Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 23.01.1999, Blaðsíða 4
20 — LAUGARDAGUll 2 3. ) ANÚ AR 1999 DS“r PETUR GAUTUR eftir Henrik Ihsen Sýningar: lau. 23. jan. kl. 20 - örfá sæti laus fös. 29. jan. kl. 20 lau. 30. jan. kl. 20 Glefsur úr leikdómum: „Hið vandasama aðal- hlutverk leikur Jakob Þór og ferst það vel úr hendi. Framsögn hans er til fyrir- myndar og leikurinn af- burðagóður." „Leikur, búningar, tónlist, leikmynd og lýsing mynda mjög sannfærandi heild þar sem textinn er gerður að lifandi afli sem hrífur áhorfandann með * // ser. Sveinn Haraldsson MBL „Uppsetning Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut hlýtur að teljast leiklist- arunnendum á Akureyri og í nærsveitum kær- komið tækifæri til þess að njóta einnar af perlum leikbókmenntanna. Þeir ættu ekki að láta það fram hjá sér fara." Haukur Ágústsson Degi „Sveinn Einarsson leik- stjóri hefur skilað hreint frábæru verki. Svona á leikhús að vera og það er einfaldlega fullkomin synd að láta þessa sýn- ingu fram hjá sér fara." Þórgnýr Dýrfjörð RÚVAK „Leiftrandi skemmtileg sýning þar sem ævintýrið er höndlað í eftirminni- legum atriðum. Ógleym- anlegt." Auður Eydal DV TEATER GD DANS I NORDEN LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÍMI 462 -1400 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Elías Snæland Jonsson ritstjóri r bóka i HILLAN Döpur saga Olga og Hans Rottberger með dóttur sína Önnu; þeim var vísað úr landi ásamt tveimur ungbörnum. Hver var afstaða íslenskra stjórn- valda til gyðinga sem flúðu und- an ógnarstjórn nasista á milli heimsstyrjaldanna? Var þeim kerfisbundið neitað um landvist- arleyfi á Islandi vegna þess að ís- lenskir ráðherrar vildu haida kynstofninum „hreinum"? Þessar spurningar hafa vaknað á ný vegna upplýsinga úr dönskum skjölum. Umræður um afstöðu ís- lenskra stjórnvalda til gyðinga sem flúðu nasismann eru hins vegar ekki nýjar af nálinni. Síð- ustu áratugina hafa komið út nokkrar bækur þar sem fjailað hefur verið um þessa atburði. Helstu staðreyndir eru því að miklu leyti aðgengilegar. Brugðust Þór Whitehead, sagnfræðingur, hefur vikið að þessu máli í að minnsta kosti tveimur bóka sinna, auk þess sem hann skrif- aði um þau blaðagreinar fyrr á árum. Þessar bækur eru „Ófriður í aðsigi" (1980) og „Stríð fyrir ströndum" (1985). í fyrri bókinni segir: „Mjög skipti í tvö horn um af- stöðu íslenskra stjórnvalda tii Þjóðveija, sem hingað viidu flytja. Innfiutningur þýskra Gyðinga var takmarkaður, en ekki er vitað til, að Þjóðvetjar af „germönsku kyni“ hafi verið neitað um iand- vist. Ríkisstjórnin markaði ákveðna stefnu í þessu máli vet- urinn 1938, en þá höfðu þýskir nasistar hrakið fjölda Gyðinga úr landi, og margir fleiri biðu þess að hverfa á braut.