Dagur - 18.12.1998, Side 4
20-föstvdagur
. DESEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Árni Johnsen skilur
mikið um líftækni, lækn-
isfræði, DNA-rannsóknir,
tölvufræði, dulkóðun og
ég tala nú ekki um sið-
ferðileg álitamál að
smotterí eins og gagna-
grunnsfrumvarpið vefst
ekkert fyrir honum. Árni
Johnsen skilur það. Og
þess vegna ætlar Árni
Johnsen að greiða gagna-
grunnsfrumvarpinu atkvæði sitt í dag.
Það sem Árni Johnsen skilur ekki -
ímynda ég mér - er sú skrýtna staðreynd
að stór hluti íslensku læknastéttarinnar
og Iangstærstur hluti sérfræðinga sem
starfa á því sviði sem gagnagrunnsfrum-
varpið mun snerta skilja það ekki. Þeir
skuli beinlínis vera á móti gagnagrunns-
frumvarpinu. Meðlimir rannsóknarráðs,
siðfræðistofnana, prófessorar við háskól-
ann, læknar á Iækna ofan, menn sem í
mörgum tilfellum hafa að baki margra
ára háskólanám í greinum sem maður
skyldi ætla að gerði þeim einmitt kleift að
skilja gagnagrunnsfrumvarpið - þeir mis-
skilja það. Og eru jafnvel á móti frum-
varpinu.
Þeir hljóta því allir að vera heimskir.
Þeir eru að minnsta kosti heimskari en
Árni Johnsen sem styður frumvarpið og
ætlar að greiða því atkvæði með góðri
samvisku í dag. Vitaskuld eftir að hafa
kynnt sér málið í þaula. Eða efast nokkur
um það?
Mngmenn stjómarandstöðiumar
em heimskir
Og þingmenn stjórnarandstöðunnar, þeir
hljóta líka að vera afar heimskir, fyrst þeir
skilja ekki gagnagrunnsfrumvarpið. Þeir
misskilja það reyndar alveg út í það óend-
anlega, þeir eru svo heimskir. Það hefur
verið beinlínis átakanleg sjón að sjá þing-
menn stjórnarandstöðunar emja úr ræðu-
stól á Alþingi undanfarnar nætur um
gagnagrunnsfrumvarpið, heimtandi skýr-
ingar, beitandi málþófi, kjaftandi þvælu
og skiljandi ekkert. Maður var farinn að
óska þess að Árni Johnsen vildi láta svo
lítið að stíga í ræðustól og skýra málið í
fáeinum setningum fyrir þessum heimsk-
ingjum, því auðvitað hlýtur hann að vera
með allt það á hreinu sem þeir misskilja,
úr því hann ætlar að greiða frumvarpinu
atkvæði. En svo rann upp fyrir manni að
auðvitað geta gáfaðir menn eins og Árni
Johnsen ekki endalaust verið að eyða orð-
um i heimskingja og sennilega var Árni
löngu farinn heim að sofa, meðan vesal-
ings heimskingjarnir misskildu þetta allt
saman í bak og fyrir.
Nema náttúrlega heimska stjórnarand-
stöðuþingmannanna og allur þeirra mis-
skilningur sé sprottinn af enn verri hvöt-
um en hreinum gáfnaskorti - sem sé öf-
und í garð Kára Stefánssonar sem sann-
anlega er ljóngáfaður maður, svo gáfaður
að mér finnst mjög sennilegt að þessi
herskari prófessora og lækna og sérfræð-
inga sem eru á móti þessu litla, einfalda
frumvarpi hans Iáti fyrst og fremst stjórn-
ast af afbrýðisemi. Þeir gátu ekki fattað
upp á þessu snjallræði sjálfir og leggja því
orðstír sinn að veði við að níða skóinn af
frumkvöðlinum. Sem betur fer býr Kári
Stefánsson svo vel að geta reitt sig á
hildausan stuðning sjálfra frumkvöðla
ársins í íslensku viðskiptalífi - það er að
segja ríkisstjómar Islands - og svo á hann
Árna Johnsen að. Mikið hlýtur Kári að
hafa hugsað hlýtt til Árna Johnsen hafi
hann mátt vera að því að hocfa á þessar
dapurlegu svokölluðu umræður frá Al-
þingi þar sem stjórnarandstöðuþing-
mennirnir þráuðust við að skilja einfalt
mál og vörpuðu fram endalausri runu af
spurningum sem þessir heimskingjar
töldu nauðsynlegt að fá svör við áður en
svo mikilvægt mál eins og gagnagrunns-
frumvarpið yrði samþykkt. En gáfaðir
menn eins og Kári Stefánsson og Árni
Johnsen vissu að þessum spurningum
þurfti ekkert að svara - það þurfti bara að
samþykkja frumvarpið og hætta þessu til-
gangslausa múðri heimskingja.
