Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 19 99 rD^ir ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Slmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Slmbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Kjarabætumar hverfa í fyrsta lagi Taka verður undir þau ummæli fjármálaráðherra, Geirs H. Haar- de, í Degi í gær, að hræðslupá um stóraukna verðbólgu á þessu ári, sem Fjárfestingarbanki atvinnulífsins sendi frá sér og byggði á hækkun vísitölunnar í janúar, er ótraust og til þess eins fallin að ala á verðbólguótta. Vísitalan hækkaði um nákvæmlega það sama núna og í janúar í fyrra - en þá varð ársverðbólgan aðeins 1.3% á öllu árinu. Þótt allir telji víst að hún verði nokkru meiri á þessu ári, eða um 2%, er enn ekkert sem bendir til þess að verð- bólguskriða sé á næsta leiti. 1 öðru lagi Það vekur hins vegar nokkurn ugg í hve miklum mæli hið opin- bera veltir kjarabótum launafólks út í verðlagið. Sem kunnugt er hafa ýmsir fjölmennir hópar opinberra starfsmanna fengið mun meiri hækkanir en almennt launafólk. Mörg sveitarfélög ýta þeim hækkunum meira og minna út í verðlagið, jafnvel svo að í sum- um bæjarfélögum hverfur kjarabót barnafjölskyldna um nýliðin áramót beint í gjaldskrárhækkanir. Eins og talsmenn Alþýðusam- bands Islands hafa bent á, er það láglaunafólkið og einstæðir for- eldrar sem verða verst fyrir barðinu á þessum hækkunum. í þriðja lagi Hækkanir á opinberri þjónustu eru enn einn dropinn sem er að fylla mælinn hjá launafólki á almennum vinnumarkaði. Aður hefur þetta fólk horft upp á starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fá launahækkanir langt umfram það sem stéttafélögin innan Al- þýðusambandsins náðu fram í síðustu samningum. Víða ríkir reiði vegna þess að hið opinbera stóð ekki við þann ramma sem Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið sömdu um. Þar við bætist sjálfsögð krafa um aukna hlutdeild almenns launafólks í góðærinu. Ef stjórnvöld Ieggja ekki kapp á aðgerðir til að draga úr launamun og létta undir með þeim sem verst eru settir í þjóð- félaginu, hlýtur óhjákvæmilega að stefna í hörð átök á almenna markaðinum við gerð næstu kjarasamninga. Og þeir eru ekki eins langt undan og margir virðast halda. Elías Snæland Jónsson. Heimur versnandi fer Garri er hreint í losti þessa dagana yfir fréttum af æsku þessa lands. Undanfarin miss- eri hefur rignt yfir Garra jafnt og aðra landsmenn fréttum af kolvitlausum unglingum í miðbæ Reykjavíkur eða á úti- hátíðum út á landi, fréttir af innbrotum, barsmíðum og eit- urlyfjaneyslu. Þó tók nú steininn úr þegar í ljós koma að í Hagaskóla, þar sem Iandsins bestu synir og dætur hafa til þessa hlotið menntun sína, eru nú nemendur sem eru sprenglærðir í öðrum skilningi en Garri hefur hingað til lagt í það hugtak. Heimur versnandi fer, styn- ur Garri þunglega þessa dag- ana og foreldrar hvar sem er taka undir það og skilja ekki neitt í neinu. Ekki var þetta svona þegar við vorum ung - eða hvað. Garra rámar að vísu í heiftarleg slagsmál á sveita- böllum, dauðadrukkna ung- linga sem veltust um á útihá- tíðum um hvítasunnu þegar allra veðra var von en það var nú ekkert í Iíkingu við Halló Akureyri - eða hvað? Sukk í Saltvík Garri minnist þess líka að for- eldrar þeirra sem nú eru for- eldrar og býsnast yfir framferði unglinganna, býsnuðust ein- hver ósköp yfir sukkinu og svínaríinu á Saltvíkurhátíðinni á sínum tíma. En það var öðruvísi - eða hvað? Garri man Iíka að kynslóðin sem kennd er við '68 og er nú á miðjum aldri og fjölmenn í hópi broddborgara landsins var sögð hafa fengið sér jónu af og til og jafnvel eitthvað enn meira hressandi. En það var bara svona að gamni og gerði engum neitt - eða hvað? Vonlaust fólk Það rifjast Ifka upp fyrir Garra að í byrjun sjöunda ára- tugarins var alltaf allt vit- laust á Sel- fossi og í Hafnafirði á þrettándan- um. Börn og unglingar söfnuðust saman og sprengdu og kveiktu í öllu því sem þau komu hönd- um yfir. Gott ef það þurfti ekki að kalla til Víkingasveitina einu sinni eða tvisvar. En þessi börn meintu auðvitað vel og voru í eðli sínu voða góð. Þau eru flest að komast á miðjan aldur og eru orðnir góðir og gegnir borgarar og foreldrar. Það er nú meira en hægt er að segja um þessar sprenglærðu ótuktir í Hagaskóla. Það verð- ur sjálfsagt aldrei neitt úr því fólki. Já heimur versnandi fer og ekkert skrýtið þó foreldar dagsins í dag eigi erfitt með að skilja unglingana. Þeir sem alltaf voru prúðir í skólanum, stríddu aldrei skólafélögum hvað þá að þeir leggðu ein- hvern í einelti, kveiktu í mesta lagi á stjörnuljósi um áramót og smökkuðu ekki