Dagur - 19.11.1998, Page 13
~ rm
o »•
D!*3“r
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 19. NÚVEMBER 1998 - 13
Sj ónvarp sgreið slumar
„stranda á smáatriðum“
Sjónvarpspenmgamir
ekM komnir til úr
valsdeildarfélaganna í
knattspymu. Samn-
ingurinn er trúnaöar-
mál segir Geir Þor-
steinsson. Tveir
samningar í gangi
segir Eggert Magnús-
son. RÚV gekk frá sín-
uui málum í síðustu
viku.
Enn hafa liðin í Landsímadeild-
inni í knattspyrnu ekki fengið
krónu af greiðslunum frá þýska
sjónvarpsrisanum UFA. Sæ-
mundur Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri ÍA, sagði við Dag
að hann vissi ekkert hvernig
staðan væri í þessu máli en fé-
lögin ættu að vera búin að fá
þessar greiðslur fýrir löngu.
Bjarni Andrésson, formaður
knattspyrnudeildar UMFG,
sagði að Grindvíkinga eins og
aðra væri farið að lengja eftir
þessum peningum. „Við höfum
fengið það sem við áttum að fá
frá RÚV og Stöð 2 en ekkert er
enn komið frá Þýskalandi. Nú
eru flest félögin að fara að halda
aðalfundi sína og þá væri gott að
vera búin að fá þessa upphæð til
að gera upp reikninga sem mað-
ur vill hafa í skilum. Það er alveg
rétt að við áttum að vera búnir
að fá þessar greiðslur fyrir löngu.
Sumt áttum við að fá strax í
sumar og afgangurinn á að vera
kominn. Mér skilst að strandi á
einhverjum formsatriðum milli
íslensku sjónvarpsstöðvanna og
Þjóðveijanna,“ sagði Bjarni.
Strandar á smáatriðum
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSI, fer með sjón-
varpsmálin fyrir knattspyrnu-
sambandið. Hann sagði í samtali
við Dag í gær að greiðslurnar
væru rétt ókomnar. „Það strand-
ar bara á smáatriðum sem þarf
að klára og er verið að vinna í,“
sagði Geir.
Geir vildi ekkert segja um
hvort KSI hefði fengið greitt, frá
UFA, fyrir leikina í Landsíma-
deildinni. En eftir þeim heimild-
um sem Dagur hefur aflað sér
Hrðist vera í samningnum eitt-
hvert tryggingarákvæði, sem
UFA hefur sett, þannig að
greiðslur frá RÚV verði að hafa
borist til UFA áður en fyrirtækið
borgi pakkann sem það keypti af
KSL
„Eg get ekkert sagt um það
hvernig fyrirkomulag er á milli
Knattspyrnusambandsins og
UFA um þessar greiðslur. Þeir
samningar eru undir trúnaði. Við
og ekki síður þýska fyrirtækið
höfum gert kröfu um að þessir
samningar séu trúnaðarmál. En
ef þeir hafa viljað upplýsa mál
höfum við ekki staðið í vegi fyrir
því. En það er rétt að þegar
greiðslurnar koma verða þær
hærri en tíðkast hefur hjá ís-
lenskum félagsliðum þannig að
brúnin á forráðamönnum félag-
anna lyftist þegar greiðslurnar
Ioks koma á næstu dögum.“
Geir sagði enn fremur að hann
gæti ekki upplýst hvernig skipt-
ing greiðslanna yrði á milli félag-
anna. Það hefði reynst nauðsyn-
legt að hafa það sem trúnaðar-
mál. Hinsvegar hafi þessi skipt-
ing verið ákveðin á fundi í vor
þar sem allir hefðu verið sáttir
með sinn hlut.
Stendur ekki á RÚV
„Það stendur ekkert á greiðslum
frá okkur. Við gengum frá okkar
málum við UFA i síðustu viku.
Hinsvegar veit ég ekkert hvernig
samningurinn milli KSI og UFA
er. En sé eitthvað hengt í hann
sem tengist okkur er það eitt-
hvað sem við höfum aldrei feng-
ið að vita neitt um. Við berum
því enga ábyrgð á því að félögin
hafi ekki fengið sínar greiðslur.
