Dagur - 16.01.1999, Qupperneq 5

Dagur - 16.01.1999, Qupperneq 5
T LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 - S FRÉTTIR Vilja afnema lög um vemdun Mývatns Árni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar ríkisins, segir allar rannsóknir sýna að vinnsluaðferðir við kísilgúrtöku hafa slæm áhrif á lífríkið. Sveitarstjóriim í Mý- vatnssveit segir að friðimarlögin frá 1974 séu tímaskekkja og stangist jafnvel á við nýrri lög. Náttúru- vemd ríkisins segir sannað að Kísiliðjan skaði lífríki Mývatns. Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, vill Iáta af- nema lög um verndun Mývatns og Laxár frá 1974. Hann segir lögin tímaskekkju og hugsanlega standist þau ekki breytingar á stjórnarskrá. Mývetningar eru að láta kanna þetta lögfræðilega, enda segir Sigbjörn engan bú- setugrundvöll vera fyrir hendi í Mývatnssveit nema lögin verði afnumin. „Ef ég teldi ekki pólit- ískan vilja fyrir því að afnema þessi lög, væri ég ekki hér. Við gætum allt eins pakkað saman strax,“ segir Sigbjörn. Náttúruvernd ríkisins hefur hafnað stækkun kísilvinnslu- svæðis í Mývatni. Kísiliðjan er að Iáta meta umhverfisáhrif frekari vinnslu en leyfi Náttúruverndar vantar til frekari breytinga. Þar sem efnisþurrð blasir við hjá Kís- iliðjunni á leyfilegu vinnsluvæði innan fárra ára er staða fyrirtæk- isins slæm að óbreyttu og atvinna tuga íbúa í hættu. Vinnsluleyfi á núverandi námasvæði rennur út árið 2010 en meðal þess sem Kísiliðjan hefur skoðað eru nýjar aðferðir við kísilnámið, svokall- aður undanskurður. Valdið tekið „Ef mannlíf á að þrífast hér áfram verður að afnema lög númer 36/1974. Þessi lög eru tímaskekkja. Það voru engin al- menn náttúruverndarlög í gildi á þeim tíma sem þau voru sam- þykkt. Eg held reyndar að stjórn- arskrárbreytingarnar sýni að lög- in fáist ekki lengur staðist. Vald- ið er tekið frá hinum kjömu full- trúum þessa sveitarfélags. Skipulagsskylda hvílir á sveitar- stjórnum en náttúruverndin þarf að leggja blessun sína yfir allt sem við skipuleggjum. Við erum með yfirfrakka,“ segir Sigbjörn. Arni Bragason, forstöðumaður Náttúruverndar ríkisins, segir að menn megi ekki gleyma því að lífríki Mývatns sé einstætt á heimsmælikvarða. Markmið lag- anna sé verndun þessa svæðis. „Það hefur stundum verið haft eftir sveitarstjórnarmönnum í Mývatnssveit að Náttúruverndin hugsi bara um náttúruna og ekk- ert um mannfólkið. Okkur er ætlað að tryggja lífríki Mývatns til framtíðar,“ segir Arni. Hefux slæm áhrif I nýlegri fundargerð Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn segir að ef Iífríki vatnsins hrynur vegna áhrifa mannsins, hafi það veruleg áhrif á ferða- þjónustu, veiðar og fleira. Arni segir staðreynd að eftir að kísil- vinnsla hófst þá hafi veiðin hrun- ið úr 30.000-35.000 fiskum á ári í um 10.000 og sveiflurnar séu miklu meiri nú en áður en vinnslan hófst. „Þegar menn koma að jafn stóru atriði og að útvíkka vinnslusvæðið í Mývatni þá verður að hafa í huga að allar rannsóknir sýna að vinnsluað- ferðir við kísilgúrtöku hafa slæm áhrif á lífríkið. Það er ekki eins og við byggjum á ótraustum grunni. Mývatn er mest rannsak- aða vatn á Islandi," segir Arni. Eitgir niðingar Sveitarstjórinn í Mývatnssveit segist gera sér fulla grein fyrir því að krafan um afnám verndunar- laganna um Mývatn og Laxá, muni vekja viðbrögð. „Eg þykist vita að þetta kalli á heiftarlega umræðu um að hér ætli íbúar að ganga yfir allt og eyðileggja Mý- vatnssveit. Það er ekki svoleiðis. Engum er ljósara en ibúum þessa svæðis hve mikilvægt er að vernda náttúruna," segir Sig- björn. - BÞ Uppselt á Pétar Gaut Mjög góð aðsókn var á leiksýning- una Pétur Gaut hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í gær og fullt á sýninguna í kvöld, að sögn Sigurðar Hróarsson- ar leikhússtjóra. Er það háð því að flogið verði frá Reykjavík. Þess má geta að Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, hyggst sjá sýning- una £ kvöld, laugardagskvöld. Þá er búið að selja talsvert af miðum um næstu