Dagur - 31.10.1998, Síða 14

Dagur - 31.10.1998, Síða 14
30 — LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 Jákvæð viðbrögð míkilvæg Haustþing Félags sálfræð- inga við skóla varhaldið á fimmtudag ogföstudag. Benedikt Jóhannsson sál- fræðingur hélt þar erindi sem hann nefndi „Viðnámsþrótt- urbama“. „Þetta er samantekt úr bandarískum rann- sóknum. Skilgreiningin á viðnámsþrótti er hæfni til að verjast erfiðleikum, vinna sig frá mótlætinu og lifa heilbrigðu lífi,“ segir Benedikt í samtali við Dag. Rannsóknirnar sem hann vísar til bein- dust sérstaklega að börnum sem búa við erfiðar aðstæður á heimilinu. „Það er tal- að um að böm séu í áhættuhópi ef það eru tveir alvarlegir álagsþættir í lífi þeirra. Þá erum við að tala um mikla fátækt, and- legt eða líkamlegt heilsuleysi foreldra, mikið rifrildi eða ofbeldi á heimilinu, áfengisvanda á heimilinu og félagslegan óstöðugleika (til dæmis vegna skilnaðar). Erfiðleikarnir höfðu slæm áhrif á sum þeirra en önnur virtust geta spjarað sig vel þrátt fyrjf að vera í þessum áhættuhópi og sérstaldega var athugað hvað þau ættu sameiginlegt," segir Benedikt. Tengsl við fullorðna Þættir í upplagi barnsins, skapgerðin, skiptir miklu máli í þessu sambandi. „Börn sem eru skapgóð, virk, glaðlynd, fé- lagslynd og kelin og hafa lag á að vekja á sér jákvæða athygli hjá fullorðnum standa þar vel að vígi,“ segir Benedikt. „Þau sem eru hjálpsöm og tilbúin að hjálpa til á heimilinu og fá styrk og sjálfsálit í gegnum það en halda sig um leið í tilfinningalegri fjarlægð frá vanda fjölskyldunnar. Þá hjálpar til ef börnin hafa einhverja sér- staka hæfileika, til dæmis á einhveiju sér- sviði. Ef börnin eru góð í íþróttum, listum eða öðru sem þau geta byggt sig upp í gegnum hefur það í för með sér jákvæð tengsl við aðra utan fjölskylduna, sérstak- lega fullorðna, sem þau hafa stuðning af. Greind í meðallagi eða meira skiptir máli líka. Fyrri reynsla skiptir máli, til dæmis ef þau hafa átt góða tíma áður en erfiðleik- arnir byrjuðu, sérstaklega ef þeim hefur verið vel sinnt sem kornabörnum," segir Benedikt. MiMlvægi skólanna Sálfræðiþjónusta skólanna skiptir einmitt miklu máli þó stundum fallist sálfræðing- unum hendur þegar um mikla erfiðleika er að ræða á heimilum barnanna og svo Benedikt Jóhannsson sálfræðingur segir tengsl barna við fullorðna, aðra en foreldra, geta skipt sköpum ef fyrir eru erfiðleikar heima fyrir. mynd: teitur. virðist sem ekkert sé hægt að gera. En það er hægt að gera eitthvað. „Umhverfisþættir skipta mestu máli,“ segir Benedikt. „Það er afgerandi ef ein- hver annar fullorðinn getur bætt upp for- eldrana, til dæmis afi, amma, skyldmenni, eða ef þau komast í kynni við fjölskyldu vina sinna og kynnast þannig heilbrigðu fjölskyldulífi. Það getur þá hjálpað þeim til að hafa heilbrigðan mælikvarða á sam- skipti. Samkvæmt þessari rannsókn getur skól- inn gert mjög mikið og aðrir fullorðnir sem barnið er í samvistum við á daginn geta haft mjög mikla þýðingu með því að leggja sig eftir tengslum við barnið," segir Benedikt Jóhannson sálfræðingur. - HI Konur sem ástkonur Líklega er Sá maður vandfundinn sem KYNLIF ekki hefur þörf fyrir aðdáun, væntum- þykju og líkamleg atlot svo hann fái not- ið unaðsríks