Dagur - 31.10.1998, Qupperneq 12
28 - LAUG ARDAGUR 3 1. OKTÓBER 199 8
ro^tr
MA TARLÍFIÐ í LANDINU
Af þeim frumlegu norsku réttum
sem Matargatið kynnir í dag er
saltfiskpizzan örugglega mest
spennandi. Ekki er endilega
mælt með að reisa fiskstykkið
svona upp af miðju flatbökunnar
eins og mymdin sýnir, en það
virðist gert af listrænum, frekar
en matargerðarlegum ástæðum.
Botn:
Gerið yðar eigin flatbökubotn,
eða notið þennan, sem sagður er
passa með saltfiski:
400 g hveiti
ger (15 g ferskt ger) eða einn
smápoki þurrger, salt og pipar
3 'A matskeiðar ólívuolía
2A úr bolla af volgu vatni
Hrærið saman, látið hefa sig,
fletjið í fjórar litlar bökur.
Álegg:
Við styttum okkur Ieið og notum
íjóra væna tómata úr dós, en
þeir sem vilja geta skrælt ferska.
Allt er maukað í potti með smá
smjöri. Gerið úr þessu jukk.
5-6 sneiðar af svínafleski eru
settar útí, soðið varlega saman í
4-5 mínútur.
Bætið við eggaldini, sem
skorið hefur verið í Iitla bita.
Nú kemur sneiddur vorlaukur
(hálfur bolli) og salt og pipar.
Soðið saman þartil allt er mjúkt.
Ef menn vilja má bæta við 2-3
ferskum niðurskornum tómöt-
um þegar suðan er í gangi,
svona til að búa til bita.
Aðferð:
Þegar hér er komið sögu er deig-
ið flatt út í fjórar litlar pizzur,
maukið sett yfir og nú kemur
árásin: 150 g af útvötnuðum
saltfiski ofaná. Hér er ráðlagður
einn stór fiskbiti, hann má að
hyggju Matargatsins vera í 3-4
smábitum.
Ofninn hefur nú verið hitað-
ur i 200 gráður.
Að Iokum er 200 g af rifnum
osti (Jarlsberg, segja Norðmenn)
stráð jafnt á bökurnar og þær
bakaðar í 12 mínútur. Hvað
annað?
Ef menn vilja má strá meiri
osti yfir þegar þær koma út, og
þar ofaná kemur punkturinn yfir
Um er að ræða bæði hlutastörf og
heildagsstörf. Verkefnin eru fjölþætt og
gefandi og kreljast hæfileika í mannlegum
samskiptum. Nánari upplýsingar um
heimaþjónustu, liðveislu, tilsjón og
persónulega ráðgjöf veitir Sigríður
Pétursdóttir í síma 587 9400.
Leikskóiakennarar
Óskum eftir að ráða leikskólakennara í 50%
starf til að sinna börnum með sérþarfir í
leikskólum Grafarvogs. Starfið felur í sér
aðstoð við leikskólana við uppbyggingu
einstaklingsáætlana, eftirfylgd og mat á
framgangi þeirra. Æskilegt er að viðkomandi
hafi framhaldsmenntun varðandi börn með
sérþarfir. Einnig óskum við eftir
leikskólakennara í 50% starf
daggæsluráðgjafa. Starfið felur í sér umsjón
og eftirlit með daggæslu í heimahúsum í
hverfinu. Nánari upplýsingar um störfin veitir
Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 587 9400.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í
Miðgarði að Langarima 21 í Grafarvogi.
Umsóknarfrestur er til 8. nóvember.
Miögaröur veitir íbúum, stofnunum og félagasamtökum i
Grafarvogi fjölbreytta þjónustu. Á skrifstofunni starfa saman
sálfræöingar, iöjuþjálfar, leikskólakennarar, félagsráðgjafar,
hjúkrunarfræöingur, kennari, tómstundaráögjafi og
forvamarfulltrúi lögreglunnar. Úti á vettvangi vinna 40 manns
viö ýmis hjálparstörf. Markmiö Miðgarðs er aö veita ibúum í
hverfinu vandaöa þjónustu meö heildarsýn á málefni
einstaklinga og fjölskyldna aö leiðarljósi.
i-ið: anísinn, ferskur, steyttur!
EKKI SLEPPA!
Ps. fiskurinn er ekki forsoð-
inn, hann er rækilega útvatnað-
ur, roðflettur og beinhreinsaður,
virkilega flottur!
Laxaborgari
Leiður á nautakjöti? Eða er
frystikistan full af laxi og silungi
sem þú getur ekki gert mat úr?
Þá er Iausnin í Matargatinu.
Laxborgari.
Brauðið:
Bakið yðar eigin hamborgara-
brauð, eða kaupið smekklegar
bollur sem henta vel.
Brauð:
100 g smjör
1 'á bolli af mjólk
poki af þurrgeri
(fæst í stórmörkuðum)
1 tsk. salt
'A tsk. bökunarduft
500 g hveiti
__________þeytt egg_________
sesam fræ.
Laxaborgarí bjargar veiðimönnum frá þeirri hneisu að henda ósnæddum fiski
úrkistunni, þetta erpoppuð útgáfa affiskrétti. Hard Rock væri fullsæmtaf.