Dagur - 05.03.1999, Blaðsíða 5
Xte^HT
FÖSTUDAGUR 5. MARS 1999 - 21
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
TÓNLIST
SKEMMTANIR
Bamlð mltt og bamið þitt
Kvenfélagið Hlífá Akureyri
heldur styrktartónleika í
íþróttahöllinni á morgun
klukkan 16.00.
Styrktartónleikarnir bera yfirskriftina „Barn-
ið þitt og barnið mitt“ og eru haldnir til að
safna fé til kaupa á svokölluðu gjörgæslu-
tæki á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.
Allt norðlenskt
Fjöldi norðlenskra listamanna kemur fram á
tónleikunum. Þarna syngja Álftagerðisbræð-
ur við undirleik Stefáns Gíslasonar, Flulda
Björk Garðarsdóttir syngur við undirleik
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, Jóna Fann-
ey Svavarsdóttir og Svavar Jóhannsson
syngja við undirleik Helgu Bryndísar. Þá
syngur Karlakór Akureyrar-Geysir undir
stjórn Roars Kvam, Karlakór Eyjaíjarðar
undir stjórn Atla Guðlaugssonar og
Kirkjukór Glerárkirkju undir stjóm Hjartar
Steinbergssonar. Óskar Pétursson syngur við
undirleik Helgu Bryndísar. Hljómsveitin
PKK leikur írska tónlist, Stefán Örn Arnar-
son og Marion Herrera leika saman á selló
og hörpu, Tjarnarkvartettinn syngur og síð-
an Örn Viðar og Stefán Birgissynir við und-
irleik Daníels Þorsteinssonar.
Kynnir á tónleikunum verður Gísli Sigur-
geirsson fréttamaður. Aðgangseyrir er 2.000
krónur en ókeypis er fyrir 14 ára og yngri.
Forsala aðgöngumiða er í Bókvali og AB
búðinni í Kaupangi.
Börmmiun allt
Kvenfélagið Hlíf stendur sem fyrr segir að
tónleikunum en allt síðan 1973 hefur líkn-
arstarf félagsins nánast eingöngu beinst að
því að bæta tækjabúnað barnadeildar FSA.
Til gamans má geta að núvirði þeirra tækja
sem Hlífarkonur hafa gefið á þessum 25
árum er eitthvað á tólftu milljón.
A blaðamannafundi á þriðjudag afhenti
formaður Hlífar, Halldóra Stefánsdóttir, yfir-
lækni barnadeildarinnar, Magnúsi Stefáns-
syni, tæki sem félagið hefur safnað fyrir með
sínum reglulegu fjáröflunarleiðum, en þær
eru helstar merkjasala, kortasala fyrir jólin,
kaffisala á sumardaginn fyrsta og eitt til tvö
bingó á ári. Tækið er svokallað astmaprófun-
artæki og kostar 384 þúsund krónur og var
tekið í notkun skömmu fyrir jól.
Tónleikarnir núna eru haldnir til að safna
fé til kaupa á gjörgæslutæki á barnadeildina
en það samanstendur af Ijórum tækjum og
móðurtölvu og kostnaðurinn meiri en svo að
hinar hefðbundnu íjáröflunarleiðir dugi.
Tækin er hægt að fara með á milli sjúklinga
og við hvert rúm á nýrri barnadeild verður
innstunga fyrir tækið þannig að upplýsingar
um heilsufar sjúklings fara beint inn í móð-
urtölvuna. Þannig er á augabragði hægt að
sjá hvað er að gerast hjá sjúklingi. Heildar-
verð þessara tækja er rúmlega þrjár milljónir.
„Fnunsýning“ og „Haniingjurán“
Leikfélag Dalvíkur ogFrey-
vangsleikhúsið íEyjafjarðar-
sveitfrumsýna hæði á laugar-
dagskvöld. „Frumsýning“
Hjörleifs Hjartarsonar á Dal-
vík, „Hamingjurán“Bengts
Ahlfors íFreyvangi.
„Fnunsýning“ fnunsýnd
Leikfélag Dalvíkur frumsýnir annað kvöld
nýtt leikrit Svarfdælingsins Hjörleifs Hjart-
arsonar, sem sennilega er betur þekktur fyrir
söng sinn með Tjarnarkvartettinum en fyrir
leikritagerð, enda er hér frumraun hans á
þessu sviði. Sýnt er í Ungó á Dalvík.
Leikfélag Dalvíkur ákvað að brjóta blað á
fimmtíu og fimm ára afmæli sínu. Það fól
Hjörleifi að skrifa fyrir leikfélagið í tilefni
tímamótanna og er þetta í fyrsta sinn sem
leikrit er sérstaklega skrifað fyrir leikfélagið
á Dalvík með leikhópinn þar í huga.
