Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 16. J A X Ú A R 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Refsiaðgerðirnar hafa bitnað hart á almenningi í írak. Endalok refsiaö- ö'erda á Irak í w • > >1 «ri sj ornnali? í Öryggisráði Samein- uðu þjóðauua er nú ákaft rætt um breyt- ingar eða jafnvel af- nám refsiaðgerðanna áírak. í vikunni báru Frakkar upp þá tillögu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að refsiaðgerðunum á Irak, sem staðið hafa yfir frá því 1991, verði aflétt. Bandarísk stjórnvöld tóku strax illa í það, en á fimmtudag kom tillaga frá Bandaríkjamönn- um fram í Öryggisráðinu um að refsiaðgerðirnar verði mildaðar til muna. Hugmyndir Bandaríkj- anna ganga út á það að Irökum verði leyft að selja olíu að vild, en með því skilyrði þó að afrakst- urinn verði notaður til að kaupa lyf og matvæli. Peter Burleigh, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði Bandaríkin ein- nig fylgjandi því að hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Irak verði aukið. Auk þess er meiningin að draga verulega úr þunglamalegri skriffinnskunni hjá Sameinuðu þjóðunum þannig að afgreiðsla samninga um sölu matvæla og ly§a til Iraks gangi hratt fyrir sig. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins seg- ir þessar tillögur fyrst og fremst miða að því að draga úr þjáning- um íröksku þjóðarinnar. Rússar vilja afiiám Þá hafa Rússar gefið til kynna að þeir muni leggja fram eigin til- lögu, þar sem gert er ráð fyrir að refsiaðgerðunum verði aflétt en um leið verði komið upp nýju eftirlitskerfi á vegum Samein- uðu þjóðanna til þess að fylgjast með því að Irakar kaupi ekki nein vopn. Bandarfkin hafa lagt ríka áher- slu á að tillaga þeirra sé afar frá- brugðin tillögu Frakka um af- nám refsiaðgerðanna. Peter Burleigh sagði tillögu Frakka byggja á þeirri forsendu að Irak- ar hafi afvopnast. „Við teljum ekki að Irakar séu afvopnaðir," sagði hann við fréttamenn á fimmtudag. „Stærsta vandamál- ið,“ sagði hann, „er enn að stjórnvöld f Irak eru ekki reiðu- búin til að fara að áætluninni um kaup á nauðsynjum í skipt- um fyrir olíu með nægilega ár- angursíkum og skjótvirkum hætti.“ Alan Dejammet, sendiherra Frakklands hjá Sameinuðu þjóð- unum, fagnaði engu að síður til- lögu Bandaríkjanna og sagði hana sýna að Bandaríkin létu sér ekki á sama standa um ástandið í Irak. Hins vegar sagði Sergej Peter Burleigh, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Lavrov, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að ef refsiaðgerðirnar verði ekki afnumdar, þá „ganga tillögurnar ekki nógu langt.“ írakar segja tillögumar marklausar Stjórnvöld í írak brugðust við tilllögum Bandaríkjamanna með því að segja þær tilgangslausar og missa algjörlega marks. Irakar segjast nú þegar selja eins mikið af olíu og markaðurinn leyfi, jafnvel þótt magnið sem selt er takmarkist af því sem heimild Sameinuðu þjóðanna um olíu í skiptum fyrir matvæli segir til um. I yfirlýsingu frá Irak segir að aflétta verði refsiaðgerðunum nú þegar f hvaða mynd sem er. Umræðurnar í Öryggisráðinu eru greinilega komnar af stað vegna þess að öll þessi mál eru komin í hnút. Tillagan frá Frökk- um var tilraun til að leysa þann hnút eða koma umræðum að minnsta kosti af stað. Tjóniö euu umdeilt Mánuður er liðinn frá því Bandaríkjamenn og Bretar gerðu loftárásir á Irak, sem stóðu í fjóra daga. Arásirnar voru rök- studdar með því að Irakar hafi ekki sýnt vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna (Unscom) samstarfsvilja, en afnám refsiað- gerða hefur verið bundið því skilyrði að vopnaeftirlitsnefndin geti gengið úr skugga um að öll- um gjöreyðingarvopnum í Irak hafi verið eytt. Umdeilt er hversu mikið tjón árásirnar bökuðu Irökum. Bandaríkjamenn fullyrða að her- styrkur íraks hafi minnkað mjög, enda hafi mikið tjón verið unnið á hernaðarmannvirkjum og vopnabúnaði Iraka. Aðrir halda því fram að staða Saddams Husseins hafi styrkst frekar en hitt og engan veginn sé víst að tjónið sé jafnmikið og fullyrt er. Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku bráðabirgðamat á tjóni sem loftárásirnar ullu, og þar kemur fram að skemmdir urðu á skólum og sjúkrahúsum auk þess sem vatnsleiðsla sem sér 300.000 manns fyrir vatni hafi farið í sundur. Þá segir í skýrslunni að vöruhús fullt af hrísgrjónum hafi eyðilagst þegar flugskeyti kom þar niður. Enginn velkist þó í vafa um að árásirnar höfðu a.m.k. þau áhrif að Irakar þvertóku endanlega fyrir allt frekara samstarf við vopnaeftirlitið. Sömuleiðis hafa þeir í kjölfar árásanna neitað að virða flugbann á tveimur svæð- um yfir Irak og samþykkja held- ur ekki eftirlitsflug Bandaríkj- anna á þessum svæðum. Hvað eftir annað hefur komið til átaka milli Iraka og Bandarfkjanna vegna ósættis þeirra um flug- bannsvæðin, á þeim mánuði sem liðinn er frá árásunum. - C,B Aðeins gálgafrestur? EVRÓPUSAMBANDIÐ - Þótt framkvæmdastjóm Evrópusambandsins hafi sloppið með skrekkin á fimmtudag er ljóst að hún situr enn undir gagnrýni og þarf að sýna fram á það með ótvíræðum hætti að hún sé traustsins verð. Strax í gær komu fram upplýsingar um frekara misferli innan stjórnarinnar sem ekki var vitað um þegar vantrauststillaga var felld á Evrópuþinginu. Nefnd voru dæmi um eiginkonur og tengdafólk framkvæmdastjóra sem fengið hafa störf hjá framkvæmdastjórninni án þess að uppfylla til þess nauðsynleg skilyrði. Loftbelgsfarar gáfust upp ÁSTRALÍA - Ástralskir og bandarískir ævintýramenn sem hugðust fara umhverfis jörðina í sérútbúnum loftbelg hættu í gær við að sinni eftir að tuttugu tilraunir til að koma belgnum á loft höfðu allar mistekist. Loftbelgurinn átti að fljúga í fjórum sinnum meiri hæð en venja er til um loftbelgi. Enn hefur engum tekist að ferðast í kringum jörðina á loftbelg án þess að lenda á leiðinni. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls bróður míns og föðurbróður ÞÓRARINS NÍELSSONAR Oddagötu 5, Akureyri Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Sigurður Níelsson, Jón Friðjónsson. .Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓDÍSAR BENEDIKTSDÓTTUR Veðramóti Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Einarsson Einar Guðmundsson Anna. María Hafsteinsdóttir. Haila Guðmundsdóttir. Halldór Jónsson. barnabörn og barnabarnabarn. □□lDQLBYl D I G I T A L EerG/iitNc D I G O U N D SYSTEIVl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.