Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 7
aevi w*a»a'íóvt h\j & Mvuat'i «i w\ - <& MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Að hugsa á heimsvísu JAKOB BJORNSSON FYRRVERANDI ORKUMÁLASTJÓRI SKRIFAR í „Degi“ birtist hinn 16. okt. 1998 grein eftir Bjarna Guðleifs- son, náttúrurfræðing á Möðru- völlum, sem nefndist „Ráðherr- ann og hagsmunir heimsbyggð- ar“. Tilefni hennar var grein Halldórs Ásgrímssonar, utanrík- isráðherra, í „Degi“ 6. október sem nefndist „Með hagsmuni Is- lands að leiðarljósi“ og fjallaði um aðild Islands að Kyoto bók- uninni í ljósi nýtingar á orku- lindum þess, vatnsorku og jarð- varma. Gerir Bjarni athugasemd- ir við ýmislegt í grein Halldórs. Hér er ekki ætlunin að blanda sér í skoðanaskipti þeirra Hall- dórs og Bjarna. En grein Bjarna gefur tilefni til að benda á atriði sem vilja gleymast í umræðunni hér á landi um virkjanir og stór- iðju, einkum álvinnslu. Eftirspum eftir áli fer vaxandi í heiminiun Eftirspurn eftir áli mun fara vax- andi í heiminum til lengri tíma litið enda þótt sveiflur verði í henni hér eftir sem hingað til, með tilheyrandi verðsveiflum. Þessu veldur ekki síst iðnvæðing núverandi þróunarlanda; þar á meðal fjölmennustu ríkja heims, Kína og Indlands, en einnig og ekki síður að íbúum jarðar mun væntanlega fjölga úr rúmum 5 milljörðum 1990 í ríflega 8 millj- arða 2020. Búist er við að hátt í 90% þeirrar fjölgunar verði í nú- verandi þróunarlöndum. Eftirspurnin mun líka aukast í núverandi iðnríkjum en hægar en í þróunarlöndunum, vegna örari hagvaxtar í þeim. Margt veldur vaxandi eftirspurn í iðn- ríkjunum, en sem dæmi skal hér nefnt að forráðamenn í ferða- þjónustu búast við örri aukningu í greininni á næstunni, eða 47% á árabilinu 1995-2010 yfir heim- inn í heild, en Jafnvel 60% í Norður-Evrópu. Islenskir ferða- þjónustumenn hugsa gott til að ná sínum skerf af þessari aukn- ingu, sem vonlegt er. Alkunna er að flugvélin er aðalfarartækið nú á tímum í farþegaflutningum á Iangleiðum. Gangi vonir ferða- þjónustunnar eftir þarf því að smíða margar nýjar farþegaþotur á næstunni. Af efniviðnum í bol og vængi farþegaþotna eru 90% eða meira ál og álblöndur. Það virðast því blómatímar framund- an á þeim hluta álmarkaðarins í heiminum sem tengist flugvéla- smíði. Hann er mestallur í iðn- ríkjunum. Gróðurhúsavandiim Undirrót Kyoto-bókunarinnar er ótti manna við svonefnd gróður- húsaáhrif vegna uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu. Lang-áhrifamest þeirra er koltvísýringur. Mestur hluti hans losnar út í andrúms- loftið við brennslu eldsneytis til orkuvinnslu, þar á meðal vinnslu raforku, en minni hluti frá ýmis- konar iðnferlum, þar á meðal frá kolaskautum í álverum. Sú losun frá álvinnslunni er óháð því hvernig raforkan til hennar er unnin og er því hin sama hvar í heiminum sem álverið er stað- sett. Ráðherranit og hags munir heimshyggðar BJARNIE. GUÐLEIFS- SON NÁTTÚfíUFRÆDtNCUfí, MÓDRUVÖLLUM