Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 12
X^íir
Á afmælisdaginn er upplagt að halda hátíð með geimskipum, fljúgandi furðuhlutum og fá ýmsar furðuverur í heimsókn
Hér koma nokkrar sniðugar
hugmyndir og uppskriftir, hollar
eða óhollar, íyrir krakka um sex
til tíu ára aldur. Uppskriftirnar
má að sjálfsögðu laga að vild.
Geimskip
__________- fyrir 12
2 lítrar ís
12 kramhús undir ís
12 litlir pappírsdiskar
eða kexkökur
krem, sem hægt er að
bera á kramhúsin
matarlitur af ýmsu tagi
Isinn er settur í kramhúsin með
skeið, tyllt á hvolf á kexkökurnar
og sett í frysti. Kremið er málað
á kramhúsin og skreytt fallega,
til dæmis með því að sprauta
texta eða skraut, áður en geim-
skipin eru sett aftur í frysti. Bor-
ið fram og dugar fyrir 12.
Stórt geimskip
Ekki er víst að mörgum full-
orðnum Iítist á þessa hugmynd
en við látum hana samt flakka.
Krakkarnir „fíla“ hana áreiðan-
lega í botn.
Ljósir kökubotnar, ein uppskrift
í tveimur Iitlum formum
smjörkrem eða annað krem
svartur matarlitur (!!!)
sælgæti eftir smekk
lakkrís eftir smekk
plastleikföng
Botnarnir eru bakaðir og kremið
búið til. Botnarnir eru settir á
disk með kremi á milli. Afgang-
Hér leynast margar hugmyndir fyrir þá sem viija bregða á leik með börnum og gera afmælisdaginn ógleymanlegan...
urinn af kreminu er svo Iitaður
með svörtum matarlit og dreift
yfir kökuna. líakan er svo
skreytt með sælgæti, lakkrís og
leikföngum.
Fljúgandi furðu-
hlutir
Hér kemur ein hugmynd sem
þarf ekki að vera svo slæm þó að
hún sé holl.
12 skalottlaukar
12 pítabrauð
12 salatblöð
12 skinkusneiðar
'A bolli niðurskorið sellerí
3 niðurskornir tómatar
12 ananashringir
48 ostbitar
tannstönglar
10 svartar olívur, skornar niður
Geimskip geta verið skemmtileg
tilbreyting.
Notið beittan hníf til að afhýða
skalottlaukinn og setja í ísvatn.
Setjið salatblöð, skinku og
sellerí inn í brauðið og skreytið
með tómötum, ananas og
skalottlauk.
Festið ostbitana með tann-
stönglum þannig að þeir líkist
lendingarfótum á furðuhlutun-
um og setjið brauðin ofan á fæt-
urna. Setjið ólívur ofan á hvern
tannstöngul. Sjá mynd.
Pítubrauð getur breyst í fljúgandi
furðuhlut ef viljinn og hráefnið er fyrir
hendi.
= HÉÐINN =
SMIÐJA
Aðalfundur 1999
Aðalfundur Héðins Smiðju hf. verður haldinn
föstudaginn 12. mars 1999 kl. 16:30 í matstofu fé-
lagsins, Stórási 6, Garðabæ.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 14.gr. samþykkta
félagsins
2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.
3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum
félagsins.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.Dagskrá,
endanlegar tillögur og reikningar félagsins verður
hluthöfum til sýnis á sama stað viku fyrir aðalfund.
Stjórn Héðins Smiðju hf.
AKUREYRINGAR • NÆRSVEITAMENN
Vinnubílasýning á Bílaverkstæöi Höldurs
aö Draupnisgötu 1, laugardaginn 6. mars
frákl. 10:00-17:00
Vinnubílarnir frá Heklu hf.
■■
Oruggur
vinnustaður
- í mörgum myndum
m
HEKLA
Höldur ehf.
— SÍMI 461 3014 ■—
Söludeild • Tryggvabraut 10 • 600 Akureyri