Dagur - 13.11.1998, Qupperneq 1
Sérðu það sem ég sé erheiti á
nýju smásagnasafni eftir
Þórarin Eldjám sem kom út
hjá Vöku Helgafellifyrír
skömmu.
Þetta er fjórða smásagnasafn Þórarins og
sögurnar eru tólf. „Yfirgnæfandi hluti þeir-
ra er skrifaður á þessu ári,“ segir Þórarinn,
„en gjarnan út frá hugmyndum sem eru
miklu eldri og ég hafði punktað hjá mér.
Svo er ein og ein sem mætir til leiks um leið
og búið er að setja upp umgjörðina. Það má
segja að þessi bók hafi orðið til með meiri
hnykk en fyrri smásagnakver."
Fæðing Fermingardrengsins
En hvernig fæðast hugmyndir að sögu
eins og Fermingadrengnum sem er ein
hugmyndaríkasta saga bókarinnar? Höf-
undurinn svara því á eftirfarandi hátt: „Eg
var að skoða fermingardreng úr plasti,
sem er það dæmigerða kitsch fyrirbæri
sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á.
Sjálfur er ég búinn að ferma fjóra drengi
og hef því oft horf á þessa plastkalla. Fyr-
ir nokkrum árum fór ég að hugsa um
svona kalla og þá útfrá öðrum köllum eins
og playmo-köllum og kóngulóarköllum.
Frumhugmyndin var sú að stefna þessum
köllum saman og um leið var ég kominn
inn á ævintýrasviðið í stíl H.C. Andersens.
Svo sá ég afskaplega góða kvikmynd sem
heitir Toy Story og þá rann allt saman og
ég skrifaði söguna. En hugmyndin varð til
nokkrum árum fyrr“
Ég hef sennilega öðlast meira sjálfstraust og um leið er mér nákvæmlega sama hvort verið er að hæla einhverju sem ég er að gera eða ekkii
Skrifmeiuitir og lesmenntir
Þórarinn hefur löngum verið talinn með
skemmtilegri höfundum en hefur hann
ekki fundið fyrir því viðhorfi að það sem sé
skemmtilegt sé jafnframt talið léttvægt?
„Jú, ég hef fundið fyrir þessu viðhorfi,“
segir hann, „en það hefur kannski mest
verið í sambandi við ljóðagerðina. Ef mik-
ill húmor er þar á ferð þá þykir kveðskap-
urinn ekki nægilega merkilegur. En þetta
viðhorf skiptir mig einfaldlega ekki nokkru
máli.
Mér hefur stundum dottið í hug að það
mætti skipta bókmenntum í skrifmenntir
og Iesmenntir. Sá höfundur sem skrifar
lesmenntir hefur mestan áhuga á að það
sem hann skrifar sé lesið meðan sá sem
segist vera skrifmenntasinni lætur sig við-
tökur engu varða, heldur leggur allt sitt í
verkið og telur það öllu skipta. Það er
kannski ekki farsælt ef höfundur er bein-
línis með það í huga að hann sé að skapa
lesmenntir, þá verða verk hans hugsanlega
léleg og léttvæg. Að sama skapi er það
óheillavænlegt að höfundur sé svo upptek-
inn við skrifmenntir að honum þyki vin-
sældir merki um að eitthvað sé að; sú
hugsun hefur oft verið mjög rík en
kannski er hún á undanhaldi. Kannski er
það þannig að það sem á endanum er best
er það sem er skrifað eins og skrifmenntir
og reynist svo vera lesmennt."
Viðtökur skipta ekki máli
Þegar Þórarinn er spurður hvort hann sjái
einhverja sérstaka þróun á skáldaferli sín-
um svarar hann: „Það er mjög erfitt að
dæma um einhverja þróun hjá sjálfum sér.
Ég vil ekki vera meðvitaður um að ég sé að
gera eitthvað sérstakt. Mér nægir að vinna
að mínu og gleyma mér í því ferli og láta
það svo meira eða minna að baki þegar
það er búið og horfa fram á veginn. En ef
það er einhver þróun sem ég hef ekki
komist hjá að verða var við þá er það að
mér finnst ég vera afslappaðri í því sem ég
er að gera. Ég hef sennilega öðlast meira
sjálfstraust og um leið er mér nákvæmlega
sama hvort verið er að hæla einhverju sem
ég er að gera eða ekki.“ -kb
Kveikjuhiutir
varahlutir
...i miklu úrvati
Þjónustumiðstöð íhjarta borgariunar
Lágmúla 9 • Slmi: 533 2800 • Fax: 533 2820
BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur
Verelun Hlólalegur
Vatnshosur Hosuklemmur
Tímareimar Kúplingsbarkar og
og strekkjarar undirvagnsgormar.
Bensíndælur Topa vökvafleygar
Bensínlok vigtabúnaður
Bensínslöngur Þurrkublöð
Álbarkar Rafmagnsvarahlutir