Dagur - 14.01.1999, Qupperneq 4
20-FIMMTUDAGUR H. JANÚAR 1999
UMBÚÐALAUST
L.
Að liðinni hátíð ljóssins er
hollt að velta fyrir sér hvort
lífið sé helgara en dauðinn
eða öfugt. Kirkjan segir okk-
ur að Iíkaminn sé umbúðir
utan um sálina og ekki reng-
ir pistilhöfundur það. Að
minnsta kosti ekki á öðru ári
sem fermingarbróðir hans
situr á Biskupsstóli. En það
er nú önnur saga. Séra Jak-
ob heitinn Jónsson má vera
stoltur af fermingarbarni
sínu úr litlu kapellunni hans
séra Hallgríms á Skólavörðuholtinu fyrir
tæpum fjörutíu árum og það eru fermingar-
systkinin vissulega líka.
Hitt er svo annað mál að umbúðum er yf-
irleitt fleygt eftir notkun eða skilað til end-
urvinnslu. Svo er hins vegar ekki um um-
búðir sálarinnar. Flestar eru þær lagðar í
helgan reit með viðhöfn og eftirsjá. Manns-
líkaminn er miklu hærra metinn en venju-
Iegar einnota umbúðir í neysluþjóðfélagi. Að
minnsta kosti hjá ástvinum sálarinnar og
fleira góðu fólki. Hjá pistilhöfundi líka.
Náttmyrkur og dagsljós
En því er hérna velt vöngum yfir umbúðum
sálarinnar að með tímanum hverfur virðing
fólks fyrir líkamanum hvílandi í gröf sinni.
Réttur sálarinnar á grafarró líkamans
minnkar með hverju ári frá kistulagningu
uns hann hverfur fyrir fullt og fast. Daglega
eru rofin grið á látnu fólki um alla heims-
byggðina og Iíkræningjar hafa umbúðir sál-
arinnar með sér á brott. Ekki til að leggja í
aðra mold eða betri mold heldur til að hafa
fólki til sýnis og skemmtunar á söfnum.
Aður tíðkaðist að íeggja muni með Iátnu
fólki í grafir og stundum voru fjársjóðir
grafnir með fyrirmönnum. Grafarró þessa
fólks er því ekki bara raskað heldur eru
greipar látnar sópa um jarðneskar eigur
þeirra í leiðinni. Einkum eru tvær tegundir
líkræningja á ferðinni að Ieita uppi grafir
fólks og vanhelga: Annars vegar ótíndir þjóf-
ar og hins vegar löggiltir þjófar hins opin-
bera í nafni þjóðminja. Otíndu þjófarnir
bera þýfið heim til sín í náttmyrkri en opin-
beru þjófarnir aka þýfinu á safn í dagsljósi.
Fyrri og seiani eilífð
Grafarrán eru miður geðfelld iðja og hljóta
að vera fordæmd af bæði kirkjunnar mönn-
um jafnt sem leikmönnum. Hvort sem graf-
arræningjar eru í einkaerindum eða á vegum
hins opinbera. Einu gildir fyrir hinn rænda
hvort leifar hans fara á einkasafn eða á þjóð-
minjasafn. Söm er röskunin á ró hans í gröf-
inni. Lifandi fólk og látið á fullan rétt á að
látnir hvíli í friði um aldur og eilífð. Og ei-
lífðin er ekki tímabundin.
Ekki er Iengur hægt að líða að eilífðin
skiptist í tvö tímabil: Fyrri eilífð og seinni ei-
lífð. 1 fyrri eilífðinni er réttur sálarinnar á
grafarró bundinn í lög og í seinni eilífðinni
er réttur fólks til grafarrána bundinn í lög.
Eilífðin er eitt og óslitið tímabil fyrir Iátna
og Iíkama þeirra. Grafarróin er heilög. Hún
er leiðarlok líkamans á jörðu niðri en ekki
áfangastaður á flækingi hans á milli safn-
húsa.
Mold af moldu
Af moldu ertu kominn og að moldu skaltu
aftur verða er hinsta kveðja tif látinna við
greftrun. Ekki eru þó allir menn svo Iánsam-
ir að ná þessari helgu hringrás. Vel má því
spyrja í dag: Hvenær rennur út grafarró
fólksins sem jarðsett er á öldinni okkar og
hvenær gengur tími grafarrána í garð? Kem-
ur kannski í hlut okkar Biskupsins að bera
jarðneskar leifar gamla fermingarprestsins
okkar á safn eða þíður það afkomenda?
Gleðilegt og rólegt nýtt ár!
