Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Dggur Ómar i Fold Myndlistarmaðurinn Ómar Stefánsson opnar sýningu á olíumál- verkum sínum í Gallerí Fold á Rauðarárstíg á morgun kl.15 en hún stendur fram á sunnudaginn 14. mars. Ómar hefur auk þess að mennta sig á íslandi og í Þýskalandi starfað við List- miðlunina Inferno 5 (veffang: www.this.is/lnferno 5/) en það fyr- irtæki hefur séð um listviðburði ýmiss konar og útgáfu. Galleríið eropiðfrákl.10-18 virkadaga, 10-17 álaugardögum og 14- 17 á sunnudögum. Áfram Wagner Á morgun klukkan 14 mun Richard Wagner félagið halda áfram að sýna í Norræna húsinu kvikmynd Tony Pal- mers um Richard Wagner. Að þessu sinni verður fjallað um ævi tónskáldsins á árunum 1859-1867. Tímabilið hefst á Parísardvölinni og hneykslinu við flutn- ing Tannháusers þar. Skömmu síðar er skiln- aðurinn við Minnu. Kynni Wagners við Ludwig II. hefjast og ástarsamband við Cosimu dóttur Franz List og eiginkonu Flans von Buow. Richard Burton leikur Richard Wagner og Vanessa Redgrave leikur Cosimu. Ketilssaga flatnefs Næstu fjóra sunnudaga klukkan 15 verður sýnd í Iðnó leiksýningin Ket- ilssaga flatnefs eftir Flelgu Arn- alds. Áð undanförnu hefur verið farið með sýninguna milli skól- anna í landinu og hún fengið góð viðbrögð og góða dóma. Inntak sögunnar er fengið úr íslendingasögunum og fjall- ar sagan um fyrstu kynni foreldra Auðar djúpúðgu, þeirra Ketils flatnefs og Yng- vildar frá Flringaríki. Leiksýn- ingin er allt i senn, brúður, grímur, látbragð, texti, leikur og tónlist. Sýningin er jafnt fyrir börn og fullorðna en sérstaklega fyrir ald- urshópinn 6-15 ára. Sýningin er á veg- um Leikhússins 10 fingur, leikstjóri er Pór- hallur Sigurðsson og Petr Matásek sá um leik- mynd. Brúður og leikur eru í höndum Helgu Arnalds. HVAfl ER Á SEYfll? Við rætur BlávatnsQalls Sænsk ævintýramynd fyrir böm og full- orðna verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14.00. Myndin heitir á frummálinu Bama frán Blásjöfjallet, handritið gerðu Björn Norström og Jonas Sima eftir samnefndri sögu. Margir þekktir leikarar koma fram í myndinni s.s. Rolv Wesenlund, Beppe Wolgers, Lasse Poysti og fleiri. Leonardo ráðstefna Dagana 26.-27. febrúar verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum á vegum Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun- ar Evrópusambandsins, en Leonardo er ætlað að koma á framfæri nýjungum í starfsmenntun, bæði innan skólakerfís- ins og í atvinnulífinu. Yfirskrift ráðstefn- unar er Developing Self-esteem and Entrepreneurial Spirit. Skipuleggjendur eru Landsskrifstofa Leonardo á Islandi og stjórnardeild Menntamála hjá Evr- ópusambandinu. Ráðstefnan hefst kl. 09.00 á föstudag og lýkur kl. 18.00 á laugardag. A meðan á ráðstefnunni stendur verður sýning á verkefnum sem unnin hafa verið með styrk frá Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni í fund- arsal Hótel Loftleiða. Kókóhundur á Kakóbar Hljómsveitin Kókóhundur spilar á Síð- degistónleikum Hins Hússins og Rásar 2 á Geysi Kakóbar í Aðalstræti í dag kl. 17.00. Kókóhundur er þriggja manna band, skipað sveinum á aldrinum 21 - 22ja ára. Aðgangur er ókeypis og öllum heimil meðan húsrúm leyfír. Saga nikkunnar í eina öld Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavík- ur