Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 17
LAVGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 33 Xfc^ttr LÍFIÐ í LANDINU Fyrir neðan Bakkann á Húsavík er sérstakt sam- félag trillukarla og annara sjósóknara. Helgi Héðins- son hefurstundað útgerð í meira en hálföld og hér segirhann frá selveiði, grásleppu, átu í Skjálf- anda og bévítans kvótan- um „Kvótinn hefur haft mikil áhrif á sjósókn hér á Húsavík og þessir miklu peningar sem eru í spilinu hafa ruglað menn í ríminu. Hafa spillt öllu verðmætamati. Sjálfur er ég alinn upp í þeirri trú að ég geti unnið mig upp eftir því sem ég afla og starfa og að verðmæt- ið liggi þá í peningum, bátum eða öðru handföstu en ekki óveiddum fiski í sjó,“ segir Helgi Héðinsson trillukarl á Húsavík, sem er ókrýndur konungur þeirrar sérstæðu veraldar sem gamlir sjósóknarar eiga með sér á Húsavík þar sem heitir Fyrir neðan Bakkann. I skúrnum hjá Helga safnast saman daglega helstu spekingar bæjarins og ræða þar um kaupin einsog þau gerast á eyrinni á hverjum tíma. Og tala enga tæpitungu eða rósamál. „Bjarki er mikil happafleyta“ Helgi Héðinsson er fæddur á Húsavík á gamlársdag 1928 og því nýorðinn sjötugur, en afmæl- ið hélt hann einmitt uppá með veglegum hætti á síðasta degi nýliðins árs. Barnungur byrjaði Helgi til sjós með föður sínum, Héðni Maríussyni, en saman fóru þeir út í útgerð árið 1956. Það ár keyptu þeir bátinn Helgu, sem þeir gerðu út í nokk- ur ár. Var róið frá Sandgerði á vetrarvertíðum, en frá Húsavik á sumrin. „Það var 1962 sem við pabbi keyptum 5 tonna bát sem nefndur var Sæfari ÞH. Þetta er sami báturinn sem ég á enn í dag. Pabbi var með mér í út- gerðinni lengi vel alveg fram undir 1980. Þá þurfti ég að breyta nafni bátsins þar sem pabbi átti réttinn á því. Ég fór til fulltrúa sýslumanns og sagði að nú ætlaði ég að breyta nafninu og þar sem sonur minn, Bjarki, hefði stundum verið með mér á væri best að báturinn yrði nefndur eftir honum. Þar við sat og enn í dag geri ég út Bjarka, þann góða bát, sem alla tíð hef- ur reynst mér mikil happa- fleyta," sagði Helgi í upphafi samtals okkar á dögunum. „Þá umtumaðist allt í Flóanmn“ Helgi minnist þess hve vel aflað- ist á línu og handfæri í Skjálf- andaflóa á lyrstu árum sjöunda áratugarins og það hefði í raun alveg haldist framundir 1990. „Þá fór þetta alveg snarminnk- andi og niður í þetta 5 til 10 fiska á bjóðið sem er náttúrlega ekkert. Þetta held ég að hafi ekki komið til vegna ofveiði heldur vegna breyttra haf- Helgi um bord í bát sínum, Bjarka ÞH 271, sem hann hefur gert út í tæpa fjóra áratugi. „Ég fór til fulltrúa sýslumanns og sagði að nú ætlaði ég að breyta nafninu. Þar sem sonur minn, Bjarki, hefði stundum verið með mér á væri best að báturinn yrði nefndur eftir honum.“ myndir: sbs. Selkjöt mörgum drjúgt til matar „Það er hið mesta nauðsynjaverk að veiða blöðruselinn, hann er gjarn á að fara í fiskinet sem liggja úti og fara í lifur fisksins °g sjúga hana út. Selurinn hreyfir fiskinn ekki að öðru leyti en eyðileggur hann alveg fyrir því. Núna sýnist mér að selur sé að aukast aftur, en oft hef ég verið að veiða talsvert af honum. Arið 1995 náði ég til dæmis ein- um sex stykkjum sem voru oftast í kringum 400 kíló. Það er alveg hægt að nýta selinn í refafóður og það hef ég talsvert gert af. Spildð er sfðan gott að nota sem beitu, sé maður í hákarlaveiði." Helgi segir að selkjötið hafi forðum daga orðið mörgum dijúgt til matar. „Föðurbróðir minn, Þorgrímur Maríusson, sagði mér þá sögu fyrir Ianga löngu síðan að einhveiju sinni vel fyrir síðustu aldamót hefðu menn róið til fiskjar í Flatey á Skjálfanda og það fyrsta sem kom á færi þeirra var stór blöðruselur. Þá var hungrið í eynni orðið slíkt að menn réru strax í land, þar sem seinum var skipt upp á milli heimila svo all- ir fengju sitt. Mun það oft hafa verið svo í eynni að þar hafði fólk ekki mikið til matar, einsog þessi saga segir.