Dagur - 31.10.1998, Page 19

Dagur - 31.10.1998, Page 19
LAUGARBAOtíR 3 1 . O KTÓB E R 13'9 8 - 3S LÍFIÐ í LANDINU Undraskermur. Þessi undraskermur eða jarðstöð er við Hafravatn ofan við Reykjavík og heldur uppi fjarskipasambandi íslands við útlönd. Hvað heitir þetta mannvirki? Alli ríki. Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður á Eskifirði hefur aldrei verið annað nefndur en það viðurnefni gaf blaðamaður Þjóðvilj- ans honum í grein sem skrifuð var um kappann fyrir áratugum. Hvað hétu foreldrar Alla réttu nafni, en eftir þeim eru nefnd tvö afskipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar? í minningu Ásgríms. Líklega erÁsgrímur Jónsson frægastur þeirra fslensku listmálara sem máluðu eftir rómantísku stefnunni. Fjallasýn frá bernskuslóðum Ásgríms austan fjalls er óvenju fögur, en á þeim stað reisti Árnesingafélagið í Reykjavík honum minnis- varða. Hvar er það? Merki sýslu. Allar sýslur landsins eiga sér ákveðin einkennismerki og hér er spurt hvaða sýsla eigi það merki sem hér sést á mynd. En burtséð frá merkinu geta einkenn- istákn þessarar sýslu svo verið fjölmörg, til dæmis rekaviðardrumbar og óspillt náttúra? Auðhumla. Við Mjólkursamlag KEA á Ak- ureyri stendur styttan Auðhulma eftir Ragn- ar Kjartansson, en hér er spurt í hvaða forna riti þessi fræga kýr hafi komið við sögu og hver er sagan um hana í örstuttu máli? 1. Um áramótin 1947 og 1948 varð Kópávogur sér- stakt sveitarfélag. En út úr hvaða sveitarfélagi öðru var það byggt? 2. Hvaða ár var það sem gerðustu hinir vofveiflegu atburðir á Sjöundá á Rauðasandi, sem æ síðan hafa verið kenndir við staðinn? 3. Haukatunga, Stórahraun, Kolviðarnes, Dalsmynni, Hrútsholt, Miklaholtssel og Stóra-Þúfa. Hvar á landinu eru þessir bæir? 4. Hvaða flokkar mynduðu ríkisstjómina sem sat árin 1956 til 1958 og hver var forsætis- ráðherrar hennar - og hvað varð svo þessari stjórn að falli? 5. Hvaða skáldanafn tók Magnús Stefánsson (1884 - 1942) sér og hvað nefndist hans þekktasta ljóðabók? ó.IIverjir voru þeir sem öttu kappi í forseta- kosningunum 1952 og hvaða embættum gegndu þeir? 7. Það var í kringum 1950 sem lesin var í Ríkisútvarpinu saga eftir norska rithöfund- inn Johann Falkenberget. Sagan vakti mikla athygli er jafnvel minnst enn í dag. En hver er sagan og hver var hinn eftir- minnilegi upplesari hennar? 8. Hvar á landinu er Kirkjugólf? 9. „Drottinn, sem veitir frægð og heill til forna, / farsæld og manndáð, vek oss end- urborna! / Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna,/ hniginnar aldar tárin láttu þorna.“ Hver orti svo? 10. Hvar á landinu er Berserkjahraun? LAND OG PJÓÐ Sigurður Bogi Sævarsson skrifar Svör: * Undraskermurinn sem hér sést á mynd er jarðstöðin Skyggnir. * Þau tvö skip sem hér er spurt um eru Jón Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir. * Bernskuslóðir Asgríms Jónssonar mynd- höggvara voru í Rútsstaðahjáleigu í Gaul- verjabæjarhreppi í Flóa. Sá staður er nú kominn í eyði fyrir allmörgum áratugum og ekkert stendur þar nema þessi varði. * Sýslan sem hér er spurt um er Strandasýsla. * Frá Auðhumlu er sagt f Gylfaginningu Snorra-Eddu. Hún varð til á sama hátt og jötunninn Ymir; þegar hitinn frá Múspels- heimi bráðnaði saman við kuldann frá Nifil- heimi - þá kviknaði af því Iíf. Frá Auðhumlu runnu fjórar mjólkurár, og m.a. lifði Ýmir af þeirri mjólk. 1. Kópavogur var byggður sem sérstakt sveitar- félag út úr Seltjarnameshreppi hinum forna. 2. Morðin á Sjöundá áttu sér stað árið 1802 - og það eru þau sem eru yrkisefni Gunnars Gunnarssonar í skáldsögunni Svartfugli. 