Dagur - 31.10.1998, Síða 17

Dagur - 31.10.1998, Síða 17
Xfc^ur LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 - 33 GLUGGALÍFIÐ í LANDINU „Éghefstaðið viðgluggaim...“ Gluggareru merkilegra fyrirbæri en margur heldurog hlutverk þeirra margvíslegra en virðist ífljótu bragði. Þess vegna þarfað skrifagrein um glugga. Gluggier nefnilega ekki alveg gegnsætt hugtak. Upp á síðkastið hef ég farið að gefa gluggum gaum í æ ríkara mæli. Og til að fyrirbyggja allan misskilning tek ég strax fram að ég hef ekki verið að leggjast á glugga eins og hver annar „Gægju-Jói“ þar sem vænta má kvenna flettandi sig klæðum. Gluggaskoðun mín er af miklu andlegri toga en það. Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég fór að pæla í merkingu og innihaldi glugga, ef hægt er að tala um innihald glugga, en hug- takið gluggi er miklu víðtækara en fyrirbærið. Og ég komst að raun um að gluggar hafa gegnt gríðarlegu mikilvægu hlutverld í mínu lífi og ekki síður í menn- ingarlífi þjóðarinnar. Þetta þyrjaði allt þegar ég sat við tölvuna á skrifstofunni minni og var að reyna að komast inn í Windows-kerfið. Bubbi var að raula í útvarpinu eftirfarandi: „Eg hef staðið við gluggann, heyrt hann tala...“ Og ég fór að hugsa um að þrátt fyrir elsku mína á þessu lagi, þá hef ég aldrei verið sáttur við þessa ljóð- línu, taldi hana stirðbusalega og órökrétta. Ég meina, talandi gluggi, ha? Svo ég þaggaði niður í Bubba með vinstri handar krók á þar til gerðan takka á útvarp- inu og hélt áfram að glugga í Windows. Og þá fór glugginn minn að tala. Gluggaskáldsögur Það var dregið fyrir gluggann en hann var opinn. Fólk var sífellt að ganga hjá og slitrur úr sam- tölum, yfirlýsingum, ræskingum og hlátrasköllum bárust inn um þennan kjöftuga glugga. Bubbi hafði sem sé, af sínu listræna innsæi, á réttu að standa eftir allt saman. Og ég fékk skyndi- lega þá snilldarhugmynd, að setja saman súrrealistískt Ijóð, skrifa niður og raða saman þess- um setningabrotum og „random" yrðingum sem bárust inn um gluggann. Svo gæti ég hugsanlega þýtt ljóðið á ensku og sent Random House til út- gáfu. Ég hlustaði um stund og skráði spekina sem barst mér inn um gluggann. En áttaði mig fljótt á að þetta var ekki efni í ljóð. A bak við hverja sundur- slitna setningu sem ég heyrði var hins vegar efni í smásögu eða jafnvel heila skáldsögu. Þetta þótti mér góð hugljómun. Og var stoltur af, þangað til ég fattaði að hún var ekki mín. Því hvað söng ekki Jónas R. með Flowers á sínum tíma?: „Ég sit og gægist oft út um gluggann." Og síðar í sama ljóði: „Ég sé oft heilar skáldsögur skapast." Munurinn á mér og gluggaglópi Flowers var aðeins sá að hann horfði út um gluggann en ég sat við byrgðan glugga og hlustaði, svolítið eins og blindur maður og heyrnarlaus með hléum. Ólikir Búðagluggar Hvurskyns gluggaþankar fóru nú að herja á mig. Snemma á öldinni sátu afi minn og amma á Búðum í Hlöðuvík vestur og horfðu á skjáinn og illviðrið byrgði þeim sýn til allra átta svo mánuðum skipti. Og hér sat ég og horfði sömuleiðis á skjáinn, þar sem Windows, Gluggarnir, opnuðu mér sýn um veröld víða. Sama hugtakið, skjár, en það voru aldir og veraldir á milli tölvugluggans míns og ljórans í gamla Búðabænum hjá afa og ömmu. Þau störðu á jólamyrkrið út um Búðagluggann í Hlöðu- vík, en ég hef horft á jólaljósin og glysið inn um marga búðar- gluggana. Hvert sem hugur mi’nn reikaði í þessu undarlega ástandi, urðu fyrir mér gluggar, opnir og lok- aðir. Hvað hafði maður til dæm- is séð niargar senjórítur bíó- myndanna sitja innan gluggans og utan hans stóðu í ástarbríma gígalóar og strömmuðu gítara og héldu vöku fyrir grönnum með sínum ámátlegu spanjóla- spangólum. Og hver man ekki Bakglugga Alfreds Hitchcocks, Setiö viö gluggann. sem skóp mönnum örlög í þeirri ágætu ræmu? Gluggaljóð Skáld, einkum Ijóðskáld, eru öðrum næmari á hlutanna innsta eðli. Og íslensk ljóðskáld hafa ekki sparað gluggana í sín- um kveðskap, og varla til það skáldmenni sem ekki hefur spreðað gluggum um sín Ijóð- hýsi. Af handahófi má til dæmis taka: ,Af gleri strokið gamalt ryk og hjóm, er gleði þín og hryggð í rúmi og tírna." (Steinn Steinarr) Og næstu tvær ljóðlínur eru líka eftir Stein: „Minn skuggiféll um stund á gluggans gler.