Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 5
FÖ STUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TONLIST SKEMMTANIR Haraldur H Loa Ingóltsson ■ Aldísardóttír Fmmherjar, módemlsml og nýratmsæi Tvær íslenskar sýningar og ein þýsk verða opnaðar í Listasafni íslands á morgun klukkan 15.00. „Fjórirfrumherjar“, „Módemismi í mótun“ og gvassmyndir Sigmars Pol- ke. í sal 1 í safninu verður opnuð sýning- in Fjórir frumherjar en þar eru verk eftir Þórarinn B. Þorláksson (1867- 1924), Ásgrím Jónsson (1876-1958), Jón Stefánsson (1881-1962) og Jó- hannes S. Kjarval (1885-1972). Þess- ir fjórir málarar hófu allir listamanns- feril sinn á fyrstu áratugum þessarar aldar og lögðu þar með grunn að nú- tímamyndlist hér á landi. Verkin eru öll úr eigu safnsins og spanna feril þessara listamanna. Náttúra landsins var í hugum alda- mótamanna tákn þess sem íslenskt var og varð hún höfuðyiðfangsefni fyrstu kynslóðar íslenskra Iistamanna. Þórarinn B. Þorláksson, sem var elst- ur hinna fjögurra frumherja, hélt fyrstu sýningu sína árið 1900 og sýndi þar meðal annars málverkið Þingvellir frá sama ári. Andblær djúp- hygli, sem rekja má til rómantíkur 19. aldar, ríkir einnig í málverki Jóns Stefánssonar Sumarnótt, Lómar við Þjórsá frá 1929. í elsta málverki Ásgríms Jónsson- ar, Tindaljöll frá 1903-04, er landið einnig sveipað hjúp sumarnæturinnar og hrikaleg Sýning á verkum Sigmars Polke verður opnuð á morgun í Sal 3 safns íslands. Polke kallaði myndlist sína í upphafi „kapitalískan isma.“ fegurð snæviþaktra tinda hafin upp. Sér- stæðastur frumheijanna er Jóhannes S. Kjarval. Á sýningunni er verk hans, Skógar- höllin, sem hann málaði árið 1918. Verk þetta sýnir vel tengsl Kjarvals við symbolis- mann og er að því leyti tímamótaverk í íslenskri málaralist. Sýningin stendur til 11. apríl. Módemismi í inntun I sal 4 í safninu verða sýnd verk úr eigu safnsins eftir listamenn sem komu fram á fjórða áratugnum og boðuðu róttæk viðhorf í íslenskri myndlist. Verk eftir Gunnlaug Schev- ing (1904-1972), Jóhann Briem (1907-1991), Jón Engilberts (1908- 1972), Jón Stefánsson (1881-1962), Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), Snorra Arinbjarnar (1901-1958) og Þorvald Skúlson (1906-1984). Myndir þeirra þóttu boða róttæk viðhorf og ollu deilum og ágreiningi, sem náðu hæst árið 1942 í tilefni svo- kallaðrar „Gefjunarsýningar", sem efnt var til af hálfu stjórnvalda í háð- ungarskyni við listamennina. Sýningin stendur til 18, apríl. Sigmar Polke A morgun klukkan 15 verður einnig opnuð sýning á Ijörutíu gvassmyndum Sigmars Polke í sal 3 í Listasafni Is- lands. Sigmar Polke (f. 1941) hefur um árabil verið í hópi markverðustu lista- manna Þýskalands og tilheyrir þeirri kynslóð þýskra listamanna sem kom fram f miðju kalda stríðinu á 7. ára- tugnum undir merki nýs raunsæis. Lista- Polke kallaði myndlist sína í upphafi real- „kapítalískan realisma“, og vildi með því andæfa ríkjandi abstrakt-hefð í vestrænni myndlist annars vegar, og þeim sósíalrealisma sem var ríkjandi austan járntjaldsins hins vegar. Sýningin er farandsýning sem kemur hing- að á vegum Institut fur Auslandsbezi- ehungen í samvinnu við Þýska sendiráðið á Islandi og stendur til 28. mars. - HI Kompiiiiíiö starfar af krafti Kompaníið áAkureyri, upplýs- inga- og þjónustumiðstöð fyrir ungtfólk, hefur nú staifað í um það bil ár. { Ymislegt er þar á döfinni, dansleikir í kvöld, hljómsveitakeppni í næstu viku og vísir að mótorsmiðju í samvinnu við Bílaklúbb Akur- eyrar svo eitthvað sé nefnt, María Jónsdóttir er forstöðumaður Kompanísins. „Það er meiningin að hérna eigi að vera aðstaða fyrir ungt fólk til að sinna sínum hugðarefnum. Þetta á ekki að vera mötun heldur ætlast ég til að þau komi með sínar hugmyndir," segir María. Dansleikir og hljómsveitakeppni I