerandi og fríður
piltur sem átti létt með að hrífa
fólk með sér.
Þrátt fyrir sjarmann var hann
ekki lánsamur í sínu ástarbram-
bolti. Hann álpaðist til að taka
að sér rúmlega fertuga konu
sem hafði reynst honum vel í
veikindum hans í æsku en sú
vildi enga velgjörð heldur gift-
ingu. Hann losaði sig fljótlega
vdð konuna enda gaspraði hún
frjálslega við húsfólkið um ólið-
legheit hans að vilja ekki sofa
hjá henni: „... Mikla sálarþraut
og bölvun getur ástarfrekja og
girnd eins kvenmanns gert að
verkum.“
Hann lagði hins vegar ást á
áðurnefnda Kristínu þótt ekki
virðist hann hafa uppgötvað það
fyrr en eftir að hún tók frum-
kvæðið:
1. apríl, 1896: „...nú var það
er ég var staddur á Dröngum, að
Kristín kallaði á mig í einrúm og
afhenti mér þar bréf ... innilega
gott og lýsti ást Kristínar til mfn.
Jeg undraðist að fá bréf þetta,
en varð nú sem snortinn raf-
magni, og fékk ég óstöðvandi ást
til stúlkunnar, þó gat ég lítið tal-
að við hana enda var hún öll á
glóðum, og þaut í burt að svip-
stundu."
Með ástarjátningu í höndun-
um var hann hins vegar ekkert
að tvínóna við hlutina, og skrif-
aði henni bónorðsbréf strax dag-
inn eftir. Stúlkuræflinum brá
eðlilega dálítið við og vildi að
þau kynntust eilítið betur. Sam-
band þeirra rann út í sandinn og
í janúar 1898 fékk hann
uppagnarbréf frá stúlkunni. I
október sama ár er Magnús enn
að sýsla við að kveða mansöng
burðinum 27.-28. október 1910:
„...kómu þar tveir menn inn
með brennivín...buðu þeir mér
þá brennivín og af því mér var
afar-ónotlegt og kvillt þáði ég
það en undarleg áhrif hafði það
á mig og vissi ég ekki hvernig ég
varð. Drakk ég töluvert." Morg-
uninn eftir: „Ég og Ágústína
vórum því bæði eptir og var hún
að lesa í lærdómsbókum sínum.
Þegar ég vaknaði var ég ákaflega
utan við mig, með ákaflegum
taugaskjálfta og get ég ekki gert
mér grein fyrir hvernig ég var.
Mér datt nú í hug að fara í rúm
til Ágústínu, dró ég niður í
lampanum og svo upp fyrir
stokkinn til hennar; kyssti ég
hana. En er ég kom við hana
bera missti ég sæðið og varð
ekkert af samræði. Hún tók
mótspyrnulaust á móti mér og
eptir á Iánaði hún mér bók til að
lesa í, en ég fór strax um hæl
yfir í rúm það er ég svaf í.“
Fyrir þetta var Magnús dæmd-
ur í eins árs fangelsi, 1911-12.
Ekld mörgum árum síðar, árið
1916, lést Magnús af heilsuleysi
aðeins rúmlega fertugur að
aldri. Sennilega vissi hann hvert
stefndi því skömmu áður bað
hann um að ljóð hans yrðu gefin
út, en þótt hann væri af mörg-
um álitinn verklatur maður þá
liggja eftir hann um 11.000
kvæði og vísur.
Magnús Iifir hins vegar áfram
í búningi Olafs Kárasonar og nú
með sínum eigin orðum. LÓA
til Kristínar en um hálfum mán-
uði síðar skrifar hann svo í dag-
bókina: „Gott veður. Austnorðan
kæla. Um morguninn beiddi ég
munnlega mér til eiginkonu
frænku minnar Guðrúnar Önnu
Magnúsdóttur á Langhól. Hún
var rúmlega tvítug að aldri,
ágætlega fríð, ljúfleg í viðmóti
og hjartagóð." Guðrún játast
honum og þann 28. desember
1898 má lesa eftirfarandi: „Jól
þessi vóru hin yndislegustu er
ég hafði lifað frá því ég til nrín
mundi, var ánægja sú fólgin £
samverunni við unnustu mina,
enda þótt hún heimsk væri og
ekki hirðin að sjá, þá var hún
fögur sýnum og gengur það i
augu margra. Og vfst var það
girnd en ekki einlæg ást er réði
þar hlutfalli mfnu. Mæltu flestir
að ég tæki niður fyrir mig.“
Sambúðin
Þessi jól urðu þó ekki til marks
um framtfðar samlyndi þeirra -
eða öllu heldur ósamlyndi. Þeim
Guðrúnu kom heldur illa sam-
an, svo vægt sé til orða tekið,
(1913): „Það dimmdi - kol-
dimmdi - í huga mínum, í hvort
skipti sem ég leit á Guðrúnu
fylgikonu mína eða heyrði til
hennar. Hun talaði aldrei blítt
orð til mín eða sonar okkar, lýtti
allt er ég reyndi að gjöra henni
til þægðar... Hún var, í fæstum
orðum, ómöguleg til sambúðar...
