Dagur - 07.01.1999, Síða 1
Sóknardagar
framselj anlegir
Meirihluti sjávarút
vegsnefndar Alþingis
leggur til að sóknar-
ílagakerii smábáta
verði breytt en ekki
lagt niður. Sóknardag-
ar verða framseljan-
legir eins og kvótinn
samkvæmt tillögum
meiriblutans.
Stjórnarmeirihlutinn í sjávarút-
vegsnefnd Alþingis náði í gær
samkomulagi um breytingar á
frumvarpi sjávarútvegsráðherra
sem lagt var fram vegna kvóta-
dóms Hæstaréttar. Efnislega er
samkomulagið á þá leið að sókn-
ardagakerfið verði endurhannað í
stað þess að kippa trillum á sókn-
armarki inn í kvótakerfið, eins og
frumvarpið gerir ráð fyrir. Þing-
flokkur Framsóknar lagði í gær
blessun sína yfir að unnið yrði
áfram á þessum nótum í sjávarút-
vegsnefnd en skoðanir eru skipt-
ari f þingliði sjálfstæðismanna.
Gert er ráð fyrir að sóknar-
markið verði eingöngu miðað við
handfæri og handfærabátarnir
megi aðeins
veiða á tímabil-
inu apríl-septem-
ber. Miðað er við
að hver trilla
megi veiða í 23
daga á yfirstand-
andi fiskveiðiári
og einnig á
næsta fiskveiði-
ári sem hefst 1.
september.
Athygli vekur
að meirihlutinn
leggur til að
sóknardagar
smábátanna
verði bundnir einstaklingum .en
ekki bátum og framseljanlegir.
Trillusjómaður sem hefur rétt til
að veiða í 23 daga getur selt öðr-
um alla eða hluta daganna sam-
kvæmt tillögunum, rétt eins og
kvóti gengur kaupum og sölum í
dag.
Samkvæmt frumvarpinu fá allir
sem eiga haffær skip veiðileyfi en
þeir verða hins vegar að kaupa sér
kvóta eða sóknardaga nái breyt-
ingartillögur stjórnarliða í sjávar-
útvegsnefnd fram að ganga. Sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar stenst
það ekki stjóm-
arskrá að binda
veiðileyfi við til-
tekin skip. Marg-
ir hafa haldið
því fram að það
sama eigi við um
kvótann en á þá
túlkun hefur rík-
isstjórnin ekki
fallist.
Takmörkuö
skerðiug
Það hefur verið
vandamál með
smábátana á
sóknarmarki, sem veiða úr sam-
eiginlegum potti að þeir hafa far-
ið framúr hvað afla snertir. I sam-
komulagi meirihluta sjávarút-
vegsnefndar er gert ráð fyrir að ef
trillurnar fara framúr hvað afla
snertir verði sóknardögum fækk-
að. Sú fækkun geti þó aldrei orð-
ið meiri en 23% í senn samkvæmt
samkomulagi meirihlutans.
Þorskaflahámark smábáta
verður óbreytt. Kvóti verður sett-
Sóknardagakerfi smábáta verður
að líkindum breytt bráðlega.
ur á allan fisk sem þeir veiða en
þeir hafa getað veitt nokkrar teg-
undir utan kvóta. Þetta er að
sjálfsögðu gert til að koma í veg
fyrir Ijölgun báta sem gætu sótt í
afla utan kvóta.
Jöfnunar- og byggðapottur
Til er svo kallaður jöfnunarpottur
innan kvótakerfisins, sem er 5
þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að
hluta hans verði úthlutað til litlu
aflamarksbátanna, sem oft eru
kallaðir „Gleymdi flotinn" en það
eru dagróðra- eða strandveiðibát-
ar, eftir hvort orðið menn nota.
Einnig er gert ráð fyrir að komið
verði upp svo kölluðum byggða-
potti. Ekki hefur verið ákveðið
hve mikið magn verður í honum
en hann verður nýttur til að
mæta vanda þeirra byggðarlaga
sem mest hafa misst af kvóta og
byggja afkomu sína nær eingöngu
á sjávarútvegi. Byggðastofnun á
að setja upp kerfi til þeirrar út-
hlutunar.
