Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGUR S. MARS 1999 - 27 LÍFIÐ t LANDINU VEÐUR FOLKSINS Bókhald LA löglega fært og endurskoðað Vegna forsíðufréttar í Degi fimmtudaginn 25 febrúar 1999 um að bókhald Leild’élags Akur- eyrar sé í ólestri vil ég koma eftir- farandi yfirlýsingu á framfæri. Eg hef starfað sem fjárreiðu- stjóri Leikfélags Akureyrar um árabil en sótti um ársleyfi frá störfum frá 1. ágúst 1998 og lagði þá metnað minn í að öll reikningsskil og uppgjör væru á hreinu að venju. A aðalfundi Leikfélags Akureyrar sem haldinn var 9. september 1998 lagði ég fram ársreikning félagsins fyrir leikárið ágúst 1997 til júli 1998 til samþykktar. Arsreikningurinn var undirritaður af löggiltum endurskoðanda Þorsteini Kjartanssyni, félagskjörnum endurskoðendum, þáverandi leik- hússtjóra Trausta Olafssyni, þáverandi stjórn Leik- félags Akureyrar og fulltrúum leikhúsráðs. Engar athugasemdir voru gerðar við fyrrnefndan árs- reikning. Vegna mjög slæmrar Ijárhagsstöðu Leik- félags Akureyrar og umsóknar leikhúsráðs til Bæj- arstjórnar Akureyrar um auka fjárveitingu var bók- hald Leikfélags Akureyrar endurskoðað af löggilt- um endurskoðanda Akureyrarbæjar. Engar athuga- semdir hafa borist til mín, leikhúsráðs né heldur til nýráðins leikhússtjóra Sigurðar Hróarssonar varðandi reikningsskilin. Þar sem reikningsár Leikfélags Akureyrar er leikárið en ekki almanaks- árið eins og algengast er tel ég ekki óeðlilegt að bókhaldið sé nú í vinnslu. Ég vil því ítreka að árs- reikningur Leikfélags Akureyrar fyrir leikárið 1997-8 var í lagi. mti -8 til 0 stig Veðrið í dag... Norðlæg átt, gola eða kaldi austanlands, en hæg norðlæg eða hreytileg átt síðdegis. É1 í fyrstu norðaustanlands, en annars léttskýjað. Suðaustan gola og þykknar upp vestanlands, en suðaustan kaldi og snjókoma eða él á annesjum síðdegis. Betra ísland? GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR SKRIFAR Átti ísland ekki að verða betra fyrir alla, sam- kvæmt kosningaplaggi Sjálfstæðismanna fyrir síð- ustu kosningar? Það minnir mig en ásamt fram- sóknarmönnum hefur þeim tekist að byggja gjá milli þeirra er lægst hafa kjör í þessu landi og hinna sem vaða um í góðæri. Skammsýni Þetta er allsendis furðuleg ráðstöfun fjármuna og ekki verður lengi við slíkt unað, með þögninni einni saman. Því miður er engin af núverandi stjórnmálaflokkum, hvorki í stjórn eða stjórnar- andstöðu, þess umkominn að Hrðast að taka mál þessi föstum tökum. Því miður er svo einnig um málefni Ijölskyldunnar og barna í samfélaginu. Ekkert, ég endurtek, ekkert er hægt að telja sem ráðstafanir til aðhlynningar fjölskyldum og börn- um. Reykjavíkurborg hefur dansað Hrunadansinn í samkeppni við ríkið um sparnað og enn auknar kostnaðarálögur á til dæmis öryrkja og láglauna- fólk, svo með ólíkindum er. NúIIþráhyggjan er ráð- andi afl á báðum stöðum, þar sem það virðist vera stefnan að komandi kynslóðir þurfi ekki að greiða skatta, þessi kynslóð skuli ein bera byrðar. Slík skammsýni getur ekki talist aðalsmerki nokkurra þeirra stjórnmálamanna er ráða ríkjum, hvorki nú, né endranær. Fólkifyrimun Sóun og bruðl í samfélaginu hefur vissulega verið sópað undan teppinu, en ekki endilega fyrir til- stuðlan núverandi stjórnmálamanna, heldur ekki hvað síst fyrir tilkomu samkeppni í íjölmiðlun á ís- landi, og notkunar tjáningarfrelsisins. Það dugir hins vegar illa að afla meiri tekna í ríkiskassann ef ekki er hægt að útdeila þeim arði undir formerkj- um jöfnuðar, til handa manninum sjálfum, þegar á þarf að halda. Núverandi stjórnmálamenn hafa því frá mínum bæjardyrum séð ekkert að gera aftur inn á