I sambúð við Guðrúnu fylgi-
konu mína, hafði líf mitt verið
kvalaganga."
Dómur og tugthúsvistin
Eftir að Magnús komst til
manns var hann barnakennari
og fór á milli bæja til að kenna
börnum. Veturinn 1909-10 var
mikill örlagatími f hans lífi. Síð-
ari hluta ársins 1910 kærðu for-
eldrar 14 ára stúlku Magnús fyr-
ir að hafa nauðgað dóttur þeirra.
Hann segir sjálfur svo frá at-
filf
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Sýnt á Stóra sviði ki. 20.00
Sólveig
- Ragnar Arnalas
7. sýn. á morgun sud. uppselt
- 8. sýn. föd. 6/11 uppselt
- 9. sýn. Id. 7/11 uppselt.
Óskastjarnan
- Birgir Sigurðsson
í kvöld Id. nokkur sæti laus, næsta
sýning - fid. 5/11.
Síðasta sýning.
Bróðir minn
Ijónshjarta
- Astrid Lindgren
á morgun sud. kl. 14:00 uppselt
sud. 8/11 kl. 14:00 örfá sæti laus
sud. 8/11 kl. 17:00 örfá sæti laus
Sýnt á Smíðaverkstæði
kl. 20.30
Maður í mislitum
sokkum
- föd 6/11 uppselt
- Id. 7/11 uppselt
- mvd. 11/11 aukasýning uppselt -
Sýnt á Litia sviði
kl. 20.30
Gamansami
harmleikurinn
- Hunstadt/Bonfanti
í kvöld Id. 31/10
- föd. 6/11 - Id. 7/11.
Listaverkið
- Yasmina Reza
Sýnt á Renniverkstæðinu
Akureyri i kvöld Id.
Sýnt í Loftkastalanum Rvík. Id. 7/11
laus sæti.
Miðasalan er opin mánud.
- þriðjud. 13-18, miðvikud. -
sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl.
10 virka daga. Sími 551-1200.
Leikfélag
Akureyrar
Rummungur
ræningi
Ævintýri fyrir börn með
tónlist og töfrum eftir
Otfried Preussler.
Næstu sýningar
laugard. 31. okt. kl. 14.00
Fá sæti laus
sunnud. 1. nóv. kl. 14.00
Fá sæti laus
laugard. 7. nóv. kl. 14.00
sunnud. 8. nóv. kl. 14.00
aukasýning
sunnud. 8. nóv. kl. 17.00
síðasta sýning
Önnur verkefni
leikársins
Pétur Gautur
eftir Henrik Ibsen.
Eitt mesta leikna sviðsverk
allra tíma.
Frumflutningur nýrrar þýðingar
Helga Hálfdánarsonar.
Tónlist: Guðni Franzon.
Búningar: Hulda Kristín
Magnúsdóttir.
Lýsing og leikmynd:
Kristín Bredal.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Frumsýning
28. desember.
Systur í
syndinni
eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur.
Tónlist: Hróðmar Ingi
Sigurbjörnsson.
Aðalftytjendur tónlistar:
Tjarnarkvartettinn.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikmynd og búningar:
Elín Edda Árnadóttir.
Leikstjórn:
Kolbrún Halldórsdóttir.
Frumsýning
áformuð 19. mars.
Sala áskriftarkorta er hafin.
Notið ykkur frábær kjör á
áskriftarkortum og
eigið góðar stundir í
fallegu leikhúsi á
landsbyggðinni.
Miðasalan er opin frá
kl. 13 -17 virka daga nema
mánudaga og fram að
sýningum sýningardaga.
Listin er löng er lífið stutt.
Sími 462-1400.