Hvenær, hvernig og hvað KSI
greiðir félögunum kemur hvorki
okkur eða Sýn neitt við,“ sagði
Ingólfur Hannesson hjá Sjón-
varpinu. „Þær upphæðir sem
KSI greiðir félögunum eiga sér
enga stoð í samningi okkar við
UFA og er alfarið innanhússmál
hjá KSI.“
Tveir samningar í gangi
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði að ekki væru nein
tryggingarákvæði í samningnum.
„Þetta eru eiginlega tveir samn-
ingar. Annars vegar er það okkar
samningur, sem gerður var á
undan. Síðan er samningur sem
gerður var um deildina og bikar-
inn sem er sérsamningur, um
sýningarréttinn, inn í heildar-
pakka en alveg með sér verðlag
og annað. Það er bara beðið eft-
ir því að RÚV og UFA gangi frá
sínum málum".
- KSÍ seldi UFA sýningaréttinn
að íslenska boltanum en ekki
RÚV. Hvað kemur það KSÍ þá við
hvemig RUV stendur við samn-
ing sinn við UFA?
„Við fáum peningana. Það er
alveg ljóst. Hinsvegar er eitthvert
kerfi í gangi hjá Þjóðveijunum
sem segir að þeir eigi í vandræð-
um með að borga fyrr en samn-
ingurinn er kominn frá RÚV til
þeirra".
- Hvað með landsleikina, hafið
þið fengið greiðslur fyrir þá?
„Við erum búnir að fá stærsta
hlutann, sem var fyrirfram-
greiðslan."
- Er þá ekki búið að gera lands-
leikina hundrað prósent upp?
„Samningurinn er náttúrlega
trúnaðarmál á milli aðilanna.
Þjóðverjarnir verða þá að segja
þér það. Fyrirframgreiðslan, sem
kom fram í okkar ársreikningum,
var ekkert leyndarmál. En það er
ekki það eina sem felst í þeim
samningi. En ég hef engar
áhyggjur af því að þetta verði
ekki greitt. Þetta fyrirtæki hefur
staðið 110% við allt sitt, hvar
sem er í heiminum. Mér þykir
bara verst að það skuli ekki vera
búið að ganga frá þessu fyrir
löngu. Það er báðum aðilum að
kenna, RÚV og Þjóðveijunum.
Eg get líka lofað því, íyrir hönd
UFA, að þetta verður í eina
skiptið á þessum fjögura ára
samningi sem mun standa á
greiðslum. Þá vantar ekki pen-
ingana. Það eru formsatriðin
sem þurfa að vera í lagi hjá Þjóð-
verjunum. En við megum ekki
gleyma því að við fáum a.m.k.
fimm sinnum meiri pening út úr
samningnum en nokkru sinni
áður og þessi samningur er stór-
kostlegt mál fyrir íslenskan fót-
bolta,“ sagði Eggert Magnússon.
— GÞÖ
ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ
Okkar blakkonur vel klæddar
GuðmundurH.
Þorsteinsson
framkvæmdastjóri
Blaksambandsins
Heimsmeistaramótið í
blaki stendur nú yfir í Jap-
an og erkeppni lokið í
kvennaflokki, með sigri
Kubverja. Róttækarbreyt-
ingará reglum um keppn-
isbúninga kvenna hafa
vakið nokkra athygli og
ræddum við málið við
Guðmund H. Þorsteins-
son, framkvæmdastjóra
BJaksambands íslands.
- Eigum við von á þessari bún-
ingabyltingu hingað til lands?
„Þessar nýju reglur Alþjóða
blaksambandsins um búninga-
mál kvenna ná aðeins til heims-
meistara- og Olympíumóta og
enn sem komið er, er það á valdi
Iandssambandanna að ráða bún-
ingamálum innanlands.
Mér finnst okkar blakkonur
hafa verið nokkuð vel klæddar
hingað til og ég sé ekki beint
ástæðu til að gera þar breytingar
á. En ég veit að þær eru mjög
framsæknar og aldrei að vita
hvað þær vilja sjálfar.
