Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 2
2 - MIDVIKUDAGUR i. NÚ VEMBER 19 9 8 FRÉTTIR Eiva Ágústsdóttir dýra/æknir á Akureyri segist ekki átta sig á hvers vegna nýja fyrirkomulagið eigi að vera betra en það gamla. mynd: brink Héradsdýralækmim fækkað með valdboði Dýralæknar eru ósáttir við að fækka eigi héraðs- dýralæknum og segja ölík- legt að þjónustan batni. Allnokkrar héraðsdýralæknastöður verða lagðar niður um næstu áramót en áform landbúnaðarráðuneytisins eru þær að breytingarnar skili betra eftirliti og þjónustu við þá sem eftir þessari þjónustu sækja, jafnt bændur sem aðra. A Suðurlandi og höfðuð- borgarsvæðinu verður aðeins einn hér- aðsdýralæknir en stöðurnar eru sex talsins í dag. í Skagafirði og Eyjafirði starfa samtals fimm héraðsdýralæknar en þar verður aðeins einn starfandi, og það á Sauðárkróki. Það hefur vakið mikla furðu í Eyjafirði og telja margir þar að framkvæmdin verði hálfkák eitt. Engar upplýsingar hafa enn borist frá landbúnaðarráðuneytinu til dýralækna um framkvæmdina, engum héraðs- dýralækni verið sagt upp störfum og ekki byijað að auglýsa nýjar stöður, að- eins tveimur mánuðum fyrir gildistök- una. Sumir bændur telja að með lögunum sé dregið verulega úr framlögum til al- mennrar dýralæknaþjónustu og auk þess sem nýr kostnaður muni leggjast á bændur sem og aðra dýraeigendur. Aðrir bændur telja hins vegar að lögin séu tímanna tákn og að mörgu leyti tímabært að aðskilja þjónustuhlutverk- ið og eftirlitsskylduna. Elfa Agústsdóttir, dýralæknir á Akur- eyri, rekur Dýraspítalann í Lögmanns- hb'ð. Hún var spurð hvort einkarekin þjónusta á samkeppnisgrundvelli yrði ekki betri þegar fram í sækti sagðist hún verða að viðurkennað að hún átt- aði sig ekki á í hverju yfirburðir hins nýja fyrirkomulags fælust.“ Til þessa hafa sjálfstætt starfandi dýralæknar starfað við hliðina á starfandi héraðs- dýralæknum og það hefur gengið vel. Héraðsdýralæknar hafa svo verið með fjósaskoðun og eftirlit með sláturhús- unum og það er öllum hulin ráðgáta hvernig að þeim málum verður staðið. Þegar héraðsdýralæknirinn kemur hingað úr Skagafirði á hann að skipu- leggja eftirlit á sláturhúsum og helgar- vaktir og nánast þröngva alla sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka helg- arvaktir, jafnvel gegn þeirra vilja og starfa saman að öðrum málum sem auðvitað er alveg fáránlegt. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við fáum ekki starfsleyfí nema gangast undir þessa afarkosti," segir Elfa. Aðspurð taldi hún ólíklegt að sparnaður næðist af þessum aðgerðum og benti á að hér- aðsdýralæknar gengju nú vaktir í slát- urhúsi fyrir um 900 krónur á tímann með virðisaukaskatti, og ótrúlegt væri að sjálfstætt starfandi dýralæknir feng- ist fyrir þá upphæð. „Það er einfaldlega mjög ólíklegt og furðuleg ráðstöfun ef hugmyndin er sú að sjálfstætt starfandi dýralæknar eigi að gera tilboð í slátur- húsaeftirlitið/1 segir Elfa. GG FRÉTTAVIÐTALIÐ „Grasrótm" fékk aldeilis úða yfir sig um helgina þeg- ar Kvcimalistiim setti skilyrði sín íyrir þátttöku í samfylkmgu. Glóandi símalinur þvers og kruss um landið gáfu til kynna þetta hefði farið mjög þvert í fólk og margir höfðu á orði að það sem Kveimalistinn væri að „krcfjast" hefði í raun verið á borðinu í flest- um kjördæmum. Þær ekki þurft á þessari „sjálfs- styrkingu" að halda, og hefði betur gengið með kvcn- legu innsæi. í pottinum var altalað að nú þyrfti að setja fólk í kælingu. Gamhítur Sólveigar Péturs- dóttur gegn Sigriði Önnu Þórðardóttur þykir spilast vel til að byrja mcð. Sólveig þurfti að komast í sviðsljósið sem „the first lady“ í flokkn- mn segja mcnn, áöur en próf- kjör fer fram á Reykjanesi. Við fyrstu sýn kaim þetta að sýnast veikja möguleika Sig- ríðar Önnu í prófkjöri, en svo þarf ekki að vera - Reyknesingar sjái