Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 27 Dz#ur_ LÍFIÐ í LANDINU MEINHORNIÐ • Kennarafrí eru framundan hjá meinhyrningi tvo föstudaga í röð, fyrsta svokallað- ur skipulagsdag- ur og svo ein- hver aukafrídag- ur sem bara gild- ir fyrir viðkom- andi skóla. I Iok apríl verður svo enn einn skipu- Iagsdagurinn og það í lok annar- innar. Mein- hymingur spyr þess vegna: Hvemig er það með kennara, fara þeir að skipuleggja skólastarfið þeg- ar önnin er að verða búin? Okkur hinum á vinnumarkaði þykir þetta full- mikið af skipu- lagsdögum. • Tímasetning íþróttaæfinga, ballett-tíma og allra þessara aukatíma sem nauðsynlegt þyk- ir fyrir böm og unglinga að sækja nú á dög- um er óþolandi fjölskyldufjand- samleg. Það að krakkar séu að fara í slíka iðkun á tímanum frá fimm til níu á kvöldin, akkúrat þegar Ijölskyldan á að vera heima hjá sér að borða heitan kvöldmat, er fáránleg. Meinhymingur segir: aukatím- ana alla á tím- ann frá tvö til fimm. Það er al- veg hægt ef skipulagt er í samstarfi við skólana og út frá aldri bamanna. FOLKSIIMS Svín sem hrín GRIMUR HAKONARSON NEMI SKRIFAR Háttvirtur þingmaður og (væntanlega) verðandi 1. þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, Arni M. Mathiesen, hæðist að vinstrimönnum og nýafstöðnu prófkjöri þeirra í Reykjavík í grein sinni í DV þann 11/02 síðastliðinn. Báru skrif Árna örvæntingarfull merki þess að flokkur hans hyggst framlengja umráð sín yfir stjórnarráði Islendinga á vori komanda. Davíð var illa viðlátinn í heimboði hjá einræðisherra nokkrum suður í höfum og því þurfti einhver að taka í hrok-tauminn fyrir flokkinn. Það gerði Arni af hollustu - en síður af list. Hinn iUræmdi Þjóðvilji Arni ávítar í grein sinni ákveðna ein- staklinga á lista Samfylkingar fyrir vafa- sama fortíð og nefnir til bönd þeirra við fornar skepnur eins og Þjóðviljann og Sósíalistaflokkinn. Mörður, Ossur og Arni Þór eru allir fyrrverandi ritstjórar Þjóðviljans, segir Arni eins og maður sem uppljóstrar um fyrirfram vituð sannindi. Þjóðviljinn er vissulega blað með fortíð - var Moskvu-stýrt málgagn fram eftir öldinni og fór síðan á hausinn með stæl í lok síðasta áratugar. Og Sósí- alistaflokkurinn (Guð minn almáttug- ur!) studdi innrásina í Finnland 1938 og griðarsamning Stalfns við Hitler ári seinna. Stuttlega dregin saman eru skilaboð Árna: Össur Skarphéðinsson, Mörður Arnason og Arni Þór Sigurðs- son eru allir stalínistar í nýpressuðum flauelsjökkum! Amiíbemni Gaman væri að skyggnast aðeins inn í hugarheim Arna, og jafnvel, reyna að yf- irfæra hugsanaferli hans yfir á ritlegt form, sérstaklega þegar hann skyggni- lýsir tengsl Arna Þórs við Sósíalista- flokkinn í gegnum forvera hans í þing- sæti - Svavar Gestsson. Imyndum okkur nú að við séum aðkomugestir í líki ör- vera í hugarheimi Arna og getum greint hugsanaferli hans, orsök þeirra og upp- haf. Arni verður nú fyrir meðtekinni skynjun sem er svohljóðandi fréttatil- kynning: „Árni Þór Sigurðsson hafnaði í 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík..." Skynjunin kemur af stað hraðri keðjuverkun hugsana og við púnktum niður hjá okkur. Utkoman verður erftirfarandi á prenti: Árniþó- rsvavarstasigúlagstalínríkisvaldþjóðvilj- ihonekerrauðursósíalismivont! N ánari útlistun: Árni Þór fyllti upp það rými sem Svavar skildi eftir sig á vinstrikant- inum og er því holdtekin arfleið gömlu vinnubragða sovéttímans = vont! Svavar, skyggnilýstur, útlegst á móðurmáli hægrimanna: stasiþjóðviljivont! Og þeg- ar þeir vinna saman, eins og þeir gerðu í kosningunum þar sem Svavar mælti fyr- ir kjöri Árna Þórs, jafngildir það sam- runa tveggja vélrænna sovétheila = mjög vont! Og það má ekki gerast því þá verða fimmáraáætlanir teknar í gagnið. Maöiir eða svín? Þessi marg kunnuglega (og nánast heimilislega) áróðurslist sjálfstæðis- manna í aðdraganda kosninga, hvort sem hún stafar