Sögusviðið í Frumsýningu er búningsher-
bergi hjá leikfélagi í ónefndu plássi þar sem
frumsýning á Skugga-Sveini er um það bil
að heljast. Spenna er í loftinu, ekki einungis
vegna sýningarinnar heldur líka vegna at-
burða sem hafa verið að gerast f bæjarfélag-
inu og ýmislegt hefur áhrif á einbeytingu
Ieikaranna. Lífið í Iitlum bæ, þar sem allir
þekkja alla og einkamálin eru á hvers manns
vörum, teygir anga sína inn á leiksviðið, í út-
legðina til Skugga-Sveins og félaga. Sýningin
hefst og baksviðs er öllum brögðum beytt við
að bjarga því sem fyrirsjáanlega mun fara úr-
skeiðis uppi á sviði, þar eru hárgreiðslukon-
an og brunavörðurinn í aðalhlutverkum.
Tuttugu leikarar stíga á svið í sýningunni
auk svipaðs fjölda að tjaldabaki. Leikstjóri er
Sigrún Valbergsdóttir.
Hamingjuránið
Freyvangsleikhúsið í Eyjaíjarðar-
sveit frumsýnir „Hamingjuránið“
eftir Bengt Ahlfors annað kvöld (í
Freyvangi auðvitað).
Verkið er rómantískur gaman-
söngleikur og hefur verið sýnt víða
á Norðurlöndum og það vakið
mikla kátínu áhorfenda. Hér er um
að ræða ástar- og örlagasögu ís-
lensks karlmanns og ítalskrar
blómarósar, sem hittast fyrir tilvilj-
un í Frakklandi og eiga í talsverð-
um erfiðleikum með að gleyma
hvort öðru. Og eins og vera ber
grípa örlögin til sinna ráða - og
misskilnings - svo framhald megi
nú verða á sögunni.
Leikstjóri sýningarinnar er Jón
Stefán Kristjánsson en snilldarleg
þýðing verksins kemur úr smiðju
Þórarins Eldjárns, sem jafnframt
hefur staðfært verkið og búið því bólstað að
stórum hluta á íslenskri grund.
Leikarar í „Hamingjuráninu" eru 15 tals-
ins og spanna þeir innbyrðis margra áratuga
aldursbil. Er þar um að ræða jafnt þaulvana
söngvara og leikara sem nýgræðinga í list-
inni. Að auki leggja allmargir einstaklingar
hönd á plóg hvað varðar búninga, sviðsmynd
og fleira. Tónlistarstjórn er í höndum Garð-
ars Karlssonar sem hefur fengið til liðs við
sig úrvals hljóðfæraleikara.
IIM HELGINfl
Maraþontónleikar
Á morgun heldur Gradualekór
Langholtskirkju maraþontón-
leika í Langholtskirkju frá
klukkan 10.00 til 20.00. Tón-
leikarnir eru hluti af fjáröflun
kórsins vegna tónleikaferðar
til Kanada næsta sumar.
Niagara Falls
tónlistarhátíðin
Kórinn þáði boð um að
syngja á alþjóðlegri tónlistar-
hátíð, Niagara Falls
International Music Festival,
í byrjun júlí. Á tónleikunum
verða sérstakir gestir Barna-
kórar Hallgrímskirkju undir
stjórn Bjarneyjar Ingibjargar
Gunnlaugsdóttur og Skólakór
Kársness undir stjórn Þór-
unnar Björnsdóttur. Einnig
mun kvartettinn „Djúsí syst-
ur“ syngja, en þær stöllur eru
allar íyrrverandi Grallarar.
Þess má geta að kvartettinn
vann nýlega söngkeppni MR
og mun fyrir skólans hönd
taka þátt í söngkeppni fram-
haldsskólanna. Ein þeirra,
Lára Bryndís Eggertsdóttir,
mun einnig leika einleik á pí-
anó.
Nokkrir fyrrverandi og nú-
verandi „Grallarar“ eru í
söngnámi og munu syngja
einsöng. Innan Gradu-
alekórsins starfar kammer-
sveit sem samanstendur af
sjö fiðluleikurum, lágfiðlu,
þremur sellóleikurum og
tveimur flautuleikurum.
Strengjasveitin mun leilca
undir í nokkrum verkum með
kórnum og einnig sjálfstætt
Gradualekór Langholtskirkju.
og nokkrir félagar munu leika
einleik. Þá munu „Krútta-
kór“, fjögurra til sjö ára, og
Kórskólakór Langholtskirkju
(eldri en átta ára) syngja und-
ir stjórn þjálfara sinna, Bryn-
dísar Baldvinsdóttur, Hörpu
Harðardóttur og Laufeyjar
Ólafsdóttur.
Áheitasöfniui
Kórfélagar munu dagana lýrir
tónleikana safna áheitum og
einnig er hægt að hringja í
kirkjuna í síma 520 1300 til
að gefa í ferðasjóðinn. Að-
gangseyrir er 500 krónur og
kaffi eða djús og meðlæti er
innifalið.
Dagskráin verður á þessa
leið: kl. 10-12 Gradualekór-
inn. Kl. 12 - Kammersveit
Gradualekórsins og einleikar-
ar. Kl. 13 - Einsöngvarar úr
Gradualekórnum. Kl. 14 -
Gradualekórinn. Kl. 15 -
Barnakór Hallgrímskirkju. Kl.
16 Krútta- og Kórskólakór-
arnir. Kl. 17 - „Djúsí systur“
og Lára Bryndís Eggertsdótt-
ir. Kl. 18 - Skólakór Kársness.
Kl. 19 - Gradualekórinn.
V_____________________________/