Dagur - 04.11.1998, Page 6

Dagur - 04.11.1998, Page 6
6 - MIDVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Skiípaleikur í fyrsta lagi Úttekdr sem gerðar hafa verið síðustu misseri á starfsemi lög- reglunnar í Reykjavík staðfestu að margt var aðfinnsluvert við stjórn þeirrar mikilvægu stofnunar. í ljós kom að Böðvar Braga- son lögreglustjóri hafði ekki þau föstu tök á starfsemi hinna ýmsu deilda sem krefjast verður af yfirmanni embættisins. Þótt lögreglustjóri verði að sjálfsögðu að sýna undirmönnum sínum traust er það um leið skylda hans að fylgjast náið með því að farið sé að lögum og reglum um góða starfshætti og að grípa þegar í stað í taumana ef annað kemur á daginn. A það hefur skort. í öðru lagi Enginn efast því um að taka þurfti á málum lögreglunnar í Reykjavík og færa starfshætti til betri vegar. Hins vegar virðist dómsmálaráðherra á góðri leið með gera nauðsynlegar breyt- ingar á embættinu að hjákátlegum skrípaleik. Fyrst er Böðvar Bragason settur í nokkurra mánaða veikindaleyfi. Á meðan er nýr varalögreglustjóri fenginn til að hressa upp á ímynd emb- ættisins, ekki síst með röggsamri framgöngu í fjölmiðlum. Rétt áður en Böðvar Bragason á að mæta til vinnu á ný er kynnt op- inberlega nýtt skipurit fyrir embættið þar sem lögreglustjórinn er sviptur þeim völdum sem stöðunni fylgja samkvæmt lands- lögum og varalögreglustjóranum í reynd falið að stjóma emb- ættinu. í þriðja lagi í þessu máli sem öðrum þurfa stjórnvöld að hafa þor til að koma fram af einurð og heilindum. Sé það skoðun ráðherra að Böðvar Bragason sé helsta vandamál lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, og geti hann sannað slíka vanhæfni, þá á hann auð- vitað að láta lögreglustjórann fara og skipa nýjan í staðinn. Ef ekki, þá ber ráðherra að sjá til þess að lögreglustjóri haldi ekki aðeins stöðu sinni heldur einnig þeim völdum innan embættis- ins sem eru forsenda þess að hann geti sinnt starfinu lögum samkvæmt. Skrípaleikur síðustu daga er engum samboðinn. Elias Snæland Jónsson. Strætóbomban Árni Steinar Jóhannsson um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar og varaþingmaður Steingríms J. er kominn í kosningaham. Ami Steinar hefur verið orð- aður við annað sætið á lista Rauðgranaflokksins, næst á eftir Rauðgrana sjálfum. Trompið sem nú er komið á borðið er nýr Eyjafjarðarstrætó sem gangi um allan fjörð með Akureyri sem miðpunkt. Eyja- fjarðarstrætóinn á að vera til- raunastrætó fyrir nýja strætós- infóníu um landið allt þar sem sveit og bær eru sameinuð undir merkjum almennings- vagna. Þetta er óneit- anlega athyglisverð hugmynd enda fær Garri ekki betur séð en Árni Steinar hafi fengið þungavigtar- menn úr stjórn Byggðastofnunar til að flytja með sér þingsá- lyktunartillögu á Al- þingi um málið. 