af gefnum eða ógefnum forsendum, verður seint til þess fallin að greina mann frá svíni - heldur þver- öfugt: hún veldur gagnkvæmri svínslíð- an meðal okkar, bæði hjá þeim sem fyrir henni verða og þeim sem fyrir henni standa. Hættum að hegða okkur eins og svín. Sameinaðir stöndum vér! BREF FRÁ SELFOSSI Helga R. Einarsdóttin skrifar Það er alveg með endemum hvað allt virð- ist hafa verið sundur- Iaust hjá okkur Islend- ingum fram að þessu. Nú er þó loksins búið að uppgötva þetta og Iagfæringarnar í fullum gangi. Ekkert er svo ómerkilegt að ekki borgi sig að sameina það ein- hverju öðru. Sameinuð kjördæmi, sameinuð út- gerðarfélög, sameinaðir sameinuð sveitarfélög, íþróttafélög. Sameinuð Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. sérleyfishafar, tryggingafélög, verkalýðsfélög, bankar, stór- markaðir, verktakar og sjúkrahús. Sameiginleg framboð. Lausn alls vanda Það er merkilegt að ekki skuli fyrir löngu vera búið að koma auga á þessa einföldu lausn á öllum vanda. „Þjóð- hagslegur sparnaður.“ „Auk- in hagkvæmni." „Minni kostnaður við yfirstjórn.“ En svo einkennilegt sem það er várðist stjórnendum og framagosum hreint ekkert fækka. Fari einhversstaðar slysalega að yfirmanni ofaukið er bara búin til Þörf eða svo eða oddvita sé ný stjórastaða handa honum. óþörf, skiptir ekki máli! Nú hef ég komið auga á enn einn sameiningarkost sem mér þætti ekki ólíklegt að einhver stjórnarsnillingurinn slægi út sem góðu trompi, þó sennilega ekki fyrr en eftir kosningar. Sameinað fólk Við hjónin erum nú orðin tvö eftir í kot- inu, börnin farin hvert í sína áttina og við dreifum okkur með allslags dót um yfirgefin herbergin þeirra. Er þetta nolvkurt vit? Hugsið ykkur þjóðhagslega sparnaðinn af því að fólk á borð við okk- ur yrði sameinað. Heilu hverfin eru byggð á þennan hátt, hjón á besta aldri hringsóla alein í einbýlishúsum, jafnvel láglaunafólk! Tilskipunin gæti hljómað eitthvað líkt þessu: „Að eigi skuli færri en Ijórir búa í hverju 120 fermetra eða stærra húsi eða íbúð, svo fremi að mánaðarlaun hvers og eins séu ekki yfir 200.000 krónurn." Ein kaffikanna, einn sími, ein ryksuga, eitt sjónvarp, ein þvottavél, eitt jólatré. Endalaust má telja það sem sparaðist með þessu í innflutningi og gjaldeyri. Vöruskiptajöfnuðurinn )'rði hagstæður svo um munaði og áhrifin á vísitölurnar og vextina! Eða þá hlutabréfin maður! Allir myndu vilja eiga hlut í einhverju sameinuðu hlutafélagi á Islandi. Leita aö geðgóðum Hugsið ykkur allt gamla fólkið og öryrkj- ana, „stærsta vanda þjóðarinnar". Þar er oft um að ræða einstaklinga í íbúð. Væri ekki öllu borgið með sameiningu þeirra? „Félagsleg einangrun" yrði úr sögunni. Það er engu að treysta, ég ætla að líta í kringum mig eftir geðgóðu sambýlisfólki í þeirri veiku von að maður fái einhverju um það ráðið. Allur er varinn góður. VEÐUR Veðrið í dag... Simnan- og suðaustan kaldi og sums staðar stinningskaldl. É1 verða sunnan- og suðvestanvert, en úrkomulaust norðanlands og austan og snms staöar léttskýjað. Hiti -4 til 0 stig Blönduós Akureyri CC) mn V.. I C1 -10 I 5“ -5 0- -0 . -5- l->.^ ll Fim Fös Þri Miö Flm Fös J / Egilsstaðir ■//: i n i: Bolungarvik Mán Þri \ n Reykjavík Kirkjubæjarklaustur e E 1 5 r.5 ,o<j -10 1 s- -5 j 0- 2) mm I. ■ I 1,1 1,. -, -0 1 -5“ 1.1,1 ■ B Fim Fös Lau Stykkishóimur Þrl Miö Rm Fös Stórhöfði *C) rnrr | -,s ,okE -io ; 5-, ) mm 1 1 - ■ ■ - -.■ - -0 -5- 1 1,1 lls Flm Fös /// í l l S VEÐURSTOFA ÍSLANDS Veðurspárit Mán Þrl Mið í /í r í 25. 2.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. . v Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum í gærkvöld var hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Skafrenningur var á Holtavörðuheiði, þæfingsfæró og skafrenningur á Bröttubrekku. Að öðru leyti var góð vetrarfærð á aðalleiðum landsins. SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.