hana kannski frekar sem „sína" konu; það hefur alltaf hjálpað að geta bent á „ógn“ utanfrá! í pottinum eru menn nú sammála um að Páll Péturs- son sé lunWnn við að styrkja sig og flokWnn í Norðurlandi vestra. Flutn- ingur innheimtudeildar Ibúðalánasjóðs til Sauðár- Wóks er einmitt þess konar scnding sem líWeg cr til að lýsa upp skammdegið í Skagafirði og lyfta póli- tískri stjömu Páls Péturs- sonar og félaga hans í framsóWi. I pottinum á Sauðár- WóW vom menn þcgar famir að skoða hvcrjir væri í undirbúningsnefndinni fyrir íbúðalánasjóð og tóku þá eftir að sériegur aðstoðarmaður Páls, Ámi Gunn- arsson frá Flatatungu, siturþar.. Páll Pétursson. Enunkvæði heimamaima ráðið úrslitum Snorrí Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri sameinaðs sveitatfélags í Skagafirði. Nokkra athygli hefurvakið að undirdeild innheimtudeild- or Landsbankans verðiflutt til Sauðárkróks, en skammt er síðan sama ákvörðun vartek- in varðandi þróunarsvið Byggðostofnunar. Húsvíkingar eru óhressir, en Sauð- - Hver eru viðbrögð þin við þessum tíð- indutn? „Ég er mjög ánægður. Ef tekst að flytja einhveija þætti fjarvinnslu út á land, hvort sem það er á KróWnn eða eitthvað annað þá er ákveðinn árangur að nást sem lengi hefur verið stefnt að.“ - Var haft samráð við bæinn í tengslum við þessa ákvarðanatöku? „Nei, bærinn kom ekkert að henni." - Hvaða rök mæla með því að stærsti byggðakjarni Norðurlands vestra fái þessi störf, fremur en t.d. Akureyri? „Ég er ekW viss um að það sé nein ástæða til að stilla Akureyri og Króknum sem einhverjum andstæðum í þessu sam- hengi. Við getum alveg eins spurt hvers vegna SauðárWókur fær störfin frekar en t.d. ísafjörður eða Egilsstaðir. Ég ætla ekW að fara að gera upp á milli einstaWa staða á landsbyggðinni. Mér fínnst menn hafa gert alveg nóg af því hingað til.“ - Sýnist þér sem sagt að atvinnu- ástandsleg rök vegi ekki þyngst í þessum nn - krxkingarfagnjýki1'^ ú‘(ji.\i\fjsfnum?i<‘' „Ég held hreinlega að þarna hafi aðilar farið af stað og séð tæWfæri til að leita að verkefnum. Þeir fundu þau, en þetta gerð- ist ekW þannig að einhverjir aðilar fyrir sunnan hafí spáð í hvort flytja ætti störf á KíóWnn frekar en eitthvert annað.“ - Ertu að segja að vel lukkað frum- kvæði heimamanna hafi ráðið úrslitum? „Ég held það, já. Þarna hafi aðilar fund- ið lykt og runnið á hana.“ - En atvinnuleysi hefur lika minnkað töluvert að undanfömu á Norðurlandi vestra? „Já, enda segir það sig sjálft að þegar hundruð manna fytjast burt leiðir það til flutnings atvinnuleysisins líka. Ef ég man rétt, fækkaði um rúmlega 120 manns í Skagafirði fyrstu níu mánuði ársins. Það er skelfileg þróun.“ - Hvemig er Sauðárkrókur í stakk bú- inn til að taka við þessum störfum? „Ljómandi vel.“ - Er nægt húsnæði í bænum til að taka við nýjufólki? „Það leysist. Að :Wifhyej?jt£»Je(ýlá tmunui þeir sem fyrir eru hér taka við þessum störfum. Rætt er um allt að 10 störf." - Nú er þetta annar bitinn sem Sauð- árkrókur fær á skömmum tima. Hefur flutningur þróunarsviðs Byggðastofnun- ar gengið eins og ætlast var til? „Ég veit eldd annað en að allt sé á áætl- un. Menn ætluðu að fara rólega í þetta. Ráða forstöðumann sem kæmi þessu í gang áður en fullráðið yrði. Nú er þessi vinna á lokastigi." - Hvað er aðfrétta afbaráttu ykkarfyr- ir aðfá að eiga heima i Skagafirði? „Við óskuðum eftir að örnefnanefnd end- urskoðaði afstöðu sína til nafnsins Skaga- fjörður. Þeir héldu sínu striW og í fram- haldinu settum við fram ósWr um að fé- lagsmálaráðherra staðfesti nafnið. Við bíð- um sallaróleg eftir hans ákvörðun. Ég sé ekW á hvaða forsendum ráðherra ætti að geta hafnað okkar beiðni. Það er eindreg- inn vilji fyrir þessu nafni hjá heimamönn- um.“ BÞ ittgtl- tfbt-i ttiHttÍ !i:ln-iitltftdfai

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.