helgi. Eftir að fella þurfti niður sýningu sl. sunnudagskvöld heyrðust vangaveltur um hvort leikritið hefði fallið en svo virðist ekki vera miðað við aðsóknina nú. Forráðamenn leikhússins töldu raunar að messufallið á sunnudag mætti rekja til þess að Akureyringar ættu því ekki að venjast að boðið væri upp á sunnudagssýningar en það var gert í tilraunaskyni. Sigurður Hróarsson segist vera mjög ánægður með aðsóknina í heild, enda hafi hún verið mjög góð. Leikverkið hef- ur fengið fádæma góða dóma gagnrýnenda. Jón á Hólum í prófkiör Jón Bjarnason, skólastjóri Bændaskólans á Hól- um í Hjaltadal, hefur ákveðið að taka þátt í próf- kjöri samfylkingarinnar á Norðurlandi um val á lista hennar við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Jón sendi frá sér í gær. Segist Jón þar tilbúinn til þess að leiða framboð Samfylkingarinnar í kjördæminu og því sækist hann eftir efsta sæti listans. Herdís styður Pál Herdís Sæmundardóttir sem boðið hefur sig fram í 2. sætið í prófkjöri framsóknarmanna á Norð- urlandi vestra vill taka fram vegna fréttar í Degi í vikunni að hún styður heilshugar Pál Pétursson í 1. sætið. Herdís segir að Páll viti af sínum stuðn- ingi og þeir sem fylgst hafi með hennar málílutn- ingi viti það Iíka. Herdís Sæmundar- dóttir. Jón Bjarnason. Pólitík í vedrinu á prófkj örss væðum Sjálfstæðismenn á Austfjörðum hafa þegar frestað sínu prófkjöri um viku vegna veðurs. „Við höfum ákveðið að fresta prófkjörinu um viku eða til laug- ardagsins 23. janúar vegna þess hve veðurútlitið hér eystra er slæmt,“ sagði Jónas A. Þ. Jóns- son, formaður prófkjörsstjórnar sjálfstæðismanna í Austurlands- kjördæmi. Þar átti prófkjör að fara fram í dag og á morgun. Hún var heldur ekki gæfuleg verðurspáin fyrir Norðurlands- kjördæmin en þar eiga að fara fram prófkjör framsóknarmanna í dag. Einar Sveinbjörnsson veð- Einar Sveinbjörnsson: Pólitískt gjörningaveður. urfræðingur sagði spána gera ráð fyrir „pólitísku gjörningaveðri," því spáð væri ofankomu og allt að 10 vindstigum og skafrenningi á Norðurlandi eystra og Aust- fjörðum þar sem veðrið verður verst. Hann sagði Ijóst að ef þessi spá gengur eftir lokast allir vegir og ekki viðlit að opna þá fyrr en veðrið gengur niður. Við öllu Tiiínir „Eg hef nú ekki trú á þessu ofsa veðri hér. Við höldum bara okkar striki og hefjum prófkjörið í fyrramálið,11 sagði Magnús Ólafs- son, bóndi á Sveinsstöðum, for- maður kjördæmisráðs framsókn- armanna á Norðurlandi vestra. Arni Friðriksson, talsmaður kjörstjórnar framsóknarmanna áNorðurlandi eystra, sagði menn við öllu búna og alveg eins gera ráð fyrir því að þurfa að fram- lengja prófkjörið ef allt verður ófært. - s.DÓR Sameinast frjálslyndix? „Ég skal nú ekki segja, en Valdi- mar Jóhannsson kom hingað til mín í heimsókn og við ræddum málið nokkuð. Af því er ekki fleira að segja í bili annað en það að við ætlum að hittast aftur seinna þegar menn eru búnir að skoða sig um bekki. Ég held að þessi svo kallaði Frjálslyndi lýð- ræðisflokkur sé varla á lífi,“ sagði Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi bankastjóri og stjórnmála- maður, um sögusagnir þess efnis að frjálslyndu flokkarnir tveir séu að sameinast. Sem kunnugt er kom upp kengur í samstarfi þeirra Sverris Hermannssonar annars vegar og Bárðar Halldórssonar og Valdi- mars Jóhannssonar hins vegar, við flokksstofnun frjálslynds stjórnmálaflokks. Svo fór að Sverrir stofnaði Frjálslynda flokkinn en Bárður og Valdimar Frjálslynda lýðræðisflokkinn. I skoðanakönnun mælist nokkurt fylgi við flokk Sverris en ekkert við Frjálslynda lýðræðisflokkinn og virðist komin uppgjöf í Bárð Halldórsson ef marka má örvið- tal við hann í DV eftir síðustu skoðanakönnun. Valdimar til Sverris „Ég hef ástæðu til að vera dálitið bjartsýnn. Ég held að margt eigi eftir að koma á daginn og margt að breytast. Ég ætla ekki að segja meira því fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ sagði Sverrir Her- mannsson. - s.dór

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.