SKRIfAfi |Grein Halldórs Ásgrímssonar ut* íranríkisráðherra í Degi 6. októlier í. hcfur A'firskriftiníi „Mcð hags- |puni Islands að leiöarljósi". í essari fjTÍrsögn og í grcíninní llri kemur from skammsýni ráð- errans, því auðritað ætti félgs- I hyggjumaðurinn aö láta hags- mmi heíldarinnar ganga fj’rir agsmunum einstaklingsíns eöa párra eínstaklinga. Þess vegna fcejfði hann frekar ált aö skrifa j^rein undir yfirskriftinni „Með nuni heimsbyggðarinnar aö liósi“. Boöskapur nntímans Með hagsmuni Is- ds að leiðarljósi 4 HALlJKlR 4 ASGBlMlv- 1R051 Þin»v.»«fct:.S...-;. i *![*»«- ... sjihteur iiiÍÍM IsUtHÍ.. *>ft vksravt þcit Pp' #«» .(«« en **'' »o4.«n (m» ur-uin. .* i>>4 fíOfKT *K*F> JBÍ&* ! títhim I«LívJ< t.kih ái oiu&tíu t>n XuUxiVL tí.«--«k«»Gi)«n> «*ð |>*<n wnjn- Uvr,. J-.A j« <tk*4 ív>< *t»'i iynjí. bl? <h<* í llwt»» \\Tti VUiamti cmiirdj ;\ innVio ’vinntð Wi>< vtt<í /xuk I*j5* j.v* *ð -«fl * *y;;v:»r(f>»íkiní lv*f<t ý»vú k-a»»» rið jjerj úleuttn* >.«:<« nvaUjí »*>»«> »#<•*»*•' Iitinu* I>*>« *> «MÁ llHki K«jJ Ut«4v»n t* i HiiM h4a trW lítílmannlegt að fara fram á þetta þegar aðrar þjóðir verða að skila ollu imií bókhaldíð, eða hvað? Sjátfsákvörðimarrétturinn Enn ein setning hjá ráðherran- um: „stjórn’.öld hljóta að berjast fyrír rótti iandsmann tll að nýía auðlindir sinar“. Það er einsog hann só að magna upp spennu I hvatamálinu eða iandhelgismál- inu eða sjálfstæðisharátlunni. Ráðherrann talar einsog það sé skerðíng á sjálfstæði þjóðarinnar að taka á sig skuidbiudingar til að draga tir mengun á heíms- vísu. Höfum við ekki gert það oft að taka þátt í skuldhindandi samstarfi þjóðanna, og jná bara nefna NATO og SÞ, eða hvaðr Virkjanirnar og áiveriu Það er augljóst að handan þcss- »muö.t hiða álorroin .1 Greinarnar sem Jakob talar um í grein sinni. Gróðurhúsaáhrifin eru hnatt- rænt vandamál en ekki stað- eða svæðisbundið eins og t.d. súrt regn. Þau eru þessvegna óháð því hvar koltvísyringur fer út í andrúmsloftið; aðeins háð magni hans. Hugsanleg áhrif af vaxandi styrk koltvísýrings í andrúmsloft- inu á stefnu og styrk Golfstraumsins, og þar með á búsetuskilyrði á Islandi, eru t.d. alveg hin sömu hvort sem koltví- sýringnum er sleppt út á Islandi eða í Ástralíu, hinum megin á hnettinum. Margir telja að gróð- urhúsaáahrifin séu alvarlegasta umhverfisvandamálið sem mannkynið glímir við í dag. Hið hnattræna eðli gróður- húsavandans gera það óhjá- kvæmilegt að „hugsa á heims- vfsu“ eins og segir í grein Bjarna. En vegna vaxandi hnattvæðingar efnahagsstarfseminnar er síðari hluti setningarinnar, „að vinna heima íyrir", eins og Bjarni hef- ur hann, óðum að breytast í „að vinna í senn heima og um heim allan“. Álmarkaðurinn er alþjóð- legur og álvinnsla er einmitt gott dæmi um hnattvædda efnahags- starfsemi. Þótt losun frá kola- skautum álvera sé hin sama hvar sem er í heiminum er losun frá vinnslu raforkunnar til álvinnsl- unnar á hinn bóginn mjög mis- munandi. Hún er