Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 23 Tkyptr_ Harmoníkan i eina öld [ Lístaklúbbi Leikhúskjallar- ans á mánu- dagskvöld verður kynnt Saga harm- oníkunnar í eina öld. Félag- ar úr Harm- oníkufélagi Reykjavíkur gefa innsýn í það hlutverk sem harmoník- an hafði um langt árabil í dansmenningu á fslandi. Ungt fólk tekur þátt í dagskránni og sýnir Listaklúbbs- gestum að harmoníkutónlistin Ér enn góðu lífi. Tónlist dans og saga tvinnast sáman í sérlega skemmtilega og fróðlega dagskrá. Húsið verður opnað klukkan 19.30 en dag- skráin hefst klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 800 krónur. Fj; m r Tríó Suður- lands Tríó Suður- lands, fyrsti kammermús- íkhópurinn sem stofnað- ur er á Suður- landi, heldur tónleika á sal Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli á sunnudag klukkan 16.00. Tríóið skipa þau Agnes Löve pianóleikari, Ásdís Stross fiðluleikari og séra Gunnar Björnsson sellóleikari. Á efnisskránni er píanótríó opus 1 nr. 3 f c-moll eftir Ludwig van Beethoven og tríó nr. 25 í g-dúr eftir Joseph Haydn. Aðrir tónleikar verða í Þorlákshafnarkirkju 7. mars klukk- an 16 og f safnaðarheimili Selfosskirkju 14. mars kl. 16.15. Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum á efri hæð Sólon fs- landus á sunnudagskvöldið kl.21.30 en þar kemur fram forn- funkhljómsveitin Krókódíllinn og mun flytja skriðdýrabúgalú (?!) að hætti Lou Donaldson, Eddie Harris og Hank Craw- ford. Hér á myndinni má sjá Sigurð Flosason, forsprakka Krókódílsins, en meðhonurrt á sunnudagskvöldið leika Þórir Baldursson (ÍHammond B3 org- el), Eðvarð Lárusson (gítar) og Halldór G. Hauksson (trommur). nám fatlaðra nemenda f framhaldsskóla sem vera átti laugardaginn 20. febrúar en féll niður vegna veðurs, verður hald- inn á Fosshótel KEA laugardaginn 27. febrúar kl. 10-13. Ingibjörg Auðunsdótt- ir kynnir starf ráðgjafahóps á vegum menntamálaráðuneytisins um nám fatl- aðra nemenda í framhaldsskólunum, Svanfríður Larsen segir frá undirbúningi skólagöngu fatiaðra nemenda í fram- haldsskóla á vegum skólaþjónustu Ey- þings, Gunnhildur Bragadóttir, formað- ur fræðslunefndar, fjallar um blöndun og Lilja Guðmundsdóttir, formaður Þroskahjálpar, (jallar um vonir og vænt- ingar foreldra. Loks verða umræður og fyrirspumir. Þátttökugjald er kr. 1000, innifalin hádegisverður. Þátttaka er öll- um heimil. Ferðafélag Akureyrar Farið verður í skíðaferð, Hrossdalur- Veigastaðir á morgun. Auðveld ferð. Brottför er klukkan 9.00. Ekið upp á Víkurskarð, gengið þaðan suður á Steinsskarð, síðan niður vestan í Vaðlaheiði að Veigastöðum. Kynning í HA Hafrannsóknarstofnun og Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins kynna starf- semi sína í húsnæði Háskólans á Akur- eyri að Glerárgötu 36, laugardaginn 27. febrúar kl. 13.00 til 18.00. Hægt verður að skoða sjávarlífverur, kynning verður á verkefnum stofnananna og forstjórar og sérfræðingar halda fyrir- lestra. Málþing um Hornstrandir Isafjarðarbær boðar til málþings um Hornstrandir í nútíð og framtíð föstu- daginn 16. og laugardaginn 17. apríl 1999. Málþingið er haldið í samvinnu við Náttúrustofu Vestíjarða, Ferða- málasamtök Vestfjarða og Atvinnuþró- unarfélag Vestíjarða hf. Markmið mál- þingsins er að ræða skipulag svæðisins og þá sérstaklega með tilliti til vaxandi ferðamennsku. 15-30% afsl. af legsteinum sem pantaðir eru í febrúar 15% afsl. á skrauti og stöfum Vestlendingar athugið!! Einnig er sérstakt tilboð á pökkun og flutningi (kr. 2500,-) til ykkar af þeim steinum sem pantaðir eru á vetrartilboði. tígf" Hringtö ogfátö sendan bœktíng ] Qranft sf. Graöit 4 aetinu: www.granit.is 220 Hafnarfjörður sími: 565 2707 HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN OG RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS kynna starfsemi sína í húsnæði Háskólans á Akureyri að Glerárgötu 36 laugardaginn 27. febrúar frá kl: 13-18 Kynning á starfssemi Sj ávardýrasýning Veggspjöld Myndbönd Fyrirlestrar Jöhann Siguriónsson, forstióri Hafró kl: 14:00 Hreiðar Þór Valtýsson, sérfræðingur Hafró á Ákureyri Hjörleifur Einarsson, forstjóri RF kl 16:00 Jóhann Örlygsson, sérfræðingur RF Akureyri Heitt kaffi á könnunni Útsalan er hafin... 20 til 70 % afsláttur fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.