Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL í tindátalelk Það er viðtekin skoðun meðal þjóða sem þekkja til stríðsrekst- urs, að engin stríð séu jafn grimm og skilji eftir sig jafn sein- gróin sár og borgarastríð. Ein- hveiju sinni spurði ég íbúa frá fyrrum Júgóslavíu að því hvers vegna svo grunnt væri á hatri ólíkra þjóðarbrota hvors á öðru - jafnvel hjá fólki sem sjálft þekki engan annan veruleika en að þessir hópar byggju saman í sátt og samlyndi. Hann sagðist ekki skilja það almennilega sjálfur, en svo virtist sem þessar tilfrnningar bærust með einhverjum ómeð- vituðum hætti milli kynslóð- anna. Kannski væri það tónninn í kvöldsögunum sem afinn segir börnunum. Kannski vögguvísur ömmumar. Kannski eitthvað allt annað. „Hver veit,“ sagði hann, „en óvildin virðist bara ganga í erfðir!“ Tindátaútgáfa Segja má að það sama eigi við - í eins konar tindátaútgáfu - í flokkapólitíkinni hér heima. Þar eru engin stríð jafn erfið og inn- anflokksstríð sem ná því að magnast upp í eitthvað annað og meira en hefðbundin pólitísk veisluhöld að hætti Goðmundar á Glæsivöllum. Og væringarnar hafa víða gengið í pólitískar erfð- ir milli kynslóða og kosninga. Þessar vikurnar geisar einmitt pólitísk tindáta-borgarastyrjöld í nokkrum flokkum, enda verið að raða sér á lista fyrir næstu kosn- ingar. Flokkarnir nota ýmsar að- ferðir við þessa röðun enda ólík- ar aðstæður í ólíkum flokkum. Uppstillingarferlið er alla jafnan kyrrlátara ferli en t.d. prófkjörs- aðferðin og er ekki eins Iíklegt til að skilja eftir sár á flokkslíkam- anum. A hinn bóginn er uppstill- ing alls ekki eins áhrifarík aðferð og prófkjör sem heppnast vel. Það hvernig tekst til með valið á frambjóðendum, og slagurinn í kringum það getur haft mikil áhrif á niðurstöðuna í kosning- unum og standa flokkarnir mjög mis vel að vígi í þessum efnum í dag. Erfiðustu fæðingarhríðirnar eru augljóslega hjá Framsóknar- flokknum og Samfylkingunni en bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð ætla að sigla lygnari sjó að þessu sinni. SamfylMngm Framboðsraunir Samfylkingar- innar hafa verið umtalsverðar á síðustu vikum einkum í Reykja- vík og á Reykjanesi. Umræðan um prófkjör og prófkjörsreglur og hverjir verða með og hveijir ekki hefur verið löng og ströng. Á henni hefur Samfylkingin ekki hagnast og framundan eru sjálf prófkjörsátökin. Það sem þó hef- ur gerst í þessum átökum er að ýmsir skipverjar hafa fallið fyrir borð, og annað hvort fundið sér annað fley eða horfið úr pólitík. Fyrir vikið opnast fyrir ný andlit, sem í sjálfu sér er einn af stóru ávinningunum við að halda próf- kjör. Það má því með nokkrum sanni segja að Samfylkingin sé þegar búin að taka út hluta þess fórnarkostnaðar, sem fylgir því að stokka upp með prófkjöri, sem og hluta af ávinningnum. En baráttan verður áfrarm hörð og hún verður tvíþætt. Annars vegar milli kratanna innbyrðis í Reykjavík og á Reykjanesi og á miíli Alþýðubandalagsmanna í Reykajvík og hins vegar milli flokkanna um hveijir hreppa efri sætin „innan girðinga" og leiða listana. Bæði emstaMingar og ílokk ar Þannig getur prófkjör hjá Sam- fylkingunni gert hvort tveggja í senn boðið upp á átök milli per- sóna og á milli flokka. I kosn- ingabaráttunni, þegar búa þarf til eitt samhent Iið úr þessum stríðandi fylkingum, þarf því að gera hvort tveggja í senn, að sætta persónur við niðurstöðuna og sætta flokkana við hana. Flokkarnir og flokksstofnanirnar hafa, eins og dæmin sanna, ekki síður viðkvæmar og langræækn- ar sálir en einstaklingarnir og engin spurning að óvirk óvildin hefur borist með kvöldsögum og vögguvísum milli kynslóða í A- flokkunum og gæti hæglega sprottið upp ef þannig aðstæður sköpuðust. Kvennalistinn hins vegar er nokkuð sérkennileg stærð í þess- ari samfylkingu. Þátttaka hans styrkir samfylkinguna tvímæla- laust, en óh'ldegt er að hann muni eiga einhverja sjálfstæða tilvist innan samflotsins á sama hátt og A-flokkarnir. Þetta krist- allast kannski i því að Kvenna- listinn í R-kjördæmunum virðist ekki ætla að gera það að skilyrði að Kvennalistinn á Norðurlandi eystra sé með í samflotinu - þar með væri