hverfandi ef raforkan er unnin með kjamorku eða endurnýjanlegum orkulind- um eins og vatnsorku eða jarð- hita. Oll losunin frá álveri kemur þá frá kolaskautunum. Ef við köllum hana 1 er heildarlosun koltvísýrings frá álveri með raf- orku frá kolaorkuveri 9,9; hún er 8,2 ef raforkan er unnin úr olíu en 4,5 ef hún er unnin í jarðgas- stöðvum með bestu nýtni sem þekkist í dag. Af þessu er ljóst að það skiptir miklu hvar það ál er unnið sem heimurinn mun þurfa á að halda á næstu áratugum, bæði iðnríki og þróunarlönd. Að þessu hefur Halldór líklega vikið í grein sinni. En Bjarni fellir sig ekki við röksemdafærslu hans. Bjarni segir: „Eg veit ekki ekki betur en mörg þeirra landa sem keppa við Island um byggingu álvers noti einnig vatnsorku, þannig að þessi rök standast ekki.“ Það er rétt hjá Bjarna að sum þeirra landa sem keppa við okkur um byggingu álvera vinna raforkuna úr vatnsorku eins og við. En fleiri keppa við okkur. Þar á með- al lönd sem eru auðug að ódýr- um kolum eða jarðgasi. Til að halda heildarlosun frá álvinnslu í lágmarki er því æskilegt að sem minnst af vinnslunni fari fram í slíkum löndum. Allri raforkuvinnslu fylgja iimhverfisáhrif Þótt raforkuvinnslu úr vatnsorku fylgi hverfandi lítil losun koltví- sýrings fylgja henni margvísleg önnur umhverfisáhrif. Land fer undir miðlunarlón, fossar breyt- Á endmgartíma sín- uin sparar þessi eina virkjun andrúmsloft- inu rúmlega 7 millj- arða tonna af koltví- sýringi borið saman við að hætt væri við hana og kolastöðvar reistar í staðinn, en Kínverjar eiga fim af ódýrum kolum. ast eða hverfa, lífsskilyrði í ám breytast, oft til hins verra, og fleira. Víða erlendis þarf að flytja fólk frá heimkynnum sínum á landi sem fer undir vatn. Það höfum við ekki þurft að gera hér á landi, með einni undantekn- ingu, og ekki eru horfur á að við munum þurfa þess þótt við virkj- um meginhlutann af þeim 40 TWh/a (terawattstundum á ári) sem talið er hagkvæmt að virkja hér á landi. Undantekningin er Skeiðsfossvirkjun. Við getum hrósað happi yfir að vera lausir við þennan flutningsvanda því að víða um heim er hann meðal allra viðkvæmustu umhverfis- vandamála sem fylgja byggingu vatnsaflsstöðva. Jarðgufustöðvum, vindraf- stöðvum, sjávarfallastöðvum, sólarorkustöðvum og stöðvum sem brenna Iífrænu eldsneyti fylgja einnig margháttuð áhrif á umhverfið. Mörgum yfirsést þetta vegna þess að nýting þess- ara orkulinda er enn í svo smá- um stíl að áhrifanna gætir lítt ennþá. Það breytist með vaxandi nýtingu. Að hugsa á heimsvísu Þegar horft er til þess að þörf heimsbyggðarinnar fyrir raforku mun óhjákvæmilega vaxa stór- lega í framtíðinni, bæði til ál- vinnslu og annarra þarfa, er því ljóst að óhjákvæmilegt er að velja milli mismunandi umhverfisá- hrifa raforkuvinnslunnar, auk þess sem að sjálfsögðu þarf að taka tillit til kostnaðar við vinnsl- una. Vegna hnattræns eðlis sumra alvarlegustu umhverfisá- hrifanna, eins og koltvísjh- ingslosunarinnar, sem