Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 19

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 19
T Tk^ur LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1999 - 3fT Markaðsfólkið. ÍMARK - Félag íslensks markaðsfólks veitti í síðustu viku markaðs- verðlaun sín. Á þessari mynd sjást forseti ís- iands, sem veitti verðlaunin, og Finnur Árna- son, sem kom fram fyrir hönd félags, en þeir þrír einstaklingar sem eru á myndinni frá vinstri talið tóku við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækja sinna. Hver eru þau? Litla-Hraun. Með reglulegu millibili fer af stað umræða um aðbúnað fanga í fangels- inu á Litla-Hrauni. Það var tekið upphaflega í notkun í kringum 1930, en í hvaða tilgangi var elsti hluti þess upphafiega byggður á þriðja áratug þessarar aldar? Hannes. Prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson er bæði í gamni og alvöru sagður einn kjöftugasti maður landsins og verður víst sjaldan orðs vant. Enda er slíkt ekki vani manna sem eru af Guðlaugsstaða- ætt, einsog Hannes. Fræg er vísan þar sem kveðið er um Guðlaugsstaðakynið, hvernig hljóðar vísa þessi og eftir hvern er hún? Eftir snjófíóðid. Ábúendur á bæ einum í Þingeyjarsýslu urðu fyrir búsifjum um sl. helgi af völdum snjóflóðs sem féll á bæ þeirra, auk þess sem það hreifmeð sér hey- vinnuvélar og girðingar. Hvað heitir bær þessi og hvar í sýslunni er hann? Landlæknirinn. Ólafur Ólafsson, sem gegndi starfi landlæknis fram til mánaða- mótanna nóvember og desember sl„ gegnir um þessar mundir starfi héraðlæknis úti á landi. Hvar er það? 1. Spurt er um fjall á Norð- urlandi vestra. Það gnæfir hátt yfir öll önnur fjöll og er talið sjást úr 10 sýslum landsins. Að sama skapi er útsýn af fjallinu, sem kennt er við prestsetur og kirkjustað, mikið og gott. Hvert er fjallið? 2. Hvar á landinu eru Gásar? 3. I vinstri sveiflunni í kosn- ingunum 1978 náðu þrír fulltrúar Alþýðubanda- lagsins kjöri til Alþingis. Arangurinn varð hinsvegar ekki jafn góður i desemberkosningunum árið eftir. En hveijir voru þeir þrír alþýðubandalags- menn sem hér er spurt um? 4. A hvaða tveimur stöðum á landinu er þar sem heitir Spákonufell? 5. Spurt er um eyju sem var í byggð allt til ársins 1950, þegar íbúðarhúsið þar brann. Þau álög voru sögð á eynni að þar þrifust hvorki mýs né hestar og að engin hjón mættu þar lengur búa en í 20 ár. Væri ekki eftir því farið hyrfi húsmóðirin. Hver er eyjan? 6. Haustið 1921 kom til mikillar skálmaldar í Reykjavík. Rússneskum dreng er hér á Iandi var í fóstri hjá Ólafi Friðrikssyni, rit- stjóra Alþýðublaðsins, var vísað úr landi vegna augnsjúkdóms. Þeim úrskurði vildi Ólafur ekki hlýta og komu margir honum til hjálpar, meðal annars í bardaga við lög- reglu. Um síðir var þó drengurinn fluttur af landinu. Hvað hefur þessi skálmöld ver- ið kölluð? 7. Giljaland, Smyrlahóll, Mjóaból, Núpur, Leikskálar, Hamar, Jöfri og Saurstaðir. Hvar á landinu eru þessir bæir? 8. Milli hvaða tveggja jökla er Flosaskarð? 9. Hver er elsti starfandi barnaskóli lands- ins? 10. Hvar á landinu er Refasveit? LAND06 ÞJÖD Sigupöun Bogi Sævapsson skrifar Svör: 'pupj;sBSmfs e mSSi] uiQiaj JeSacj um putij mcj ja 8o ssonpupfg uepjou juimB-sjs ja poAsnpy 'oi 'ixáastpjotg e umuejo>jsBUJBq jnpBuiauiBS uinjossiui umjsjqou jijáj jiia ua ‘Zí8l Jnpeujojs jba uuejq -B>jqBqjejÁg B J3 suispuej IJOIJSBUJBq ipUBJJBJS IJSjg '6 •sjnqpf -8ubg 8o sjmjofsqjjig ijjiui ja pjeqsBSOjg '8 •uinjpQ i jepBtjnepj i nja Jiæq Jissacj jijjy •/, QIQIJJS ejiAjq 9 • ipjtje8B5j8 b áauijej\[ ja ejjaq •£ •pupjjseSeqq piA jæq jb -SaAsuiq 8o bjjsqa uinpuojjq e pjpfjsuijiS -uiojc; piA jjajnuoqedq ja je8aASJiiuuy -p •uossuuojjng jnjiajjofjq 8o uefjag iSjajq ‘uossdaspf qiApng njOA ejjacj •£ •uin -jsnj uinupjSjjiiA b jBpejsdnBq bujoj suiq uedpjs bjjb jjÁíjsnfuaA9 pfs uua JBtj pui 8o uÁasBQ b ma jejtajujoj nijqjaj/y -00H jij uiejj BQa ‘giaqs epjB c; jæu uin ipuej -jnpjojq njjo b mpejsjBunjsjaA 80 ujoq -e8ui[8isjepE tipua ‘uinSos uinujoj jn pJojj -ejÁg piA jnpejs jnjseuunq ja 80 jba uui -jngejíj 'pjpfjefÁg qia bsojbSjpjj piA jjaA -ueuuns jnpejsjeunjsjaA ujoj nja jeseQ 'z ■jnqnfuqsjjajijæj^ •[ '19JUsJl?IO J -nnqæj jipunui jBssaij urn ja uossjbjq JnjejQ * •ipjeqs -sujeABSofg 1 ja 80 pijqpjjig Jijtaq uuuæg * •jBpejjoqg 1 lUJoqsuje/Y b epupq pjnqsojq jijja ja uesiy\ ^qpBjssSnejpnQ ptA ja juuaq uias/'uÁqBjjefq eSæjj Bjjacj/ ipeA -epunq b jejsp/‘uÁpepJO ipueAgpjso gap\[“ * •isjaSuej pe jjaS 80 luuiujpfjsspju je luieujeuSia Qpjaj uepis jba ua ‘igBjaq 1 sqjpj ajejoqsuies 11 -jáj 80 eSuipuajuung snqejqnfs uias j88Áq lunBjjj-ejjig e pisjaSuej jba eSajjeqddjg 4 'JM IeX 80 piSejajsdjBAjn eqsuajsj ‘jeujiuejsjaA jj-qi Ja gecj ‘uejjaAnjp/\ nja uiqæjjixÁg * Fluguveiðar að vetri (101) Besta ráðið „Um hnútana gildir sama megin- regla og um flugurnar í því tilliti, að æskilegt er fyrir byrjandann að tileinka sér tiltölulega fáa hnúta í upphafi, en góða.“ Það er eitthvað við fluguveiði- menn. Betra en við aðra menn. Blessuð gjafmildin. Það er einkenni á góðum flugu- veiðimönnum að þeir eru alltaf að gefa. Til dæmis heilræði. Eins og þetta hér að ofan. Hafa hnútana eins og flugurnar, fáa en góða. Það var Stefán Jónsson sá þjóðkunni altmuligman sem skráði í Roðskinnu. Eina af þessum fáu bókum um stangveið- ar á Islandi sem maður tekur aftur og aft- ur til handargagns. Sérstaklega á dimm- um vetrum þegar úti nauðar vindur og útvarpið skýrir frá hinum og þessum skakkaföllum af völdum krappra lægða. Vinkona mín sagði mér um daginn að hún væri „búin að missa manninn sinn í fluguveiðina“. Fjallháir staflar af bókum á náttborðinu, Ies sig í svefn með þessa andans gift, stundar Þingvallavatn eins og óður þegar ísa leysir, situr löngum á eintali með öldungum. Sýgur í sig þekk- ingu og reynslu. Eg hitti gamlan blúsara um daginn. „Ekki séð þig lengi á sviðinu Dóri, hvað ertu að bedrífa?" Hann sagðist vinna við stórfyrirtæki í einhverjum bransa sem ég man ekki lengur hver er, til að vinna upp í gamlar spilamennskuskuldir; „en aðallega er ég nú í flugu- veiðunum" sagði hann og horfði þýðingarmiklu augnaráði á mig. Þetta var á Þorláksmessu. Að vetri. Við hittumst nokkur í hádegisverði um daginn og töluðum samfellt í tvo tíma um stangir og fyrir- hugaðar veiðiferðir. Fluguveiðin gefur svo mikið af sér. Þess vegna verða fluguveiðimenn svo gjafmildir. Miklar umræður FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar arferð um svipað leyti. Hann bauð mér inn til að kíkja á dótið sem hann fékk um jólin. Dýrlegt hnýtingarefni sem á eftir að slá í gegn á komandi tíð. Við vorum eins og litlir strákar með nýjasta tölvuleikinn. Með hækkandi sól Það kemur einhver vonargleði og spenna í hug þegar sólin hækkar á lofti, veiðifélögin úthluta dög- um og allir spá og spjalla. Og ég segi það enn: fluguveiðimenn eru gjafmildir. Heilræðin sem fara á jnilli, kynningar á hnýtingarefnum, „hefurðu prófað?