Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 3
 FÖSTUDAGUR 5. MARS 19 9 9 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Hlátuiinn geymir bestu stundimar Bjami Jónasson læknir safnar bók- um og myndum með læknaskopi. Sérlegt áhugamál hans erteikni- myndafígúran Hermann. „Eg hef haft gaman af skoplegum hliðum mannlífsins frá því ég man eftir mér. Eg átti því láni að fagna að eiga föður sem var læknir. A unglingsárum mínum gaukaði hann að mér bókum og öðru slíku um þetta efni. Hin seinni ár hef ég lagt mig eftir því að safna myndum og keypt mér bækur, sér- staklega myndabækur, þar sem er skopmynd með texta undir. Eg hef aðallega Iagt mig eftir teiknimyndafígúrunni Hermanni sem birtist í Morgunblaðinu," segir Bjarni Jónas- son, heimilislæknir í Garðabæ. Ahugi lækna á skopi hefur ekki verið öll- um Ijós en nú er það líklega að breytast. Stofnuð hafa verið norræn samtök um læknaskop og er kynningarfundur fyrir ís- lenska Iækna í kvöld. Með þessum samtök- um ætla læknarnir meðal annars að veita sjálfum sér og öðrum ánægju og koma í veg fyrir að menn taki sjálfa sig of hátíðlega. Til- gangur samtakanna er til dæmis að stuðla að því að skop sé notað innan heilbrigðis- kerfisins til þess að laða fram „leikandi og læknandi krafta lífsgleðinnar', bæta sam- band lækna sín í milli og við aðra, stuðla að vísindastarfsemi um læknaskop, sérstaklega hvað varðar þýðingu skops fyrir heilsuna, auka gleði og koma í veg fyrir að menn brenni út í starfi. Hinar norrænu þjóðirnar hafa sinnt læknaskopi talsvert og hefur til að mynda forseti nýstofnaðra norrænna samtaka um Iæknaskop haldið úti hálfsmánaðarlegum dálki með læknaskopi í norska læknablaðinu í rúm tvö ár og birt þá sögur frá læknum. ís- lenskir læknar hafa lítið sinnt læknaskopi og erfitt er að finna innlendar bækur eða myndir með slíku efni. Tvær bækur hafa þó komið út, Geggjað grín um sjúkrahús og bókin Læknabrandarar, sem Olafur Hall- dórsson safnaði_____________________ Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar og geymir frásagnir af samskiptum lækna við sjúklinga. Oftlega koma upp skemmtileg atvik í læknisstarfinu og Bjarni Jónasson segist finna fyrir því í vaxandi mæli að sjúklingar segi skemmtisögur ef þeir viti að læknirinn hefur gaman af slíku. í seinni tíð hefur Bjarni farið að skrá niður þessar sögur og vonast til að geta haldið því áfram. EkM hægt að þegja... „Hermann og höfundur hans, Jim Unger, sem er Breti og býr í Bandaríkjunum, er al- gjör snillingur í því að draga fram þessar skoplegu kringumstæður í daglegu lífi fólks. Hann er með svo meitlaðan einfaldan texta að hann hittir yfirleitt beint í mark. Hann hefur meðal annars teiknað kringumstæður þar sem læknir og sjúklingur eiga í einhverj- um samskiptum. Það koma fram svo bros- legar hliðar á þeim samskiptum að það er hreinlega ekki hægt að þegja yfir því. Maður getur notað þetta til þess að draga fram og miðla öðrum, reynt að opna augu fólks fyrir því að það er hægt að hafa gaman af ýmsu í lífinu, meðal annars samskiptum Iæknis og sjúklings. Það hefur sýnt sig að ef maður hleypir þessu inn í vinnuumhverfið þá hafa bæði sjúklingur og læknir gagn af því,“ segir Bjarni. Hann telur að það séu oft á tíðum bestu stundirnar sem læknir á þegar hann getur hlegið með sjúklingi sínum að því „sem er ekki endilega efni dagsins, ekki ástæðan fyr- ir því að hann kemur. Eg hef orðið var við það í seinni tíð þegar fólki hefur orðið ljóst að ég hef gaman af fleiru en bara því að sinna beinum læknisverkum, meðal annars skopi, að þá framreiðir fólk spaug meir og meir að fyrra. bragði,“ segir hann. „Ef sjúkl- ingurinn veit að Iæknirinn er ekki síður mannvinur og fagmaður sem hægt er að tala við um annað en bara sjúkdóma þá er skop eitt af því sem sjúklingurinn gjarnan opnar á. Ef hann veit að læknirinn er einn af þeim sem hefur gaman af að heyra skemmtilegar sögur þá byrjar hann gjarnan samtalið á „hefurðu heyrt söguna...