Dagur - 31.10.1998, Qupperneq 7
LAVGARDA'GUK 3 1.* VKTÓ'BPK 1998 - 23°
endurspeglist í verkinu og ég
vona að það sé sæmilega greið-
fært um þessa bók.“
- Þeir voru miklir listamenn
Sturla Þórðarson og Snorri
Sturluson frændi hans.
„Já, ég dáist oft að því hvað
þeir voru miklir listamenn.
Sjáðu til dæmis lýsingu Sturlu
Þórðarsonar á drápi Vatnsfirð-
inga. I stuttu máli segir hann
svo óheyrilega mikið og þá renn-
ur upp fyrir manni hversu djúp-
vitur og markviss listamaður
hann er. Mér datt það einu sinni
í hug... nei, sennilega er mér
bara að detta það í hug núna...
að Anton Tsjekhov hefði senni-
lega haft gaman af að lesa texta
Sturlu Þórðarsonar vegna þess
hversu fín listbrögðin eru. En ég
held að þeir ágætu frændur
Sturla og Snorri hafi verið ólíkir
að mörgu leyti, líka sem lista-
menn. En ég á erfitt að skil-
greina nákvæmlega hvernig. Ég
er bara fullur aðdáunar á list
þeirra."
- Þurftirðu ekki að leggjast í
margskonar rannsóknir við
samningu þessarar hókar?
„Þetta hefur verið frjór tími á
marga lund. Mér áskotnaðist
alls kyns efni og fræddist um
margt. Þegar ég var í skóla var
taiað um hinar „myrku miðald-
ir“, rétt eins og mannkynið allt
hefði lifað í kolsvörtu myrkri. En
þetta var óskaplega heillandi
tími. Andlegt Iíf sumra manna
var svo magnað og margvísleg
öfl tókust á. Það getur maður
kannski ekki nema rétt gefið í
skyn í svona bók.
Um páskaleyti dvaldist ég eitt
sinn í hálfan mánuð í Fontgom
Bault klaustrinu í mið Frakk-
landi. Þá dvöl á ég að þakka séra
Jakob Rolland ( Landakoti sem
er Ijúfur og stórgáfaður maður,
hámenntaður. Þar er messan
óbreytt frá því sem hún hefur
verið um allar aldir og gregorí-
anska músikin sífellt í eyrum.
Það var mér mikils virði að fá að
dvelja þar.
Þarna hafði ég herbergi og réð
mér sjálfur, mátti fylgja tíðum
og gerði það talsvert og mataðist
með munkunum. Máltíðir voru
þöglar. Oft hef ég hugsað um
það hvað þögnin hefur auðgað
Islendinga mikið. Þá hugsa ég til
ferða Islendinga um fjölí og firn-
indi og langt er til manna. Svo
kom ferðalangur-
„Er ekki eitthvað að frétta“. Og
svo mændi það út undan sér og
þá var ferðalangurinn rétt búinn
að skafa af sér snjóinn og þíða
úr augabrúnum og skeggi. Svo
fór hann að reyna að tala.“
Að fyrirgefa skáldum sem
bregðast
- Stundum er talað um þig sem
alþjóðlegan höfund en þú ert
mikill Islendingur í þér.
„Það eru svo mikil forréttindi
að fá að búa hér á Islandi. Þetta
Iand er öflugt og máttugt og
knýr svo mikið á ef maður fer
ekki í vörn og þykist vera alþjóð-
legur idjót. Eg er ákaflega sáttur
við að búa hér. Vinir mínir sum-
ir, erlendir, hafa stundum sagt
mig vera mikinn kjána að vilja
búa á því sem þeir kalla sker.
Þeir hafa sagt að ég ætti að búa
í London og París og skrifa á
ensku eða frönsku. En Island er
ekkert sker, heldur mikill heim-
ur. Þegar þeir tala á þennan hátt
get ég fátt annað gert en þagað
og horft drjúglátur á móti í
þeirri vitund að ég hafi helvíti
mikið á bak við mig.“
- Þií hefur kynnst fjölda er-
lendra listamanna. Mig langar til
að spyrja þig um einn þeirra, Ted
Hughes, sem lést á dögunum.
„í viðmóti var hann ákaflega
ljúfur maður, traustur, hugul-
samur, nærgætinn og hollur vin-
ur. Eins og þú veist var hann
giftur Sylviu Plath og um tíma
var í tísku að kenna honum um
alla ógæfu hennar og þar sýndu
menn af sér hinn mesta dólgs-
skap. Þar var vaðið inn í harm-
leik karlmanns og konu sem
drógust hvort að öðru en áttu
ekki alls kostar saman.
Við Hughes kynntumst fyrst á
skáldaþingi í Spoleto og urðum
strax góðir vinir. Þar bar meðal
annars á góma hvort það væri
auðveldara eða erfiðara að fyrir-
gefa skáldum sem maður hefði
dálæti á ef þeir bregðast hrika-
Iega, eins og til dæmis Hamsun.
Við vorum nokkuð sammála um
hvað það væri erfitt og vorum
ekki alveg á því að fyrirgefa Cél-
ine. En við áttum erfitt með að
sýna Hamsun og Ezra Pound
fulla hörku."
- Verður ekki að fyrirgefa
þeim?
„Þegar ég var í París ungur
maður átti ég norskan vin sem
var bókavörður. Hann sagði mér
frá því þegar
skyndilega auga á lága þúst í
Iandslaginu sem reyndist vera
bær. Og fólkið þar þráði fréttir
og því var það að þegar hinn
hrakti ferðamaður kom til
manna varð hann í snatri að rísa
undir þvf að vera sendiboði guð-
anna. Og fólkið ók sér í sætum
sínum um leið og það spurði:
hann fór með allan Hamsun út í
garð og kveikti í. Mér hefur oft
verið hugsað til aldurs Hamsun.