viðurkennt að ekki er lengur um eina landshreyfingu að ræða eins og talað var um fyr- ir nokkrum vikum, heldur mörg kjördæmabundin samtök. FramsóMi En það eru fleiri en Samfylking- in sem standa frammi fyrir vandasömu verki við að búa til samhenta sveit að loknu póli- tísku borgarastríði í lykilkjör- dæmum. Framsóknarmenn eru með þrjú kjördæmi undir í þess- ari viku og um þessa helgi. Norð- urlandskjördæmin bæði og sjálfa Reykjavík. I öllum þessum kjör- dæmum hefur prófkjörsbaráttan verið talsvert hörð og forustu- menn flokksins eru í fremstu víg- línu. Olíkt bæði Alþýðubanda- lagsmönnum og Alþýðuflokks- mönnum Iætur það illa að geðs- lagi framsóknarmannsins að standa í innanflokksátökum. A- flokkamenn hafa tilhneigingu til að velja ágreining sé hann í boði - framsóknarmenn ekki. En þeir láta sig þó hafa það ef svo ber undir. Sérstök ástæða er til að ætla að erfitt muni verða fyrir framsóknarmenn að snúa saman bökum í Reykjavík og á Norður- landi eystra eftir prófkjör. A Norðurlandi vestra er síst að bú- ast við miklum eftirmálum, nema náttúrlega að Páll Péturs- son falli af einhverjum ástæðum úr forustusætinu, sem telja verð- ur afar ótrúlegt. Eftirmálar A Norðurlandi eystra hefur balkanski tindátaleikurinn hins vegar gengið svo langt, að líklegt er að menn verði að leggja tals- vert á sig til að sætta sig við nið- urstöðuna. I Reykjavfk er nánast öruggt að einhveijir eftirmálar verða. Þar eru átökin það hörð og fylkingar svo skýrar og afger- andi, að ótrúlegt er að menn geti einfaldlega látið niður falla eftir að úrslitin liggja fyrir. Auk þess er hefðin sú hjá reykvískum framsóknarmönnum að sækja að sitjandi þingmönnum með til- heyrandi látum eða þá að önnur vandamál koma upp. Þar hefur „óvildin" erfst í margar kynslóðir. Síðast enduðu átökin með því að Asta R. Jóhannesdóttir o.fl. gengu úr flokknum. Þar áður sótti Finnur Ingólfsson að Guð- mundi G. Þórarinssyni, sem sjálfur hafði sótt að þingmannin- um Haraldi Ólafssyni enn fyrr. Nú stillir hópur tengdur borgar- stjórnarflokki framsóknar sér upp á móti þingmannabandalagi flokksins, þannig að mikilvægir forustumenn eru að takast harkalega á - forustumenn sem óhjákvæmilega verða að snúa bökum saman þegar út í kosn- ingabaráttuna kemur. Stóra prófið Það má því segja, að kannski felist stóra stjórnmálamanna- prófið ekki í prófkjörunum eða uppstillingunni sjálfum, heldur í því hversu vel mönnum gengur að sætta sig við niðurstöðuna. Að mönnum takist að hætta í tind- átaleiknum. Sjálfstæismenn á Reykjanesi gengu í gegnum þetta fyrr í vetur og virðast hafa staðist prófið, sem reyndist kannski ekki eins erfitt og það hefði get- að orðið. Og ef veður leyfir munu sjálfstæðismenn á Aust- urlandi standa í stóræðum um helgina og á Suðurlandi fer líka að draga til tíðinda. I Reykjavík hefur þó verið valinn sá kostur að framkvæma hlutina undir ströngu efitliti. Þar verður auð- vitað stillt upp, enda varafor- mannsefnin Björn Bjamason og Geir Haarde báðir þingmenn kjördæmisins. Prófkjör gæti auð- veldlega veikt eða styrkt þá hvorn gagnvarat öðrum þegar kemur að vali á varaformanni. Heldur væri það snautlegt fyrir formann sem hefur bæði töglin og hagldirnar í öllu starfi flokks- ins, ef almennt prófkjör yrði svo til þess að ákvarða í raun um hver yrði varaformaður. Ekki eru horfur á að Vinstri- hreyfingin grænt framboð muni þurfa að gangast undir stórt eða erfitt próf við að sættast á Iið- skipanina hjá sér. Þar munu menn geta undið sér beint í kosningabaráttuna. Áhyggjur llokksjálkaima Hins vegar er ljóst að bæði hjá Framsókn og Samfylkingunni mun talsvert snúin útgáfa af þessu prófi verða lögð fyrir á næstunni. Gangi mönnum vel á prófinu er n'kuleg umbun í boði - það eru nefnilega líkur til að átök- in muni þá stæla flokkana út á við og styrkja í kosningabaráttunni. A miðiísfundum gamalreyndustu flokkshestanna þessa dagana, þar sem menn velta fyrir sér lífí eftir prófkjör, er miklivægasta spurn- ingin því þessi: Standast menn stóra stjórnmálamannaprófíð eða halda þeir áfram í balkanska tind- átaleiknum sínum?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.