Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 im£l Láttu ekki deigan síga... Leikltetartiópur Ung- mennafélagsins Efl- ingar í Reykjadal sýnir um þessar mundir leikritið „Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur“að Breiðu- ; tnýri í Reykjadal. Sýn- ing verður í kvöld klukkan 20.30 og á sunnudagskvöid klukkan 20.30. Boðið er upp á árshátíðar- pakka/leikhúspakka í samvinnu við Ferðaþjónustuna á Narfastöð- um, þ.e. leiksýningu ásamt gistingu, kvöldverði og morgunverði á Narfastöðum. Miðapantanir eru í síma 464 3175 klukkan 17-19 og sýningardaga eftir klukkan 19 í síma 464 3145. Næstu sýningar: 5. og 6. mars klukkan 20.30 og 7. mars klukkan 16.30. Skúffuskáldakvöld Gilfélagið á Akureyri stendur fyrir skúffu- skáldakvöldi í Deiglunni á laugardags- kvöld klukkan 21.00. Húsið verður opn- að klukkan 20.30. Marion Herrera og Stefán Arnar Arnarsson taka á móti gestum með hörpuslætti og sellóleik og leika einnig í hléi. Kynnir verður Aðalsteinn Svanur Sigfús- son en skúffuskáldin eru: Arnrun Halla Arnórsdóttir, Bjarki Þ. Baldvinsson, Brynjólíur Ingvarsson, Hallgrímur Indriða- son, Haraldur Bessason, Haraldur Ing- ólfsson, Helgi Þórsson, Hildur Inga Rúnarsdóttir og Jón Erlendsson. Skúffuskáld teljast vera þau sem af starfslegum eða öðrum orsökum hafa ekki gefið út verk sín á bók en fást engu að síður við ritlistina af sömu þörf og önnur. Fleiri skúffuskáld munu ef til vili koma úr kofa sínum þegar líða fer á. Allir velkomir og aðgangur ókeypis. Opið hús Hafró og RF Hafrannsókna- stofnunin og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins kynna starfseml sína í húsnæði Háskóláns á Ak- ureyri að Glerár- götu 36 á morg- un klukkan 13- 18. Þar geta : gestir kynnst starfsemi þessara stofnana, skoðað sjávardýrasýningu, veggspjöld, myndbönd og hlýtt á fyrirlestra. Klukkan 14.00 flytja Jó- hann Sigurjónsson forstjóri Hafró og Hreiðar Þór Valtýsson sérfræð- ingur Hafró á Akureyri fyrirlestra og klukkan 16.00 þeir Hjörleifur Ein- arsson forstjóri RF og Jóhann Örlygsson sérfræðingur RF á Akureyri. Heitt kaffi á könnunni, allir velkomnir. ■ HUflfl ER Á SEYDI? Skákfélag Akureyrar A sunnudag klukkan 14.00 verður 15 mínútna mót í Skákheimilinu að Þing- vallastræti 18. Færeysk nútíðarlist Sýningu á verkum þrettán færeyskra listamanna í Listasafninu á Akureyri lýkur sunnudaginn 28. febrúar. Sýn- ingin er samvinnuverkefni Listaskál- ans í Færeyjum og Kjarvalsstaða. Fær- eysku listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Astrid Andreasen, Zacharias Heinesen, Bárður Jákups- son, Rannvá Pálsdóttir Kunyo, Amariel Norðoy, Hans Pauli Olsen, Marius Ol- sen, Torbjörn Olsen, Tróndur Paturs- son, Gudriö Poulsen, Ingálvur af Reyni, Kári Sveinsson og Tita Vinter. Hamingjuránið Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit frumsýnir leikritið Hamtngjuránið laugardaginn 6. mars næstkomandi í Freyvangi. Hér er um að ræða ástar- og örlagasögu íslensks karlmanns og ítalskrar blómarósar, sem hittast fyrir tilviljun í Frakklandi og eiga í talsverð- urm erfiðleikum með að gleyma hvort öðru. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Stefán Kristjánsson. Vélsleðamót - Mývatn 1999 Mývatn 1999, árlegt mót vélsleða- manna í Mývatnssveit, fer fram í dag og á morgun. Mótið hefst í dag klukk- an 13.00 með GPS-fjallaralli. 