Hann er fertugur um aldamót-
inn, sextugur þegar fyrri heims-
styijöldinni lýkur og orðinn
heyrnarlaust gamalmenni þegar
sú seinni hefst. Þá lifði hann í
Iöngu liðnum tíma, beiskur út í
Ameríkanana sem höfðu ekki
viljað hylla hann sem séní og
ánægður með Þjóðveijana sem
dáðu skáldskap hans. Og svo var
Ezra Pound, sem manni er alltaf
nokkuð hlýtt til sem skálds.
Hann sýndi öðrum skáldum
mikið örlæti, Ias til dæmis yfir
fyrir T.S. Eliot. Svo var sagt um
hann þegar hann þýddi kín-
verskan skáldskap, að það allra
besta væri hvað hann misskildi
snilldarlega, það kviknaði svo
fallegt úr því. Það sama má
reyndar segja um bók W.H.
Audens, Letters from Iceland.
Þar var mikið um fijóan mis-
skilning. Hann áttaði sig ekkert
á fólkinu sem hann hitti en
sagði svo margt snjallt um það.“
- Þú hittir Auden.
„Mér fannst skemmtilegt að
sjá hann. Mér fannst eins og
húðin á honum væri þremur
númerum of stór. Svo var hann
fallega ófríður. Mér fannst hann
vera stór fugl með mikla vængi
og gigt í vængjunum. Hann gekk
alltaf með aðra höndina á
rasskinninni. Hefðarfrú hér í bæ
var svo nösk að henni datt í hug
að sennilega væri gat á buxum
skáldsins. Hún bauðst til að
rimpa það saman og var svo
elskuleg að boðið var ekki hægt
að afþakka. En eftir að búið var
að rimpa í gatið vissi skáldið
ekkert hvað það ætti að gera við
höndina."
Listin að þegja
- Þú hefur mikið velt fyrir þér
þeim vanda sem fylgir því að vera
maður.
„Það er nú það sem mörgum
þykir óþægilegt að verið sé að
tönglast á. Oft kemur upp í
huga minn mynd úr Austur-
stræti þegar tekið var að húma
rétt fyrir jólin og manngrúi á
ferli. En maður í meiralagi stóð í
miðju mannhafinu, Jóhannes
Kjarval, og ég kom nær og ljós-
vitinn breiddi birtu á andlit hans
og bjarmaði grænt og rautt og
gult á víxl. Það var eins og hann
kæmi út úr hömrum og hefði
þegið vald þaðan. Og hann
sagði: „Það eru óskapleg vísindi
að vera maður.“
- Þú ert rómantískur maður.
„Mig skortir nú alla einurð til
að andmæla þegar þú stingur
upp á því sá ljómandi róman-
tíker sem þú ert sjálf.“
- Hefðir þú getað orðið eitt-
hvað annað en
listamaður?
„Það hefur
komið fyrir að ég
hafi spurt mig að
þessu. Svar mitt er
að ef ég hefði ekki
orðið listamaður
hefði ég orðið sjó-
maður, pukrast við
skriftir og átt
skemmtilegar rök-
ræður við aðra sem
væru siglandi með
mér á skipum hér
og þar. En ég held
að mér hafi verið
ætlað að skrifa.“
- Stundum er rætt
um það hvort menn
eigi létt eða erfitt með
að skrifa, hvað með
þig?
„Já, það er oft talað
um að menn eigi létt
með eitt og annað en
það er annað sem ég
tel meira virði og það
er að búa yfir náðar-
fyrirhafnarinnar. Menn
verða að hafa fyrir því sem eitt-
hvert gagn er í. Það er gott að
menn mæti iyrirstöðunni, glími
við hana og eflist svo. Það er
ekkert varið í áreynslulaust líf.
Það gerir fólk að aumingjum.
gáfu
Mér finnst afþreyingarfrekja
orðin nokkuð hvimleið. Allt á að
vera svo auðkeypt. Svo er verið
að forða fólki frá öllum átökum
og því að leita það uppi sem
kann að búa í því sjálfu. Maður-
inn á að njóta meðan hann er til
með því að sækja inn í sjálfan
sig án þess að fara frá öðrum.
Nú snýst allt um hagræðingu
sem skerðir hag Ijöldans og fær-
ir gróða til fárra. Allt er metið til
fjár og ekki einu sinni reiknað
rétt. En hvað er meira virði en
manneskjurnar? Við eigum að
láta okkur dreyma. Draumar eru
kveikja athafna"
- Eg veit að þú telur að lista-
maðurinn hafi ákveðnar skyldur
við samfélagið, list sína og sjálfan
sig. Geturðu sagt mér í stuttu
máli í hverju þessar skyldur fel-
ast?
„Sósíalrealisminn fór svo illa
með þetta hugtak „skylda lista-
mannsins". Listamenn voru
lokkaðir og tældir til að gerast
algerir svikarar við samvisku
sína. „Þú átt að hlusta eftir rödd
fólksins," var sagt. En í þessu
sambandi var fólkið ekki mann-
eskjur heldur abstrakt samheiti
sem hentaði valdhöfum að draga
upp.
Listamenn þurfa að vanda sig
í hverju fótmáli og gera það sem
þeim finnst þurfa að gera. Svo
hef ég sagt það nokkrum sinn-
um á mannamótum að brýnast
sé fyrir rithöfund að kunna að
þegja."
mótorstilung,
hjólastilling,
VETRARSKODUN!
Tilboð n*stu vikur.
Notið tækifærið og
undirbúið bílinn
fyrir veturinn.
Leitið upplýsiug*
Fiöldur ehf.
Bifreiðaverkstæði
Draupnisgötu 7 * Sím/ 461 3015