Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 25 Ifc^ur. LÍFIÐ t LANDINU Karólína Mónakóprinsessa gifti sigfyrir skömmu í þriðja sinn. Lífprinsessunar hefurmarkastafáfóllum í einkalífi en nú vona þegnar hennarað hamingja hennar verði varanleg. Karólína Louise Marguerite fæddist níu mánuðum og fjórum dögum eftir brúð- kaup foreldra sinna, Rainers fursta og leikkonunnar Grace Kelly. Foreldrar hennar gerðu sér far um að halda henni og tveimur systkinum hennar frá sviðs- ljósinu. Frá upphafi var það svo að segja vonlaust verk því Grace furstaynja þótti með glæsilegustu konum heims og ljós- myndarar eltu hana og fjölskyldu hennar á röndum. Grace sagðist vera mjög ströng móðir en lítið varð vart við þær ströngu uppeld- isaðferðir sem hún sagðist beita. Vinir hennar héldu því fram að hún léti allt eftir börnum sínum og þegar börn henn- ar komu fram opinberlega þóttu þau sér- lega óheft. Eldri börn furstahjónanna Karólína og Albert fylgdu oft móður sinni á málverkasýningar og á tískusýningar. Þar hlupu þau um og fiktuðu við ómetan- lega dýrgripi án þess að móðir ; sínum Ernst prins af ij við eiginkonu sína tii að -,t Karólínu. þeirra gerði athugasemdir. Aðrir þorðu ekki að skipta sér af börnunum. Þegar Karólína var táningur sendi móð- ir hennar hana í klausturskóla en dvölin átti ekki vel við Karólínu sem var upp- reisnargjarn og þrjóskur unglingur. Hún var fullkommlega meðvituð um sérstöðu sína sem furstadóttir en hafði engan áhuga á að sinna þeim skyldum sem slíkri stöðu fylgja. Abyrgum Mónakóþegnum leist ekki á blikuna þegar hin nítján ára Karólína fór að sjást í fylgd með alræmd- um glaumgosa, Philippe Junot, sem var sautján árum eldri en hún. Hann þótti vissulega töfrandi og skemmtilegur, en hann var líka fullkomlega ábyrgðarlaus og mikill kvennamaður. Foreldrar Karólínu Iögðust mjög gegn sambandi þeirra því þau fyrirlitu Junot og töldu hann síst efni í viðunandi tengdason. Eftir eins árs ást- arsamband bað Junot Karólínu og hún tók honum. Hún sagði foreldrum sínum að ef þau samþykktu ekki ráðahaginn *ffiyhdi hún búa með Junot í óvígðri sam- pnnsessu Með Stefano sem lést í sjóslysi einungis þrítugur. Hjónaband þeirra var talið einstak- lega hamingjuríkt. búð. Hinum kaþólsku furstahjónum þótti óhugsandi að dóttir þeirra byggi í synd. Þau giftust í júnímánuði 1978 og fljót- lega kom í ljós að hjónabandið átti ekki langa Iífdaga fyrir höndum, mestan part vegna ótryggðar eiginmannsins. Þegar Juno var í kaupsýsluferðum erlendis birt- ust hvað eftir annað myndir af honum í slúðurblöðum þar sem hann var á diskó- tekum í faðmi fagurra kvenna. Karólína reyndi opinberlega að leika hlutverk sæll- ar eiginkonu en vanlíðan hennar í hjóna- bandi varð sífellt meiri. Það var Grace prinsessa sem ráðlagði dóttur sinni að skilja við mann sinn. „Við erum trúuð fjölskylda, hvernig geturðu sagt þetta?“ sagði Karólína sem stóð í þeirri meiningu að kaþólikkar skildu ekki. „Trúin er til að hjálpa fólki, ekki til að gera líf þess ömur- legt,“ svaraði Grace. Áföll í einkalííi „Þegar maður er ungur gerir maður mis- tök, sagði Karólína seinna um hjónaband sitt og Junots. Þau skildu árið 1980. Tveimur árum síðar lést Grace Kelly í hörmulegu bílslysi. Eftir dauða móður sinnar tók Karólína að sér skyldur henn- ar. Hún þótti á skömmum tíma taka út mikinn þroska og ávann sér ást og virð- ingu Mónakóbúa sem margir hverjir vilja að hún taki við ríkinu eftir föður sinn en ekki Albert bróðir