“ og svo kemur sag- an,“ segir Bjarni. Til að skopið hitti í mark segir Bjarni að yfirleitt þurfi að vera búið að vinna vissa for- vinnu. Báðir aðilar, bæði læknir og sjúkling- ur, þurfi að þekkja hvorn annan og vita ná- kvæmlega um hvað hlutirnir snúast. Eitt það versta sem geti gerst í samskiptum læknis og sjúldings sé að það komi upp einhver mis- skilningur þannig að sjúklingurinn fái á til- finninguna að læknirinn sé að grínast á kostnað sjúklings. Slíkt megi auðvitað ekki gerast. Fátt er dapurlegra... Eins og áður hefur komið fram hefur Bjarni safnað myndum þar sem samskipti læknis og sjúklings koma fram og hann hefur hald- ið fyrirlestra. Hann segir að það sé ótrúleg upplifun að finna hve kærkomið það sé fólki að hlæja og hefur komið sér upp ákveðinni aðferðafræði til að boðskapurinn hitti í mark. Hann byrjar á því að sýna mynd og fara um hana nokkrum orðum þannig að all- ir séu sér meðvitaðir um það sem er í vænd- um. Síðan sviptir hann hulunni af textanum og þannig verða allir samferða gegnum ferl- ið, skynja skopið á sama sekúndubrotinu þ\í að „fátt er dapurlegra en að sjá skopperlu koma upp á tjaldið og skynja að fólk náði ekki því sem það átti kost á að ná.“ Bókin Læknabrandarar kom út á Akureyri 1984. I henni birtast brandarar sem Olafur Halldórsson hefur safnað, ekki endilega dagsannir held- ur jafnvel goðsagnir af ís- lenskum læknum. Hér koma nokkrir... ••• Einhverju sinni höfðu pró- fessor Jón Steffensen og Kristín kona hans verið hoðin t hús að kvöldlagi og voru að skilnaði leyst út með gjöfum - sinni bjórflöskunni hvort. Eftir að heim var komið var prófessor- inn eitthvað að hauka frammi t eldhúsi en frúin dreif sig t rúmið. Allt t einu heyrir hún dynk og brothljóð úr eldhús- inu. Hún luillar þú fram og spyr hvað gangi á. Þá svarar prófessor Jón: „M-m-m, þarfór þín, kona!“ • •• Eitt sinn var Ari læknir á leið í vitjun. Hann sat á hesta- sleða ásamt öðrum manni. Kalsavindur var á móti og sneri læknir baki i vindinn. Ari sat þungt hugsi, drúpti höfði langan tíma og hefur trúlega runnið t brjóst. Allt í einu leit hann upp, starði á slóðina eftir sleðann og sagði: „Hér hefur einhver verið á ferðinni nýlega með hest og sleða!" • •• Eitt sinn kom móðir nokk- ur til Baldurs Jónssonar og hafði með sér þriggja mánaða gamlan son sinn. Þegar Baldur hafði skoðað snáðann snýr hann sér að konunni og segir: „Og er þetta þitt yngsta barn?“ • •• Eitt sinn sem oftar þurfti Stefán Þorláksson að bregða sér til Þýskalands. Hann bað Magnús Ásmundsson sem þá var læknir lyfjadeildar FSA að lita eftir t'búð sinni meðan hann væri t burtu, vökva blóm og fleira þess háttar. Þegar Magnús er t fyrstu eftirlitsferð- inni hringir stminn og spurt er eftir Stefáni. Magnús segir sem er að Stefán sé erlendis. „En hver ert þú?“ var þá spurt. „Eg tek til hjá Stefáni," svaraði Magnús. ••• I þann mund setn „pillan" svolutllaða var að ná vinsæld- um hér á landi kvartaði frú nokkur á Bíldudal yfir þvi að hún væri dýr. „Dýr,“ sagði Ein- ar, „dýr, nei heyrðu nú, ef nokkurs staðar ætti að leggja á skemmtanaskatt þá væri það á pilluna!" • •• Hefðarfrú ein kom mjög áhyggjufull með dóttur sína sextán ára til læknis. Hannfer nú með stúlkuna inn á lækn- ingastofu stna en móðir henn- ar bíður í biðstofunni á með- an. Þegar stúlkan hafði fengið að vita að hún væri barnshaf- andi optiar hún hurðina, veif- ar hendi til móður sinnar og kallar: „Halló, amtna!" • •• Kona nokkur var skorin upp á sjúkrahúsi og var svæfð jyrir aðgerðina. Það ber oft við að sjúklingar tala um áhuga- mál st'n upp úr svefninum. Svo var um konuna, hún kallaði oft: „Lárus, Lárus, kysstu mig." Þegar hún var orðin albata kveður læknir hana og segist biðja að heilsa Lárusi. „Lárusi, þekkið þér hann?" spurði kon- an. „Já, ég veit það muni vera maðurinn yðarsvaraði lækn- irinn. „Nei, það er vinnumað- urinn okkar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.