Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 11
1 Xk^MT' Eiga Ijónin i Afríku meirí rétt á að lifa en maðurínn? Umhverfisvemd Mjótt á mimimiun BANDARÍKIN - Samkvæmt skoðanakönnunum var talið að mjótt yrði á mununum milli Demókrata og Repúblikana í þingkosningun- um í Bandaríkjunum, sem fram fóru í gær. Greidd voru atkvæði um öll þingsæti í fulltrúadeild og rúmlega þriðjung þingsæta í öldunga- deild. Urslitanna var beðið með mikilli eftirvæntingu, enda talið að þau muni skipta sköpum um framhaid ákærumála á hendur BiII Clinton, forseta Bandaríkjanna. Garzon krefst framsals Pinochets SPÁNN - Rannsóknardómarinn Garzon fór í gær formlega fram á framsal Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, til Spánar þar sem fara eiga fram réttarhöld yfir honum vegna mann- réttindabrota. Reiknað var með að ríkisstjórn Spánar myndi taka framsalsbeiðnina fyrir á fundi sfnum á föstudag, og hún yrði síðan send áfram til Bretlands, þar sem Pinochet er enn í stofufangelsi á sjúkrahúsi. ísraelsstjóm dregur fram- kvæmdir ISRAEL - Palestínumenn brugðust ólcvæða við í gær þegar ríkisstjórn Israels og Benjamin Netanja- hu forsætisráðherra frestuðu enn að taka Wye- samkomulagið til umræðu og samþykktar, en sam- kvæmt samkomulaginu hefði það átt að gerast í síðasta lagi í gær. Israelsmenn krefjast þess að 30 Palestínumenn, sem grunaðir eru um hryðjuverk, verði handteknir áður en ríkisstjórn Israels sam- þykkir samninginn. Benjamin Netanjahu. Ríkisstjóm Spánar ræðir við ETA SPÁNN - ' Iæpum tveimur mánuðum eftir að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, Ivstu bví vfir að þau í nýjum farvegi myndu ekki beita ofbeldi framar, hefur nkisstjóm Spánar nú ákveð- ið að hefja könnunarviðræður við samtökin. I þeim viðræðum ætlar stjórnin sér að fá skýr svör við því hvort ETA hafi endanlega lagt nið- ur vopn og séu reiðubúin til að hefja raunverulegar friðarviðræður um stöðu Baskalands. Óvíða eru umhverfísverndunar- sinnar eins öflugir og hatrammir eins og í Bandaríkjunum. Þeir hafa tekið að sér að vera eins konar umhverfíslögregla um all- an heim og ráða og ráðskast með lífshætti fólks og afkomumögu- Ieika með fjármagni og hótun- um. Hvalveiðibannið við Island er glöggt dæmi um hvernig at- vinnuvegir eru lagðir í rúst í nafni náttúruverndar og er þjóð- inni hótað viðskiptabönnum og öðrum hremmingum sé ekki far- ið í einu og öllu eftir trúarsetn- ingum vel efnaðra náttúruunn- enda, sem ekki átta sig á því að maðurinn er hluti af náttúrunni, en ekki einhver afgangsstærð, sem engan rétt hefur til að nýta sér gæði hennar. Bandarískur prófessor, Robert H. Nelson, hefur ritað bók um Iand í opinberri eigu og réttindi einstaklinga til að nýta það. Hann hefur til að mynda rann- sakað þau mistök sem gerð hafa verið í Afríku, þar sem norður- álfumenn tóku að sér að vernda náttúruna að eigin hætti. Mikil landflæmi voru vernduð sem þjóðgarðar að bandarískum hætti. Það gleymdst aðeins að Bandaríkjamenn eru vel efnaðir og framleiða miklu meiri mat en þeir geta torgað. Afríkumenn eru fátækir og svangir. í Afríku eru miklar hjarðir villtra dýra, sem stundum keppa við mennina um að nýta gæði landsins. Þarna eru fílahjarðir, buffalóar, flóðhestar, krókódílar, gasellur og fjöldi annarra dýra sem eftirsótt er að veiða. Á 15 árum hefur veiðiþjófum nær tek- ist að útrýma nashyrningum. Asíumenn kaupa horn þeirra dýrum dómum sem frygðarlyf. Fleiri tegundir veiðidýra munu hljóta sömu meðferð ef ekki tekst að koma á jafnvægi milli þarfa mannsins og hjarða veiði- dýra. Landlireinsim Afríkumenn sáu brátt að banda- ríska aðferðin, að alfriða stóra þjóðgarða, gekk ekki upp í svörtu álfunni. Notuð var gamla ný- lenduaðferðin, að ráða og ráðskast með innfædda. Heilu þjóðflokkarnir voru reknir út af nýju þjóðgörðunum og var þetta ekkert annað en landhreinsun í sinni verstu mynd. Fólk sem Baksvið „Eína leiðin til að bjarga náttúnmni er að útrýma okkur sjálfiini.