Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 4
'20 - LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 915 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði kl. 20.00 Tveir tvöfaldir Ray Cooney I kvöld Id. - uppselt Id. 13/3 - laus sæti föd. 19/3 - örfá sæti laus föd. 26/3 - nokkur sæti laus Brúðuheimiii - Henrik Ibsen Menningarverðlaun DV 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir Á morgun sud. nokkur sæti laus Id. 20/3 - Id. 27/3 Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren á morgun sud. kl. 14:00 sud. 14/3, kl. 14:00 sud. 21/3, kl. 14:00 Sýnt á Litla sviði kl. 20.00 Abel Snorko býr einn Erik-Emmanuel Schmitt í kvöld Id. - uppselt föd. 19/3 - örfá sæti laus A.t.h. ekki er hægt að hleypa ges- tum inn í salinn eftir að sýninq hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20.30 Maður í mislitum sokkum - Ammundur Backman í kvöld Id. 6/3, 60. sýn. - uppselt á morgun síðdegissýn. kl. 15:00 - uppselt fid. 11/3 - uppselt, föd.12/3 - uppselt Id. 13/3 - uppselt sud. 14/3 - uppselt fid. 18/3 - uppselt föd. 19/3 - uppselt Id. 20/3 - örfá sæti laus A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Mád. 8/3 kl. 20:30 ÁFRAM STELPUR. Sérstök tónlis- tardagskrá I tilefni alþjóðlegs barát- tudags kvenna. Miðasalan er opin mánud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl.10 virka daga. Simi 551-1200. ajm LEIKFELAG W* ©fÍREYKJAVÍKURj® BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie í dag lau. 6/3 - uppselt Sun. 7/3 - uppselt Lau. 13/3 - uppselt Sun. 14/3 - uppselt Lau. 20/3 - uppselt 21/3 - örfá sæti laus Lau. 27/3 - örfá sæti laus Sun. 28/3 - nokkur sæti iaus Stóra svið kl. 20.00 Horft frá brúnni eftir Arthur Miller 7. sýn. lau, 13/3, hvít kort Fim. 18/3, Lau. 27/3 Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Camoletti ( kvöld lau. 6/3 - uppselt fös. 12/3 - uppselt fös. 19/3 - örfá sæti laus Lau. 20/3, nokkur sæti iaus Fös. 26/3 Stóra svið ki. 20.00 íslenski dans- flokkurinn Diving eftir Rui Horta Flat Space Moving eftir Rui Horta Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur 5. sýning sun. 7/3, gul kort Litla svið ki. 20.00 Fegurðard rottn i ng in frá Línakri eftir Martin McDonagh Frumsýning fim. 11/3 - uppselt 2. sýn. lau. 13/3,_____ Miðasalan er opin daglega frá kl. 12 - 18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 .TWwir . .rt Bankavald og mafíur Spennusagana- höfundurinn snjalli John le Carré hefur sent frá sér nýja skáldsögu „Single & Single“ - þar sem sagt er frá afdrifaríkum samskiptum bresks stór- banka, sem heitir sama nafni og bókin, og umsvifamikl- um mafíósum frá fyrrum Sovét- ríkjunum. Sumir telja þetta bestu skáldsögu hans um árabil, aðrir fínna henni ýmislegt til for- áttu, ekki síst niðurlagið. Hvað sem því líður er ljóst að þetta verður enn ein metsölubókin. Segja má að skúrkar nýju sög- unnar hitti beint í mark. I stað hefðbundinna sovéskra njósnara kalda stríðsins eru arftakar þeirra komnir í aðalhlutverkin - rúss- neskir mafíósar sem stunda vopnasmygl og margvíslega aðra glæpi og þurfa nauðsynlega á að halda samvinnu við vestrænar bankastofnanir til að annast um- fangsmikið peningaþvætti. Rússland á hnjánum „Eg vildi koma inná mikilvægan þátt í sögu samtímans. Sem stendur er Rússland á hnjánum efnahagslega. Það er vegna græðgi glæpalýðs landsins og yf- irstéttarinnar, en einnig fyrir