Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 9
.Xfc^wr FRETTASKYRING Iskalt fj arskiptastríö verðlækkanir Landssímans á far- símaþjónustunni voru kærðar og Samkeppnisstofnun beindi því til Landssímans að hann lækki verð ekki frekar á meðan málið væri til meðferðar. Það er vissulega hörð barátta í gangi og nokkuð kómískt að hún birtist í því að það sé óheimilt að lækka verð á þjónustu. Þetta virkar eins og farsi í nokkrum þáttum,“ segir Þórarinn. Samkeppnin á fjarskiptamarkaði er hörð og kristallast í átökum Landssímans og Tais. Þórarinn Þórarinsson formaður stjórnar Landssímans og Þórólfur Árnason (t.h.) framkvæmdastjóri Tals. FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Harðiir slagur Lands- símans og nýgræðing- anna á fjarskipta- markaðnum færist nú ef eitthvað er í auk- ana. Kærumál til Sam- keppnisráðs eru kom- in á þriðja tuginn. Um nokkurra mánaða skeið hef- ur ríkt kalt samkeppnisstríð á ís- lenska fjarskiptamarkaðnum, að- allega á sviði síma- og Internet- þjónustunnar. Fremstir í flokki fara hershöfðingjar Landssímans og Tals. Landssíminn er eins og alþjóð veit hið hlutafélagsvædda fyrrum einokunarríkisfyrirtæki Póstur og sími og er með mark- aðsráðandi stöðu á sviði fjar- skipta. Tal er aftur á móti eitt hinna ungu fyrirtækja sem reyna nú að hasla sér öruggan völl á fjarskiptamarkaðnum; þetta fyrir- tæki í símaþjónustunni, en ýmis önnur á internetmarkaðnum. Tal er að meirihluta til í eigu tveggja bandarískra fyrirtækja, en að ein- um þriðja í eigu Islenska útvarps- félagsins, þ.e. Jóns Ólafssonar og félaga. Sumir telja reyndar að hinn harði slagur á fjarskiptamarkaðn- um sé angi af áhlaupi Jóns Ólafs- sonar að ríkjandi blokkum í við- skiptalífinu. Mörgum finnst um leið mjög skondið hverjir eru helstu forkólfarnir hjá hinum markaðsráðandi Landssíma; sjálf- stæðismennirnir Þórarinn V. Þór- arinsson formaður Vinnuveit- endasambandsins og Ólafur Stephensen, sem nýverið kom til fyrirtækisins frá Morgunblaðinu. Hjá Landssímanum er einnig að finna frjálshyggjumenn á borð við Friðrik Friðriksson, íyrrum kosn- ingastjóra núverandi forsætisráð- herra. Þessir menn stýra slagnum við „uppana“ hjá Tali og öðrum ungum íjarskiptafyrirtækjum og segir Þórólfur Arnason forstjóri Tals að það sé skrítið að einmitt þessir menn leiði baráttuna fyrir Landssímann. Tal með helming nýrra far- símanotenda „Þarna eru talsmenn samkeppni. Við þekkjum þessa menn af allt öðrum grundvallarsjónarmiðum en þeim að viðhalda markaðsyfir- ráðum og einokun. Þeir styðja persónulega opnun þjóðfélagsins og aukna samkeppni og þess vegna er það örugglega erfitt fyrir þá að vera einmitt í þessari vinnu og verja málstað Landssímans,“ segir Þórólfur. Erfitt er að fjölyrða um mark- aðshlutdeild fyrirtækja á fjar- skiptamarkaðnum, því í raun má tala um nokkur svið. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofn- un segir að í almenna talsíma- kerfinu sé Landssíminn enn al- ráður, en Tal á leiðinni inn í milli- landasímtölin. Guðmundur segir að á Internetmarkaðnum sé reiknað út að Landssíminn og dótturfýrirtækið Skíma séu til samans með 37% markaðarins og fyrirtækið Margmiðlun með 16%, en Landssíminn á fjórðungshlut í því fyrirtæki. Islandia er talið vera með um 20%. Þórólfur Arnason segir að á farsímamarkaðnum sé Tal komið með á milli 13 til 15% markaðshlutdeild og að fyrirtæk- ið nái til rúmlega 70% landsins. „Okkur reiknast til að frá því við byijuðum í maí sfðastliðnum höf- um við náð öðrum hvorum nýjum farsímanotanda á okkar svæði, en það hlutfall er um 40% miðað við landið allt,“ segir Þórólfur. 