Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 04.11.1998, Blaðsíða 13
X^ur n-jnjísvíi'í . i. nu ,111 (i i! n n n ' m _ ?J I- MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVRMBER 199 8 - 13 ÍÞRÓTTIR Hér ræður skynsemin Þeir brædur Þórður, Bjami og Jdhannes Karl Guðjdnssynir frá Akranesi, eru allir komnir á samning hjá helgíska úrvalsdeildar- liðinu Genk. Það hlýt- ur að vera einsdæmi að þrír bræður leiki með einu og sama liðinu í efstu deild knattspym- unnar, hvað þá í einni af sterkari deildum Evrdpu. Bjarni Guðjónsson knattspyrnu- maður, sem síðustu tvö árin hef- ur verið í herbúðum úrvalsdeild- arliðsins Newcastle á Englandi gerði á sunnudaginn fimm ára samning við belgíska úrvalsdeild- arliðið Genk. Fyrir hjá liðinu voru tveir bræður Bjarna, þeir Þórður og Jóhannes Karl, en Þórður sem kom til liðsins fyrir um það bil tveimur árum frá Bockum í Þýskalandi, hefur ver- ið einn af lykilmönnum liðsins. Jóhannes, sem er 18 ára, kom til liðsins í sumar og hefur hann þegar leikið íjóra leiki með aðal- liðinu og hefur verið fastamaður í leikmannahópi Genk það sem af er keppnistímabilinu. Bjarni samdi til fimm ára Bjarni sem kom alkominn til Genk í fyrrakvöld, gerði fimm ára samning við félagið og var kaupverðið 125.000 ensk pund, eða um 14,5 milljónir íslenskra króna. Samningurinn felur einnig í sér að Newcastle fái 25% af söluverði ef Bjarni verður seldur frá Genk á samningstím- anum. Hjá Newcastle hefur verið hálfgert upplausnarástand síðan Bjarni kom til félagsins fyrir um Þórður Guðjónsson. það bil tveimur árum, en Kevin Keagan, sem keypti Bjarna, fór frá félaginu aðeins nokkrum vik- um eftir kaupin. Þá tók Kenny Dalglish við Iiðinu og nú er Gullit tekinn við eftir að Dalgl- ish var Iátinn hætta núna í haust. Gott fyrir Bjama að losna Þórður Guðjónsson, bróðir Bjarna, sagði í samtali við Dag að það hafi verið mjög gott fyrir Bjarna að Iosna frá Newcastle. „Þetta er búið er vera eintómt basl síðan hann kom til félagsins og hann sá enga framtíð íyrir sér þar. Stöðugar áherslubreytingar voru hjá félaginu með nýjum mönnum og óþægilegt óvissu- ástand var hjá Bjarna innan um stóran hóp atvinnumanna," sagði Þórður. Aðspurður um það hvort hann hafi beitt sér fyrir því að Bjarni kæmi til Genk, sagði Þórður að vissulega hafi hann gert það. „Þegar ljóst var að hreinsanir stæðu til hjá Newcastle, hafði ég samband við þjálfara Genk og benti honum á Bjarna. Hann var strax tilbúinn að skoða málið og eftir að hafa fylgst með honum, var hann ákveðinn í að fá hann til liðsins." - Hvað eeturðu saet okkur um Genk? „Knattspyrnufélagið KBC Genk er frá samnefndri borg við Iandamæri Hollands, með um Bjarni Guðjónsson. 65.000 íbúa. Það varð til úr sam- einingu tveggja félaga, sem voru Watershei og Winterslag. Þessi Iið voru þekkt heima þar sem Lárus Guðmundsson var hjá Watershei um tíma og þeir Ragnar Margeirsson og Guð- mundur Torfason spiluðu báðir hjá Winterslag. Þessi tv'ö lið voru síðan sameinuð og Guðmundur Torfason lék einmitt með Genk fyrstu þrjá mánuðina, áður en hann flutti sig um set.