“ „ Aflar matar á sinn disk“ Alls er það um 20 manna hópur sem tilheyrir þvf sérstæða samfé- lagi sem á sér samastað í skúr Helga Héðinssonar. Umræðuefn- ið er einna helst útgerð og afla- brögð „Stundum tölum við líka um pólítík og kveðskap, en það var reyndar sérstaldega gert með- an eins félaga okkar, Jónasar Eg- ilssonar, sem lést síðastliðið vor, naut við,“ segir Helgi Bjarnason, sem var meðal þeirra góðu manna sem heiðruðu Helga Héðinsson á gamlárdag og ekki gátu menn lýst afmælisbarni dagsins betur en í þeim tveimur ferskeytlum sem héðan að neðan og eru eftir Osk Þorkelsdóttur: Aflar matar á sinn disk, enn þaðforna leyfist, strauma og átuleysis. Af þeim sökum umturnaðist allt hér í Flóanum og þorsk var ekki ann- arsstaðar að hafa en hér uppi í þara, beint hér norður af Höfð- anum,“ segir Helgi. Þetta segir hann að hafi þó lagast í seinni tíð og aflabrögð segir hann að hafi glæðst. Én það segi ekki nema hálfa söguna; í dag hafi hann ekki nema fjögur og hálft tonn í þorskkvóta, fimm tonn af ýsu, 70 kíló í ufsa og örfá kíló í steinbít. Veiðiheimildirnar séu sem sagt ekki meiri eftir sjósókn í meira en hálfa öld. Segir Helgi að margt hafi óréttlætið verið við úthlutun kvóta á síðustu árum og margur hafi getað makað þar krókinn, jafnvel í tvö- faldri merkingu þess orðatiltæk- is. „Grásleppuveiðin, sem er utan kvóta, hefur alltaf verið mikil búbót, í bestu árum hefur mað- ur verið að fá þetta 5 til 6 tonn af hrognum. En stundum hefur þetta Iíka dottið niður úr öllu valdi og fyrir fjórum árum voru þetta ekki nema um 1.200 kg. á einni vertíðinni. Síðan gefur rauðmaginn líka alltaf sitt. Sú vertíð fer af stað uppúr miðjum febrúar og stendur eitthvað fram á vorið. Já, rauðmaginn gefur alltaf talsvert af sér og í mörg ár seldi ég hann suður til Beykja- víkur í Fiskbúð Hafliða þar sem hann seldist drjúgt. Og það hef- ur svo sem engin neyð verið að hafa i sig með þeim veiðiheim- ildum sem ég hef í dag þegar ég hef grásleppuna líka.“ Blöðruseluriim út við Flatey Veiðimaður af Guðs náð er sú umsögn sem góðvinur Helga Héðinssonar, nafni hans Bjarna- son gefur honum. „Hann er margan matarbitann búinn að afla fyrir sjálfan sig og aðra; með önglum, færum, netum eða byssunni sinni,“ segir Helgi um þennan félaga sinn og sjálfum finnst þeim félögum ekkert skemmtilegra en fara í Ijöru- snatt sem þeir kalla svo. „Það sem við köllum Qörusn- att er að sigla hér eitthvað út með Ilúsavíkurljörum eða allt vestur undir Flatey þar sem sel- ur heldur sig mikið. Einkum er það blöðruselurinn sem þar heldur sig og er þá niður á 118 ArniSvemsson, útibústjóri Landsbanka íZZ u '1'hdnS Hédins$on og faðma ~ ' - dýpi. En virkilega þolinmæði þarf til þess að veiða selinn, því hann er yfirleitt í kafi í þetta 8 til 12 mínútur og er ekki allur þar sem hann er séður,“ segir Helgi Héðinsson og hann held- ur áfram í frásögn sinni um sel- inn: veiðir sel og veiðir fisk, veiðir allt sein hreyfist. I skúrinnfræga sérhver sál, siturfundi lengi. Einskis virði er það mál, sem enga dóma fengi. -SBS. "'■rrf~T-?airi'ni'nirrritr~:i Tiiiri iitriBiT' T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.