*6 búið hafði á svæðum kynslóð fram af kynslóð var rekið þaðan með harðri hendi, af því að dýrin höfðu allan forgang. Að sjálfsögðu virtu innfæddir ekki lög um veiðibann. Hungrað fólk veigar sér ekki við að brjóta lög til að útvega svöngum börn- um sínum mat. Þá kemur það einnig til sögu, að flest eða öll hjarðdýrin flakka um og virða ekki Iandamerki þjóðgarðanna. Þau gera lítinn mun á bithaga innan þjóðgarðs og ökrum fá- tækra bænda hinumegin landa- merkjanna. Afríkumenn eru smám saman að bijóta á bak aftur harðsvíraða náttúrvernd, sem ríkir Amerík- anar skammta þeim. I Zimbabwe hafa yfírvöldin úthlutað veiði- kvóta fyrir skotveiðimenn. Það kostar 10.000 dollara að skjóta fíl, ljón kostar 3.500 dollara, vís- undur 2.000, impalahjörtur 300. Veiðigjaldið rennur í sjóð, sem skipt er á milli fbúa nærliggjandi svæða og sveitarfélagsins. Með þessari tilhögun njóta íbúar veiðisvæðanna afraksturs af dýrastofnunum og auðvelt er að halda stofnunum í jafíivægi, svo að þeim hvorki fjölgi né fækki um of. I Malawi hefur íbúum í námunda við alfriðaðan þjóðgarð verið leyft að sækja í hann sér- staka grastegund, sem þarna er notuð til húsbygginga. Þá standa vonir til að fólk á svæðinu fái að veiða físk innan þjóðgarðsins og safna jurtum til Iyfjagerðar. Trúarbrögð eða vísindi Þess sjást merki að sums staðar sé rétttrúnaður umhverfisvernd- unarsinna á undanhaldi. Að minnsta kosti eru sumir farnir að átta sig á því að maðurinn er hluti af náttúrunni og hefur nokkurn rétt til að nýta gæði hennar. Harðsnúnir verndarsinnar hafa yfirfært skilgreiningu trúar- bragða á hinu góða og því illa. Náttúran er eðlileg og góð og þannig á hún að vera, en maður- inn og hans margbrotnu þarfír eru af hinu illa og því skal hann víkja. Prófessor W. Cronon er virtur sagnfræðingur og eru um- hverfismál hans sérgrein. Kenn- ingin um góðu náttúruna og vonda manninn er frá honum komin. Sé henni haldið til streitu eins og öflug samtök gera er niðurstaðan aðeins ein: „Eina leiðin til að bjarga náttúrunni er að útrýma okkur sjálfum." í Afríku er verið að reyna að finna leiðir til að sætta gagnstæð sjónarmið og skapa jafnvægi milli þarfa mannsins og að við- halda eðlilegri endurnýjun nátt- úrunnar. Hvernig til tekst leiðir tíminn í ljós, en víst er að ekki dugir að vernda náttúruna svo harkalega að maðurinn lendi í útrýmingarhættu, né láta nátt- úrusóða komast upp með að ofnýta og rányrkja þá miklu auð- lind sem allt líf byggist á. Deilt um þróimar- lönd ARGENTÍNA - Á fjórðu umhverf- isráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er í Buenos Aires þessa dagana, spruttu upp deilur um þátttöku þróunarlanda í aðgerðum til verndar andrúmsloftinu. Argentína krafðist þess að þeim þróunarlöndum, sem lengst væru á veg komin í efnahagsþróun, yrði gert skylt að taka þátt í þeim að- gerðum sem samþykktar verði á ráðstefnunni. Bandaríkin, Rúss- Iand og Astralía tóku undir þetta, en Kína, Indland og Brasilía voru alfarið á móti. Ekki var unnt að halda áfram dagskrá ráðstefnunnar fyrr en Argentína hafði fallið frá tillögu sinni. VÖRUR MEÐ ÞESSUMERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkið hjálpar þér að velja þær vörur sem skaða síður umhverfið. Þannig færum við verðmæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ ijfœ/// HOLLUSTUVERND RÍKISINS % V' ; Upplýsingar hjá Hollustuvemd rfksins í síma 568 8848, heimasíða: www.hollver.is Reykvíkingar ■"■■■■ Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl. 17.00 sem útvarpað er á l\lær IfftlttEftc* lH Reylqavíkurboi^ Skrifstofu borgarstjóru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.