“ (Bls. 85). Stefnumótun ríkisstjórnarinn- ar kom til vegna beiðni um að þýskum gyðingahjónum yrði veitt dvalarleyfi á Islandi til eins árs: „Ríkisstjórnin gaf hjónunum algert afsvar, þar eð hún væri „principielt mótfallin (að) veita þýskum Gyðingum dvalarleyfi (á) Islandi." Einnig var félagi einu í Reykjavfk synjað um leyfi til að taka í fóstur 8-10 Gyðingabörn. Hermann Jónasson forsætisráð- herra sagði, að þetta væri varúð- arráðstöfun gegn flóttamanna- straumi," segir Þór (bls. 86). Nokkru seinna reyndu „ein- hveijir af ráðamönnum Iandsins" að „reisa öruggari skorður gegn innflutningi Gyðinga. Vorið 1939 var ríkisstjórnin farin að ræða um að setja lög í þessum tilgangi, að því er breskur sendi- maður, Berkeley E.F. Gage, hafði eftir Hermanni Jónassyni forsæt- isráðherra. Skildist sendimann- inum að lögin væru hugsuð til verndar hinu „hreina kyni“ ís- lendinga.“ (Bls. 86). Þór vekur athygli á því að „flestar Norðurálfuþjóðir brugð- ust gyðingum í helför þeirra eins og menn viðurkenna nú og harma.“ Himdruðum neitað í seinni bókinni segir að þrátt fyrir framangreinda stefnumótun ríkisstjórnar Hermanns Jónas- sonar hafi „nærri einum tugi Gyðinga" tekist „að sleppa inn í landið á árunum 1939-1940. Skjöl, sem nú liggja fyrir, stað- festa fyrri frásögn okkar um af- stöðu stjórnvalda í þessu efni: Hundruðum Gyðinga frá Þýska- landi, Austurriki og Tékkóslóvak- íu var neitað um Iandvist hér á fjórða áratuginum.“ (Bls. 59). Hvernig komst þessi tæpi tug- ur inn í landið? Tvennt réði þar úrslitum; „að málsmetandi ís- lendingar greiddu götu þeirra eða fyrirtæki réðu þá til starfs, sem helst kröfðust fágætrar iðn- menntunar. Máttur kunnings- skaparins hefur löngum verið mikill á íslandi. Hér skildi hann bókstaflega milli feigs og ófeigs." (Bls. 59). Sum dagblöð ráku harðan áróður gegn gyðingum: „Vísir mótmælti ákaft flutningi Gyð- inga til landsins, óttaðist, að þeir spilltu siðum og kynstofni ís- Iendinga og ykju á atvinnuleysi. Kröfðust Vísismenn þess „að dreggjum útlends Iandshorna- lýðs“ yrði „ekki“ veitt hér land- vist. Morgunblaðið notaði orðið „Gyðingur“ sem skammarheiti á fyrri árum ... Þeir, sem hingað flýðu undan ofsóknunum, voru þess vegna engir aufúsugestir í augum Morgunblaðsmanna. Það bar ískyggilegan keim af mál- flutningi ofsækjendanna, þegar Morgunblaðið sagði 1938, að borgarar landsins yrðu að taka lögin í eigin hendur, gerðu stjórnvöld ekki skyldu sína og hindruðu, að íslandi yrði að „gróðrarstíu íyrir flakkandi er- lendan IandshornaIýð“.“ (Bls. 59-60). Auk þessara tveggja sagnfræði- rita er rétt að vekja athygli á skrifum Einars Heimissonar, einkum bók hans „Götuvísa gyð- ingsins“ sem er byggð á átakan- legum atburðum frá þessum tíma. Af fomöfnum og forhúðarMárum DAVÍÐ. Ef ís- JÓHANIMESAR- Iendingur heyrir nafnið Davíð, þá veit hann um- svifalaust við hvern er átt. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sem er allt að því með einkarétt á nafn- inu Davíð í huga þjóðarinnar. Það er nánast sama hvar nafnið Dav- íð heyrist nefnt, alltaf er átt við Oddsson, nema þá helst í kirkj- um landsins þar sem hugsanlega er verið að ræða um Davíð kon- ung, þann sem var meiri fjöldamorðingi en Sál konungur ef marka má Biblíuna og orti sálma eins og nafni hans Odds- son. Fyrr á öldinni var hinsvegar nokkuð öruggt að ef nafnið Dav- íð bar á góma, þá var landslýður að spjalla um Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, sem þá var helsti handhafi einkaréttar á