Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 1
Jólnann Valdimarsson, 16 ára
skíðastrákur úrReykjavík,
bersig hraustlega þó hann
hafi brotnað á báðumfótum
á skíðamóti á Siglufirði um
síðustu helgi. Dagurskrapp í
heimsókn á spítalann.
Jóhann hefur æft skíðaíþróttina með IR
frá 9 eða 10 ára aldri og keppt á vegum
sameinaðs liðs Reykjavíkur, IR, KR og
Víkings, í vetur. Um síðustu helgi var
haldið bikarmót á Siglufirði og Jóhann var
þar með félögum sfnum að keppa þegar
hann lenti í því að mannlaus og stjórnlaus
sleði keyrði yfir hann.
Allir byrjuðu að garga
„Eg var búinn að taka nokkrar upphitun-
arferðir og hafði misst bursta úr úlpunni
minni, bursta úr hesthári sem við notum
til að bursta snjóinn af skíðunum okkar.
Ég var að Ieita að honum og stóð þess
vegna í brekkunni. Það var kallað á mig,
allir byrjuðu að garga og ég fattaði ekki
neitt, leit aðeins upp í brekkuna og þá
kom sleðinn og keyrði mig niður,“ segir Jó-
hann, þar sem hann liggur sæmilega
brattur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur með
móður sína, Ingibjörgu Ragnarsdóttur, í
heimsókn.
Jóhann segist ekki vita af hverju sleðinn
fór af stað en hefur heyrt nokkrar tilgátur.
Hann segir líklegast hljóma að tveir menn
hafi verið að keyra portaverði upp í fjallið.
Þeir hafi orðið að beygja í miklum halla og
„þá drepur hann á sleðanum og hann velt-
ur yfir þá. Svo byrjar hann að renna aftur
á bak, snýst aftur við og svo áfram og húrr-
ar niður. Eg leit upp og þá fór hann beint
í lappirnar á mér,“ segir hann.
Jóhann var á skíðunum í hvilft í miðri
brekku og hefði því líklegast ekki getað
séð sleðann koma. Eftir slysið hópaðist
„Ég var búinn að taka nokkrar upphitunarferðir og hafði misst bursta úr úlpunni minni, bursta úr
hesthári sem við notum tii að bursta snjóinn afskíðunum okkar. Ég var að leita að honum og
stóð þess vegna í brekkunni. Það var kaiiað á mig, allir byrjuðu að garga og ég fattaði ekki neitt, “
segir Jóhann 1/aldimarsson, ÍR-ingur, sem fótbrotnaði á báðum á Siglufirði um helgina. mynd: þúk
fólkið að og hann hélt meðvitund allan
tímann. Sársaukinn var mikill enda sleð-
inn nokkur hundruð kíló að þyngd. Hann
var settur í spelkur í fjallinu áður en farið
var með hann á sjúkrahúsið þar sem hann
var sprautaður niður. Síðan var flogið með
hann suður og þar var hann lagður inn á
Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi.
Skómir þrýstu á fæturna
„Ég lá í lengri tfma í snjónum án þess að
það gerðist neitt. Það gerðist eiginlega allt
voðalega hægt þarna," segir hann og móð-
ir hans bætir við: „Þér fannst það en okk-
ur skilst að þú hafir fengið fyrsta flokks
þjónustu, mótsstjórinn er hjúkrunarfræð-
ingur á sjúkrahúsinu og hún sinnti þér
mjög vel.“
Jóhann brotnaði um miðjan sköflunginn
á báðum fótum og segir að sársaukinn hafi
verið mikill í fótunum, skórnir hafi verið
svo þröngir og hann ekki tekinn úr þeim
strax. Þeir hafi þrýst á fæturna og þess
vegna hafi þetta verið mjög sárt.
Skíðafærið var mjög gott á Siglufirði um
helgina, hart og hentaði því vel til keppni,
að sögn Jóhanns. Móðir hans bætir við:
„Sleðinn fór á miklu meiri hraði vegna
þess að það var hart.“ Þau velta fyrir sér
hvers vegna í ósköpunum sleðinn hafi far-
ið af stað.
Huggun harmi gegn
„Alþjóðareglur segja að sleðar megi ekki
vera í gangi meðan svæðið er opið. Ég hef
líka heyrt að svæðið sé lokað vegna þess að
það er keppni. Það er spurning hvort er
rétt,“ segir Jóhann og móðir hans bætir við
að það sé spurning hvort meðferð sleðans
hafi verið nógu gætileg, hvort honum hafi
ef til vill verið ekið of hratt.
Jóhann er nemandi í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti og verður frá námi í
nokkrar vikur eða jafnvel fram á vor og
lendir sennilega í því að læra bara heima.
Hann verður líka frá keppni það sem eftir
er tímabilsins en getur þó huggað sig við
að Iæknarnir segja að hann komist á skíði
næsta vetur. Það hlýtur að vera huggun
harmi gegn. -GHS