22 milijónir En efasemdamenn eru á hver- ju strái og Garri heyrir nöldrið í öllum hornum. Er strætó sem skrönglast um Eyjafjörð nú það sem okkur hefur vant- að!?? Hefur byggðin við fjörð- inn liðið fyrir skort á almenn- ingssamgöngum? Er veijandi að setja 22 milljónir króna í málið?!?! Garri man reyndar ekki til þess að hafa séð fleiri en 4 menn samankomna í strætisvagni á Akureyri í einu. Oftast aka strætisvagnarnir um tómir. Svipaða sögu er að segja með strætisvagnana i Reykjavík. Þeir eru yfirleitt tómir, kannski einn og einn unglingur á ferðinni. Þó gerist það kannski oftar að fleiri eru í strætó í Reykjavík en á Akur- V. eyri og það má því svo sem spyrja hver sé tilgangurinn með því að láta þessu tómu strætisvagna aka um allan Eyjafjörðinn líka? Garri telur sig hafa ráðið þessa gátu og er tilbúinn til að upplýsa hvernig tillagan um Eyjafjarðarstrætó verður skynsamleg. Skynsemiii Það liggur beint við að skýra muninn á vinsældum strætós í Reykjavík annars vegar og Ak- ureyri hins vegar með því að í Reykjavík geta menn keyrt miklu lengra fyrir sama pening en á Ak- ureyri. Leiðirnar á Akureyri eru greini- lega ekki nógu Iangar. Þetta hafa Ámi Stein- ar og félagar komið auga á og vilja laga með því að láta bílana keyra út fyrir bæinn svo farþegar geti farið í sæmilegan bíltúr og fengið mikið fyrir lítið eins og í Reykjavík. Við þessa breyt- ingu má því reikna með að stóríjölgi f strætisvögnunum þannig að það gætu jafnvel orðið fleiri en í vögnunum í Reykjavík. I staðinn íyrir tóma vagna skröltandi um bæinn má þá búast við vögnum ak- andi um sveitimar og inn í Ak- ureyrarbæ troðfúllum af ham- ingjusömu fólki sem slegið hefur tvær flugur í einu höggi. Það hefur sameinað sveit og bæ og fær mikla þjónustu fyrir lítið verð. Allir eru ánægðir og mikilvægast af öllu er að Árni Steinar og félagar verða allir kosnir á þing. Garri Árni Steinar Jóhannsson. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Össur Skarphéðinsson er hug- rakkur maður. Ótrauður fleygir hann sér út í vinstriflokkakraðak og skoppar þar ofan á eins og vel lagaður korktappi. Hann hefur verið í forystuliði ótalinna fylk- inga, hávær og glaðbeittur, stýrt þölmiðlum sem spanna nær allt pólitíska litrófið og klýfur og sameinar flokka eftir því hvernig á honum liggur og ekkert bend- ir til annars en að hann eigi fjöl- skrúðugt og athafnasamt líf fyrir höndum. En það þarf ekkert sérstakt hugrekki til að vera óróamaður í pólitík, það eru fleiri og farnast misjafnlega. En það þarf hug- rekki til að ráðast gegn gróinni þjóðlygi og þeim tabúum, sem bannað er að ræða nema á einn veg. Um helgina skrifar ritstjórinn Össur grein í blað sitt um böm 68 kynslóðarinnar. BömO sem ánetjast fikniefnum á gelgju- skeiðinu og enginn fær neitt við Sjálfsrýni og hugrekki ráðið. Foreldrarnir dýrkuðu heimsfrægar eiturætur sem voru leiðtogar veraldar og gerðu upp- reisn gegn öllum borgaralegum dyggðum og urðu fórnarlömb eigin ræfilsdóms og píslarvottar handa komandi kynslóðum að tilbiðja. Vandamál foreldra Það er nýtt að ábyrgur stjórnmálamaður og ritstjóri ráðist að rótum vandamáls í stað þess að væla í þeim mikla grátkór sem sér enga leið til að leysa þann mikla vanda nema með stofnunum og fræðslu og fræðslu og stofnun- um o.s.frv. En allt kem- ur fyrir ekki. í blöðum gærdags- ins eru venjubundnar fréttir um síaukna fíkniefnaneyslu ung- menna og svo fréttir og greinar um að enginn vandi sé að leysa úr vandræðunum. Látið okkur bara fá meiri peninga og stofn- anir. Þá munu vandamál foreldr- anna hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hipparnir stjórna nú heimin- um, spila á fjármunamarkaðina, eru forríkir og sitja í háum stöð- um og iðka þar það frjálsræði sem þeir