“ spurningarnar sem koma með fræknum sögum af flugum eða stöðum, ábendingar sem látnar eru hæfilega drýg- indalegar í té, en af mikilli virðingu við hinn mikla eilífa veiðianda. Og menn fá margfalt á móti það sem þeir gefa, því viðfangsefnið er óendanlegt. Það sem maður veit einn er einskis virði, því ef all- ir hugsuðu svo væri þekking bundin við það fáa sem maður hefur sjálfur lifað. Fluguveiðimenn eru sagnamenn. Lifa eins og Jóhannes skírari kenndi: ef þú átt tvo kufla gefðu annan. Ef þú átt eitt ráð, gefðu það öllum. StefáH Jónsson Vatnadísirnar voru svo dásamlegar að leiða mig á fund höfuðgúrúa í fluguveið- um þegar ég var að byija. Það var Kolbeinn sem skráði mig á fyrsta kast- námskeiðið og kenndi mér að hnýta. Hér er mitt ráð til þeirra sem vilja auðga sig með dá- semdum fluguveiðanna. Lærið að kasta. Núna. Sjálfur er ég lélegur kastari. Hef þó fengið góða leiðsögn. En mjög margir veiðimenn geta stórþætt árangur sinn og gleði með því að fá Ieið- sögn til viðbótar þeirri sem þeir hafa áður feng- ið. Nú er rétti tíminn: farið í framhaldsnám hjá góðum mönnum. Janúar er tíminn til að spá í spilin, opna gamlar bækur, hnýta nýjar flugur, velta fyrrir sér veiðitúrum sumarsins og láta sig dreyma. Eg tek eftir því að á förn- um vegi dvelst manni Iengur þegar maður hittir fluguveiðimenn. Gamall félagi kom í stutta heimsókn frá Lundúnum í kring- um áramótin, við sátum í eina og hálfa klukkustund á kaffihúsi og töluðum um fluguveiðar, og höfðum þó skeggrætt sama málefni í síma heila ldukkustund áður en við afréðum að hittast. Jú, eitt- hvað spjölluðum við um Netið líka. Hitti sama dag mann sem kom blað- skellandi með flugnabox á sér. Þetta var 4. Janúar. „Sjáðu þessar!“ Hann gat ekld beðið með að opna boxið sem hann gekk með á sér til að deila gleði sinni með okk- ur hinum. „Marðarhár!" Hann var að hnýta flugur úr marðarhári. „Þau eru hol að innan, mörðurinn syndir í vatni, hárin Iiðast svo vel“ - þannig hljómar stutt end- ursögn af mjög ítarlegri útlistun. „Eg lærði að hnýta fyrir fimm vikum! Er bú- inn að hnýta 136 flugur!" Svo sýndi hann prýðilega hnýttar laxaflugur (sem hann hafði skáldað sjálfur) og fór fögrum orð- um um kosti marðarhára. Ef eitthvað get- ur fengið Bubba Morthens til að tala um annað en sjálfan sig, rokk og ról eða box, þá eru það fluguveiðar og hnýtingar! Annað komst ekki að í þrjú kortér. Eg benti honum á finnskan ref. Kolbeinn kom úr þriggja vikna Svíþjóð- Besta ráðið Oft sætti ég Iagi á út- varpsárum mínum að sitja fyrir Stefáni Jónssyni, gamla fréttamanninum, til að fá að spyija hann spjörum úr ef hann átti leið hjá. Hann gaf mér besta ráð sem ég hef fengið um fluguveiðar. Það var um þetta leyti árs. Hann leit inn í útvarpið. Eg trúði honum fyrir því að ég væri alveg að verða fær um að kasta. Horfði fram á bjarta daga með vori. Ætti stöng. Flugur. Og svo gekk ég á hann með eitt og annað sem byijanda var hulið, rakti dæmi frá óförum síðasta sumars, og leitaði skýringa og leiðbein- inga. Ur öllu leysti hann greiðlega, en ekki var ég frá því að stundum örlaði örlítið á glotti. Þegar auðsætt var að spjallinu yrði að Ijúka varð hann aðeins alvarlegri en þegar hann var að segja mér til hvernig ætti að bregða við fiski. Horfði á mig og sagði meitlaða setningu sem ég get því miður ekki haft eftir orðrétta. En efnið var þetta: „Ef þú ætlar að gerast fluguveiði- maður, nafni, skaltu gera það af heilum hug og helga þig listinnni gjörsamlega, að öllu leyti, þvf það er eina leiðin til að njóta hennar til fuilnustu og ná tökum á, svo verða megi til sem fullkomnastrar ánægju." Betra ráð hef ég ekki fengið um flugu- veiðar. Stefán Jónsson..

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.