Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 2
18-föstudagur s. mars 1999 Uaguir LÍFIÐ í LANDINU ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvaö ætlar þú að gera? „Vakning fyrir þjóbún- ingasaumi, “ segir Heiga Sigurbjörns- dóttir. Þ] óðbúningasaumur „Eg ætla að sauma þjóðbúninga um helgina," segir Helga Sigurbjörnsdóttir, leikskólakenn- ari á Sauðárkróki. „Þessa stundina er ég með sauma á tveimur þjóðbúningum í takinu og sex konur á námskeiði sem eru að Iæra þessa listgrein. Það virðist núna einmitt vera tals- verð vakning fyrir svona saumaskap. - Eg þarf líka að hafa samband við þá höfunda sem komust með Iög sín í tíu laga úrslit í Dægur- lagakeppni okkar í Kvenfélagi Sauðárkróks, sem verður haldin þann 30. apríl. A mánu- daginn síðasta völdum við Iögin sem komast í úrslit og nú tekur við að koma málunum í far- veg og lögunum í útsetningu.“ „Þúsund manna árs- hátíö, “ segir Jóhann Guðni Reynisson. „Einhver stund með fjöiskyidunni, “ segir Jón Úiafsson. Hátíð í Hafnarfirði „Um helgina er árshátíð starfsmanna Hafnar- Ijarðarbæjar sem ég hlakka virkilega til þess að mæta á,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingafulltrúi Hafnaríjarðarbæjar. „Þetta er ekki minna en þúsund manna veisla og verður gleðin sjálfsagt í fullu samræmi við mannfjöldann, enda eru Hafnfirðingar veisluglatt fólk og þess vegna meðal annars er gaman að vera kominn aftur heim í heiðar- dalinn hér í Firðinum eftir nokkurra ára bú- setu norður í landi. A sunnudaginn ætla ég síðan að hjálpa tengdamóður minni og mág- konu að flytja í Hafnarfjörð sunnan úr Njarð- vík. Til þess verkefnis hlakka ég, bæði að þær skuli flytja hingað til okkar og síðan er líka ágæt líkamsrækt að bera búslóð.“ Knattspyma með Kötturam ,Á föstudaginn ætla ég í fótbolta með félög- unum mínum í Kötturunum, en það er lið áhangenda Þróttar. Það er gamall og góður siður hjá okkur að bregða okkur stundum saman í fótbolta og gleyma þannig öðrum við- fangsefnum líðandi stundar," segir Jón Ólafs- son tónlistarmaður. „A laugardagskvöld er ég að spila á balli suður í Hafnarfirði með Bítla- vinafélaginu svo það kvöld er frátekið og ég reikna þá með að einhver hluti dagsins fari í undirbúning vegna þess balls. Á sunnudegin- um ætla ég að gera allt annað en að vinna og helst eiga einhverja stund með fjölskyldunni, þó ekki sé hægt að segja til um á þessari stundu hvað við gerurn." / áraraðir hefur helsti starfi Úla H. Þórðarsonar verið sá að hvetja fólk til þess að spenna beltin og kveikja Ijósin. Þar hefur hann lög að mæla og vissulega hefur árangur sést afþví þjóðþrifastarfi að fækka umferðarslysum í landinu. Kannski ekki nægilegur, en þrátt fyrir það virðist Úli í Umferðarráði þó eldast vel og gott er að geta brosað einsog honum var til dæmis gefið þegar þessi mynd var tekin I hljóðveri Útvarpsins á Skúlagötunni fyrir um tuttugu árum. ■ LÍF OG LIST Ótal bækur úr Reykjavíkursögu „Ég er að j^H|l||||||| lesa ótal |W|M^HÍ bækur um l.jj& sögu Reykjavíkur . .T á tímabilinu 1870 til 1875, sem kemur til vegna þess að nú er ég að vinna að uppsetn- ingu leikrits hér á Akureyri J1, .V*. sem heitir Systur í syndinni og er eftir þær Iðunni og Kristínu hiy Steinsdætur. Það fjallar um systrabandalag i Reykjavík einmitt á þessum árabili,11 segir Ji-,t'■ - Kolbrún Halldórsdóttir, leik- .V'- ■' ■ stjóri. „Þykkasta bókin þarna HMallBMr er Saga Reykjavíkur eftir Guð- jón Friðriksson og svo er þarna önnur bók mjög fín sem ég hef í takinu sem heitir Islandsdætur og íjallar um sögu kvenna á Islandi og er eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur og Símon Jón Jóhannsson. Þá er ég einnig með aðrar frábærar bækur við hendina, það eru minningabækur Guðrúnar Borgljörð og Ágústs Jósepssonar, sem bæði ólust upp í Reykjavík á þessum tíma.