kvöld verða haldnir tveir dansleikir í Kompaníinu, hinn fyrri klukkan 20.00- 22.30 fyrir félagsmiðstöðvaaldurshópinn, 7., 8., 9. og 10. bekk, og klukkan 23.00-03.00 fyrir 16 ára og eldri. Hljómsveitin Land og synir leikur á dansleikjunum og verður öll meðferð áfengis og annarra vímuefna stranglega bönnuð. Hljómsveitakeppni verður í Kompaníinu María Jónsdóttir heldur utan um starfsemi Kompanísins og þar erýmislegt á dagskrá á næst- unm. mynd: brink fimmtudaginn 4. mars og þegar hafa sjö hljómsveitir skráð sig til þátttöku. Skráning stendur yfir f Kompaníinu. Hugmyndir um einhvers konar Ijáröflun- arkaffihús og síðdegistónleika á föstudögum eru í mótun. Vísir að Mótorsmiðju Eitt af því sem er á döfinni er vísir að mótor- smiðju sem hefst með námskeiðinu „Bíll- inn“, sem unnið er í samvinnu við Bílaklúbb Akureyrar og verður dagana 2., 4. og 6. mars. Skráning stendur yfir f Kompaníinu. „Við höfum verið í sambandi við Bílaklúbb Akureyrar og byrjuðum að ræða möguleik- ana í fyrra," segir María. „Það sem ég vil leggja áherslu á er samstarf við hina og þessa sem gætu nýst í þágu unga fólksins og það eru margir hér í bænum. Bílaklúbburinn byrjar með þetta námskeið um bflinn og ég myndi fara á svona námskeið ef ég ætti kost á því. Það getur vel verið að ég troði mér bara með. Þetta eru hlutir sem allir hafa gott af að læra og ekki síst kvenfólk. Þetta er í höndunum á Bílaklúbbnum, þeir hafa kunnáttuna og þetta verður þróað í sam- starfi við þá og vonandi taka krakkarnir við sér,“ segir María. Margt á dofínni Á næstunni verður haldið ljósmyndanám- skeið (framhaldsnámskeið) í samstarfi við framhaldsskólana og f bígerð að opna mið- stöð framhaldsskólanna á Norðurlandi í Kompaníinu. Fundur Sóleyjar Bender og Sigrfðar Jónsdóttur með ungu fólki um kyn- líf og barneignir eru líka framundan. „Það er ýmislegt í deiglunni en við viljum fá góða krafta með okkur. Ef einhveijir hafa áhuga á svona starfsemi og eru tilbúnir að leggja þessu lið þá eru þeir hjartanlega velkomnir,“ segir María Jónsdóttir forstöðumaður. IUM HELGINA SinfómiiMjóin- sveit Norðurlands Sinfóníuhljóm- sveit Norður- lands heldur tónleika i Glerárkirkju á sunnudag klukkan 16.00. Á efn- isskránni eru þrjú verk, Sinfónía nr. 7 Þorkell eftir Beet- Sigurbjörns-son. hoven, Gletscherlied eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem er frumflutningur hér á landi, og Konsert fyrir básúnu eftir Henry Tomasi. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Oli Gunnars- son. Einleikari á tónleikunum er Jón Halldór Finnsson básúnuleikari. Hann lauk Master of Music gráðu í ein- leik á básúnu frá Catholic University of America í Was- hington DC 1991. Jón Hall- dór hefur kennt við Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar, Olafs- \4kur og Eyjafjarðar og er nú kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur. Aðgangur er ókeypis fyrir 20 ára og yngri. Stórsveit Reykjavíkur Stórsveit Reykjavíkur. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavík- ur á morgun klukkan 17. Efnisskráin er tvíþætt. Ann- arsvegar verða flutt lög sem tengjast söngvaranum og pí- anóleikaranum Nat „King“ Cole í útsetningum sem gerð- ar voru fyrir dóttur hans, söngkonuna Natalie Cole og gefnar út á plötunni Unfor- gettable fyrir nokkrum árum. Flinsvegar verða ílutt verk eftir útsetjarann og tónskáld- ið Neil Hefti, upprunalega samin fyrir stórsveit Count Basie og hljóðrituð af henni á sjötta áratugnum. Einsöngvari með hljóm- sveitinni verður Kristjana Stefánsdóttir, söngkona frá Selfossi. Stjórnandi er Snæ- björn Jónsson. I upphafi tón- leikanna munu Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri og Snæbjörn Jónsson undir- rita samstarfssamning borgar- innar og Stórsveitar Reykja- víkur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.