“ „Eg heflegið á gægjum á Ijóra hins nýríka manns. “ Ari Jósepsson kvað: „eftilvill reisa þeir hús/ nýtt og traust/ með ótal gluggafyrir Ijósið." Einar Bragi yrkir: ,Á fægðu gleri/ t grámóðu rúðunnar... “ Og Jón úr Vör kvað í ljóðinu um Þyrnirósu: „Eg hef staðið við þúsund glugga i vetrarhöllinni/og séð úr þeim öllum nýskapaða heima. “ Matthías Johannessen segir: „við sátum oft við gluggann þegar borgin var ung... “ Og hann kvað einnig: „ÞÚ ert opinn gluggi á vesturgötu 52 og vindurinn næðir gegnum fig- Svo kemur hún svo kemur ókunnur gestur og lokarglugganum." Vilmundur Gylfason orðar þennan þanka hlýlega: „í veðrinu utan við gluggann veit ég um þig.“ Tónninn er annar hjá Degi sem kveður: „gægist á glugga götustrákur." Og Þorsteinn frá Hamri kveð- ur um glugga, reyndar bílglugga: „Þegar ég ferðast um landið og lít út um gluggann kemur landið inn um gluggatin og rennur saman við sviðann í hjartanu. “ Svona mætti endalaust halda áfram og það verður ekki fyrr en öll íslensk ljóð eru komin inn í Windows sem hægt verður að gera sér grein fyrir heildaráhrif- um gluggans á íslenska ljóða- gerð. Gluggarokk Poppskáldin, íslensk og erlend, hafa líka horft á gluggans gler í sínum kveðskap og áður hefur verið minnst á gluggatexta Flowers og Bubba. Þó merkilegt sé þá hefur mesta rokkskáld þjóðarinnar og eitt besta skáld aldarinnar, Megas, lítið sem ekkert kveðið um glugga. I fljótu bragði kemur aðeins upp í hug- ann drápan um hjólbarðasalann sem komst hálfur út um glugg- ann og þar var glugginn raunar aukaatriði. Erlendir popparar hafa einnig gefið gluggum gaum. Leonard Cohen, sem hefur sömu stöðu í enskri textagerð og Megas í ís- lenskri, samdi til dæmis lagið The Window, þar sem spurt er svo fallega í fyrstu ljóðlínum: „Why do you stand by the xvindow/abandoned to beauty and pride?" Og hver, sem kominn er til vits og ára, man ekki þennan Hollies-frasa: „Look through any windoxv, yeah, xvhat do you see?“ Og Ray Davies var á sömu mið- um þegar hann kvað í stemm- unni um Waterloo sólarlagið: „Every day I look at the xvorld through my xvindoxv." Hugsan- lega er þessi texti einmitt kveikj- an að Flowers-textanum, hvur veit? Farið með gluggum Og þar sem ég sit og lem þessar gluggapælingar á Windows eins og hæfir, skynja ég að gluggar hafa oftar en ekki komið við sögu á merkum tímamótum í mínu lífi. Þegar ég var þriggja ára lenti ég í rimmu við foreldra mína vestur á Bolungarvík þar sem ég sleit smábarnsskónum. En í stað þess að hrína og tryllast, gekk ég þögull og kaldur út í garð, eins og upprennandi Clint Eastwood, tók þar upp stein mikinn og grýtti í gegnum rúðuna svo gler- brotum rigndi yfir forviða for- eldra mína í stofunni. Þetta var mín fyrsta afgerandi sjálfstæðis- yfirlýsing og táknrænt að ég gaf hana í gegnum glugga. I fyrsta og eina skiptið sem ég var hnepptur í fangelsi þá var það vegna rúðubrota, meintra að vísu. Ég var staddur á Akranesi að kvöldlagi á landsmóti UMFI, á vissan hátt ekki verulega fjarri því að vera ódrukkinn, þegar á mig stukku fílefldir Svörtumar- íumenn, skutluðu mér upp í Maju og sem leið lá í fangaklefa. Þar var mér tjáð að ég hefði ver- ið að brjóta glugga í miðbænum. Stuttu seinna sannaðist sakleysi mitt þegar hinir seku glugga- brjótar voru gripnir. Þeir reynd- ust að vísu Húsvíkingar eins og ég, þannig að þetta voru ekki stórvægileg mistök hjá Skaga- löggunni. I mestum lífsháska í harm- sögu ævi minnar lenti ég sofandi í kjallaraherbergi á Gamla-Garði þegar 228 punda og sauðdrukk- inn laganemi stakk sér inn um gluggann hjá mér og steig oná augað á mér af öllum sínum þunga. Ef maðurinn hefði verið á támjóum blankskóm en ekki sléttbotna striga, þá sæti ég í besta falli hér blindur á öðru en væri í versta falli löngu dauður og gleymdur. Og ég á það líka sammerkt með flestum Islendingum, að fátt setur að mér meiri hroll en drunurnar í gluggaumslögunum hrynjandi inn um bréfalúguna mína, eins og þar fari flösku- skeyti úr helvíti. Gluggarnir eru allt í kringum mig í sorg og gleði. Og það gladdi mig til dæmis verulega í gær þegar ég sá að nýjasta bók Fríðu frænku minnar Sigurðar- dóttur, heitir einmitt Maríu- glugginn. Ég skil fyrst nú að ég er mað- ur sem hef farið með giuggum í mínu lífi, fremur en veggjum. Og kannski á ég að endingu eft- ir, og væri við hæfi, að lenda ofan í gluggakistunni. JS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.