hennar. Hún giftist ungum ítölskum kaupsýslumanni Stefano Casiraghi árið 1983. Þau eignuðust þrjú börn sem hún reyndi að vernda eftir megni fyrir íjölmiðlum og veitti sárasjald- an viðtöl. Hjónin voru greinilega mjög samrýnd en endir var bundinn á ham- ingju þeirra í októbermánuði árið 1990. Casiraghi að keppa í hraðsiglingu á báti sínum þegar hann missti stjórn á bátnum sem tókst á loft og kastaðist síðan niður í hafið af miklu afli. Casiraghi lést sam- stundis. Hann var einungis þrítugur. Karólína var harmi sleginn eftir lát eig- inmanns síns. Hún klippti hár sitt stutt og sást yfirleitt ganga í svörtum fötum. Hún flutti ásamt börnum sínum frá Monakó og í franskt sveitaþorp. Þar sást hin 34 ára gamla prinsessa oft ferðast um á hjóli, versla á markaðnum og fara með börnin sín í skólann. Hún lifði einföldu lífi og reyndi eftir mætti að öðlast sálarró. Slúðurblöð heims gagnrýndu hana jafn- vel fyrir að syrgja um of, þau vildu fá prinsessuna aftur inn í danssalina. Prinsessa litmur prins I bakgrunni var góður Hnur, Ernst prins af Hannover, sein Karólína hafði þekkt lauslega frá táringsaldri. Grace móðir Karólínu hafði á sínum tíma talið hann heppilegan eiginmann en Karólínu fannst hann leiðinlegur. Skoðun hennar á hon- um breyttist og meðan Karólína var í hjónabandi með Stephano fóru hjónin einstaka sinnum í sameiginlegar skíða- ferðir með Ernst prinsi og Chantel eigin- konu hans. Eftir dauða Casiraghi styrkt- ist vinátta þeirra Ernst mjög og hann reyndist henni sérlega vel. Um ástarsam- band var þó ekki að ræða fyrr en fimm árum eftir að Karólína varð ekkja. Eftir lát eiginmanns síns sást Karólína í fylgd með franska leikaranum Vincent Lindon en samband þeirra varð æ lausara í reip- unum eftir því sem tilfinningar Karólínu og Ernst urðu sterkari í hvors annars garð. í byrjun árs 1996 sáust þau oft saman á almannafæri við lítinn fögnuð eiginkonu Ernst. A þessum tíma fór Kar- ólína að missa hárið vegna álags sem flóknu ástarlífi var kennt um. Chantal, eiginkona Ernst, skildi loks við mann sinn eftir 16 ára hjónaband. Sú niðurstaða virðist hafa verið mikill léttir fyrir Karólínu sem jafnaði sig samstundis á sjúkdómi sínum. Ernst prins er ekki jafn frægur og Karólína en er af fínni ættum. Hann er kominn í beinan karllegg af Vilhjálmi II Þýska- landskeisara og Georgi III Englandskonungi og þurfti að fá leyfi Elísabet- ar Englandsdrottningar til að giftast Karólínu. Vinir hans Iýsa honum sem mjög greindum, tryggum og skemmtileg- um. Hann á tvo syni með fyrri eiginkonu sinni og börn Karólínu er sögð mjög hænd að honum. Síðasliðinn janúar gift- ist Karólína Ernst prinsi við látlausa athöfn í Mónakó á fertugasta og öðrum afmælisdegi sín- um. Einungis nánustu fjölskyldumeðlimir voru viðstaddir. Stephania, systir Karólínu, var ekki meðal boðsgesta enda mun samkomulagið milli systranna ekki vera upp á það besta þessa dagana. Karólínu mun mislíka mjög lítt hefðbundnir Iífshættir Stephaniu sem hefur fætt þrjú börn utan hjónabands. Víst er að hjónin munu verða mjög í sviðsljósi fjölmiðla á komandi árum. Vinir hjónanna segja allar líkur á að hjóna- bandið muni verða farsælt þvf parið eigi einstaklega vel saman. Kannski er Karó- lína prinsessa fyrst nú að upplifa ævintýri sem fær farsælan endi. Karólína Mónakóprinsessa nýtur mikilla vinsælda hjá þegnum sin- um sem margir hverjir vilja að hún taki við rikinu eftir föður sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.