skammsýni vesturlandabúa. Þeg- ar kalda stríðinu lauk vildu flest- ir vestrænir fjárfestar sem komu til Rússlands græða mikið í skyndi og flýja svo land áður en allt hryndi. Valdastéttin í Rússlandi fór í kapitalistísk klæði og hélt svo áfram að sjúga blóðið úr þjóðinni. Ný, rótlaus kynslóð hefur alist upp í þeirra mynd. Allir hugsa um það eitt að græða,“ segir Carré í nýlegu við- tali um bókina. Hann segir hrun sovéska efnahagskerfisins síð- ustu árin hafa verið mestu útsölu árþúsundsins. Skúrkarnir í sögunni - Orlov- bræðurnir rússnesku - eru dæmi- gerðir fyrir þessa nýju mafíósa sem líta á veröldina þar eystra sem einkaleikvöll sinn og svífast einskis til að græða. Faðir og sonur Nýja sagan íjallar annars um gamalkunnugt viðfangsefni höf- undarins; erfið samskipti föðurs og sonar, sem Carré gerði einna best skil í sögunni „The Perfect Spy.“ Þar byggir hann á eigin reynslu sem barn; móðir hans lét SlNGLE & SlNGLE JOHN LE CARRÉ sig hverfa þegar hann var þriggja ára, en faðirinn var svikahrappur sem þurfti jafnvel að gista í „hót- elum“ bresku krúnunnar. Samt lagði hann áherslu á að sonurinn yrði alinn upp sem „sjentilmað- ur“ svo hann gæti laumað sér inn í valdakerfi yfirstéttarinnar bresku, nánast eins og njósnari. Það tókst bærilega; Carré hlaut menntun í fínustu skólum og var svo tekinn inn í bresku leyni- þjónustuna. Höfundurinn vitnar í fræg um- mæli, sem höfð eru eftir Graham Greene, þess efnis að æskan sé mikilvægasta bankainnistæða hvers rithöfundar. Þetta telur hann eiga við í sínu tilviki; sem höfundur búi hann enn að fjöl- breyttri og óvenjulegri reynslu sinni sem barn og unglingur. Stefnumót í Berlín John le Carré lfður einungis vel þegar hann er að skrifa, enda segir hann líf sitt snúast um rit- störfin. Því eru það verstu stund- irnar þegar hann er á milli bóka - en hann kveðst ekki geta byrjað á nýrri sögu fyrr en sú nýjasta sé komin út. Hann hóf ritstörf á meðan hann var í bresku leyniþjónust- unni. Þar vann hann með manni sem hafði sent frá sér nokkrar spennusögur; það varð honum hvatning til að reyna sjálfur. Hann notaði tímann vel; páraði í minnisbækur sínar á morgnana áður en hann hélt til vinnu, og jafnvel í lestinni á leiðinni. Hann segist aldrei hafa lært á ritvél; þess vegna handskrifi hann sög- ur sínar, en eiginkonan sjái um að setja þær í tölvuna. Fljótlega eftir að hann lauk við fyrstu söguna var Carré sendur til Þýskalands. Síðla sumars 1961 varð hann vitni að atburðum sem réðu úrslitum um skáldskap hans; byggingu Berlínarmúrsins. Þegar hann sneri til Bonn frá Berlín nokkrum dögum síðar sá hann nýja sögu fyrir sér í hugan- um, frá upphafi til endaloka; hún var eins og kvikmynd í höfði hans. Hann settist niður og skrif- aði sem óður væri í þrjár vikur, um 1 50 þúsund orð. Skar hand- ritið síðan niður um tvo þriðju. Þar með var tilbúin sagan sem gjörbreytti lífí hans og varð snar- lega ein sígildasta spennusaga allra tíma: „The Spy Who Came in from the CoId“ (Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum). Viðbrögðin voru slík að Carré hefur helgað sig ritstörfum síðan á miðjum sjöunda áratugnum og sent frá sér hátt í tuttugu spennusögur - allt metsölubækur. BÓKA- HILLAN John le Carré: Ný saga um rússneska mafíósa og átök föður og sonar. Drottningin var best Rómeó og Júlía eða Will Shakespeare og Viola de Lesseps. Hugljúf og róman- tísk mynd þar sem reynt er að