3. Þessir bæir eru á sunnanverðu Snæfellsnesi, beggja vegna Uaffjarðarár. 4. Hér er spurt um ríkisstjórn Alþýðubandalags og Framsóknar-AIþýðuflokks sem sat undir forsæti Hermanns Jónassonar. Stjórn þessi féll í árslok þegar fulltrúar á þingi ASÍ höfn- uðu þeim tilmælum forsætisráðherra „ ... að fallizt yrði á mánaðarfrestun nýrra vísitölu- uppbóta á laun, meðan leitað væri úrræða. Tilmælum þess var hafnað og tók forsætis- ráðherra síðan þá ákvörðun að Ieggja fram lausnarbeiðni," segir Oldin okkar. 5. Magnús Stefánsson tók sér skáldanafnið Örn Arnarson, og ljóðbókin þekkta sem hér er spurt um er Illgresi. ó.Frambjóðendur í þessum kosningum voru þeir Gísli Sveinsson, fv. sendiherra og sýslu- maður Vestur-Skaftfellinga, Bjarni Jónsson vígslubiskup og Asgeir Asgeirsson sem um þær mundir gengdi starfi bankastjóra Utvegs- bankans. 7. Hér er spurt um söguna um Bör Börsson sem Helgi Hjörvar las svo eftirminnilega. 8. Kirkjugólf er á Kirkjubæjarklaustri og er „... sérkennilegur blettur ... en þar sér ofan á stuðlaberg og lítur út einsog hellum sé raðað mjög vandlega og reglulega af mannavöld- um,“ segir í Islandshandbókinni. 9. Svo orti Hannes Hafstein. 10. Berserjahraun er í vestanverðri Helgafells- sveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Hraunið er frægt úr Heiðvígasögu „... og er sagt að það dragi nafn af berserkjum þeim er sagan segir að Styr léti ryðja braut gegnum hraunið en síðan drap hann þá báða,“ segir Islandshand- bókin. Fluguveiðar að sumrí (91) Ánægj a og arðseml Veiðifélagi og vinur hringdi eitt kvöldið. Við höfðum ekki heyrt hvor í öðrum í nokkrar vikur, ekki síðan ég veiddi ekki sjóbirtinginn og hann fór í gömlu draumaána. Gamla draumaáin. Fór sem strákur í hana með pabba sínum sem var þar fastagestur. Þetta er lítil á sem rennur í hrauni og kjarri á Vesturlandi, aldrei margir laxar. Nú fór hann loksins þangað aftur sem fullvaxinn veiðimaður með eigin flugustöng og átti svæðið einn, enda langt liðið á haust og fátt sagði af afla. Hvaða veiðimaður sér ekki róm- antíkina? Hann var einn. Gekk upp með á að morgni; gekk alla leið áleiðis upp í stóra fosshylinn, skáskaut sér niður að gömlu veiðistöðunum og skyggndi litlu ána. Sá einn fisk miðsvæðis og ákvað að reyna við hann á niðurleið. Enginn fiskur sást ofar. Nú var hann kominn aftur nið- urúr í skjól við klett þar sem hann vissi af laxinum. Við fyrirgefum honum auðveld- lega að velja hina fögru Rauðu frances. Og svo þá svörtu. Og svona eina- af annarri, en aldrei hreyfðist fiskurinn. Frásagan hélt áfram: „Og þá tók ég stóran Black Ghost!" Hjarta mitt tók kipp, því ég hef alltaf verið veik- ur fyrir henni. Eg kannast \dð flugnabox vinar míns og veit að stóru straum- flugurnar hans eru nokkuð stór- ar. Eg sá því í anda hvernig Black Ghost sveif yfir ána, al- veg að bakkan- um hinum meg- in, og nú fylgdi sögunni að straumlag hefði verið rnjög heppilegt, „flugan kom syndandi alveg beint í áttina að fiskinum" sagði vinur minn. Og þá tók Iaxinn kipp. Æddi upp af bóli sínu og kom öskureiður á móti flugunni. En tók ekki. Snéri við. Eg get ímyndað mér að vinur minn hafi verið ögn spenntur. Nú fór flugan aftur yfir. Og aftur kom hann! Æðandi á móti, en tók ekki. Og aftur. Enn aftur! FIMM sinnum kom fiskurinn frá bóli sínu til að stugga við Draugnum, en án þess að taka; gapti hressilega og sló við sporði, en þar við sat. Hann reyndi aftur hinar flugurnar, eng- in hreyfing, ákvað að ganga niður með á, kanna fleiri staði, hvíla fiskinn, taka