Gert er ráð fyrir því í frumvarp-
inu að lögin um stjórn fiskveiða
verði endurskoðuð frá grunni og
að þeirri endurskoðun verði lokið
fyrir árslok 2000. — S.DÓR
Arsfang-
elsi og
miHjóna
sekt
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær framkvæmdastjóra
innflutningsfyrirtækis í borginni
í árs fangelsi, þar af 9 mánuði
skilorðsbundið, og til að greiða
7.5 milljónir króna í sekt fyrir
skjalafals og tollsvik. Maðurinn
falsaði bréf til þess að fá felld
niður aðflutningsgjöld af ýmsum
búnaði sem fyrirtækinu bar að
greiða að upphæð samtals tæpar
6.6 milljónir króna. Hann falsaði
m.a. bréf sem hann sendi tollayf-
irvöldum í nafni Ríkisútvarpsins,
Islenska útvarpsfélagsins, norska
sendiráðsins, Sýnar, Húsvískrar
fjölmiðlunar og fleiri.
Þrír hönnuðir voru verðlaunaðir í gær fyrir hugmyndir að nýjum fötum fyrir íslensku jólasveinana. Hjördís Ólafs-
dóttir, Bryndís Gunnarsdóttir og Sigríður Hrönn Helgadóttir hlutu heiðurinn, en Þjóðminjasafnið efndi til fatahönn-
unarinnar. (bakgrunni má sjá hugmyndir að nýja búningnum.
Guðný Guðbjörnsdóttir
alþingiskona.
Guðný í
prófkjör
Kvennalistinn mun taka þátt f
samfylkingu jafnaðarmanna eftir
að samkomulag náðist í gær um
prófkjörsreglur. Reglurnar gera ráð
fyrir girðingum miili flokka og að
allir flokkarnir þrír fái minnst tvö
af efstu átta sætunum á listanum
og þar af eitt af efstu fjórum. Guð-
ný Guðbjörnsdóttir, þingkona
Kvennalistans, sagðist í gær fagna
því mjög að þessi niðurstaða væri
loksins komin. Enn ætti þó eftir að
samþykkja þessa niðurstöðu form-
lega sem hún taldi líklegt að yrði
gert á félagsfundi í Reykjavík í dag.
„En að því samþykktu þá hef ég
fullan hug á því að gefa kost á mér
í 1. sæti Kvennalistans, þ.e.a.s.
eitt af fjórum efstu sætum sam-
fylkingarinnar f Reykjavík. Við
höfðum gert okkur vonir um að fá
tvær þingkonur í Reykjavík og
munum áfram beijast fyrir því
bæði innan prófkjörsins og í kosn-
ingunum," sagði Guðný í gær-
kvöld.
Margir íboði
Þeim tjölgar sem gefa kost á sér í
prófkjöri samfylkingarinnar í
Reykjavík.
I gær höfðu þau Bryndís Hlöð-
versdóttir alþingismaður, Heimir
Már Pétursson framkvæmdastjóri,
Magnús Ingólfsson kennari og
Árni Þór Sigurðsson aðstoðarmað-
ur borgarstjóra, tilkynnt um þátt-
töku fyrir Alþýðubandalagið. Þá er
talað um að Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson nemi íhugi að gefa kost
á sér.
Þeir sem tilkynnt höfðu um
þátttöku fyrir Alþýðuflokkinn voru
þingmennimir Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Ossur Skarphéðinsson, Asta
Ragnheiður Jóhannesdóttir og
Magnús Arni Magnússon. Þá hef-
ur Stefán Benediktsson, þjóð-
garðsvörður og fyrrum alþingis-
maður, tilkynnt um þátttöku í
prófkjörinu. Orðrómur er um að
Jakob Magnússon tónlistarmaður
sé að íhuga þátttöku. — bþ/s.dór
Bi
WORLDWfCte EXPRESS
EITT IMÚMER AÐ MUNA
5351100