Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Du^ur LÍFIÐ í LANDINU ÞAÐ ER KOMIRI HELGI Hvað ætlarþúað gera? „Á laugardag er árs- hátíð hjá starfsfólki Viðskiptablaðsins," segirAri Edvaid. Árshátíð á Borginni „Á föstudagskvöld ætlum við hjónin að hittast ásamt fleiru góðu fólki á myndakvöldi heima hjá Boga Pálssyni forstjóra og konu hans Kristínu Dóru. Við vorum saman á dögunum í skíðaferð úti á Italíu og nú Iiggur fyrir að fara yfir myndabunkann," segir Ari Edvald, ritstjóri Viðskiptablaðsins. ,Á laugardag er árshátíð hjá starfsfólki blaðs- ins. Hún hefst á vélsleðaferð á Hellisheiði, en síðan förum við í heimboð hér í bænum. Kvöld- verð borðum við síðan saman á Hótel Borg. Mér þykir ekki ósennilegt eftir þetta að svona gömlum manni einsog mér veiti ekkert af því að hvíla sig á sunnudeginum fyrir átök kom- andi viku.“ „Þetta eru spennandi tónleikar, “ segir Vigdís Esradóttir. Tveimtr tónleikar „Eg verð í vinnunni um helgina. Á föstudags- kvöld á ég þó frí og mun þá sjálfsagt fylgjast spennt með spurningakeppni framhaldsskól- anna í sjónvarpinu. Og hlusta á Jónas í Út- varpinu á tólfta tímanum," segir Vigdís Esra- dóttir, forstöðumaður Salarins, tónlistarhúss- ins í Kópavogi. „I eftirmiðdag á laugardag er tónskóli Sig- ursveins með skólatónleika strengjasveitar sinnar í Salnum og er efnisskrá Ijölbreytt. Þegar þeim lýkur ætla ég að leyfa Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara að koma og æfa sig á flyglinum hér fyrir tónleika sem hann er með næsta þriðjudag. Á sunnudag er Skólakór Kársness með tónleika hér sem bera yfirskriftina Umhverfis jörðina. Þetta eru spennandi tónleikar sem ég hlakka til að hlusta á.“ „Menn sleppa fram af sér beislinu, “ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Barlómar hitta Molduxa „Ég þarf að vera heima um helgina. Börnin eru veik, og fer tími í að sinna þeim,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra. „Ég sé svo fyrir mér skemmtilega stund á laugardag, þar sem menn sleppa fram af sér beislinu um stund. Þá kemur í bæinn körfu- boltaliðið Molduxar, sem er lið Old boys gaura í Skagafirði en þeir munu etja kappi við okkur í Barlómunum, sem erum flestir brott- fluttir Norðlendingar. Þetta verður sjálfsagt mjög öruggur sigur hjá okkur í Barlómunum, enda vanir menn á ferð. Nei, ég býst ekki við að það verði neitt gert eftir leikinn." Fyrir röskum þrjátiu árum stigu þrír strákar í Kópavogi á stokk og fóru að syngja gamanvísur og þjóðlög afýmsum toga. Þeirra á meðal var Helgi Pétursson og enginn reiknaði þá með að hann ætti eftir að verða borgarfulltrúi norðan lækjar. En svona breytast tímarnir og menninrir með, þar á meðal Helgi sem síðan þessi mynd var tekin er búinn að vera fréttamaður, ritstjóri, útvarpsstjóri, og ferðaskrifstofugúrú og sitthvað fleira. ■ LÍF OG LIST Flögð og fögur skill Élögð " Og fögur skinn, sem kom út í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og sýningu sem haldin var í Nýlistasafninu. Mannslíkaminn er viðfangsefni þessa velunna greinasafns og í hinum ótrúlegustu myndum sfnum. Ljósmyndirnar í bók- inni eru ótrúlegar enda ekkert sett í form hins eina rétta. Þá er ég nýbúin að lesa jólaskáld- sögu Kristins R. Ólafssonar og fannst hún ágæt en ekkert spes.