4 menn verða í liði og verða 3 að skila sér í mark en samanlagður tími telur til vinnings. Fyrsti punktur er gefinn upp en þeir verða 6-7 talsins en eknir verða um 70 km. Síðan verður keppt í ís- spyrnu og þar reynir á hver á öflugustu græjuna en dagskrá föstudagsins lýkur með barílugukvöldi á Skútustöðum. Laugardagurinn byrjar með sam- hliða brautarkeppni og er keppt í tveimur flokkum, mínus 500 c/c og plús 500 c/c en síðan tekur við skemmtiferð um Mývatnssveit fyrir þá sem ekki hafa áhuga á beinni þátttöku í sleðamennskunni en síðan fer fram keppni í snjókrossi í 800 til 1200 metra braut, þar sem hámarkshraði er um 100 km. Verðlaunaafhending fer fram í kvölddagskrá í Skjólbrekku og þar verður m.a. valinn maður mótsins. Spástefna á Sauðárkróki Ræðuklúbbur Sauðárkróks, Verkalýðs- félögin Fram og Aldan, Atvinnumála- nefnd Skagafjarðar og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki efna til spástenu í dag klukkan 13.30-18.00 undir yfirskriftinni „Alþjóðaþróun - byggðaþróun, framtíð íslenskra byggða’*. Fyrirlesarar verða Bjarki Jó- hannesson, Eyþór Arnalds, Fríður Finna Sigurðardóttir, Halldór Asgríms- son, Hermann Guðjónsson, Ingimar Hansson,Jón Þórðarson, María Hildur Maack og Þorsteinn Gunnarsson. Hver fyrirlesari heldur 10-15 mínútna erindi í upphafi. Að framsögum lokn- um setjast fyrirlesarar við pallborð og w I helgarblaði Dags Atkvædafölsun fyrir vestan - Fridrik Þór skrifar um sönn dómsmál Ari Magg og innbúid "Mosterid er réttiaust" Fluguveidi, krossgáta, Líf & stíll, matargatid, bókahillan, bíó. flBHBMI^flBHBMBHBHHHflBHBHflBBBflflHBBBBHBHflBHBHflflBBM Ttewmr mmmmmmmj^i^ltemmm Áskriftarsíminn er 800-7080 svara íyrirspurnum. Að því loknu gefst tækifæri til opinna umræðna. Spástefnan er haldin í tengslum við „Frumkvöðladaga’* í Fjölbrautaskólan- um og verður í sal bóknámshúss Fjöl- brautaskólans Hlutur kvenna á ísafírði Opinn kaffifundur verður um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í kvöld kl. 20.00 f Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði. Allir velkomnir. ■ Á DAGSKRÁNNI Stöð 2 - laugardagur kl. 21.05: Herbergi Marvins. Stöð 2 sýnir bandarísku bíómyndina Her- bergi Marvins, eða Marvin’s Room, frá 1996. Hér er á ferðinni áhrifarík fjölskyldusaga og skartar myndin mörgum helstu stór- leikurum samtímans í aðalhlutverkum. Systurnar Bessie og Lee eru mjög ólíkar og það hefur aldrei verið kært á milli þeirra. Þeg- ar Bessie fær mjög válegar fréttir frá Iækni sínum verður það til þess að Lee flytur til hennar með syni sína tvo en annar þeirra er vandræðagemlingurinn Hank. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu í kvikmyndahandbók Maltins. I aðalhlutverkum eru Meryl Streep, Diane Keaton, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro. Leikstjóri myndarinnar er Jerry Zaks. Sjónvarpið - laugardagur kl. 23.15 Strákarnir í hverfinu (Boyz N the Hood). Bandarísk bíó- mynd frá 1991 um hóp ungs fólks í miðborg Los Angeles þar sem barátta bófagengja um yfirráð setur svip sinn á mannlífið. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. Leikstjóri: John Singleton. Aðalhlutverk: Ice Cube, Cuba Gooding, Morris Chestnut, Laurence Fishburne, Nia Long og Tyra Ferrell. Þýðandi: Reynir Harðarson. tfj i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.