Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 1
Kvótarisar sleppa við tekjuskattmn Aðeins eitt af kvóta- hæstu útgerðarfyrir- tækjiun landsins greiðir tekjuskatt. Samherji, Haraldur Böðvarsson, ÚA og Grandi greiða svipaða skatta og Pizzahúsið, Gunnars Majones og Bónusvideó, en mun minna en Bílahúð Benna. Kvótahæstu fyrirtæki landsins, sem ráða yfir 42% kvótans, greiða engan tekjuskatt vegna 1997, með einni undantekn- ingu. Þó var samanlagður hagn- aður þeirra á síðasta ári um 3,5 milljarðar króna. Sömu útgerð- arfyrirtæki greiða einungis 4-5 milljóna króna eignaskatta, þótt eigið fé þeirra hafi verið yfir 30 milljarðar króna. Að trygginga- gjaldinu undanskyldu greiða kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins vart meiri skatt en stöndugustu pizzafyrirtækin og videósjoppurnar. Eini raunveru- legi skatturinn sem kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins greiða núna er trygg- ingagjald, sem er 6% Íaunaskattur sem öll fyrirtæki bera. Upplýsing- ar um trygginga- gjald eru nú lok- aðar þar sem þær voru birtar í ágúst og eru ekki birtar aftur. Samherji og ÚA eru með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins en þau greiða fæst tekjuskatt vegna taps fyrri ára. Græddu 204 milljónir að meðaltali Úttekt Dags á öllum öðrum skattgreiðslum fyrirtækja leiðir hins vegar í ljós að kvótahæstu útgerðarfyrirtækin greiða nær sáralítið í skatt. Fyrirtæki eins og Samherji, ÚA, Haraldur Böðv- arsson, Grandi, Þormóður Rammi-Sæberg og Síldarvinnsl- an greiða ekki krónu í tekjuskatt. Astæðan er fyrst og fremst upp- safnað „skattalegt tap“. Af þeim kvótahæstu greiðir aðeins eitt fyrirtæki tekjuskatt, Hraðfrystihús Eskiíjarðar, fyr- irtæki Alla ríka. Ofangreind 17 fyrirtæki „eiga“ 42% kvótans. Eignaskattar þeirra eru á bil- inu 70-75 millj- ónir króna eða 4- r milljónir að meðaltali á hvert fyrirtæki. Hjá þeim 13 þar sem upplýsingar Iiggja fyrir um hagn- að fyrir skatta (tvö voru rekin með tapi) var hagnaðurinn 2.653 milljónir króna eða 204 milljónir að meðaltali. Hjá þeim 12 þar sem upplýsingar liggja fyrir um eigið fé var það í heild 23,5 milljarðar króna eða 2 millj- arðar að meðaltali. Þrátt fyrir þessa góðu afkomu og góða eig- infjárstöðu eru skattgreiðslur fyrirtækjanna í algjöru lágmarki. Bílabúðtn skilaði mun meiri skatti Samherji greiddi tekju- og eigna- skatta og markaðsgjald upp á samtals 6,3 milljónir króna (hagnaður 311 milljónir). Har- aldur Böðvarsson greiddi 15,6 milljónir (hagnaður 522 milljón- ir). ÚA greiddi aðeins háífrar miiljónar króna markaðsgjald (tap 130 milljónir). Grandi greiddi 10,2 milljónir (hagnaður 528 milljónir) og þannig mætti áfram telja. Til samanburðar má nefna tekju- og eignaskattsgreiðslur nokkurra „venjulegra" fyrirtækja (tryggingagjaldið sem fyrr und- anskilið). Bananasalan greiddi 5 milljónir í skatta, Bílabúð Benna greiddi 29 milljónir, Bónusvideó 7 milljónir, Gunnars Majones 6,6 milljónir og Pizzahúsið Grensásvegi 8,3 milljónir. Þessi fyrirtæki greiða því svipaða tekju- og eignaskatta eða litlu minni en kvótarisar landsins. - FÞG Ákveðið bak við tjöldin Húsvíkingar eru ósáttir við að flytja eigi hluta verkefna veð- deildarinnar til Sauðárkróks, en bæjarstjórn Húsvíkur óskaði fyr- ir nokkru eftir því við stjórnvöld að íbúðalánasjóði yrði valinn staður þar. Reinhard Reynisson bæjarstjóri segir að engin svör hafi borist við erindinu. „Og þarna er skýringin á því hugsan- lega komin, að það hafi þegar verið búið að ákveða þennan gjörning á bak við tjöldin. í þessu sambandi veltir maður því óneit- anlega fyrir sér hvort orsakasam- hengi sé á milli þess hvaðan stjórnarmenn tiltekinna stofn- ana og ráðherrar málaflokka koma, þegar ákveðið er hvert störf fara út á land. Enn fremur vekur þetta upp spurningar um hvort þingmenn kjördæmanna séu misjafnlega öflugir í hags- munagæslunni." Sjú einnig blað 3. Það óhapp varð í gær á Viðarhöfða í Reykjavík að grafa sem stödd var á vörubílspalli rakst uppundir brúargólf og fóru við það í sundur slöngur þannig að glussi af vökvakerfi vélarinnar lak út og dreifðist á um fimmtíu til sjötíu metra kafla. Slökkviliðið I Reykjavík var kallað út til að hreinsa götuna. mynd: þúk Friðrik Sophusson, formaður kjör- dæmanefndarinnar: Nefndin skor- aði á formenn flokkanna að flytja sem allra fyrst frumvarp um breyt- ingu á kjördæmunum. Formaima fnunvarp umkjör- dæmin Samkomulag mun orðið milli formanna stjórnmálaflokkanna um að þeir flytji saman frum- varp um breytingar á kjördæma- skipaninni. Þar verði Norður- landskjördæmi vestra og Aust- fjarðarkjördæmi ekki klofin. Þess í stað verði Norðurlands- kjördæmi vestra með Vestur- landi og Vestfjörðum í kjör- dæmi. Þó mun Siglufjörður lík- lega tilheyra Norðurlandskjör- dæmi eysta sem sameinað verð- ur Austurlandskjördæmi. Sem kunnugt er kom fram mikil gagnrýni hjá þingmönnum kjördæmanna tveggja sem lagt var til að yrðu klofin í tvennt. Friðrik Sophusson, formaður kjördæmanefndarinnar, sagði að nefndin hafi komið saman aftur 28. október og rætt þá gagnrýni og ábendingar varðandi tillögu hennar um kjördæmaskipan. Síðan skrifaði nefndin forsætis- ráðherra bréf þar sem skorað er á formenn flokkanna að flytja sem allra fyrst frumvarp. Einnig segir í bréfinu að nefndin fallist á að í stað þess að kljúfa kjör- dæmin tvö verði þau sameinuð öðrum eins og sagt er frá í upp- hafi. Friðrik sagði að nefndin hefði enga athugasemd gert við það að Siglufjörður tilheyri Norður- landskjördæmi eystra. A sfnum tíma tilheyrði Siglufjörður Eyja- fjarðarsýslu af samgöngulegum ástæðum og eins munu heima- menn vilja tilheyra eystra kjör- dæminu. S.DÓR *SUBUURY* «SUBLURY' ^UBUIflY' Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.