gefa innsýn í það hlutverk sem harmonikan hafði um langt árabil í dansmenningu á Islandi í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudaginn 1. mars kl. 20.30. Tónlist, dans og saga tvinn- ast saman í sérlega skemmtilega og fróðlega dagskrá. Húsið opnar kl. 19.30 og er aðgangseyrir kr. 800. Kvenfélag Háteigssóknar Þriðjudaginn 2. mars býður Kvenfélag Háteigssóknar Kvenfélagi Laugarnes- sóknar í heimsókn á félagsfund Kven- félagsins í Safnaðarheimili Háteigs- kirkju kl. 20.00. Margt verður gert til gamans á fundinum og eru félagskon- ur hvattar til að fjölmenna. Sýning í Gallerí Fold Omar Stefánsson opnar sýningu í bak- sal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg á morgun laugardag kl. 15.00. Ómar út- skrifaðist frá MHÍ 1981 og stundaði framhaldsnám við Hochscule der Kúnste í Vestur Berlín 1982-86. Ómar hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum hérlendis og erlendis, og þetta er ellefta einkasýning hans. Hrafnhildur í Kringlunni I sýningarrými Gallerís Foldar í Kringl- unni stendur yfir sýning á málverkum Hrafnhildar Bernharðsdóttur. Verk hennar eru unnin með olíu á tré. Sýn- ingarrýmið er á annarri hæð í Kringl- unni gegnt Hagkaupi og er opið á opn- unartíma verslananna. Umhverfis jörðina Umhverfis jörðina er yfirskrift tónleika Skólakórs Kársness sem verða haldnir í Salnum á sunnudagskvöldið 28. febrú- ar kl. 20.30. Tónleikarnir eru í tón- leikaröðinni Ttbrá sem Kópavogsbær stendur fyrir. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt og verða flutt um 30 lög frá 25 löndum. Þar gefur að heyra mörg lög sem ekki hafa verið sungin áður hér á tónleikum. Drengjakór Kársnesskóla heiðrar tónleikagesti með amerískum kúrekasöngvum, Guðrún S. Birgisdóttir Ieikur á flautu og strengjasveit skipuð ungum kórsöngv- urum leikur með í einu verki. Skinnasýning á Sögu Samband íslenskra loðdýrabænda og Eggert feldskeri standa íyrir sýningu á skinnum og loðfeldum á Hótel Sögu laugardaginn 27. febrúar. A sýning- unni má sjá skinn frá allflestum loð- dýrabúum í landinu eða um 600 skinn í helstu litarflokkum sem íslenskir loð- dýrabændur framleiða. Sýningin hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Tískusýn- ing á vegum Eggerts feldskera verður svo í Súlnasalnum kl. 15.15 þar sem kynntar verða athyglisverðar nýjungar. Orsýning í Landsbókasafninu Kvennasögusafni Islands barst nýlega að gjöf málverk Gunnlaugs Blöndals af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940), helstu sporgöngukonu kvenréttinda á íslandi. Verkið málaði Gunnlaugur árið 1934. I tilefni áf því hefur verið sett um Örsýning um Bríeti í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns. Þar er málverkið til sýnis ásamt skrifborði Bríetar og gögn- um úr fórum hennar. Málverkið er gjöf frá Gurúnu Pálsdóttur. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 08.1 5- 19.00 og laugardaga kl. 10.00-17.00. Námskeið MHÍ Þrívíddargraffk fyrir byrjendur. Helstu grunnatriði í gerð þrívíddar- og þrí- víddarhreyfimynda. Kennari er Arn- finnur R. Einarsson myndlistarmaður. Kennt í húsnæði MHI í Laugarnesi þri. og fím. 2.