Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 3
MIBVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR i. Meinatæknar í stífa atvinnuleit Engar viðræður eru í gangi á milli meinatækna og Ríkisspítala, hvorki formlegar né óformlegar. Vinnustofur standa nú auðar og margir meinatæknar komnir í stífa atvinnuleit. Engar sáttaumleitanir í gangi. Góðar at- vimmhoríiir íyrir meinatækna. Anglýs- ingar Ríkisspítala inn- anlands sem utaii ár- angurslausar. Meina- tæknar flýja Sjúkra- hús Reykjavíkur. „Það eru margir meinatæknar komnir í stífa atvinnuleit og ein- hverjir komnir í vinnu annars staðar,“ segir Anna Svanhildur Sigurðardóttir, meinatæknir og ein af þeim sem hætt hafa störf- um á Ríkisspítala vegna óánægju með kjörin. Hún segir að engar viðræður séu í gangi á milli þeirra og Ríkis- spítala, hvorki formlegar né óformlegar. Hins vegar séu meinatæknamir sem hættu í góðu sambandi sín í milli og hafa m.a. komið sér upp ákveðnu hring- ingakerfi. Á þann hátt séu skila- boð fljót að berast á milli manna. Góðar atvmnuhorfiir Anna Svanhildur segir að at- vinnuhorfur fyrir meinatækna séu almennt nokkuð góðar. Skiptir þá litlu hvort þeir vinna sem meina- tæknar, sölumenn iyfjafyrirtækja eða eitthvað annað. Fyrir utan góða menntun séu þessir íyrrver- andi starfsmenn Ríkisspítala van- ir mikilli vinnu og álagi. Þess utan bjóðast mun betri kjör á almenna markaðnum, auk þess sem marg- ar ríkisstofnanir greiða betri laun en Ríkisspítalarnir. Engu að síður sé eftirsjá af gamla vinnustaðnum því þar hefði verið gaman að vinna. Hins vegar framfleytir fólk sér ekki á ánægjunni einni saman. Áranguxslausar auglýstngar „Það er tiltölulega stutt síðan við auglýstum eftir meinatæknum bæði á Norðurlöndum og Englandi án þess að það hafi bor- ið árangur," segir Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, Iækningafor- stjóri Ríkisspítala. Þar fyrir utan hafa auglýsingar eftir meinatækn- um innanlands ekki skilað neinu. Hann segir stjórnendur Ríkisspít- ala í góðu sambandi við heilbrigð- isráðuneytið sem fylgist grannt með framvindu mála. Flótti frá Sjukrahúsi Reykjavíkur Oánægja meinatækna með kjör sín virðist ekki eingöngu bundin við Ríkisspítala því um 16 hafa hætt störfum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur það sem af er þessu ári. Af þeim sökum m.a. getur Sjúkrahúsið ekki tekið við mörg- um verkefnum sem áður voru unnin á rannsóknarstofum Ríkis- spítala vegna mikils álags. Þor- valdur Veigar segir að þeir munu þó hjálpa þeim í neyð. Engu að síður sé ástandið þannig að yfir- mönnum spítalans sé ekki rótt, enda hefur starfsemi Ríkisspítala veikst eftir að flestir meinatæknar létu af störfum um nýliðin mán- aðamót. — GRH Magnús Gunnarsson. Skipulaös- stjóri send- urheim Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa gert starfslokasamning við Jó- hannes S. Kjarval, arkitekt og skipulagstjóra bæjarins til síðustu 12 ára. Sjálfur vill Jóhannes ekki tjá sig um málið. Hann telur það ekki við hæfi enda farinn að Iíta í kringum sig eftir öðru starfi. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri segir að starfslokasamning- urinn við Jóhannes tengist breyt- ingum í stjómsýslu bæjarins sem samþykktar voru sl. sumar. Þá var ákveðið að leggja niður embætti skipulagsstjóra. Þess í stað hefur verið auglýst eftir skipulagsfull- trúa sem verður undir stjórn bæj- arverkfræðings. Bæjarstjórinn vill ekki upplýsa hvað þessar breyt- ingar á stjómsýslunni muni kosta bæinn. Þess utan telur hann ekki sanngjarnt að Ijalla um upphæð- ir í starfslokasamningum ein- stakra persóna sem starfað hafa hjá bænum. — GRH Meðeigandi Kára á móti flrunvarpinu Emir Snorrason geðlæknir, einn stærsti einstaki hluthafinn í Is- Ienskri erfðagreiningu (DeCode), lýsti því yfir á framhaldsaðalfundi Læknafélagsins um helgina, að hann væri á móti því að frumvarp heilbrigðisráðherra um gagna- grunn á heilbrigðissviði yrði sam- þykkt. Ernir staðfestir þetta í samtali við Dag, en hann, Kári Stefáns- son og Kristleifur Kristjánsson eru upphaflegir stofnendur DeCode. „Það er rétt, ég er mikið á móti frumvarpinu og tel það af mörgum ástæðum hið versta mál. Raunar bull og þvaður frá upphafi og ekki framkvæmanlegt. Eg nefni í fyrsta