Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 16.01.1999, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 rD^tr ÞJÓÐMÁL KRISTIN >0 LDORS- DOTTIR ÞINGKONA SKRIFAR Samtök um kvennalista hafa nú starfað á vettvangi stjórnmál- anna f tæp 16 ár. Öll þessi ár hefur Kvennalistinn boðið fram eigin lista til Alþingis og einnig sums staðar til sveitarstjórna og átt fulltrúa víða þar sem ráðum er ráðið. Engin aðgerð hefur átt meiri þátt í því að efla og styrkja konur til virkrar þátttöku í stjórnmálum og á hinum ýmsu sviðum stjórnsýslunnar. Arangur Kvennalistans hefur þannig haft ómetanleg áhrif á lýðræðislega þróun í íslensku samfélagi. Sér- staða Kvennalistans, óhefðbund- in vinnubrögð og kvennapólitísk hugmyndafræði hafa markað spor til framtíðar í sögu íslenskra stjórnmála. Allir verða að taka afstððu Nokkuð lengi hefur það verið ljóst, að Kvennalistinn byði ekki fram sérlista í næstu alþingis- kosningum. Ágreiningur um leiðir til að tryggja hugmyndum okkar og hugsjónum áfram verð- ugan sess í íslenskum stjórnmál- um hefur sett mark á starf Kvennalistans ekki síður en ann- arra stjórnmálaafla þetta kjör- tímabil. Umrótið innan félags- hyggjuflokkanna lætur engan ósnortinn, sem þeim tengist. All- ir verða að taka afstöðu. Undirrituð hefur ekki tekið þátt í undirbúningi samfylkingar Kvennalista og A-flokka, sem nú „Sérstaða Kvermatistans, óhefðbundin vinnubrögð og kvennapólitísk hugmyndafræði hafa markað spor tii fram- tíðar í sögu íslenskra stjórnmála," segir Kristín m.a. í grein sinni. Myndin er frá fundi hjá Kvennalistanum í Reykjavík. - mynd: teitur er á lokastigi eftir langdregnar hríðir. Eg hef haldið mig til hlés í innra starfi Kvennalistans síðan meiri hluti landsfundar ákvað fyrir rúmu ári að vinna að þeirri tilraun. Mig skortir trú á rétt- mæti þeirrar leiðar, en vildi ekki trufla starf stallsystra minna í þeim ferli. Hins vegar hef ég ekki Iátið það hafa áhrif á störf mín á Alþingi, þar sem ég Iít svo á að kjósendur hafi ráðið mig til fjögurra ára setu á Alþingi til þess að vinna í anda þeirrar hug- myndafræði, sem Kvennalistinn hefur staðið fyrir í öll þessi ár. Vmstrihreyfmgin - grænt framboð Nú er Samfylkingin svonefnda á lokastigi mótunar og ljóst, að hlutikvennalistakvenna tekur þátt í henni. Sú niðurstaða markar ákveðinþáttaskil og því óhjákvæmilegt að leiðir skilja. Engu að síður mun ég gegna starfi mínu sem þingkona Kvennalistans til þingloka í vor og hef ekki í hyggju að segja mig úr þingflokknum fyrr en þá. Hins vegar hafa mál nú skipast þannig, að ég hef ákveðið að taka áfram virkan þátt í stjórn- málum og ganga til liðs við þá stjórnmálahreyfingu, sem verið er að stofna um þessar mundir og gengur undir heitinu „Vinstri- hreyfingin - grænt framboð". Viðbrögð fólks við þeirri ákvörð- un hafa styrkt mig í trú á rétt- mæti hennar. Viðbrögð kvennalistakvenna met ég mikils. Þau hafa yfirleitt verið í anda þeirrar kvenfrelsis- stefnu, sem er rauði þráðurinn í stefnu Kvennalistans. Trúverðugar áherslur Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð“ er enn í mótun, þótt megin- áherslur þess stjórnmálaafls séu þegar ljósar. Markmiðið er að vinna að þjóðfélagi, sem ein- kennist af jafnrétti, jöfnuði, rétt- læti, umhverfisvernd, lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar. Aherslur þessa nýja stjórn- málaafls á sviði umhverfis- og- náttúruverndar eru trúverðugri en yfirborðslegar yfirlýsingar annarra framboðsafla. Það ræð- ur mestu um afstöðu mína vegna þess að umhverfismál og nátt- úruvernd eru þau málefni, sem ég tel mestu varða í nútíð og framtíð. Einnig kvenfrelsi og mannréttindi í víðasta skilningi þess hugtaks. Mér virðist augljóst, að á vett- vangi „Vinstrihreyfingar - græns framboðs" séu mildir möguleikar fyrir bæði konur og karla að hafa áhrif og láta til sín taka £ barátt- unni fyrir betra lífi, frelsi kvenna, jöfnun lífsskilyrða og virðingu fyrir náttúrunni, móður Jörð. Ktmxir o£ viiistrih reymigm Skemmtileg blaðameimska JÓHANNA HARÐARDOTTIR AKUREYRI SKRIFAR Á þrettándanum birtist afar áhugaverð frétt í Degi undir fyr- irsögninni „Ahyggjur af skaðleg- um megrunarefnum". Fréttin fjallar um áhyggjur ým- issa ónafngreindra manna af skaðsemi „græns afbrigðis Her- balife“ sem ekki er leyft á Is- landi. „talið hugsanlegt að rekja megi til“ Ástæða þess að fréttin er skrifuð er að ungur maður sem búið hef- ur í Bandaríkjunum fékk hjarta- stopp á Islandi sem talið er hugsanlegt að rekja megi til neyslu á ákveðinni tegund af Herbalife sem bönnuð er hér, eins og segir í fréttinni. Ekki kemur annað fram í greininni um þetta mál en að í „ákveðnu grænu afbrigði af Herbalife" sé efedrín, örvandi efni sem geti valdið hjartsláttartruflunum sé það notað í miklum mæli. Ekki veit ég hversu áreiðanlegar heimildir blaðamaður hefur, hvort hann er að vitna í einstak- linginn sem málið snýst um, að hann hafi sagst hafa notað grænu töflurnar í of miklum mæli. Ef þetta snérist um mig þá færi ég í meiðyrðamál við blaða- mann fyrir að birta það fyrir al- þjóð að hugsanlega hafi ég notað ofskammta af einhverju sem leyft er í því landi sem ég bý í og starfa. Að kynna sér málið Mér þætti gaman að vita hvort læknar þeir sem vitnað er í hafi kynnt sér rannsóknir á Herbalife sem gerðar hafa verið í Banda- ríkjunum. Með því að senda fyr- irspurn til Herbalife í Los Angel- es geta læknar fengið lækna- pakka sendan sér að kostnaðar- lausu, þar sem þeir fá allar upp- lýsingar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á Herbalife. Hinn ónefndi læknir sem vitnað er til nefnir að með neyslu Her- balife verði samsetning fæðu mjög einhliða og fábreytt. Þetta finnst mér merkilegt því þegar fólk vill grenna sig með hjálp Herbalife skiptir það út morgun- og hádegismat fyrir prótein- drykkinn en borðar venjulega máltíð á kvöldin. Þetta er megin- ástæða þess að megrunin gengur Þetta finnst mér merkilegt því þegar fdlk vill greirna sig með hjálp Herbalife skiptir það út morg- un- og hádegismat fyrir prótemdrykkiim en borðar venjulega máltíð á kvöldin. svo vel sem raun ber vitni, þ.e. að fólk fær í raun að „svindla" á hverjum degi með því að borða það sem því finnst gott. Þegar fólk er að grennast með hjálp Herbalife og drekka prótein- drykkinn tvisvar á dag fær það sem nemur 400 hitaeiningum á dag en næringu sem svarar til 4.000 hitaeininga. Því verður máltíðin sem borðuð er að kvöldi að vera hitaeiningarík til að venja brennsluna í líkamanum við rétt magn hitaeininga. Við- skiptavinum er sérstaklega bent á neyslu hitaeiningaríkrar fæðu með neyslu Herbalife, því ef við venjum Iíkamann á 400 hitaein- ingar á dag er öruggt að við fitn- um aftur þegar þeirri „megrun" lýkur og við tökum aftur til við að borða venjulegan mat. Slíkum megrunaraðferðum mæla sölu- menn Herbalife ekki með. Ef læknar á landinu eru á móti því að fólk fái milda næringu en vilja að við borðum frekar mat sem við í raun vitum ekkert um hversu mikil næring er í, þá er það ofar mínum skilningi. Herbalife er þróað úr 5000 ára reynslu Kínveija af notkun jurta og rannsóknum NASA á bestu mögulegri fæðu fyrir geimfara. Lðglegur iiinlluíningur Eg er ekki sátt við að verið sé að ýja að því að við sem seljum Her- balife stundum ólöglegan inn- flutning á „grænu afbrigði af Herbalife" sem innihaldi stór- hættulegt efedrín. Allt sem ég sel er stimplað af Lyfjaeftirliti ríkis- ins. Islenska lyfjaeftirlitið hefur ekki frekar en lyljaeftirlit í 42 öðrum löndum séð ástæðu til að krefjast merkinga um varúð um óæskileg efni, ofskammta eða að börn, gamalmenni eða ófrískar konur megi ekki nota vöruna. Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum prófar vöruna á 20 mínútna fresti. Sú tegund Herbalife sem flest allir sölumenn Herbalife selja kemur frá Svíþjóð og Bret- landi. Vel má vera að einhverjir smygli „græna afbrigðinu" sem er á markaði í Bandarikjunum til landsins. Mikil vinna hefur farið fram meðal sölumanna Herbalife að fá vöruna leyfða á Islandi. Við sem erum mjög ánægð með vör- una og vinnuna okkar, Ieggjum mikla áherslu á að sölumenn selji engar vörutegundir frá Her- balife sem ekki hafa samþykki lyfjaeftirlitsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.