og vegna sívaxandi hnattvæðingar efna- hagssstarfseminnar í heiminum, getur þetta val ekki farið fram í hverju landi án tillits til annarra hluta heimsbyggðarinnar. Ein- stök ríki og þjóðlönd verða hvert öðru háð í æ ríkari mæli. Hér er því óhjákvæmilegt að hugsa á heimsvísu. Af grein Bjarna er einna helst að sjá að hann vilji ætla öðrum vatnsaflslöndum en Islandi að annast vinnslu á því áli sem heimurinn þarfnast. Þessi hugs- un er ekki mjög á heimsvísu. Náttúruperlur eru víðar en á Is- Iandi. Hætt er við að íbúar ann- arra vatnsorkulanda sjái líka eft- ir landi undir vatn og fossum sem hverfa. Meira að segja kynnu þeir að telja vatnsafls- stöðvar best komnar í strjálbýl- um löndum þar sem ekki þarf að flytja fólk frá heimilum sínum. Hér er engan veginn um auð- leystan vanda að ræða. Til dæm- is um það má taka eftirfarandi: 1 Kína er nú verið að reisa svo- nefnda Þriggja gljúfra virkjun í Jangste-fljóti. Þegar hún verður fullgerð árið 2009 verður hún stærsta vatnsaflsstöð í heimi, 18.200 MW að afli og vinnur 85 TWh/a, meira en tvöfalda þá raf- orku sem talið er hagkvæmt að vinna úr vatnsorku á íslandi. Virkjunin er á þéttbýlu lands- svæði og það þarf að flytja 1,3 milljónir manna til nýrra heim- kynna. Jafnvel þótt fólkinu vegni betur efnahagslega í nýju heim- kynnunum en hinum fyrri fylgir því stórfellt tilfinningalegt álag að verða þannig að yfirgefa heimkynni sín. Virkjunin leggur hald á um 1.100 km2 lands. Sumt af því er mjög fagurt land sem mikil eftirsjá þykir að. Enda hefur virkjuninni vissulega verið mótmælt, bæði innan Kína og utan. En. Á endingartíma sínum sparar þessi eina virkjun and- rúmsloftinu rúmlega 7 milljarða tonna af koltvísýringi borið sam- an við að hætt væri við hana og kolastöðvar reistar í staðinn, en Kfnveijar eiga firn af ódýrum kolum. Sjö milljarðar tonna af koltvísýringi eru alvarlegt mál í heimi þar sem menn óttast hitn- un andrúmsloftsins og að hækk- uð sjávarstaða færi í kaf stór landssvæði. Land, þar sem einn- ig býr fólk sem þá yrði að flytja á brott; land, sem einnig er víða fagurt og eftirsjá er að. Þótt svona samanburður sé ekki auðveldur verður með engu móti hjá honum komist. Næg raforka er ein frumforsenda trausts efnahags og góðra lífs- kjara. En blómlegur og traustur efnahagur allra jarðarbúa er aft- ur forsenda friðar í heiminum til frambúðar og þess að þeir geti búið við gott og heilnæmt um- hverfi. Orbirgð og gott umhverfi fara aldrei saman. Hér þarf sannarlega að hugsa á heimsvísu. Það þurfum við Is- lendingar líka að gera þegar við ræðum nýtingu orkulinda okkar og áhrif hennar á umhverfið. Nýting þeirra getur vissulega haft neikvæð áhrif á umhverfið á vissum svæðum á Islandi. En jafnframt stuðlar hún að því að draga úr hugsanlegum óæskileg- um áhrifum koltvísýrings f and- rúmsloftinu á Golfstrauminn - lífæð Islands. Við verðum að skoða hlutina í samhenei.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.