lagi að gagnagrunn- ur er gagnslaus ef ekki er hægt að persónutengja upplýsingar. Allt tal um kóðun er um Ieið bull, því það er alltaf hægt að bijóta slík með því að bera upplýsingar sam an, t.d. ættfræðilegar upplýsingai Ef ég ætti að ráða yrðu upplýsing Einn stærsti hlutahafinn í íslenskri erfðagreiningu telur það geta stórskað- að fyrirtækið ef gagnagrunnsfrumvarpið umdeilda verður samþykkt. arnar með nöfnum og kennitölu, en á ábyrgð vísindamannanna á grundvelli fyrirliggjandi laga um persónuvernd og fleira. Auk þess ég á móti sérleyfinu, því það stenst ekki alþjóðalög." Ernir segist ekki líta svo á að hann sé að tala gegn hagsmunum sínum sem hluthafi. „Ég hef þvert á móti áhyggjur af því að fyrirtæk- ið verði rústað á erlendum vett- vangi vegna lagasetningarinnar. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína, hvorki gagnvart Kára Stefánssyni né öðrum,“ seg- ir Ernir. - FÞG Betra að farga gðgnimi Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins, segir að sýknudómur í máli ákæru- valdsins gegn Jónasi Aðalsteini Helgasyni veitingamanni valdi honum ekki áhyggjum vegna út- komu annarra mála gegn veit- ingamönnum, sem ákærðir hafa verið fyrir skattsvik. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavfkur komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri hægt að sakfella Jónas um virðisauka- skattsvik á grundvelli áætlana og reiknilíkana, en hann gætti ekki Iagaskyldu um að varðveita gögn úr rekstri sínum. Lögmenn Jónasar telja niðurstöðuna for- dæmisgefandi. Skúli Eggert er ósammála því. „Ég er ósammála niðurstöðunni, þótt hún komi mér ekki á óvart, því það kann vel að vera að það þurfi fortakslausa lagaheimild. Rétt er að bfða niðurstöðu æðri dómstóls, en hvað fordæmi varð- ar þá er þetta einstakt mál og annars eðlis en flest hinna mál- anna sem í gangi eru. Ég hef því engar sérsUlkar áhyggjvr óf þess- ari niðurstöðu og skil hana að mörgu leyti." En þýðir dómurinn ekki að skattsvikarar geti ótvírætt grætt á því að varðveita ekki og jafnvel farga rekstrargögnum? „Það er ekki hægt að neita því að í mjög mörgum tilfellum reyna menn að dylja slóð sína með því að farga gögnum. Þessi dómur tek- ur ekki beinlínis undir það, en það er ekki beinlínis upplífgandi að hugsa til þessa í ljósi þessarar niðurstöðu," segir Skúli Eggert. , . , , , , - FÞG Mannréttindadómstóll tekur til starfa Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkjumála- ráðherra voru meðal gesta þegar nýr mannréttindadómstóll Evrópu tók til starfa í gær við hátíðlega athöfn í höfuð- stöðvum Evrópuráðsins í Strassborg. Dómstóllinn leysir af hólmi eldri mann- réttindadómstól Évrópu og mannréttinda- nefnd Evrópu. Einn dómari frá hverju að- ildarríki Evrópuráðsins á sæti í dóminum. íslenski fulltrúinn er dr. Gaukur Jörunds- son. Gaukur Jörundsson dóm- ari við nýjan mannrétt- indadómstól Evrópu. Enginn gnmaðux enn Enn nefur enginn grunaður verið yfirheyrður vegna nauðgunarinnar í Kópavogi í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Kópavogi er stuðst við ákveðna punkta í útlitslýsingu á meintum árásarmanni en lögreglan vill ekki gefa upp hvers eðlis hún er. Fáir voru á ferli í grennd við svæðið þar sem nauðgunin er talin hafa átt sér stað, skammt frá Kópavogsldrkju, og hafa viðtöl ekki skilað ár- angri hingað til. Stikkfrí fer í Óskarinn Fulltrúar frá Félagi kvikmyndagerðar- manna, Samtaka kvikmyndaleikstjóra og Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda ákváðu í gær að úrslit um atkvæðagreiðslu um tilnefningu á fulltrúa fslands til Ósk- arsverðlauna 1999 skuli standa. í nýafstaðinni kosningu hlaut kvikmynd Ara Kristjánssonar, Stikkfrí, flest atkvæði eða einu atkvæði meira en Dansinn, mynd Ágústs Guðmundssonar. Ágúst vill ekki una niðurstöðunni og kærði hana. Þær upplýsingar fengust hjá starfsmanni Kvikmyndasjóðs íslands að sjóðurinn stæði straum af kostnaði við þýðingu handrits en að öðru leyti sæi hann ekki um fyrir- greiðslu vegna framlags íslendinga til Óskarsverðlauna. „Fjárhags- legur ávinningur er þannig séð ekki neinn. Þetta snýst meira um upphefðina,“ sagði starfsmaður sjóðsins. — BÞ Ágúst Guðmundsson: Ekki fallist á kæru hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.