15 afgreidd mál á nokkrum árum Landssfminn hefur yfirburða- stöðu í símaþjónustunni og hefur á skömmum tfma styrkt stöðu sína verulega á Internetþjónustu- markaði sérstaklega, annars vegar með sjálfstæðri markaðssókn á grundvelli auglýsinga og tilboða, og hins vegar með kaupum á fyr- irtækjum sem eru í rekstri á markaðnum. Allt frá 1994 hafa kærur streymt til Samkeppnis- stofnunar gegn Pósti og síma eða Landssímanum og liggja frá þeim tíma að minnsta kosti 15 úr- skurðir/álit og 8 óafgreidd mál að auki. Af afgreiddum málum má nefna eftirfarandi dæmi. Póstdreifing fékk í gegn fjár- hagslegan aðskilnað á viðskiptum Pósts og síma með notendabúnað frá starfsemi sem naut einkaleyf- isverndar. Samkeppnisráð ályktaði að Póstur og sfmi hafi með sam- keppnishindrandi aðgerðum reynt að útiloka Póstdreifingu frá póstmarkaðnum og fyrirskipaði breytingar. Alyktað var að Póstur og sími skyldi færa til gjalda og greiða markaðsvexti og hætta að nota tekjur af rekstri GSM og NMT fjarskiptakerfanna til að greiða niður ýmsan kostnað. Urskurðað var, vegna kvörtunar Alnets, að Póstur og sími skyldi þvert á synjun sína veita keppi- nautum aðgang að gagnagrunni símaskrárinnar. Póstur og sími var „sýknaður“ af kröfu Fjölmiðlunar um fjár- hagslegan aðskilnað vegna breið- bandsins. Urskurðað var að Póstur og sími mætti ekki bjóða Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda tiltekið tilboð á farsímaþjónustu og tvin- na saman í viðskiptum fjarskipta- þjónustu og aðra þjónustu fyrir- tæksins. Átta mál híða úrskurðar A þessari stundu eru að minnsta kosti átta óafgreidd mál á borði Samkeppnisstofnunar er lúta að samkeppni á sviði Internetsins og símaþjónustunnar. 1. Islandia kvartaði og hefur Samkeppnisstofnun til bráða- birgða bannað Landssímanum (og dótturfélaginu Skfmu) að veita allt að 10 þúsund aðilum endurgjaldslausa Internetþjón- ustu í þijá mánuði. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að markaðsyfirráð Landssímans og einokun á sumum sviðum væru slík að tilboðið væri til þess fallið að valda verulegri röskun á sam- keppnisstöðu fyrirtækja á mark- aðnum og rekstri þeirra. 2. Samkeppnisstofnun hafði sjálf frumkvæði að því að taka fyr- ir í einu lagi ýmsar kvartanir sem bárust vegna Internet-mála er varða fjárhagslegan aðskilnað Internet-starfsemi frá öðrum íjar- skiptaþáttum. 3. Tengt þessu hefur Intís beint til Samkeppnisstofnunar að slík- ur fjárhagslegur aðskilnaður fari fram og óskað eftir afstöðu stofn- unarinnar til sölu Landssímans á grunnsambandi til Internetfyrir- tækja til landsins og innan þess. 4. Landssíminn hefur á móti gert kröfu til fjárhagslegs aðskiln- aðar hjá Intís þar sem Intís hafi einkarétt á svokölluðum Netlén- um (domains). 5. Tal hefur kvartað vegna GSM-þjónustu Landssímans og vill fjárhagslegan aðskilnað far- símaþjónustunnar frá öðrum rekstrarþáttum Landssfmans. 6. Miðlun hefur sent erindi vegna ólíkra og ójafnra tekju- möguleika þess fyrirtækis og Landssímans er varðar upplýs- ingaþjónustu Landssímans (í númerinu 118) og Gulu línu Miðlunar. Miðlun vill fá heimild til að rukka fyrir hvert símtal en má það ekki að óbreyttu. 