“ Jazz as you like it „Ég er að koma mér upp djassáhuga með góðum ár- angri og er núna að fara í gegnum safn sem við keypt- um og heitir Jazz as you like it. Eins hef ég verið að hlusta á diska sem tengjast starfinu en menningarmálanefnd úthlutar styrkjum til lista- og menningarstarfsemi um miðjan mars. Ég vildi samt gjarnan hlusta meira á tónlist sem ég vel ofan í mig, ég sé það núna að ég hlusta of mikið á útvarpstónlist. Fimm Fóstbræðraþættir „Myndbönd eru að verða vandamál hjá mér. Ég er dyggur bíómyndaáhorfandi en virðist í seinni tíð ekki fylgja markaðnum þar ■ sem mér líka þær myndir sjald- ■P' an sem leigurnar eru mcð. Þetta er bagalegt þar sem ég fyllist alltaf einlægri gleði við ákvörðunina að skella mér út á vídeóleigu en er svo geispandi yfir myndunum sem ég kem með heim. Síðan fer bíómyndasmekkur okkar hjóna- Ieysanna ekki alveg saman, um daginn lét ég mig meira segja hafa það að horfa á endurgerð- ina af Leitinni af týndu örkinni með Harrison Pord, sem var þar mikill hasar fornleifafræðing- ur. Síðasta spóla sem ég horfði á og skemmti mér konunglega yfir var heimagerð en á henni voru fimm Póstbræðraþættir. Systir mín tók þættina upp þar sem ég er ekki með Stöð 2 og nú get ég spólað aftur og aftur á atriðin sem mér finnast fyndnust." ■ fra degi til dags „Hægt mun að festast, bágt mun úr að VÍkja.“ Jón Helgason Þetta gerðist 26. febrúar • 1815 hélt Napóleón af stað frá Elbu ásamt 1200 manns til þess að ná Prakklandi aftur á sitt vald. • 1848 birtist Kommúnistaávarpið eftir Karl Marx og Priedrich Engels. • 1885 var haldin ráðstefna í Berlín þar sem ákveðið var að Kongó skyldi til- heyra Belgíu en Nígería Englandi. • 1924 hófust réttarhöld gegn Adolf Hitler í Múnchen. • 1930 birtist fræg grein Jónasar frá Hriflu, Stóra bomban, í Tímanum, og fylgdu miklar deilur í kjölfarið. • 1952 tilkynnti Winston Churchill að Bretland hefði smíðað kjarnorku- sprengju. • 1980 skiptust Israel og Egyptaland á sendiherrum í fyrsta sinn. Þau fæddust 26. febrúar • 1671 fæddist breski stjórnmálamaður- inn og heimspekingurinn Anthony As- hley Cooper Shaftesbury. • 1852 fæddist John Harvey Kellogg, sá sem fann upp kornfleksið. • 1913 fæddist breska skáldið George Barker. • 1930 fæddist Sverrir Hermannson, sem mun vera frjálslyndur íslenskur stjórnmálamaður. • 1932 fæddist bandaríski sveitasöngvar- inn Johnny Cash. • 1959 fæddist Ásdfs Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður. Vísan Vísa dagsins er grískt ástarkvæði: Komdu með vatnsker og vín og vönd afilmandi rósum, Erosi get ég þd greitt grimm og verðskulduð högg. Afmælisbarn dagsins er William Frederick Cody, eða Buffalo Bill eins og hann var oftast kallaður. Hann fæddist í Iowa í Bandaríkjun- um árið 1846, en lést árið 1917. Viðurnefnið fékk hann vegna þess hvað hann var duglegur að skjóta buffala í matinn handa verkamönn- um sem voru að Ieggja járnbrautar- teina. Hann var einnig duglegur að elta uppi indjána fyrir herinn, sem lék þá illa. Seinni hluta ævinnar starfaði hann sem sýningargripur í eigin farandsýningu. Brandari dagsins Þeir sátu þrír saman, kaþólskur prestur, lúterskur prestur og rabbíni, sem vita- skuld var gyðingur. Umræðuefnið var fóstureyðingar og hvenær hægt sé að tala um að Ííf sé kviknað í móðurkviði. „Að mínu viti hefst lífið strax við getn- að, um leið og egg í móðurkviði frjóvg- ast,“ sagði sá kaþólski. Hinn Iúterski vildi ekld ganga svo langt, og sagði þungt hugsi: „Að vísu tel ég að lífið hefjist tölu- vert fyrir fæðingu, en varla strax við getnað.“ Svo deildu þeir tveir góða stund um þetta, uns þar kom að þeir spurðu rabbínann álits. Hann leit þreytulega á félaga sína, og sagði: „Lífið hefst þegar börnin flytja að heiman og hundurinn er dauður.“ Veffang dagsins Þeir sem vilja fylgjast með nýjustu frétt- um úr poppheiminum, og sjá viðtöl við stærstu stjörnurnar, ættu að líta á www.Iaunch.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.