geta í eyðurnar í lífi Shakespeares. Háskólabíó: Astfanginn Shakespeare. Aðalhlutverk: Gwyneth Pal- trow (Viola de Lesseps) og Jos- eph Fiennes ( W i 1 I i a m Shakespeare). Le i ks t j ó r i: John Madden. Astfanginn Shakespeare er ein af nýjustu myndunum í kvikmynda- húsunum núna, hugljúf, falleg og rómantísk mynd um rithöf- undinn William Shakespeare, þann eina sanna, og konuna sem kann hafa verið í lífí hans á árun- um áður en hann samdi Rómeó og Júlíu. Myndin styðst að hluta tií við staðreyndir, það sem vitað er um líf Shakespeares, og að verulegum hluta til er hún skáld- skapur. Fyllt upp í eyðurnar Shakespeare var uppi 1554-1616 og hans blómatímabil var um og upp úr 1592 þegar tvö Ieikhús tókust á um áhorfendurna í London. Hann kvæntist 18 ára gamall og eignaðist þrjú börn með konu sinni. Ekkert er vitað um líf Shakespeares á árunum 1585-1592 er hann kemur skyndilega sem leikari á nýjan leik fram á sjónarsviðið í London. Fljótlega semur hann sínar erótískustu sonnettur og 1594 er hann búinn að semja Rómeó og Júlíu. Bókmennta- fræðingar og leikhússfræðingar hafa reynt að fylla upp í eyðuna mildu og sumir telja að Shakespeare hafi verið ástfang- inn á þessu tímabili. Ut frá þess- ari kenningu er myndin Astfang- inn Shakespeare orðin til. Myndin ber þess greinileg merki að hún er framleidd af efnum og góðum aðstæðum, íburðurinn er gríðarlegur, salar- kynni, kjólar, hárgreiðsla - allt í samræmi við tímabilið og mikið í það lagt. Hún er afbragðs skemmtun, ekld síður fyrir kald- ar og hæðnisfullar sálir en þær mjúku og rómantísku, líki þeim á annað borð anglósaxískar kvik- myndir þar sem engu er til spar- að og safinn kreistur úr efninu til hins ítrasta. Það er bara að halla sér aftur í sætinu og slappa af. Persónusköpunin var flott. Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes, sem leika Víólu og Will, eru náttúrulega ungir leikarar sem komnir eru upp á stjörnu- himininn í henni Hollywood og ágætt um það að segja. Bæði stóðu þau sig prýðilega og náðu vel saman, spiluðu á tilfinninga- strengina eins og þurfti. Fiennes sá ég Iíka í Marta hittir Frank, Daniel og Laurence og var ekki eftirminnilegur í þeirri mynd þó að hún væri reyndar sæmilegasta afþreying. Jafnvel perraleg Langathyglisverðasta persónan var hins vegar Elísabet drottning, sem Judi Dench leikur. Elísabet drottning var víst kölluð meydrottningin vegna þess að hún giftist aldrei en kunn var hún víst fyrir stjórnspeki sína, gáfur og hæfileika, ríkti á mikl- um umbrotatímum, meðal ann- ars þar sem íbúafjöldi í London jókst um 400 prósent, og leiddi ríkið stóráfallalaust gegnum þá. Drottningin virkaði svolítið sér- viskuleg, jafnvel perraleg þar sem hún lét leikhúsgesti hlæja að vandræðum leikararæfils með hund í upphafi myndarinnar. Síðar kom í Ijós að það bjó meira á bak við grímuna, stjórnviskan gægðist fram undir lokin. Ymsa gullmola mátti líka finna í myndinni. Þannig hitti pattinn sem lét köttinn gleypa músina skemmtilega í mark. Stráksi vildi bara sjá blóð og ofbeldi í leikhús- unum...í mynd sem átti að vera að gerast árið 1594. Já, jafnvel þá vildi ungviðið að blóðið rynni. Ástfanginn Shakespeare er kvikmynd sem full ástæða er til að sjá hafi menn á annað borð þolinmæði og áhuga á íburðar- miklum kvikmyndum úr drauma- verksmiðjum kvikmyndafram- Ieiðendanna úti í heimi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.