UMBÚDA-
LAUST
■menningar]
LÍFIfl
Haraldur
Ingólfsson
Er þetta nú list? Já, hver
kannast ekki við svona spurn-
ingu. Umræða um list dettur
alltaf öðru hveiju niður á
þetta plan og sennilega er það
einkum mynd-
listin - eða
myndlistar-
mennirnir
sem verða að
una við það
að gerð sé
krafa um að
viðkomandi
listamaður
sanni eða sýni ingu fyrir kaffí-
framaaðþað hús eftir Hiyn
sem hann er
að gera se Iist. ---------
Myndlistar-
mönnum má auðvitað vera
nokk sama um svona upp-
hrópanir. Myndlistarmaður
sem er trúr sjálfum sér í því
sem hann er að skapa getur
vel við unað. Þörfin til að
skapa knýr hann áfram og
hann á ekki að þurfa að vera
sífellt að skilgreina sjálfan sig,
sannfæra efasemdarmenn eða
réttlæta eigin hugmyndir.
Myndlistarmaðurinn skapar.
Hrædd við sjálf
okkur
Þessar umræður verða iðu-
lega skemmtilegar þótt stund-
um reyni upphrópanirnar á
þolinmæðina. Margt af því
óhefðbundna sem gert er í
myndlist á ekki upp á pall-
borðið hjá þeim sem ekki vilja
sjá annað en olíu á striga þar
sem sýnt er fallegt landslag.
Sjálfur er ég ekki mjög kunn-
ugur straumum og stefnum í
myndlistarheiminum en mig
langar til að varpa fram
spurningu: Er vandinn ekki
einfaldlega sá að við erum
hrædd við sjálf okkur? Við
treystum okkur ekki til að
njóta okkar eigin upplifunar á
verki sem við skoðum. Við
erum sífellt að reyna að passa
inn í einhverja fyrirfram
ímyndaða mynd sem við höf-
um gert okkur af „einhverjum
sem skilur Iistina".
V_____________________/
Þefaðu af kaffrnu
„Wake up and smell the coffee,"
segir Máni, drottning leikritsins
Hinn fullkomni jafningi sem
Felix Bergsson skrifaði og leikur
á sviði Islensku Operunnar
þessa dagana. Heimfæra má orð
Mána upp á uppfærsluna sem
slíka, sem hvatningu til okkar
„hinna“ að ltíkja á og skoða heim
samkynhneigðra með sanngirn-
isaugum eða jafnvel gleðjast yfir
því að mannlífið verði auðugra
fyrir tilstilli ólíkra kynhneigða
fólks.
Felix leikur fimm homma á sýning-
unni en Ieikurinn hefst þegar Ari Finns-
son, kennari á fertugsaldri, er að undir-
búa matarboð lífs sín, nötrandi af eftir-
væntingu, enda vonast Ari til að boðs-
gesturinn, hommi sem hann kynntist á
irkinu, sé riddarinn á hvita hestinum.
Annað kemur á daginn...
Stórhugur
Það er stórhugur hjá einum leikara að
ætla sér að bregða upp fimm trú-
verðugum karakterum á einni
kvöldstund. Persónur Felix eru
dregnar skýrum dráttum í texta
en aðeins vantar upp á leikinn til
að við komumst almennilega
undir húðina á þessum mönn-
um. Helsti kostur Felix er hve
túlkun hans er laus við allan of-
leik en galli hans er skortur á
dramatískri dýpt og stundum á
næmi fyrir texta. Kennarinn Ari
er sjaldgæf karlpersóna á ís-
lensku sviði, dempaður og af-
slappaður en á sama tíma eins og
flögrandi turtildúfa. Hins vegar stóð
bunan svo Iátlaust út úr honum til að
byrja með að varla gafst tími til
kúnstpása. Þrátt fyrir þennan ágalla var
Ari vel mótuð persóna eins og Máni
drottning. Máni var raunar óborganleg-
ur, heillaði með ungæðislegu sjálfsör-
yggi ungmennisins sem af Iífsgræðgi
sinni vildi helst gleypa heiminn í einum
bita.
MEIMNIIMGAR
VAKTIN
Felix leikur
fimm óiíka
homma og
tekst langbest
upp í Mána
drottningu.
Samfélagsleg áminning
Felix átti salinn þetta kvöld í Óperunni
og samspil kvikmyndatækni, ljósa og
hljóða var bráðsnjallt og ýmsar einfaldar
sviðs- og Ieiklausnir snarvirkuðu og hafa
þau Felix og Kolbrún Halldórsdóttir,
leikstjóri, unnið þessa sjmingu eins vel
og hægt er.
Við höfum það einlægt á tilfinning-
unni að við séum orðin svo ftjálslynd og
fordómalaus að ekki þurfi að leiða hug-
ann að svo löngu viðurkenndum tilfinn-
ingum sem samkynhneigð. En leifar
gagnkynhneigðs einræðis sitja djúpt og
fast í Ijölmörgum skúmaskotum sem
nauðsyn er að skola burt. Því er Hinn
fullkomni jafningi brýnt leikrit.