vín fyrr en löglegum aldri var náð, eiga auðvitað erfitt með að skilja hvað er í gangi. GARRI Eftir limimiun dansar höfuðið Oft er haft á orði að stjórnmála- menn séu ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér og lofa einu en fram- kvæma annað. Samviska þeirra er svo liðug, að þeir geta sem best tilkynnt að þeir séu heils hugar á móti frumvarpi sem þeir eru að samþykkja. Þetta gerðu þeir hik- laust þegar þeir greiddu stjórnar- frumvarpinu um breytingar á kvótalögunum atkvæði sín fyrir nokkrum dögum. En það er von að alþingismenn séu kviklyndir og ekki við eina fjölina felldir þegar að ákvarðana- töku kemur og .greiði atkvæði þvert um hug sér og tali flátt. Þeir sem senda þá inn á þing eru ekk- ert skárri og ekki síður mótsagna- kenndir. Atkvæðin velja fulltrúa sína með eitthvað allt annað í huga en að ætlast til að þeir fari í einu eða neinu að vilja þeirra eða gæti hagsmuna í þingstörfum. I nýafstaðinni skoðanakönnun kom í Ijós að tveir þriðju hlutar þeirra sem spurðir voru eru and- vígir lagasetningu stjórnarflokk- ana vegna hæstaréttardóms um að fyrri Iög um fiskveiðikvóta stæðust ekki stjórnarskrá. En hér er um að ræða hagsmunaárekstra sem varða alla þjóðina. En álíka hlutfall lýsir yfir fullum stuðningi við stjómarflokkana og kveðst vilja greiða þeim atkvæði sitt. Hjakk í sama fari Sé betur rýnt í nið- urstöður könnunar- innar, sem gerð var á vegum DV, sést að rúmur helmingur kjósenda Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er andvígur afstöðu þingflokka og stjórnar sömu flok- ka í helsta hagsmunamáli þjóðar- heildarinnar. Einþykkir leiðtogar harðneita að breyta einu eða neinu í stjórn fiskveiða hvað sem á og dynur skamma Hæstarétt fyrir að vetja stjórnarskrána fyrir lögleysum. Til að friða dóminn og lýðinn fá nokkrir trillukarlar viðbótarkvóta og allt hjakkar í sama fari. Aldrei þessu vant dugði auðsæ blekking- in ekki í þetta sinn. En það gerir ekkert til. Þótt tveir þriðju atkvæðanna sjái að verið sé að hafa þau að fíflum, eru þau innilega sátt við það og lýsa yfir trausti og ævar- andi trúnaði við þá pólitíkusa sem mest og best ganga gegn viilja þeirra og hagsmunum, ímynduðum eða raunverulegum. Traustið Atkvæðunum er kannski vorkunn. Þau vita yfirleitt ekki hvað þau eru að kjósa og í hvaða tilgangi. Þeim finnst líklega skárra að styðja mótsagnakennda stefnu stjómarflokkana, sem þó hanga saman i einu líki, en að lýsa yfir trausti á þeim flokkabrotabrotum sem smala sjálfum sér í kassa eða hólf til að kljást hvert við annað í nafni hugsjónaríks samruna. Andstæðingar fiskveiðistefnu LIU klofna jafnharðan og þeir reyna að ná saman og trillukarl- arnir yfirgefa þau hripleku fley um leið og þeir ná þeim áfanga, að fá framseljanlegan kvóta. Sjávarplássin eru að veslast upp í fisklausu tilgangsleysi. En stjórnarflokkarnir hafa fundið upp nýjan bjargræðisveg. Menn- ingarhallir skulu rísa þar sem landsfrægir listamenn geta sýnt hjólbörur á hvolfi og heimamenn, skoðað ljóðasýninar í ramma og hlustað á uppörvandi tólf- tómamúsík og sett um Hrepp- stjórann á Hraunhamri eða Hamlet eftir því hve birgir þeir eru af prímadonnum. Hvað getur maður annað en treyst svona fólki? spurtia svarað Bítur Tyson uftur í nótt? (Boxarinn Mike Tyson keppir nú íjyrsta sinn eftir keppnis- bann sem hann var dæmdur í eftirað hafa bitið í eyrað á Holyfield um árið.) ÓmarÞ. Ragnarsson fréttamaður. „Nei, ég held það varla. Tyson er ekki núna í því andlega jafn- sem í þessari - og er ekki einsog hann var til dæmis þegar hann vann Frank Btúnó fyrir um þremur árum. En hins- vegar vona ég að Tyson efli sjálfstraust sitt og baráttugleði og verði sífellt betri og betri.“ Gerifur Kristný ritstjóri Mannlífs. „Eg vona að Franscois Bauda, Hvíti Buffallinn, taki Tyson innan þriggja lotna. Og mín vegna mætti hann beita sömu aðferðum og Tyson sýndi fegurðardrottning- unni hér um árið.“ Magnús Orri Schram íþróttafréttamaóurá Sjónvarpinu. „Nei, hann er væntan- lega með óbragð í munninum frá því síðast. En þó Tyson sé rammur að afli veit ég hinsvegar ekki um styrk huga hans og þá hvað hann muni geri þegar í keppnishring- inn er komið. Hinsvegar fylgist ég Iítið með boxi, en horfði að vísu á einstaka leik þegar ég var við nám úti á Irlandi fyrir nokkrum árum.“ Hálldóra Bjamadóttir hjúkmnarjræðingur. „Mér finnst Tyson ekki klókur ef hann gerir það strax aft- ur í fyrsta bardaga eftir keppnis- bann. Eg veit reyndar ekki hvað mikið af þeim gráu í toppstykkinu á honum virka ennþá, eftir bar- daga og buff í gegnum árin. Með það í huga getur allt gerst.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.