“ Sigrún og Selma „Ég hef mikla þörf fyrir að hlusta á íslenska tónlist þegar ég er að vinna við íslensk Ieikrit. Núna er ég með verk með Jórunni Viðar og Tjarnarkvartettinum undir geislanum, sem tekur einmitt þátt í sýningunni með okkur. Einnig annan ágætan geisladisk þar sem þær Sigrún Eðvarðsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari Ieika ís- lensk lög. Þá langar mig einnig að nefna írsku söngkonuna Enya sem ég held mikið uppá svona í bland með öðru.“ Ekki Hollywoodmyndir „Ég er þannig sett hér á Akur- eyri að ég er ekki með mynd- bandstæki og sakna þess alls ekki. Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Festen, sem ég sá á kvikmyndahátíð í Reykjavík nýlega - og helst fer ég í bíó til að sjá evrópskar myndir og mest hef ég gaman af evrópskum myndum ýmiskonar. Minna gaman hef ég aftur á móti af dæmigerð- um amerískum Hollywoodmyndum." -SBS. FRÁ DEGI TIL DAGS „Fiskur og gestur fara að Iykta illa á þriðja degi Ókunnur höfundur. Þau fæddust 5. mars • 1512 fæddist flæmski kortagerðamað- urinn Gerardus Mercator. • 1637 fæddist hollenski málarinn Jan van der Heyden. • 1871 fæddist þýska byltingarkonan Rósa Luxemburg. • 1887 fæddist brasilíska tónskáldið Heitor Villa-Lobos. • 1908 fæddist enski leikarinn Rex Harrison. • 1936 fæddist bandaríski leikarinn Dean Stockwell. • 1939 fæddist Markús Á. Einarsson veðurfræðingur. Þetta gerðist S.mars • 1865 brann Möðruvallakirkja í Hörgár- dal í Eyjafirði. • 1933 hlaut þýski Nasistaflokkurinn 44% atkvæða í þingkosningum, sem gerði þeim kleift að hrifsa til sín öll völd í landinu. • 1946 flutti Winston Churchill fræga ræðu um „Járntjaldið“ milli austur- og vesturhluta Evrópu. • 1953 lést Jósef Stalín eftir 29 ára valdasetu í Sovétríkjunum, 73 ára að aldri. • 1960 var Elvis Presley útskrifaður úr bandaríska hernum eftir tveggja ára þjónustu. • 1982 fannst bandaríski gamanleikarinn John Belushi látinn í leiguíbúð í Hollywood, 33 ára að aldri. Banamein- ið var of stór eiturlyfjaskammtur. Visan Vísa dagsins er bónorðsvísa Bólu-Hjálm- ars: Dreg ég út á djúpið þitt, því dætur átt og sonu, gamli heimur, greyið mitt, gefðu mér nú konu! Kvikmyndagerðarmaðurinn og rit- höfundurinn Pier Paolo Pasolini fæddist í Bologna á Ítalíu árið 1922. I kvikmyndum hans kemur jafhan fram sterk gagnrýni á borg- aralegt þjóðfélag og er þar ekki alltaf fylgt hefðbundnum frásagnar- máta afþreyingariðnaðarins. Að morgni 2. nóvembers 1975 fannst Pasolini látinn, liggjandi á grúfu á auðu Iandsvæði. Ungur maður hlaut síðar dóm lyrir morðið. Káboyletkur Þrír bræður voru í byssuleik úti í garði. Það var sólskin og blíða. Móðir þeirra var að hengja upp þvott. Einn drengjanna miðaði byssunni að mömmu sinni og öskraði: „Bang, þú ert dauð!“ Hún létt sig detta í grasið, og þegar hún stóð ekki strax upp, hljóp nágranna- konan til hennar. Til þess að athuga hvort hún hefði skaðast í fallinu. Móðirin hvíslaði í eyra nágrannakon- unnar sem hafði beygt sig yfir hana.: „Uss, ekki segja frá. Þetta er eini mögu- leiki minn til þess að hvíla mig.“ Veffang dagsins Bandaríska veftímaritið Salon er jafnan með áhugavert efni af ýmsu tagi, og veffangið www.salonl999.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.