tömdu sér á háskólaár- unum. Það kvað hafa verið að kjósa um svo- ieiðis athafnir í Banda- ríkjunum í gær. Fjölmiðlarnir halda hátt á lofti þeim lífsstíl þar sem ótamið frjáls- ræði, eigingirni og eft- irlátssemi við allar sín- ar hvatir og tilhneig- ingar eru taldar Iofleg- ar. Sýslumenn vitna um aðdáun sína á heimsfrægum eiturætum og dáðir embættis- og listamenn kyija kvæði gamals hippa um hvernig leggja á heiminn undir sig, að hætti tyranna, en hippinn sá orti einnig dýrðaróð til heróín- sprautunnar sinnar. Bakari og smiður hengdir Gömlu sýruhausarnir sem ætl- uðu að leggja heiminn undir sig með óheftu lauslæti gera það nú með óheftu íjármagnsflæði, þar sem margir hagnast óhóflega en aðrir, svo sem nokkur þjóðríki, verða gjaldþrota með öllum þeim hörmungum sem því fylgir. Agalausar kynslóðir sem gefa skít í heimili og fjölskyldu sjá eðlilega engin önnur ráð en stofnanir til að taka við börnum þeirra þegar þau eru orðin kæru- lausu fijálslyndi að bráð. Það er sjálfsagt ágætt að djöflast í lög- reglu og tollurum og kenna þeim einhliða um agaleysi og eiturfíkn í þjóðfélaginu. En ekki minnkar eiturneyslan við það nema síður sé. En rætur vandans eru annars staðar, en það krefst sjálfsrýni og hugrekkis að viðurkenna það. Hvemig ber að túlka vináttuheimsókn for- manns Alþýðubanda- lagsins til Kúbu? Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafimðarmanm. „Ég held að þessi heimsókn formanns AI- þýðubandalags- ins til Kúbu verði ekki gagn- rýnd. Það liggur fyrir að þetta boð kom þegar hún var í einka- heimsókn á Kúbu í fyrrahaust, ásamt fjölmörgum öðrum. Mér sýnist þessi heimsókn bera vott um breytta veröld þar sem fólk fer sinna ferða óháð fyrrverandi kaldastríðsmörkum eða „járn- tjöldum“.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður óháðra. .Almennt hef ég ekkert nema gott um það að segja að menn kynni sér að- stæður annarra þjóða og sjálfur hef ég mikla samúð með kúbönsku þjóðinni vegna þeirra hremminga sem hún hefur búið við sökum við- skipabannsins, heimsvalda- stefnu og kúgunar Bandaríkja- manna. Pólitíska hliðin á þessari heimsókn og spurningin um flokksleg samskipti við kommún- istaflokldnn á Kúbu er svo annað mál sem ég kýs að tjá mig ekki um að svo stöddu." Jón Hákon Magnússon formaður Samtaka um vestræna sam- vitinu. „Ég held að heimsóknin sé af hinu góða. Það er nauðsyn fyrir forystu- menn í pólitík að víkka sjónar- deildarhring sinn - viðskiptabann Bandaríkja- manna á Kúbu er tímaskekkja. Við Ieysum ekki svona mál með þvingunum, heldur með samn- ingum. Það er Ijóst að Kastró verður á Kúbu enn um hríð, en þegar hann er allur hrynur kerf- ið og færist í lýðræðisátt. Fyrr á árum voru Kúbverjar góðir við- skiptavinir Islendinga og keyptu saltfisk af okkur og ætli þeir byiji ekki á því aftur þegar þeir eign- ast peninga." Árni Giumarsson formaður Sambands ungra framsókn- ,/Etli Margrét sé ekki að reyna að framkvæma útflutningsleið Ólafs Ragnars, sem til þessa hefur ekki verið fylgt eftir. En í það minnsta dregur þessi heim- sókn Margrétar athyglina frá þeirri staðreynd að líkið af AI- þýðubandalaginu liggur eftir á brautarteinunum, eftir að hafa orðið undir sameiningarlest- inni.“ armanna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.