Gáfuleg plögg, flokksskírteini
En ef einhver skyldi nú halda að ég væri
gagnagrunnsfrumvarpið.
Árni Tohnsen veit svo
UMBUDA-
LAUST
lllugi
Jökulsson
skrifar
Hann skilur það sem
sprenglærðir prófessorar
með margra ára há-
skólanám að baki mis-
skilja. Þess vegna greiðir
hann gagnagrunnsfrum-
varpinu atkvæði.
heimskir menn eins og Ögmundur og
Hjörleifur og Össur reyna að vísa málinu
frá af því þeir eru allir svo vitlausir.
Og ekki þarf að orðlengja um að Siv
Friðleifsdóttir skilur gagnagrunnsvarpið.
Hún hefur að sönnu ekki getað svarað
óteljandi grundvallarspurningum um
þennan grunn sem hinir tröllheimsku
stjórnarandstæðingar hafa verið að puðra
á hana á Alþingi undanfarna daga og
nætur - en það er nú einu sinni eðli mjög
gáfaðs fólks að það á stundum erfitt með
að skýra einföld mál fyrir heimskingjum.
Það Iiggur nefnilega allt svo ljóst fyrir
þegar maður er svona gáfaður. Og þarf
ekki að eyða orðum að smáatriðum. Þó
hefur Siv vissulega sýnt mikla þolinmæði,
tekið á móti mörgum, mörgum gestum,
verið hugguleg við þá og örugglega gefið
þeim vínarbrauð og hlustað af stakri at-
hygli á allan þeirra misskilning, en ein-
hvern tíma verður gáfað fólk að segja
stopp - stöðva þennan heimskulega vaðal
og taka af skarið. Þess vegna ætlar Siv að
greiða gagnagrunnsfrumvarpinu atkvæði
sitt í dag.
að taka Arna Johnsen hér sem dæmi af
tómum kvikindisskap, af því ég teldi hvað
sem öðru líður næsta víst að hann geti
vart skilið það sem hinir sprenglærðu sér-
fræðingar og hundrað og eitthvað Iæknar
skilja ekki, þá er það auðvitað fráleit
ályktun. Eg er einungis að vekja athygli á
því hvað flokksskírteini £ Sjálfstæðis-
flokknum eru gáfuleg plögg. Þau auka
manni beinlínis gáfur, svo menn skilja
það sem aðrir dauðlegir menn skilja ekki,
tala nú ekki um ef maður er þingmaður í
ofanálag. Og sama gildir greinilega um
flokksskírteini í Framsóknarflokknum, og
þingmannsbréf. Þau eru ígildi og raunar
meira virði en margra ára háskólanám í
öllum þeim flóknu fræðigreinum sem
gagnagrunnsfrumvarpið snertir - sé mað-
ur með eitt slíkt í höndunum skilur mað-
ur það svo léttilega sem hinir spreng-
lærðu misskilja. Og þess vegna munu
þingmenn Framsóknarflokksins greiða at-
kvæði með gagnagrunnsfrumvarpinu í
dag, alveg eins og Árni Johnsen.
Eg gæti sem hægast nefnt mörg önnur
dæmi um gáfaða þingmenn sem eru svo
miklu betur að sér um líftækni, dulkóðun
og siðferðismál heldur en til dæmis
heimskingjar eins og - nefnum bara af
handahófi Ólaf Ólafsson fyrrum land-
lækni sem er einn þeirra fjölmörgu sem
misskilja það sem Árni Johnsen skilur. Eg
gæti eins nefnt að EgiII á SeljavöIIum
skilur líka gagnagrunnsfrumvarpið. Þess
vegna ætlar hann að greiða því atkvæði í
dag. Magnús Stefánsson skilur gagna-
grunnsfrumvarpið. Séra Hjálmar Jónsson
skilur gagnagrunnsfrumvarpið, enda er
hann miklu gáfaðri en til að mynda bisk-
upinn yfir Islandi. Og Isólfur Gylfi
Pálmason, meira að segja hann skilur
gagnagrunnsfrumvarpið, enda hefur stóra
systir hans væntanlega getað skýrt það út
fyrir honum - hafi flokksskírteinið þrátt
fyrir allt ekki dugað - þó hún hafi að vísu
því miður ekki getað skýrt það út fyrir
okkur hinum, ekki einu sinni grundvall-
aratriði eins og hvaða gögn eigi yfirleitt
að grunna með þessu frumvarpi.
