Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 2
a k a a k o j t\ x I £ - * i nK UVLK 2 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 FRÉTTIR Heilbrigðiseftirlitið hefur varað við ofhægri kælinu á Hangikjöti eftir að það hefur verið soðið. Hangikjöt tvisvar á marai um jólin Betra er talið að hangi- kjöt fái að standa um stund í soðimi, en ekki kólna þar klukkutínmm saman. „Það hefur aldrei komið fyrir að fólk hafi talið sig verða veikt af hangikjöti frá okkur þau rúmlega 20 ár sem ég er búin að vera hér,“ sagði Stefán Vil- hjálmsson, matvælafræðingur hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA. I kjölfar könnunar Heilbrigðiseftirlitsins á matarsýkingu 14 gesta af 19 í hangikjötsveislu um jólin, þótti eftirlitinu ástæða til að vara fólk við of hægri kælingu á hangikjöti og jafnvel suðuleiðbeiningum sumra framleiðenda. Elti ekki „tískuna“ Leiðbeiningarnar á umbúðum KEA hangikjöts segir Stefán eitthvað á þessa leið: sjóðið kjötið varlega í nægu vatni - læri í 60 mínútur og frampart 60-80 mínútur - og látið kólna um stund í soðinu. „Jú, kannski mætti þetta „um stund'1 vera heldur ná- kvæmara, en það verður þó tæpast skil- ið nema svona hálf til ein klukku- stund." En þessi meðferð gæfi kjötinu bæði tíma til að jafna sig aðeins og minnkaði uppgufun um leið og það er tekið upp úr pottinum. Stefán segir KEA aldrei hafa ráðlagt fólki að fara eftir þeirri tísku, sem upp kom fyrir nokkrum árum; að setja hangikjötið yfir svo lágan hita að það tók eina 3-4 tíma fyrir suðuna að koma upp og þá átti að slökkva undir pottin- um en láta kjötið liggja áfam í soðinu. En með þessari aðferð hafi menn enga tryggingu fyrir að hitinn fari nokkurn tíma yfir svona 70 gráður og þá í mjög stuttan tíma. Tvær máltíðir á inanii „Suðuleiðbeiningarnar hjá okkur hafa verið þær að láta kjötið vera í soðinu í 1 -2 tíma eftir að potturinn er tekinn af hitanum, sem þýðir ekki að láta það kólna í soðinu," sagði Leifur Þórsson, kjötiðnaðarmaður hjá SS. I Ijósi þess að kringum 150 tonn af hangikjöti séu framleidd í landinu fyrir jólin (um 2 máltíðir að jafnaði á hvern Islending) sé það tæpast vitnisburður um vafa- samar leiðbeiningar framleiðenda þótt fólk sýkist í einu tilfelli. Mun líklegra virðist að eitthvað hafi misfarist við suðu í umræddu tilviki en að lands- menn fari almennt rangt að við suðu jólahangikjötsins, taldi Leifur. „Miðað við það gífurlega magn af hangikjöti sem fer á markað frá okkur höfum við raunar verið mjög ánægðir með það, að það eru teljandi á fingrum annarrar handar þær athugasemdir sem við höfum fengið, og þá yfirleitt „of salt" eða „of feitt". Það er allt og sumt," sagði Stefán Vilhjálmsson. - HEI FRÉTTA VIÐTALIÐ Hagaskólamálin voru til um- ræðu í pottinum í gær og liöfðu menn ýmislegt um það að segja. Markverðasta framlagði var þó haft eftir Hjálmari Frcysteins- syni, heilsugæslulækni á Akur- eyri, en það var svona: Hjálmar Frey- Sérkemiilegt sýnist mér steinsson. sveitamánni grænum, hversu sprenglærð æskan er orðin í Vesturbænum. Prófkjöri framóknarinanna í Reykajvík er nú lokið og bíða menn spenntir eftir niðurstöð- unni. Almælt er að tvær megin blokkir háfi myndast, annars vegar um Finn Ingólfsson og Ólaf Öm Haraldsson og svo hins vegar um Alfreð Þorsteinsson og Amþrúði Karlsdóttur. í pottin- um er fullyrt að Alfreðsmenn hafi verið svo heit- ir að þeir hafi ekki einu sinni viljað merkja við Finn og sett sinn mann í fyrsta sæti. Á sama hátt hafi heitir Finnsmenn alveg sleppt því að merkja við Alfreð.... í vikunni var haldinn opinn framboðsfundur með öllum frambjóðendum hjá framsókn í Reykjavík á Grand Hótel. Þar var loftið orðið svo rafmagnað þegar á fundinn leið að gamalgróinn framsóknarmaður úr Vestur- pjnnur Ing- bænum stakk