Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 „Við höfum mjög ólíka taktik í aðkomu að fólki, “ segir Haiidóra. „Hann talar meira undir rós. Ég held að það sé ekki alltafgott þvíþað eru ekki allir sem skilja rósamál. Ég vil segja fólki eins fallega og ég get á fallegri íslensku nákvæmlega hvað mér finnst." myndir: brink Jákvæð og ákveðin Þau eru glaðlynd, sjálfsörugg og ákveðin - sú lýsing á við þau bæði þótt þau virðist ólík. Þau finna sig í sveitinni inn- an um hesta, kindur, kanínur, hunda og ketti. Hann er í tónlistinni, hún hjúkrar. Halldóra og Atli eru í helgarviðtali Dags. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, og Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrun- arfraeðingur, hafa verið áberandi í eyfirsku mannlífi á undanförn- um árum. Atli á fullu í tónlistar- starfinu, því auk þess að vera skólastjóri stjórnar hann Karla- kór Eyjafjarðar, Lúðrasveit Akur- eyrar og hljómsveit Félags harm- oníkuunnenda við Eyjafjörð ásamt því að gegna margvísleg- um trúnaðarstörfum í sambandi við tónlist, hesta og fleira. Halldóra hefur látið til sín taka í tóbaksvörnum svo eftir hefur verið tekið. Hún hefur skrifað um kynlíf, hjúkrað fólki, stundað kennslu, haldið fyrir- lestra og selt Herbalife. Þau eru að búa sig undir flutning úr Eyjafirðinum á Kjalarnesið. Yndislega hallærisleg Halldóra og Atli kynntust þegar hún var sextán ára og hann nítján. Tveimur árum seinna hófu þau sambúð og eiga nú tvo syni. Arin þeirra saman eru að verða tuttugu og sex. - Þiö hljótið að teljast óvenju- leg að þessu leyti - þið eruð enn saman eftir allan þennan tíma. „Já, já. Við erum eiginlega hallærisleg," segir Atli og Hall- dóra bætir við: „Vinkonum mín- um sem sumar eru tví- og þrífrá- skildar finnst ég svona yndislega hallærisleg - alltaf er hún með Atla!" Halldóra er fædd og upp- alin á Patreksfirði en fluttist sextán ára gömul til móðursyst- ur sinnar í Hafnarfirði. Atli er Hafnfirðingur. Halldóra fór í fimmta bekk Gagnfræðaskóla Garðabæjar, síðan í Flensborg og þaðan í hjúkrunina. Þau dvöldust á höfuðborgar- svæðinu til 1979 en fóru þá til Siglufjarðar og voru þar í tvö ár, síðan í 18 ár í Eyjafirðinum, þar af fyrstu þrjú árin á Akureyri. Fyrstu kynnin af Siglufirði urðu nokkuð sérstæð. „Eg vaknaði þar við Gústa guðsmann fyrir utan gluggann fyrsta morguninn," segir Halldóra. „Eg leit út og vissi eldd hvar ég var. Þarna stóð maður uppi á ölkassa og messaði úti á miðju torgi.“ Þau brosa að minningunni og Atli bætir við: „Já, og svo söng hann sálma með sínu eigin lagi, samdi lögin jafn- óðum.“ Þegar Ieiðin Iá frá Siglufirði lentu þau á öðrum stað en þau ætluðu. Þau komust semsagt ekki alla leið suður, heldur fluttu til Akureyrar og bjuggu þar í þrjú ár en fóru síðan í sveitina og hafa nú búið á Þóru- stöðum 6 í Eyjafjarðarsveit í fimmtán ár. Atli var ráðinn til Tónlistar- skólans á Akureyri og starfaði þar á árunum 1981 til 1989, þar af skólastjóri i tvö og hálft ár. Hann var síðan fenginn til að koma af stað Tónlistarskóla EyjaQarðar 1988 og var skóla- stjóri þar til 1997. Vantar metnaðinn - Tónlistaráhugi í