“ Bjami styrkir hópinn - Eru kxiupin á Bjarna liður í frekari uppbyggingu liðsins og verður erfitt fyrir hann að komast í liðið? „Eg tel að við séum með mjög gott lið og sextán manna hópur- inn er skipaður mjög sterkum einstaklingum. Helsti vandinn hefur þó verið breiddin, en það hefur sem betur fer verið að breytast núna. Kaupin á Bjarna munu styrkja hópinn verulega. Hann þarf þó að keppa við mjög sterka leikmenn um stöðu í lið- inu og hann þarf örugglega að hafa mikið fyrir því. Hann er til dæmis að keppa við markahæsta leikmann Belgíu frá því í fyrra, sem er Króatinn Branco Strubar. Hann var í 28-manna landsliðs- hóp Króata fyrir HM, en datt út fyrir keppnina. Honum hefur þó ekki gengið eins vel í vetur, en er þó alltaf eitthvað að skora. Hinn framherjinn hjá okkur er ennþá Jóhannes Karl Guðjónsson. sterkari, en það er Guineamað- urinn Ulari. Hann er algjör „köggull" og er nú þriðji marka- hæsti leikmaðurinn í belgfsku deildinni." - Ertu ánægður með stjóm fé- lagsins? „Félaginu er mjög vel stjórnað og hér ræður skynsemin. Menn eru ekkert að fara út f einhverja vitleysu og gott aðhald er á öllum hlutum. Það er mikil gróska hjá félaginu og þeim hefur á síðustu tv'eimur árum tekist að þrefalda ársveltuna og reikna með að tvö- falda þá stöðu aftur á næsta ári. Félagið er nú að reisa nýjan leik- vang, sem tekur um 20.000 manns í sæti, svo segja má að heilmikið sé að gerast. Leikvang- urinn sem \dð leikum á í dag er kominn nokkuð til ára sinna og tekur 17.000 manns, en aðeins 5000 manns í sæti. Þetta er þó mjög góður heimavöllur og hér er Iangbesta stemmningin í allri Belgíu og nær alltaf uppselt á Ieiki.“ Leikuni heimaleikina í Brussel - Nú þutfið þið eflaust stærri völl í Evrópuleikjunum. Hvemig eru þau mál leyst? „Þar sem völlurinn rúmar að- eins 5000 manns í sæti höfum við þurft að leika Evrópuleikina í Brussel og það hefur einmitt rekið á eftir því að nýr völlur væri byggður. Stuðningsmennirnir hafa meira og minna verið keyrðir í rútum til Brussel, sem er í um 100 km Ijarlægð frá Genk. Þetta var ansi skrautlegt í síðasta leik, en þá mættu um 27.000 stuðn- ingsmenn á leikinn í Brussel. Það þurfti því nokkuð margar rútur í þessa flutninga og því stanslaus bílalest á milli staðanna." - Hvernig er stemmningin hjá ykkur á heimaleikjunum? „Stemmningin er geysilega góð. Fólk mætir mjög tímanlega á Ieikina og segja má að allur dagurinn fari í þetta. Hér er fólk ekkert að flýta sér heim eftir leild og mjög algengt er að það setjist inn á félagspöbbana hér í ná- grenninu og fylgist með blaða- mannafundum, sem sýndir eru beint á sjónvarpsskjám.“ - Vekur það ekki mikla athygli í Belgíu að þið þrír bræðumir eruð komnir hingað til sama liðsins? „Það er auðvitað mjög sérstakt að þrír bræður skuli vera að Ieika með sama Iiðinu og örugglega einsdæmi. Það hefur verið fjall- að mikið um þetta hérna í Belg- íu.“ Á leið til Mallorka - Ertu alveg húinn að ná þér eftir meiðslin í Rússaleiknum og hvenær áttu von á því að byrja að spila aftur? „Eg er nokkurn veginn búinn að ná mér og er að komast í gang aftur. Eg missti af mjög mikil- vægum leikjum í meiðslunum, en það voru tveir deildarleikir, einn í bikarnum og svo leikurinn gegn Mallorka í Evrópukeppn- inni. Við erum nú á leiðinni í úti- leikinn gegn Mallorka og ég vona að ég geti leikið þann leik,“ sagði Þórður. Það verður spennandi að fylgj- ast með því á næstunni hvort þeir bræður nái því að leika allir þrír samtímis með Genk, en ef- íaust verður baráttan um sætin hörð, hjá einu besta liði belgísku úrvalsdeildarinnar, sem nú skip- ar þar 1. sætið. ÍÞRÓTTA VIÐ TALIÐ Breyta þarf keppnisfyrirkomulagiiiu EinarMár Guðmundsson stjómarmaður hjá Þór á Akureyri Keppnisfyrírkomulagið í bikarkeppni HSÍ hefur ver- ið töluvert til umræðu að undanfömu. Mismunandi skoðanireni á málinu, en flestir virðast hallast að breyttu fyrirkomulagi og þará meðal erEinarMár