Dagur - 07.01.1999, Side 4
4- FIMMTUDAGUR 7. JAXÚAR 1999
FRÉTTIR
Hafísinn fjarri landi
Hafísinn er nú Iengra frá Iandi fyrir vestan en oft áður á þessum árs-
tíma. Næst landi á þriðjudag var hann 77 sjómílur norðvestur af Barða
samkvæmt mælingum Landhelgisgæslunnar. Barði er skaginn milli
Önundarfjarðar og Dýrafjarðar.
Isjaðarinn er 7-9/10 að þéttleika og var sjórinn að frjósa í allt að 20
sjómílur út frá ísbrúninni. Borgarís var í ísjaðarinum um 135 sjómilur
vestur af Barða. | — GG
Vilja tiHögur uin nafn
Sveitarfélagið í Borgarfirði, sem varð til við sameiningu Hálsahrepps,
Reykholtsdalshrepps, Lundareykjadalshrepps og Andakílshrepps hefur
sent öllum íbúum sveitarfélagsins sem telur um 680 íbúa, bréf þar sem
óskað er eftir tillögum á nafn á sveitarfélagið og eiga tillögur að hafa
borist fyrir 8. janúar nk. Málið verður á dagskrá næsta hreppsnefndar-
fundar 14. janúar nk.
Örnefnanefnd hafnaði ósk sveitarfélagsins um að fá að heita Borgar-
Qörður, en 51 % íbúa vildi að sveitarfélagið bæri þetta nafn, en kosið var
um það samhliða sveitarstjórnarkosningunum vorið 1998. Uppi eru
hugmyndir um að sækja um nafnið sveitarfélagið Borgarfjörður í sam-
ræmi við það að Skagfirðingar fengu samþykkt nafnið sveitarfélagið
Skagaljörður til aðgreiningar. Einnig hafa nöfn eins og Hálsasveit, Bæj-
arsveit, Borgafjarðardalir og Borgarfjarðarsveit verið nefnd manna á
meðal sem hugsanlegur valkostur. - GG
Færri viimuslys
Ekkert banaslys við vinnu varð í Norðurlandsum-
dæmi-eystra á árinu. Rannsökuð slys, en þar er um
að ræða alvarlegustu slysin, voru færri á nýliðnu ári
en undanfarin ár. I fyrra (1998) voru rannsökuð 13
slík slys, en á árunum þar á undan hafa þetta verið
u.þ.b. 20 slys á ári. Heildarijöldi tilkynntra slysa í
umdæminu er eilítið lægri en árið áður en einhveijar
tilkynningar geta átt eftir að berast stofnuninni. Að
sögn Helga Haraldssonar umdæmisstjóra Vinnueftir-
litsins hér á Akureyri er sá Qöldi dóma sem fallið hafa
undanfarið í framhaldi af vinnuslysum og atvinnu-
sjúkdómum um land allt það fyrsta sem kemur upp í
hugann varðandi nýliðið ár . Aðilar eru frekar en áður
látnir sæta þeirri ábyrgð sem þeir bera skv. lögum
Helgi segir dóma í framhaldi af vinnuslysum og atvinnusjúkdómum og
umíjöllun um þá tvímælalaust hafa haft fyrirbyggjandi áhrif, menn
verða sér meðvitaðri um ábyrgð sína. Aðalatriðið sé hinsvegar ekki það
að dæma einstaklinga eða fyrirtæki heldur að fyrirbyggja slysin eða
skaðann og verða menn að nýta til þess öll meðul.
Eyfírskir sjómenn mótmæla
Halldór Blöndal fær heldur kaldar kveðjur frá Eyfirsk-
um sjómönnum. Aðalfundur Sjómannafélags Eyja-
fjarðar sem haldinn var nýlega mótmælir harðlega því
gerræði samgönguráðherra að gildistaka á hartnær
fimm ára gömlum lögum um sleppibúnað björgunar-
báta um borð í skipum sé frestað enn einu sinni, eins
og segir í ályktun fundarins. Frestun gildistökunnar
segja sjómenn er ekkert annað en lítilsvirðing við sjó-
menn og ráðherrann virðist beita sér fyrir því að dreg-
ið sé úr öryggi sjómanna.
Flugbj örgunaxs veitin nær 20%
markaðarins
Svo virðist sem flugeldasala á Akureyri fyrir áramótin hafi í heildina
verið svipuð eða örlítið meiri að magni og undanfarið ár. Hins vegar
voru fleiri um hituna nú en áður en Flugbjörgunarsveitin í bænum
bættist í hóp seljenda þannig að söluaðilar voru þrír. Áður höfðu Þór
og Hjálparsveit skáta setið ein að sölunni. Skátarnir hafa verið Iang
stærsti einstaki söluaðilinn og segir Ásgeir Hreiðarsson hjá Hjálpar-
sveitinni að menn hafi greinilega orðið varir við samkeppnina því gera
megi ráð fyrir að Flugbjörgunarsveitin hafi tekið til sín um 20% af
heildarsölunni núna. Hann segir flugeldasöluna þó hafa gengið afskap-
lega vel og ekkert við því að segja þó björgunarsveitir séu nú farnar að
bítast um sama ijáröflunarmarkaðinn.
Kenni á subaru legacy.
Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn.
Hjálpa til við endurnýjunarpróf.
Ingvar Björnsson
ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
Halldór Blöndal
samgönguráð-
herra.
Helgi Haralds-
son, umdæmis-
stjóri Vinnueftir-
litsins á Akur-
eyri.
Tkyur
Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, fórst stjórn gröfunnar fagmannlega þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að
þjónustuíbúðum fyrir fatlaða, sem verða tilbúnar til afhendingar að ári. - mynd: brink
íbúðir íyrir fatlaða
byggöar á Akureyri
Byrjað að byggja sex
íbúðir fyrir fatlaða á
Akureyri.
Akureyrarbær hefur hafið bygg-
ingu þjónustuíbúða fyrir fatlaða
að Eiðsvallagötu 34. Um er að
ræða sex einstaklingsíbúðir, hver
um 50 fermetrar að stærð, á
tveimur hæðum en auk þess
verður sameign sem er 15 fer-
metrar. Áætlaður byggingakostn-
aður er 32,2 milljónir króna en
verktaki er byggingafyrirtækið
Fjölnir.
Valgerður Magnúsdóttir, fé-
lagsmálastjóri Akureyrarbæjar,
segir að um nútímaútgáfu af
sambýli fatlaðra sé að ræða,
þetta búsetuform sé víða að taka
við, en það er hliðstætt því formi
sem komið hefur verið upp í
Skútagili á Akureyri. íbúðirnar
verða í eigu Akureyrarbæjar, sem
er nýjung, en ríkisvaldið íjár-
magnar framkvæmdina. Fram-
lagið er þó skilyrt, en sýna þarf
fram á þörfina. Valgerður segir
að með þessari staðsetningu sé
verið að dreifa búsetunni meira
um bæinn, sem sé æskilegt. Ný-
lega voru teknar í notkun íbúðir
fyrir fatlaða á Dalvík, en þær eru
í eigu Þroskahjálpar en ekki Dal-
víkurbæjar. — GG
Fá kjarábætur
með nagræðingu
Starfsfólk Landssím-
ans fær 2% launa-
hækkirn og 75 þiisuiid
króna eingreiðslu.
Starfsfólk Landssíma íslands fær
2% Iaunahækkun frá og með
næstu mánaðamótum. Þá fá allir
starfsmenn, sem unnið hafa sl.
12 mánuði, 75 þúsund króna
eingreiðslu. Það er þó háð því að
samkomulag náist um lífeyris-
mál. Starfsfólk í hlutastarfi og
þeir sem unnið hafa skemur fá
greitt hlutfallslega.
Morgimkaffítimi úti
Þetta er m.a. það sem fram kem-
ur í samkomulagi sem Landssím-
inn hefur gert við Félag (slenskra
símamanna, Rafiðnaðarsamband
íslands og Verkamannasamband
Islands og kynnt var starfsfólki í
gærmorgun. Það felur í sér að
kaffitími á morgnana verður
felldur niður en á móti verða
greiddar 20 mínútur á dag í eftir-
vinnu. Þá verða gerðar breyting-
ar á vinnufyrirkomulagi vakta-
vinnumanna sem ráðnir verða í
hlutastörf. Þær breytingar ná þó
ekki til þeirra sem fyrir eru. Auk
þess verða launagreiðslur mán-
aðarlega til þeirra sem hafa feng-
ið launin vikulega. Engu að sxður
geta þeir sem eru á vikulaunum
haldið því fyrirkomulagi ef þeir
óska þess.
Atkvæðagreiðsla
I samkomulaginu er einnig gert
ráð fyrir því að félagar í hveiju
félagi fyrir sig greiði atkvæði um
samkomulagið. Jafnframt hefur
náðst sátt um að meirihluti
starfsmanna í hverju félagi verði
að samþykkja samkomulagið til
þess að það taki gildi. - grh
Baimað að gefa Netáskrift
Samkeppnisstofnun hefur til
bráðabirgða bannað Landssím-
anum að veita allt að 10 þúsund
aðilum endurgjaldslausa inter-
netþjónustu í þrjá mánuði.
Stofnunin komst að þeirri niður-
stöðu að markaðsyfirráð Lands-
símans og einokun á sumum
sviðum væru slík að tilboðið væri
til þess fallið að valda verulegri
röskun á samkeppnisstöðu fyrir-
tækja á markaðnum og rekstri
þeirra.
Landssíminn og dótturfélagið
Skíma auglýstu 21. desember að
10 þúsund einstaklingar gætu
fengið þjónustuna frítt í þrjá
mánuði. Þetta kærði Islandia
ehf. til Samkeppnisstofnunar,
sem taldi forsendur fyrir hendi
til að taka strax ákvörðun til
bráðabirgða. Lítur stofnunin
meðal annars til yfirburðastöðu
Landssímans og einokun á sum-
um sviðum. „Landssfminn hefur
á skömmum tíma styrkt stöðu
sína verulega á Internetþjón-
ustumarkaði sérstaklega, annars
vegar með sjálfstæðri markaðs-
sókn á grundvelli auglýsinga og
tilboða, og hins vegar með kaup-
um á fyrirtækjum sem eru í
rekstri á markaðnum,“ segir í
niðurstöðum stofnunarinnar.
- FÞG