Eyjafirði er mjög mikill og margir að læra söng eða hljóðfæraleik. Finnst þér metnaður og skilningur þeirra sem stjórna fjármagni í þessa átt vera í samræmi við áhugann og metnaðinn hjá þeim sem standa íþessu? „Nei, reyndar finnst mér það nú ekki,“ segir Atli. „ Þeir setja sig ekki nógu vel inn í málið og þekkja ekki nógu vel hvað er að gerast til að geta haft skoðun á málinu. Síðastliðinn vetur var samþykkt í bæjarstjórn mjög metnaðarfull áætlun um upp- byggingu tónlistarfræðslu á Ak- ureyri, en það gleymdist alveg að gera ráð fyrir því að hún kostar eitthvað. Þessi áætlun var unnin af mér, þáverandi bæjarstjóra og félagsmálastjóra. Mér vitanlega var enginn á móti henni í bæjar- stjórn. Það þarf annað hvort að fylgja þessari áætlun eftir eða flauta hana af ef nýr meirihluti er ekki á sömu skoðun." Aætlunin felst í því að allir nemendur í 1. og 2. bekk grunn- skólanna á Akureyri, sem eru á sjötta hundrað, fái kennslu í tónlistarforskóla, sem er þá skyldunám í grunnskólanum. Auk þess er nú þegar tíundi hluti af hljóðfærakennslunni kominn út í grunnskólana og reiknað með að það verði ein 60-70 prósent innan fimm ára. „Það á líka að uppfylla skyldur varðandi tónmenntakennslu í bænum með þessu en töluvert vantar á að það sé gert. Þetta þýðir náttúrlega að það þarf við- bótarhúsnæði við hvern grunn- skóla og að huga þarf að fram- tíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskól- ann,“ segir Atli og Halldóra bæt- ir við: „Um Ieið og svona margir eru komnir í tónlistarforskóla eykst áhuginn á að stunda tón- listarnám." „Við sjáum það nú þegar í vet- ur,“ heldur Atli áfram. „I fyrra var kominn tónlistarforskóli í fjóra grunnskóla og frá og með síðasta hausti í alla sex grunn- skólana. I dag eru hundrað nem- endur á biðlista í hljóðfæra- nám.“ Fannst nóg komið Launamálin hafa verið í hrennidepli með þessum breyt- ingum á tónlistarkennslunni. „Með þessum breyttu áhersl- um f starfsemi skólans er Tón- listarskólinn kominn undir skólanefnd bæjarins eins og grunnskólarnir,“ segir Atli. „Kennarar skólans eru að kenna við hlið grunnskólakennaranna og þurfa reyndar að ferðast á milli skóla til að kenna. Þeir telja það réttlætismál að fá sömu kjarabætur og grunnskólakenn- ararnir fengu síðastliðið sumar. Hvað mig varðar þá óskaði ég eftir því eftir að þetta starf varð svona viðamikið að fá viðræður um mín kjör. Ég óskaði fyrst eft- ir því í maí síðastliðið vor og er búinn að ítreka það nokkrum sinnum síðan, bæði munnlega og skriflega. Eftir níu mánaða meðgöngu í þögn fannst mér nóg komið og ákvað klukkan tvö þann fjórða febrúar eftir fund með bæjarstjóra að nú væri nóg komið og ég myndi hætta störf- um eftir þetta skólaár. Eg réði mig á ákveðnum kjarasamningi en síðan er búið að breyta starf- semi skólans og hún er orðin miklu umfangsmeiri heldur en segir til um í nokkrum kjara- samningi," segir Atli. - Bæjarstjórinn segir að við þig hafi verið rætl. „Já, kjaranefnd talaði við mig í síðustu viku eftir að við vorum búin að setja húsið á sölu. Þá var ég búinn að taka ákvörðun-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.