7. Miðlun hefur einnig sent kvörtun yfir því að Landssíminn veiti ókeypis aðgang að sfma- skránni á Netinu. 8. Landssíminn hefur kvartað vegna samkeppninnar milli Breiðbands Landssímans og Fjölvarps Islenska útvarpsfélags- ins. Landssíminn segir Fjölvarpið vera niðurgreitt með tekjum Is- lenska útvarpsfélagsins af öðrum rekstrarþáttum. „Auðvltað fengum við okkar fjall“ Af öðrum deilum má nefna Fjallamálið. Deilan snérist í raun um hvort fjallið Þorbjörn í ná- grenni Grindavíkur væri nægjan- Iega stórt til að rúma fjarskipta- mannvirki beggja fyrirtækjanna. Landssíminn hafði haft afnota- rétt af fjallinu samkvæmt samn- ingi frá því 1951, og í krafti einkaleyfis Landssímans (Pósts og síma) gat fyrirtækið komið í veg fyrir uppsetningu sendibún- aðar Tals á Qallinu. Þetta var þó eina Ijallið á svæðinu, sem nýst gat Tali til að veita þá þjónustu sem það vildi veita. Tal taldi sam- keppnisaðilann beita óeðlilegum viðskiptaþvingunum á grundvelli aðstöðu sem hann fékk á dögum einokunarinnar og fékk því fram- gengt að fá pláss á Ijallinu. Að- spurður um þessa deilu segir Þórólfur forstjóri Tals að hún hafi verið dæmigerð fyrir hofmóðsku sumra talsmanna Landssímans. „Þeir fullyrtu að ekki væri pláss á fjallinu, en talsmennirnir höfðu sjálfir aldrei á fjallið komið. Auð- vitað fengum við okkar fjall,“ seg- ir Þórólfur. Þá gerðist það á dögunum að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) úrskurðaði til bráðabirgða að til að jafnræðis sé gætt á markaði fyrir útlandasímaþjónustu milli Tals og Landssímans að samteng- ing almenna talsímanets Lands- símans við net Tals skuli einnig gilda fyrir útlandasímaþjónustu Tals. Akvörðunin kom í kjölfar kvörtunar yfir því að Landssím- inn synjaði Tali um innheimtu á útlandasímtölum Tals og felur hún í sér að Landssíminn skuli ekki opna fyrir nýja þjónustu til útlanda eða gera breytingar á nú- verandi útlandasímaþjónustu sinni fyrr en ákvörðunin hefur komið til framkvæmda. Þessi úrskurður stóð þó ekki lengi. Urskurðarnefnd Ijarskipta- og póstmála (ÚFP) felldi bráða- brigðaákvörðunina úr gildi. Landssíminn telur að ÚFP hafi fallist á þau rök fyrirtækisins að grundvallarreglur stjórnsýslurétt- arins hafi verið brotnar við töku ákvörðunarinnar; faglegri og efn- islegri meðferð ekki sinnt og and- mælaréttur Landssímans ekki virtur. ÚFP tók með ógildingu sinni hins vegar ekki efnislega af- stöðu til deilu símafyrirtækjanna. Tal telur aftur á móti að ákvörðun ÚFP gangi gegn hagsmunum neytenda hér á landi, þar sem slegið sé á frest að símnotendur geti hringt til útlanda á 20% lægra verði en Landssíminn býður. Þá segir að Landssíminn hafj augljósa hagsmuni af því að telja framgang samkeppninnar. Kómískt að berjast gegn verð- lækkun Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnar- formaður Landssímans, segir í samtali við Dag um þessa nýjustu deilu og úrskurði að málið snúist um hvort hver sem er geti samið við eitthvert erlent símafyrirtæki um að taka við símaumferð, leigt línu þangað og sagt við Landssím- ann: þú átt að annast alla þessa þjónustu fyrir okkur; annast teng- ingarnar í grunnnetinu og gefa út símreikninga og senda okkur pen- ingana. „Landssímanum er auðvitað skylt að veita aðgang að símnetinu og annast tengingar, sem er gert, en telur sér ekki skylt að annast fyrir þá rukkun. Talsmenn Tals ganga fram núna og segja að neyt- endur