Guðmundsson, stjómar- rnaður hjá Þór á Akureyrí. - Hvað vilt þú sem stjórnar- maður landsbyggðarfélags í attnarri deild segja um fyrir- komulag bikarkeppni HSI? „Vandamálið í bikarkeppninni er kannski það að við eigum ekki þrjátíu og tvö lið til að taka þátt í fyrstu umferðinni, eins og til dæmis er í knattspyrnunni. Ef við tökum bikarinn í ár, þá voru aðeins tuttugu og sex lið skráð í keppnina og þar af nokkur félög með A og B-lið og Valsarar meira að segja með C-lið. Þar af Ieið- andi fara aðeins fram tíu leikir í fyrstu umferðinni þar sem dreg- ið er um það úr einum potti hvaða lið leika saman, en sex lið sitja hjá. Þetta verður til þess að Iiðin í Nissandeildinni geta lent saman í fyrstu umferðinni, sem að mínu mati er ekki nógu gott.“ - Hvaða breytingar sérðu fyr- ir þér? „Best væri auðvitað að öll liðin tækju þátt í keppninni frá upp- hafi, en þó finnst mér nauðsyn- Iegt að toppliðin lendi ekki sam- an í fyrstu umferðinni. Þetta kallar á breytingar meðan liðin eru ekki fleiri og aðlaga verður keppnina þessu ástandi. Keppn- in missir annars marks ef bestu liðin falla út í upphafi og það gerir hana ekki eins spennandi fyrir vikið. Fyrir okkur sem erum f annar- ri deiid, er það einmitt stórt mál að geta fengið þessi sterkari lið í heimsókn til okkar og þess vegna er nauðsynlegt að reglurnar geri ráð fyrir því að þau spili frekar við Iiðin í neðri deildum í fyrstu umferð. Við sjáum það einmitt fyrir okkur núna, að eftir fyrstu um- ferðina eru fallin út lið eins og Haukar, Stjarnan og Selfoss á meðan lið eins og Völsungur, Afturelding B og við Þórsarar sitjum hjá í umferðinni. Þó ég sé hæstánægður með að við Þórsar- ar sitjum hjá í fyrstu umferð, þá er þetta auðvitað ekki nógu gott fyrir handboltann og nauðsyn- legt að gera breytingar. Okkur á landsbyggðinni er til dæmis gjarnt á að lfta til fótbolt- ans og körfuboltans og mjög gott dæmi er til dæmis úr fótboltan- um, þegar KR-ingar fóru til Grenivíkur og völlurinn fylltist af fólki, til að sjá sína menn leika gegn alvöru úrvalsdeildarliði. Einnig höfum við gott dæmi úr körfunni þegar Dalvíkingar fengu bikarmeistara Grindvík- inga í heimsókn á dögunum. Þar myndaðist heilmikii stemmning í kringum Ieikinn og Ieikmenn bikarmeistaranna voru svo vin- samlegir að heimsækja krakkana á æfingu. Þetta skapar allt stemmningu sem er ómetanleg fyrir okkur sem erum að byggja upp okkar lið við erfiðar aðstæð- ur. Þessir hlutir hafa verið lands- byggðarliðunum nijög mikilvægir og jafnvel mikilvægari en sjálfur árangurinn, þegar verið er að byggja upp. Þessum málum verður hand- knattleiksforystan að taka á og við verðum að vera samtaka um að finna réttu lausnina fyrir næstu keppni." - Hvað er að frétta af ykkur Þórsurunt? „Við Þórsarar höfum verið að vinna mikið uppbyggingarstarf á undanfömum árum, sem nú er farið að skila sér upp í meistara- flokk. Það sýndi sig í fyrra að við erum á réttri leið, en þá munaði sáralitlu að við næðum upp í úr- valsdeildina. Eg tel að langa pásan um áramótin, sem stóð í nær tvo mánuði, hafi skemmt mikið fyrir okkur og varð til þess að menn misstu hreinlega damp- inn. Þetta er sérstaldega bagalegt hjá okkur á Iandsbyggðinni, þar sem við höfum svo fáa mögu- Ieika til æfingaleikja, þannig að menn missa niður alla leikæf- ingu. Sem betur fer hefur nú orðið breyting á og áramótapásn stendur aðeins i rúmar vr vik ur. Við erum þvi fullir bjartsýni um ' < > Akureyrarlið leiki í efstu dei ' “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.