Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 8
24 - LAVGARDAGUR 23. JANÚAR 1999
rD^tr
Enginn vafi virðist á því að reimt sé í Samkomuhúsinu á Akureyri og kannski er þar mesti draugagangurinn í íslensku leikhúsi. Margar og mergjaðar sögur eru til úr Samkomuhúsinu, þar kveður svo
rammt að draugaganginum að sumir starfsmennirnir geta ekki verið einir þar seint á kvöldin.
LeiMiúsdraugar
Lítill drengur ersendur niður í kjallara í mannlausu húsi en kemur til
baka þvíað stiginn erfulluraffólki. Ljós kvikna, handfóngfara niðurog
hurðir opnast afsjálfu sér. Ókunnugirsjást á sviðinu og látinn maður
kemuríkaff. Búhúúú. Leikhúsdraugarvirðastvera íöllumgömlu leik-
húsunum okkar, sérstaklega þó í Samkomuhúsinu áAkureyri. Margirí
leikhúsinu kunna sögur af draugum og hafa orðið fyrirreynslu sem ekki er
hægtað skýra ogkannski erþað ekkert skrítið hjá stéttsem hefuratvinnu
afþví að húa tilpersónur. Þráinn Karlsson, FreygerðurMagnúsdóttir, Ey-
vindurErlendsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Sveinn Einarsson rifja hér
upp sögur afdraugum úrleikhúsinu.
Þráinn Karls-
son hefur starf-
að áratugum
saman hjá
Leikfélagi Ak-
ureyrar. Fyrir
honum er það
eðlilegasti hlut-
ur í heimi að til
séu leikhús-
draugar og
sagðar af þeim sögur. Hann
bendir á að á kvöldin sé starfs-
fólkið gjarnan að dunda sér
fram eftir, sérstaklega við bún-
inga og á smíðaverkstæðinu, og
þá heyrist kannski brak... sagan
er fljót að verða til. Oftar en
einu sinni hefur fólk orðið að yf-
irgefa húsið að kvöldi til „vegna
einhvers" og ljóst er að einstaka
starfsmaður getur ekki verið
einn í húsinu á kvöldin. Eyvind-
ur Erlendsson leikstjóri er dæmi
um einn slíkan. „Eg fann svo
sem ekki fyrir því að það væru
draugar. Það var bara ónotatil-
finning að vera einn í þessu
húsi,“ segir hann.
Einhver opnaði hurðina
Talað er um að í Samkomuhús-
inu, sem er byggt 1907, séu
stundum fleiri á sviðinu en leik-
ararnir. „Þegar við sýndum Hús
Bernörðu Alba haustið 1989
þar sem aðeins leika konur var
áhorfandi sem hafði yfirskilvit-
lega náttúru. I framkallinu kom
maður og hneigði sig, sem hún
kannaðist ekki við að hefði verið
í sýningunni. Pétur Jónasson
gítarleikari spilaði í þessari sýn-
ingu. Hún fullyrti að það hefði
ekki verið hann heldur hefði
komið þarna eldri maður, staðið
úti á enda og hneigt sig mjög
fagmannlega. Þetta þótti mjög
einkennilegt og var mikið rætt,“
segir Þráinn.
Þráinn vann á smíðaverkstæð-
inu í gamla daga ásamt því að
leika og upplifði það þá oftar en
einu sinni að handfangið fór
niður eins og einhver væri að
koma að innan á leið út þegar
hann var búinn að opna úti-
hurðina og ætlaði að fara að
opna hurðina inn á smíðaverk-
stæðið. Hann segir að sér hafi
fundist þetta mjög einkennilegt
í fyrsta skipti en þegar sagan
endurtók sig nokkrum sinnum
þennan sama vetur þá stóð hon-
um á sama. Eitt sinn setti þó
smávegis beyg að honum.
Koinið til að kveðja
„Það var hér fullorðinn maður,
ágætur og góður vinur okkar,
sem hafði leikið töluvert hjá
Leikfélagi Akureyrar, hvers
manns hugljúfi og vel látinn af
öllum, jafnt samstarfsfólki sínu
sem bæjarbúum. Eg hafði ætlað
að vinna til klukkan tíu um
kvöldið einn á sviðinu við smíð-
ar en rnig langaðijáþ^ð klára og
hringdi heim til að segja kon-
unni minni að ég kæmi ekki
klukkan tíu. Það gæti dregist
fram eftir kvöldi að ég kæmi
heim. Þegar ég var búinn að
hringja og var að fara inn á svið-
ið var bankað þijú högg á hurð-
ina sem ég ætlaði að fara að
opna en þá opnaðist hún sjálf að
þremur Ijórðu. Eg tek það fram
að vökvapumpa var á hurðinni.
Þá setti að mér svolítinn beyg og
ég hugsaði með mér, kannski er
þetta vísbending um að ég eigi
að hætta í kvöld. Eg slökkti Ijós-
in og fór heim. Þegar ég mætti í
vinnuna klukkan átta morgun-
inn eftir, stoppar bíll, maður
kemur út úr bílnum og segir:
„Ertu búinn að frétta af andlát-
inu?“ Þá þurfti ég ekki frekar
vitnanna \ið. Eg var sannfærður
um að þessi fullorðni maður
hefði komið og gert vart við sig -
verið að kveðja. Þetta var mjög
fallegt. Hann hafði leikið hjá
okkur síðasta hlutverk sitt í
Jómfrú Ragnheiði og sagði eitt
orð í sýningunni: ,Amen.““
Fullt af fólM í stiganiun
Aðra sögu kann Þráinn, sem
fræg er úr Samkomuhúsinu og
margir segja:
„Einu sinni vorum við hér að
smíða, ég og Guðmundur
Magnússon, formaður og gjald-
keri Leikfélags Akureyrar um
árabil. Hann var með lítinn son
sinn, sem var innan við tíu ára
aldur. Pabbi hans ætlaði að
senda hann niður í kjallara að
ná f eitthvert áhald. Drengurinn
kom eftir stutta stund og sagðist
ekki komast niður því að það
væri fullt af fólki í stiganum.
Það voru náttúrulega engir í
húsinu aðrir en við.“
Draugarnir í Samkomuhúsinu
hafa alltaf verið góðir og jákvæð-
ir, aldrei neikvæðir eða slæmir.
Þráinn nefnir sem dæmi að þeg-
ar húsvarðarhjón bjuggu í hús-
inu hafi þau orðið vör við draug-
ana og þeir hafi haldið verndar-
hendi sinni yfir húsinu og þeim
sem í því voru. Þráinn segir að
eitt sinn hafi maður komið til
konunnar í húsvarðaríbúðinni
Guörún Helga
Sigupðardóttír
skrifar