þessu nafni. Þessi pistill fjallar reyndar ekki um Da\’íð Oddsson, eins og svo ógurlega mörg tilskrif á nærliðn- um árum, heldur um fornöfn og aukanafnakenninguna sem ég aðhyllist. Skoðum þetta nánar. Jóhannan og IUuginn Islendingar eru fornafnaþjóð öf- ugt við flestar. Við tölum um fólk undir fornöfnum þeirra en ekki eftirnöfnun. Davíð er ekki herra Oddsson í umræðunni hjá okkur, þó hann sé það í umfjöllun er- lendra fjölmiðla. Og kannski komumst við upp með þetta af því að við erum svo fá. Ef Banda- ríkjamaður fer að ræða um kosti og galla Bill kallsins, þá hvá menn og spyrja hvaða Bill? Og þarf þá að útskýra að átt er við Clinton, þann stjórnlausa for- húðarklár, sem vegna skorts á pólitísku nefi er ekki nógu for- húðar klár og því fór sem fór. Og Bretar ræða ekki sín á milli um John og Tony, sem enginn þekkir haus né sporð á, heldur um Major og Blair. Það eru nefnilega svo óskap- lega margir Billar í Ameríku og Johnar í Bretlandi að enginn veit við hvaða Bill eða John er átt þá um er rætt. A íslandi er auðvitað slatti að Davíðum, en á hverjum tíma stendur einn Davíð upp úr. Og þetta á við fleiri fornöfn. Jó- hönnu til dæmis. Jóhanna Sig- urðardóttir er Jóhannan í hugum okkar, miklu fremur en til dæmis Jóhanna Kristjónsdóttir. Og fyrst við erum komnir í þann ranninn, þá er aðeins til einn Illugi í hug- um íslendinga og allir vita við hvern er átt þá nefndur er Illug- inn. Fleiri hafa slegið einkaeign sinn á nöfn að undanförnu. Það er til dæmis óhætt að ræða um Finn, allir vita að þar er ekki átt við Finn og fuglana heldur Ing- ólfsson iðnaðar. Og náttúrlega Ossur, laxasex-terapista og sfðast en ekki síst Björk blessaða. I sög- unni eigum við svo marga einka- réttarhafa á fornöfnun, svo sem Grettir, Skarphéðinn (þar er ekki átt við föður Ossurar) og Snorra (ekki andskotann hommanna í Betel). Aukana£nakeimingin Ef við íslendingar reiknum með að afkvæmi okkar eigi eftir að skera sig úr og skapa sér nafn á einhverju sviði þegar fram líða tímar, þá eigum við annað tveggja, að skíra þau sérstæðum og eftir- minnilegum nöfnum eða skíra þau tveim nöfnun. Tvö nöfn eru oftar en ekki forsenda þess að pöpullin átti sig á því um hvaða frægðarmenni er verið að tala hverju sinni. Þegar nafnið Stein- grímur er nefnt, þá reikna sumir með að átt sé við Hermannsson, aðrir Sigfússon. Sigfússon er hinsvegar svo heppinn að vera einnig Joð, hann býr að auka- nafninu Jóhann. Þriðji Stein- grímurinn gengur enn lengra og er St. Th. og því þrítryggður í auðkenningarskyni. Enginn veit hver Páll er, en all- ir þekkja Pál Óskar. Enginn veit um hvaða Jón er verið að ræða í það og það skiptið, en allir kenna Jón Baldvin, Jón Pál, Jón Óskar, Jón Viðar og Jón Gnarr. „Hvaða Hildi ert þú að tala um? Já, þú meinar Hildi Helgu.“ Og hepp- inn er sexritstjórinn Davíð að vera einnig Þór. Og svo framveg- is og svo framvegis. Með öðrum orðum, skírum börnin okkar tveim nöfnum til öryggis, ef svo ólíklega skyldi fara að þau verði í framtíð lands- þekktir pólitíksuar eða popparar eða klámhundar. SPJALL Johannes Sigupjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.