Alþingi, annað kjörtímabil, nema að þeir hinir sömu endurskoði að verulegu leyti það gildis- mat sem ráðið hefur ferð síðasta kjörtímabil og byggist á þrefi og þrasi um keisarans skegg, agnúa- hætti og rifrildum, og samdansi kringum gull- kálfinn þess á milli, og flokkaflakki allra handa. Þeir hinir sömu hafa steingleymt þ\a að ennþá er þeim sem hafa tapað heilsu gert að lifa af helm- ingnum af hundrað þúsund krónum á mánuði til handa sér og sínum, einnig þeim er kjósa að eyða einhverjum tíma með börnum sínum á fyrsta ári í lífi þeirra. Þessir bræður okkar og systur hafa varla til hnífs og skeiðar á Islandi, það eitt er til skamm- ar fyrir okkur öll. Hér er það nefnilega spurningin um að flokka fólk í fyrirrúm, sjúkir, aldraðir og börn eru líka íslenskt fólk. Islenskir stjórnmálamenn allra flokka á Alþingi, ég spyr: Ætlið þér að bjóða þegnum landsins þessa ráðstöfun inn í nýja öld? Ef svo er, teljið þér að þér munuð ná endurkjöri? Að mæla tímann með teygju HALLDOR ERLENDSSON SKRIFAR Enn og aftur gamla tuggan um aldamótin tvö. Maður fer ósjálfrátt að hlakka til áranna 2001-2002-2003 sem engu máli skiptir hvort lífs eru eða liðin þegar að þeim kemur. Þó verður maður að játa á sig lesningu sumra greina sem birst hafa um þrætumálið. Einnig að hafa sperrt eyru við og við þegar þessi umræða ber á góma. Enda verð- ur enginn saddur nema af áti. Sést hafa mörg rök, góð og gild, borin upp af talsmönnum beggja sjónarmiða, það eindreg- in að jafn iáfróður maður um stærðfræði og undirritaður getur farið að draga ályktanir. Spurn- ingin er bara um forsendur? Eigum við að nota „reglustiku- aðferðina"? Það er ekki með nokkru móti hægt að taka undir þá útkomu sem greinarritari einn fékk nýlega með beitingu þeirrar aðferðar. Reglustikan byrjar nefnilega á núlli og gagnstætt því sem um- ræddur greinarritari komst að leiðir hún okkur í þann „sann- leika“ að aldamótin verða um áramótin 1999-2000. Þegar fingrinum er rennt frá núlli og upp eftir stóru reglustikunni og hann kemur að einum, þá er einn búinn; eitt bil; eitt ár ef vill. Þegar hann kemur að tveimur þá eru tvö bil að baki þannig að þegar að 2000 kemur þá eru á sama hátt 2000 bil að baki; 2000 ár liðin; tvö árþús- und búin og basta - ekki satt? En spurt er um forsendur og þá verður spurningin einfaldlega og augljóslega: Fæddist Jesús eins árs eða varð hann eins árs eftir að hafa lifað í eitt ár (1. jan., árið 1 í hans tilfelli) eins og títt er um flesta þá sem ég þekki? Umorðun: Var árið 0 til? Var e.t.v. skipt beint úr -1 f.k. í + 1 e.k.? Þetta er sagnfræðileg spurning og skortir mig sagn- fræðilega þekkingu til að gerast dómari i þessu brennheita deilu- máli sem svo oft hefur lifgað upp á samkomur fólks í gegnum tíðina. Læt ég þá á milli hluta Iiggja hvort meta eigi fegurðar- gildi tölunnar 2000 eður ei eða það hversu miklu fleiri tölustafir breytast þegar skiptir úr 1999 í 2000 heldur en úr 2000 í 2001. Blönduós Akureyri Egilsstaðir Bolungarvík í\\\ \ii íí íí n | i / íj ^ w Reykjavík Kirkjubæjarklaustur í í •—. •''" •/ I í I I •—■ •/~ • I */* Stykkishólmur Stórhöfði vísZ7s0FA Veðurspárit 04.03.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. k Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum í gær var skafrenningur á vegum á Eyjafjarðarsvæðinu og á ölliun vegiun austan Akureyrar í Norður-Þingeyjarsýslu og á Austurlandi. Ófært var um Sandvíkurheiði, Vatnsskarð eystra og Breiðdalsheiði, og þungfært um Fjarðarheiði. í öðrum landshlutum var góð vetrarfærð. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glerórgölu 32 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.