Samviska allra þessara gáfuðu þing-
manna býður þeim að greiða gagna-
grunnsfrumvarpinu atkvæði sitt í dag, og
stjórnarskráin skipar þingmönnum að
breyta samkvæmt samvisku sinni. Enda
hafa þeir náttúrlega allir kynnt sér málið í
þaula. Eða efast nokkur um það?
LyklaMppan muxi veita yður skflning
En allra fegursta dæmið um það hvernig
þingmennska fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
Framsóknarflokkinn eykur mönnum gáf-
ur og skilning en eyðir misskilningi, svo
menn skilja í einu vetfangi það sem pró-
fessorar misskilja, það er hann Kristinn
H. Gunnarsson. Fyrir fáeinum vikum
munaði ekki nema því sem munaði að
hann gengi til liðs við þingflokk óháðra,
og þá hefði hann lent í flokki með mjög
heimskum mönnum eins og Ögmundi og
Hjörleifi sem misskilja gagnagrunnsfrum-
varpið gersamlega því þeir eru svo vit-
lausir. Enda hafði Kristinn vit á að binda
trúss sitt fremur við framsóknarmenn.
Og hann þurfti ekki nema fá afhenta
lyklakippu á flokksskrifstofu Framsóknar-
flokksins á Vestfjörðum til að sjá Ijósið.
Um leið og fingurgómar hans snertu
lyklakippuna, þá sldldi hann gagna-
grunnsfrumvarpið. Og þess vegna mun
hann greiða því atkvæði í dag, meðan
„Beibí“ Davíðs Oddssonar
Óþolinmæði hinna Ijóngáfuðu í garð
heimskingja einkennir reyndar líka og
ekki síst forsætisráðherra vorn, Davíð
Oddsson. Það er auðvitað skiljanlegt að
hann hafi ekki Iagt sig að ráði niður við
að skýra gagnagrunnsfrumvarpið fyrir
þeim sem eru heimskir og haldnir mis-
skilningi. Allir vita að þetta mál er hans
„beibí" og það er hann sem hefur lofað
Kára Stefánssyni að hann skyldi koma því
í gegn - enda eru amerísku áhættuíjár-
festarnir sjálfsagt farnir að kalla á kútinn
og það verður að hafa hraðann á. En hef-
ur Davíð Oddsson látið svo lítið að taka
til máls á Alþingi til að skýra fyrir okkur
frumvarpið - allar þær spurningar sem við
heimskingjarnir skiljum ekki, öll smáat-
riðin um líftæknina, DNA-rannsóknirnar,
dulkóðunina og hin siðferðilegu spurs-
mál, hefur hann skýrt fyrir okkur hvað
liggur svona mikið á að tittlingaskítur
eins og íslensku Qárlögin og lagasetning
um sjávarútvegsmál hefur mátt sitja á
hakanum meðan gagnagrunnsfrumvarpið
var keyrt í gegn, þrátt fyrir alla andstöðu?
Auðvitað hljótum við heimskingjarnir að
vona - úr því sem komið er - að gagna-
grunnsfrumvarpið verði okkur öllum til
góðs, en ekki bara amerísku áhættufjár-
festunum, en hefur Davíð Oddsson út-
skýrt fyrir okkur hvað lá á, af hverju mátti
ekki taka örlítið lengri tíma f að útskýra
allar þessar endalausu spurningar fyrir
oss fáfróðum?
Nei, hann hefur ekki látið svo lítið. Þó
hann hljóti að vita þetta allt saman. Alveg
eins og Árni Johnsen. En hann hefur
bara auðvitað ekki nennt því. Því hann er
svo gáfaður. Alveg eins og Árni Johnsen.
Pistill Illuga varfluttur í
Morgunútvarpi Rásar tvö ígær