upp á því að þeir ólfsson. orkuverasérfræðingar, Alfreð og Finnur, tækju höndum saman og létu virkja fundhm frekar en að vera með rándýrar og um- deildar rafmagnsvirkjanir á pijónunum á há- lendinu og á Nesjavöllum.... Alfreð Þor- steinsson. Sveitarfélog á fuUri ferð til fjárhagslegs ósjálfstæðis Þórarinn V. Þómrinsson framkvæmdastjóri VSÍ Áhyggjur affjárhagsáætlun- um margra sveitaifélaga. Ehki heilbrigtað reka sveitar- félögmeð miklum hálla í einu hesta áifeiðinu. Hlegiðaðverð- hólguspám Fjárfestingar- hankans. - í fjárhagsáætlunum sumra sveitarfé- laga virðast menn sttga fast á bensíngjöf- ina fremur en á bremsurnar. í þeitn efn- um virðist ekki skipta tnáli þótt verið sé að auka skuldimar eins og t.d. í Hafnarfirði. Er þetta ekki áhyggjuefni hjá VSÍ? „Jú. Það er farið að skipta mjög í tvo horn að því er varðar ábyrgðina annars vegar í rekstri sveitarfélaga og hinsvegar ríkisins. Við sjáum að þessi sveitarfélög og þar með talið það sem vísað er til í spurningunni, hafa gengið mjög fram í því að hækka Iaun t.d. við kennara. Eg trúi að ég muni það rétt að forsvarsmenn þessa sveitarfélags hafi sagt strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar að það væri eðlilegt að taka upp áður gerða samninga við starfsmannafélagið. Þannig það virtust vera til nægir peningar þá.“ - Hvað ttteð önnur sveitarfélög? „Mér virðist, án þess að ég fari að nafn- greina það sérstaklega, að forsvarsmenn ýmissa sveitarfélaga hagi fjármálastjórn og ákvörðunum þannig að það sé fullt efni til þess að spyija hvort þeir séu ekki með sín- um aðgerðum að biðja um það að fjárfor- ræði sveitarfélaga verði takmarkað verulega. Þetta er þróun sem við höfum séð gerast annars staðar. Við sáum það t.d. á tímum Shlúter - stjórnarinnar í Danmörku. Þar fóru sveitarfélögin mjög óvarlega í sinni fjár- málastjórn. Það endaði með því að ríkisvald- ið varð að setja verulegar skorður við því hvað sveitarfélögin máttu gera. Mér sýnist að mörg sveitarfélögin hér séu á fullri ferð í því að tapa fjárhagslegu sjálfstæði. Það er auðvitað ekki heilbrigt í einu besta árferði sem hefur komið að reka sveitarsjóði með tug prósenta halla." - Hefur skýringu á þvf? „Nei, ég hef það ekki. Ég held að ef menn væru að reka eigin fyrirtæki, þá væri það fyr- irtæki komið í þrot. Þá dugar ekki að segja að maður vilji fá hluta af tekjum annarra til þess að brúa bilið, eins og ég sé að forsvars- menn sumra sveitarfélaga segja núna.“ - Það eru auðvitað fordæmi fyrir þvi að sveitaifélög hafi tapað fjárhagslegu sjálf- stæði stnu, ekki satt? „Jú. Einstök sveitarfélög sem hafa komist í þrot hafa verið sett undir fjármálalega stjórn félagsmálaráðuneytisins. Eg held að það sem sé framundan núna hljóti að vera spurningin um það hvort þurfi að fara tak- marka það hvað sveitarfélögum sé heimilt að skuldsetja sig mikið. Ef sveitarstjórnar- menn hafa ekki getu til þess að halda Qár- hagslegu sjálfstæði og taka ábyrga afstöðu og þá sérstaklega í útgjöldum, þá getur það ekki Ieitt til annars en að það komi fram einhverjar takmarkanir." - Einhverjar hugtnyndir hvernig þær takamarkanir gætu orðið? „Þessar takmarkanir gætu í fyrsta lagi ver- ið það að þeim væri óheimilt að standa und- ir meiri skuldum heldur en svo og svo. Rekstrarútgjöld mættu ekki fara umfram eitthvert tiltekið hlutfall. Það er hægt að hugsa sér allskonar slíka hluti sem sveitar- stjórnarmenn eiga auðvitað sjálfir að hafa til leiðbeiningar í sínum ákvörðunum." - Það fer tvennum sögutn af verðbólgu- spám. Fjátfestingarbankinn virðist spá einna mestri verðbólgu. Hvað fittnst þér um það? „Þessar spár Fjárfestingarbankans eru farnar að verða að almennu athlægi allra þeirra sem láta sér þessi mál varða.“ — GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.