-11. mars, kl. 18.00- 22.00. Hafnarborg Hafnarfirði Vtðemi Norðursins er yfirskrift sýning- ar veflistakonunnar Gun Johansson sem opnuð var þann 13. febrúar s.l. í Hafnarborg menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12.00 til 18.00 og lýkur 1. mars. Hafnarborg Hafnarfirði Sigurlaugur Sverrisson sýnir tréristur í Sverrissal Hafnarborgar. Þetta er 10. einkasýning Sigurlaugs og stendur til 1. mars. Opnunartími er kl. 12.00 til 18.00. Listhús Ófeigs Vegna mikillar aðsóknar verður sýning- in á málverkum Sigurðar Magnússon- ar, myndlistarmanns opin bæði laugar- dag og sunnudag frá kl. 14.00 til 17.00, en að jafnaði eru sýningar í Listhúsinu aðeins opnar á laugardög- um. Húnvetningafélagið Félagsvist sem vera átti á laugardaginn nk. fellur niður. Hjálmur St. Flosason, formaður sími 557-3197. Fræðslumorgun í Hallgríms- kirkju Á sunnudagsmorguninn nk. kl. 10.00 mun Guðmundur Hallgrímsson lyfsali scgja frá heimsókn til íslenskra fóstur- barna á Indlandi og sýna skyggnur. Á s.l. ári fór hópur íslenskra fósturfor- eldra í ferð til Indlands til þess að kynnast börnunum persónulega og fræðast um aðstæður þeirra og þjóðfé- lagið sem þau búa í. Þróunarkenningin á Islandi Hið íslenska bókmenntafélag efnir til fimm kvölda lærdómsnámskeiða tengt efni bókarinnar „Um uppruna dýrateg- unda og jurta“ eftir Þorvald 'fhorodd- sen. Námskeiðið nefnist: Þróunar- kenningin á Islandi um og eftir síðustu aldamót: Darwin, Benedikt Gröndal, Þorvaldur Thoroddsen, Ágúst H. Bjarnason. Leiðbeinandi á námskeið- inu verður Steindór J. Erlingsson en hann undirbjó útgáfu bókarinnar og ritaði formála. Skráning og upplýsingar eru í síma 588 9060 til og með 3. mars. Sýningalok í Nýlistasafninu Á sunnudag lýkur fjórum einkasýning- um og safnsýningu í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3b. Að einkasýningunum standa Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunnar Straumland og Jón Sæmundur Auðarson. Umsjónarmenn safns)mingarinnar eru Pétur Orn Frið- riksson og Birgir Snæbjörn Birgisson. Sex í sveit Á sunnudag verður gamanleikurinn Sex í sveit sýndur í sjötugasta sinn á Stóra sviði Borgarleikhússins. Verkið var frumsýnt 12. mars í íyrra og tekinn upp aftur 12. september eftir sumar- leyfi. Verkið hefur gengið íyrir troð- fullu húsi í allan vetur og hafa nú yfir þrjátíu og fimm þúsund manns séð sýninguna. LANPIÐ Alþingi æskunnar I tilefni 50 ára afmælis Evrópuráðsins mun utanríkisráðuneytið í samvinnu við námsmannahreyfingar efna til Al- þingis unga fólksins dagana 29.-31. mars. Þar mun 63 ungmennum af öllu landinu á aldrinum 16-20 ára verða boðið til þingfundar til að fjalla um málefni sem tengjast Evrópuráðinu. Umsóknareyðublöðum hefur verið dreift í alla framhaldsskóla landsins og þurfa að berast til ÆSÍ, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, eigi síðar en 8. mars. Ekkert þátttökugjald. Allar nánari upp- lýsingar veitir verkefnisstjóri á skrif- stofu ÆSÍ í síma 562 3035. Fatlaðir í ÍTamhaldsskóIum Kynningar- og umræðufundur á vegum Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra um # staðgreiðsluafsláttur Tsekiðerhelstatryggingin . Skattalegt hagræði . Sveigjanleg greiðslubyrði Allt að 100% fjármögnun EinfaH daemi með ■ mCl■ ■ ■■ mJPwm■ ■ ■■ mp IwmF SP-FJÁRMÖGNUN HF SP Fjármögnun • Vegmúla 3 • 108 Reykjavík • Sími 588 7200 • Fax 588 7250 § Skoðaðu vefinn okkar www.sp.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.