hafi verið sviknir um 20% verðlækkun, sem kemur á óvart, því annað fyrirtæki hefur haslað sér völl í samkeppni um þessi millilandasímtöl, Skíma. Ég hygg að Skíma sé að bjóða verð sem eru 20 til 30 prósentum lægri en hjá Landssímanum. Og ég held að Skíma rukki sjálf," segir Þórarinn. En býst Þórarinn við áframhald- andi og eilífum slagsmálum keppi- nautanna á fjarskiptamarkaðnum og þá einkum Landssímans og Tals? „Stjórnendur Tals hafa valið sér þann stíl að ganga ævinlega fram eins og sárbarðir píslarvottar. Og ég á von á því að þeir haldi því áfram. En Landssíminn vill auð- vitað eiga gott samstarf við þetta fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki á Ijarskiptamarkaðnum. Nú er stað- an í þessum nýjustu málum sú, að Geta auðveldlega rutt öllum úr vegi Þórólfur lítur deilurnar öðrum augum. „Fjarskipti urðu frjáls frá 1. janúar fyrir rúmu ári, en okkur finnst að löggjafinn og aðrar stofn- anir sem um málin fjalla hafi ekki gætt sín á því að tryggja sam- keppnisvettvanginn nægilega. Það er vitað að það þarf að beita harð- ari skilyrðum þann sem hefur 100% markaðshlutdeild en hinum sem hefur núll. Leikurinn er ekki jafn; það er ekki hægt að sleppa kettinum og músinni á markalín- una og segja að nú heljist kapp- hlaupið. I rekstrarleyfi Landssím- ans eru kvaðir á þá vegna mark- aðsráðandi stöðu fyrirtækisins. Okkur hefur fundist að ekki sé nægilega tekið á þessu og að það þurfi að lækka þröskuldinn fyrir nýja aðila að komst inn á markað- inn. Við berum okkur þó ekki illa því neytendur taka okkur vel.“ En er ekki eðlilegt að neytend- um finnist skrítið þegar Tal kærir og krefst þess að verðlækkanir séu dregnar til baka og að Landssím- inn rukki fyrir þjónustu Tals? „Það er ekki rétt að við höfum kært lækkun, heldur báðum við í september um bráðabirgðastöðv- un á verðlækkanaskrúfu Lands- símans, þegar hún væri eingöngu í samkeppnislegum tilgangi gerð. Auðvitað vita allir að þegar ráð- andi aðili á markaði fær leyfi til að lækka sig niður fyrir kostnaðar- mörk til að svæla út nýjan aðila þá ræður hann verðinu eftir það. Er eitthvað sem stöðvar Landssím- ann frá því t.d. að hafa gjaldfría þjónustu á öllum samkeppnissvið- um í heilt ár. Það er ekkert sem bannar Landssímanum það og þá gæti fyrirtækið auðveldlega rutt allri samkeppni úr vegi. Og rukk- unarmálið er mjög eðlilegt og ein- falt. Það er í gangi samningur milli fyrirtækjanna um gagnkvæma inn- heimtu vegna umferðar á milli kerfa beggja fýrirtækja. Það á að fara eftir þessum samningi og hann á að ná til millilandasímtala, eins og reyndin var athugasemdar- laust fram til 20. desember, þegar við opnuðum okkar útlandasím- stöð.“ Að ná gullpemng úr lófa Eins og Þórarinn býst Þórólfur við að ríkjandi stríð á Ijarskiptamark- aðnum haldi áfram. „Sumir hjá Landssímanum eru fastir í því að taka samkeppninni ekki eins opnum örmum á borði og í orði. Þessi slagur hlýtur að halda áfram til að tryggja hags- muni neytenda. Landssíminn gef- ur þetta aldrei frá sér, það segir sig sjálft. Það gefur enginn frá sér gullpening í Iófa nema fingurnir séu opnaðir einn af öðrum. Við erum rétt búnir að opna einn, erum á leiðinni með annan og það á eftir að taka hina upp,“ segir Þórólfur. Starfsmcnntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja fc'lagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Dagsbrún og Framsókn - stéttarfélag, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. KennsLi hefst 25. janúar. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 11.- 21.janúar kl. 17—21 í si'imun 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstolu Kvöldskólans í Snælandsskóla. tungumAl 11 vikna námskjeið 22 kcnnslustundir Kcnnt er í byrjenda-, framhalds' og ralæfingailokkum ENSKA Enska 1 Enska I frh Enska II Enska IJ frh Enska IV frh Tal- og lcshópur DANSKA Danska I - II Tal- og ieshópur NORSKA Norska I - II Tai- og leshópur SÆNSKA Sænska I - II Saenska III FRANSKA Franska I Franska I frh. Franska III ÍTALSKA Italska I ítalska frh SPÆNSKA Spænska I Spænska I frh Tal- og Icshópur ÞÝSKA Þýska I Þýska I frh. Tal og leshópur KATALÓNSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Byrjendur Framhald 11 vikna nintskeið 22 kennslustundir BÓKBAND 10 vitaia námskcið 40 kennslustundir GLERLIST 10 vikna námskeið 40 kennslustundir KÖRFUGERÐ 1 viku námskeið 10 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN I 9 vikna námskeið 18 kennslustundir LJÓSMYNDATAKA 3 vikna námskcið 9 kennslustundir FRAMKÖLLUN OG STÆKKANIR 2 vikna námskeið 16 kennslustundir SILFURSMÍÐI (skartgripagerð) 9 vikna námskeið 36 kcnnsíusmndir TRÉSMÍÐX 9 vikna námskcið 36 kcnnsiustundir TRÖLLADEIG 4 vikna námskeið 16 kcnnslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundit VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VIDEOTAKA 1 viku námskeið 14 kcnnslusrundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMSTEPPI 4 vikna námskcið 18 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir KÁNTRÝ - FÖNDUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 9 vikna námskeið 18 kennslustundir RÉTTRITUN OG mAlfræði 8 vikna námskcið 16 kennslustundir Tölvunámskeið: WORD og WINDOWS fyrir byijendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORDII 3 vikna námskeið 20 kennslustundir excel fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 viku námskeið 8 kcnnslusrundir POWER POINT 1 viku námskeið 8 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og gracnmctisréttir 3 vikna námskcið 12 kcnnslusnmdir FITUSNAUTT GRÆNMETISFÆÐI 3 vikna námskeið 12 kennslusrundir FRÖNSK MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennslustundir ÍTÖLSK MATARGERÐ 2 vikna námskeið 8 kennsluscundir HÖNNUN A ELDHÚSI OGBAÐI LITUR OG LÝSING 2 vikna námskcið 12 kcnnsluscundir GÖNGUFERÐIR I ÓBVGGÐUM 2 vikna námskeið 8 kcnnslustundir HEIMILISGARÐURINN 2 vikna námskeið 8 kcnnslustundir trjAklippingar 1 viku námskeið 6 kcnnslustundir Tveir stærstu sjálfkeyrandi snjóbiásarar landsins voru formlega afhentir Flugmálastjórn á Akureyri í gær. Sigurður Hermannsson, undæmisstjóri Fiugmáiastjórnar á Norðurlandi, segir að annar blásarinn muni innan tíðar fara tii Siglufjarðar en hinn verður staðsettur á Akureyri. Sjálfkeyrandi snjóblásari þýðir að hann er settur á bíl sem keyrir um með blásarann en ekki hengdur á t.d. gröfur eða önnur stórvirk vinnutæki, sem algengara er enn í dag. Þessi tegund snjóblásara kostar ný allt að 50 milljónir króna. Nýju snjóblásararnir eru mikil og fljótvirk vinnutæki. Á myndinni eru f.v. Sigurður Hermannsson, Jón Baldvin Pálsson, Guðmundur Jónasson, Friðrik Hróbjartsson, Grétar Berg Hallsson og Friðrik Ingi Friðriksson. mynd: brink NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.