hann með trompi um kvöldið. Endurfundir Enginn fiskur niðurfrá, hann þvældist eitthvað um ármótin þar sem litla áin kyssir aðra stærri, tók silung, Iax sást eng- inn. Lagði sig, rölti síðan þegar langt var Iiðið á dag aftur uppeftir þar sem hann gat staðið bak við klett og kastað á fisk sem var alveg við það að taka. Nú blasti við sjón. Þeir voru tveir. Tveir fiskar. Lágu hlið við hlið í bólinu, við sjáum fyrir okkur bláleita dökka skugga yfir möl á botni. Vinurinn var með Black Ghost. Það var þá sem Ijósið kom. Þar sem veiðimaðurinn stóð bak við klett og horfði á fiskana hugsaði hann: „Það eru tveir laxar sem ætla að hrygna í ánni. Bara tveir laxar.“ Svo gekk hann burt, tók saman stöngina og pakkaði. Síðustu veiðiferð ársins var lokið. Það eina sem hann kastaði á fiskana var kveðja. Ég viðurkenni að ég varð meira en lítið stoltur af félaga mínum. Lygi? Margir veiðimenn eru að snúast til meiri umhyggju fyrir fiskinum en áður þekktist. Sem dæmi má nefna að á morg- un, sunnudag, verður haldin ráð- stefna um ánægju veiðimanna og arðsemi landeigenda. Það er eng- in Iygi að skilgreining á ánægju við veiðar er að breytast í hugum margra. Veitt og hent Talsvert mikil umræða hefur stað- ið undanfarin ár hér heima um „veitt og sleppt“ aðferðina. Að sleppa lifandi fiski sem tekur agn- ið án þess að deyða hann, auka þar með líkurnar á að hann hrygni, eða aðrir veiði- menn njóti ánægjunnar af glímu við hann. Mörgum fínnst þetta ónáttúrulegt. Sjálfur er ég fylgjandi því að veiða til matar, en sleppa svo. Ég er mjög andsnú- inn þeirri veiðiaðferð sem ég veit að margir stunda og ég kalla „veitt og hent“. Þetta eru menn sem fylla ffystikistur á sumrin, orka ekki að nýta bráðina yfír árið, og henda aflanum út í tunnu. Dauðasveitimar Maðkahollin eru fordæmd víða. Dauða- sveitirnar. Þær lýsa verstu teg- und af veiði- græðgi og pen- ingagræðgi. Veiðimenn og landeigendur verða að sam- einast um að útrýma því sið- leysi sem við- gengst með því að friða árnar fyrir ákveðnu agni, trylla síð- an upp úr þeim hundruð físka á nokkrum klukkutímum þegar það er leyft aftur. Þetta er versta hneisa sem viðgengst við íslensk veiðivötn. Veiðitíiniim íslensk náttúra fylgir ekki klukku. Því meiri siðferðisstyrk sem veiðimenn sýna við árnar, því meiri kröfur geta þeir gert um frelsi til að veiða. Það er einfaldlega ekkert vit í að nota ekki björtu sumar- kvöldin okkar til veiða. Veturinn er nógu langur! Sveigjanlegur veiðitími, í fullu samráði þeirra sem veiða saman og hinna sem leigja út árnar. Þetta er það sem koma skal. Móðir náttúra ætlaðist aldrei til þess að veiðimenn hlýddu klukku, heldur eðlisávísun í bland við þjálfun og útsjón- arsemi. Aftur til náttúrunnar! Veiðitímahilið Kröfur um að fá að helja veiðar fyrr á vorin eru nokkuð háværar. Viljum við í al- vöru leyfa meira dráp á niðurgöngufíski? Semjum heldur um að lengja veiðitímann í hinn endann. Fram eftir hausti má veiða sjóbirting miklu Iengur en nú er leyft. Oft gengur hann ekki fyrr en veiði- tíma líkur. Til eru þær laxveiðiár sem eru ekki bara „síðsumarsár", heldur haust- gönguár. Við ættum að halda þeim lengur opnum en nú er, en gæta þess að verja hrygningarfisk. Afnóguað taka Ráðstefnan sem Norður-Atlantshafssjóð- urinn stendur fyrir á morgun í Háskóla- bíói hefst ld.15. Stærsta málið sem þar ber á góma er verndun laxins. Við eigum nú þegar að stunda veiðar okkar út frá því grundvallarsjónarmiði að laxinn okkar er dýrategund sem er í útrýmingarhættu. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.