kynlífs til fullnustu. I mörgum ástarsamböndum verður þróunin sú að það verður á hendi karlmannsins að hafa frumkvæði að ástaratlotum og stjórna þeim. Oft er því þannig farið, að karlmað- urinn imprar á því við konuna, hvort hafa eigi samfarir og hún annaðhvort jánkar því eða neitar og má því segja að það sé karlinn sem ráði ferðinni í þessum málum, sé frumkvæðið alfar- ið á hans hendi. Þessu fyrirkomulagi í samböndum, sem oft þró- ast bara svona, getur fylgt mikið álag og þá ekki sfst fyrir karlinn og oft er það tilfinninganæmum mönnum þvert um geð að bera slíka ábyrgð. Kynlíf- ið verður því bæði betrá og elskendur hamingju- samari í sambandinu geti báðir aðilar átt frum- kvæði að samförum, en það sé ekki nær einvörð- ungu á ábyrgð annars aðilans, hvort sem það er karlinn eða konan sem á í hlut. Eigi báðir aðilar frumkvæði að samförum til skiptis í samhandinu verður það líklega til þess að þær eru frekar stundaðar af löngun en skyldurækni. Að axla þá ábyrgð að eiga frumkvæðið að samförum þýðir jafnframt að þú þarft að vera undir það búin/nn að fá annaðhvort já eða nei án þess að upplifa það sem höfnun. Sértu það, eru minni lík- ur á því, að þú upplifir sektarkennd, vilji maki þinn hafa Tæknin fullkonmuð Viljir þú verða góð ástkona og ekki síður góður bólfélagi er mikilvægt að gera kynlífið spennandi og líflegt, ekki sísff samböndum sem staðið hafa árum saman. Þetta gerir þú ekki aðeins með því að líta á ástarleiki sem bestu ástartjáninguna, heldur ekki síður með því að prófa þig áfram með ýmsar aðferðir og stellingar og vera ávallt reiðubúin til að taka frumkvæðið í ástar- leiknum. Það er eltki síðúr mikilvægt að segja maka þínum hversu rnildð þú færð út úr atlotum hans, hvað þér finnst gott og hvað ekki og vertu óhrædd að tjá þig með hljóðijlfi Ljfjta ástarleiksins, því flestum karl- mönnum finnást nautnafull tjáningahljóð og augljós merki ánægju konunnar á meðan á ástarleik stendur afar kynæsandi og virkar það því frekar sem hvatning hitt. Notaðu ímyndunaraflið eins mikið og kostur er og taktu vel tillögum maka þíns um að lífga upp á kyn- lífið. Stingdu sjálf upp á nýjum hlutum eins og til að fara saman í bað, ef þið gerið það ekki venjulega. Leggðu drög að óvæntu rómantísku kvöldi með góðum mat og kertaljósi. Elskist á nýjum stöð- um, horfið til dæmis saman á kynæsandi myndbönd eða spilið spil eins og „Leikur og losti“,sem gefur ykkur margar góðar hugmyndir að nýjum og spennandi hlutum, eða hvað það annað sem ykkur dettur í hug að lífga myndi upp á sambandið og þá ekki síst kynlífið. Góða skemmt- Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar fyrir Dag um kynltf. samfarir, en þú ekki. Yfirleitt gildir það í kynlífi, að undanlátssamur einstak- lingur, sem sýnir Iftil viðbrögð í ástarleiknum, virkar ekki jafn kynæsandi og gefandi og einstaklingur sem tekur þátt i leiknum af innlifun og áhuga.Sýni konan engin við- brögð í ástarleiknum, getur karlinn misst móðínn og fundist konan jafnvel vanþakklát fyrir það sem hann hef- ur verið að gera og afleiðingin hæglega orðið sú, að karl- inn leggur stöðugt minna upp úr forleiknum, sem er grunnurinn að velheppnuðu kynlífi konunnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.