Þessir nýju og glæsilegu bún-
ingar myndu örugglega klæða
þær mjög vel og yrðu íþróttinni
örugglega frekar til framdráttar
heldur en hitt.
Það var ekki annað að sjá en
kúbönsku heimsmeistararnir
tækju sig vel út í þeim, en eins
og við höfum heyrt og séð í frétt-
um, þá eru um þetta skiptar
skoðanir og fólk þarf eflaust líka
að venjast þessu.
En auðvitað þurfa keppnis-
búningar fyrst og fremst að vera
þægilegir og þar á eftir klæðileg-
ir og aðlaðandi, þannig að þeir
verði íþróttinni til framdráttar.
Þessi þróun í búningamálum
er vel þekkt úr öðrum íþrótta-
greinum og má þar nefna sundið
og frjálsar íþróttir.
Annars verð ég að segja eins og
er að mér finnst búningatískan í
öðrum boltaíþróttum hálf púka-
leg og þessir karlabúningar sem
stelpurnar spila í, ldæða þær
engan veginn. Þær eru oft að
spila í hnésíðum og hólkvíðum
pokabuxum sem eru Iítið klæði-
legar sem keppnisbúningur og
lítið aðlaðandi."
- Er von áfleiri breytingum í
blakinu til að gera það meira
aðlaðandi?
„Nýlega hafa verið gerðar þær
breytingar á Ieikreglum, að nú er
leyfilegt að spila með svokallað-
an „Frelsingja“. Hann er ein-
göngu varnarspilari og getur
skipt inná hvenær sem er, þegar
leikur er stöðvaður. Hann má að-
eins spila í aftari línu og má ekki
taka þátt í sóknarleiknum. Bolt-
inn má þar af leiðandi ekki ber-
ast beint af honum yfir á vallar-
helming andstæðingsins. Þessi
breyting var gerð til að efla varn-
arleikinn og sá sem spilar þessa
stöðu er þá sérstaklega góður
varnarspilari og sérhæfir sig þá
frekar á því sviði. Hann er auð-
kenndur frá öðrum Ieikmönnum
og spilar þá í treyju af öðrum lit.
Einnig stendur til að taka í
notkun nýjan bolta og verður
hann fyrst notaður í næstu viku.
Um er að ræða þrílitan bolta,
bláan, gulan og hvítan, sem að
öðru leyti er eins og gamli bolt-
inn. Gamli hvíti boltinn átti það
til að hverfa inn í umhverfið og
með þessari breytingu er verið að
gera hann meira sýnilegan fyrir
dómara, leikmenn og áhorfend-
ur. Litirnir breyta Iíka miklu fyr-
ir sjónvarpsútsendingar, þar sem
hann ætti að sjást betur á skján-
um.
A nýlegu heimsþingi blak-
manna voru síðan gerðar róttæk-
ar breytingar á leikreglum, sem
reyndar verða ekki teknar í gagn-
ið hjá okkur fyrr en á næstu leik-
tíð. Breytingar fela það í sér að
eftirleiðis verður leikið upp í 25
stig og ekki þarf að ávinna sér
sendirétt til að skora. Þetta er
stórbreyting frá gömlu reglunum
þar sem Iið þurfti að ávinna sér
sendiréttinn til að geta skorað
stig. Nú er alltaf hægt að skora
og biðin eftir sendiréttinum er úr
sögunni, sem gerir leikinn miklu
meira spennandi.
Alþjóðasambandið mælir með
því að þessar reglur verði settar á
frá áramótum, en Islandsmótið
hjá okkur verður of langt komið
til að fara að breyta leikreglun-
U
um.
- Áttu von á að nýjar leikregl-
ur muni auka áhugann fyrir
íþróttinni hér á landi?
„Þessar nýju leikreglur munu
örugglega hjálpa til \'ið uppbygg-
inguna. Blakið sem er ein út-
breiddasta íþróttagreinin í heim-
inum, hefur átt erfitt uppdráttar
hér á Iandi og ég tel að með þess-
um breytingum fáum við aukin
sóknartækifæri. Blakið er þannig
iþrótt að það hentar mjög mörg-
um og er upplögð almenningsí-
þrótt, enda stunduð víða um
land sem slík.“