Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 Fluguveiðar að vetri (107) Ernest tekur regnboga Ernest Hemingway: hefði haft gaman afþWað giíma við dansandi urriða og stökkvandi sjóbirting, íslenska. „Það væri verðug Val- höll fyrir góðan fluguveiði- mann þegar hann deyr, að hafa á, fulla af regnbogasilungi, sem er brjálaður í flug- una“.- Ernest Hem- ingway. Ekki er nú líklegt að þessi draumsýn um lífið fyrir handan hafi hjálpað Ernest Hemingway til að taka stóru ákvörðunina og líf sitt með. En hann var mikill áhugamaður um allar góðar veiðar, nautaat og romm. Og stundum bókmenntir. I síðasta pistli sagði ég söguna um Jack son hans, og við kynntumst því að hann erfði sagna- og ævin- týramennsku föður síns. Nú er það pápi Hemingway sem fer með okkur á regnbogasilungs- veiðar: „Há fura þakti hlíð sem reis brött úr skugga. Stutt sandræma niður að ánni og kröpp beygja í henni þar sem sprek hafði rekið í hrúgu, og svo hylurinn. Hylur þar sem hvítvínslitt vatnið renn- ur inn í dökkt hringstreymi og svo blábrúnn djúpur geimur, fimmtán metra breiður. Þetta er sviðið.“ Félagarnir tveir eru að nálgast ána eftir fimmtán kílómetra göngu til að finna besta regn- bogasilungsveiðistað sem sögur fara af í Kanada. Leynisögur. Þeir fleygja af sér tjaldi og öðr- um þungum byrðum, og kasta sér við hylinn. Örmagna. Sá fyrri tekur engisprettu sem er daggarvot í kvöldinu og hendir henni útí: „Engisprettan flýtur með lapp- irnar glenntar út á hylnum eitt augnablik, straumgára grípur hana og svo er allt í einu met- erslangur blossi í vatninu, sil- ungur sem er jafn langur fram- handlegg manns þýtur upp úr vatninu og engisprettan er horf- in.“ Og hefst nú stuðið Varla þarf að taka fram að annar þessara náunga er Hemingway: „Sáustu þetta?“ gapti sá sem henti engisprettunni útí. Spurn- ingin var óþörf. Sá sem hafði skömmu áður verið fyrirmynd að listaverki sem gæti heitið „algjör þreyta" var nú búinn að þrífa stöngina úr töskunni og með taum í munninum. Við ákváðum að reyna Mc Ginty og Royal Coachman og í öðru kasti var iðustraumur eins og djúpsprengja hefði sprungið, línan varð strekkt og silungur þaut tvö fet upp í loftið. Hann brunaði niður hylinn og línan rann út þar til sást í keflið á hjólinu. Hann stökk og í hvert skipti sem hann þaut upp úr vatninu lækkuðum við stangar- endann og báðum. Loksins stökk hann og slaknaði á línunni og Jacques snéri inn. Við héld- um að hann væri farinn og þá stökk hann beint framan i okk- ur. Hann hafði þotið upp gegn straumi, svo hratt að virtist sem hann væri farinn af. Þegar ég náði honum loks í háfinn og við flýttum okkur með hann á land fundum við rosalegan styrkinn í vöðvahreyfingunum þegar við lögðum hann flatan á bakkann, það var næstum dimmt. Hann var 26 þumlungar og tæp tíu pund. Þetta eru regnbogasil- ungsveiðar." Fluguveiðidraumur Hemingway segir að regnboginn taki flugu frekar en orm eða lif- andi beitu. Smærri flugur fá fleiri tökur, en halda fiskinum illa, „the really big fish“. Hemingway hefði haft gaman af urriðanum í Laxá, því hann kvartar yfir því að urriðinn á sínum veiðislóðum stökkvi lítið, en kafi frekar djúpt þegar hann hefur tekið. „Þvert gegn því sem halda mætti af for- síðum veiðiblaðanna," segir hann, og vísar í flottu myndirnar af stökkvandi fiski. „En regnbog- inn stekkur alltaf, hvort heldur maður tekur fast eða laust á hon- um með línuna slaka. Stökkin eru ekki eitthvert busl, heldur raunveruleg stökk upp úr vatninu og samhliða því, frá einu og upp í fimm fet. (Innsk: Vel á annan metra.) „Fimm feta stökk hjá fiski virðist ótrúlegt, en satt eigi að sfður.“ Hemingway Iýkur grein sinni á því að skora á hvern sem ekki trúi sér um stökkkraft regn- bogasilungsins að setja í einn og halda fast: „Og ef hann er bara fimm pundari, þá bregst hann mér og stekkur aðeins tæp fimm fet.“ íslenskar hliðstæður Eg er nú ekki viss um að Laxár- urriðinn sé svo hátt stökkvandi sem Hemingway segir kanadíska regnbogann. Ekki minnist ég þess að hafa séð hann fara hátt á annan metra upp £ loftið. En þó hef ég séð fiska stökkva verulega hátt. Að minnsta kosti metra upp og rúmlega það. Það voru risaur- riðar, og hvað þeir voru að gera veit ég ekki, því enginn hafði veiðimaðurinn sett í þá. Voru þeir að kanna ríki sitt? Þeir standa mér enn fyrir hugskots- sjónum, stærstu urriðar sem ég hef séð, dauða eða lifandi. Laxinn okkar íslenski er auð- vitað tignarlegur á lofti þegar hann stiklar fossa og flúðir, en oft er hann ekki mikill stökkvari á færi. Á þó til spretti uppúr, og mikil er fegurðin í dynkinum þegar vænn lax hefur skrúfað sig upp, hreinsað sig allan af vatni, lagst á hliðina í loftinu og hlunkast niður aftur. Það er dynkur sem lifandi er fyrir. Og sjóbirtingurinn okkar slagar oft Iangt í upplifun Hemingways af regnboganum. Stökkin og kraft- urinn eru með slíkum ólíkindum að fæstir laxveiðimenn hafa kynnst nokkru svipuðu. Og svo er eitt skrítið: urriðinn í Elliða- vatni, sem að öllu jöfnu er nú frekar smávaxinn, er heilmikill stökkvari, þótt frændur hans í öðrum stöðuvötnum kjósi að halda sig vatnsmegin við yfir- borðið. Til að mynda minnist ég þess ekki að Veiðivatnaurriðinn sé neinn sérstakur stökkvari. Karakter fiska er vissulega mismunandi að þessu leyti. Mér er til efs að kanadíski regnboga- silungurinn slái út Laxárurriða sem tekur sporðdansinn: rífur sig upp úr vatninu og þeytist langa leið eftir vatnsfletinum með því að lemja sporðinum ótt og títt undir sér án þess að fara í kaf. Auðveldlega tíu metra. Eg hef sett í fisk sem blátt áfram neitaði að fara ofan í vatnið aft- ur! Barðist fram og aftur á yfir- borðinu og stóð oftast beinn upp með sporðin lemjandi og berjandi undir sér svo gusurnar stóðu í allar áttir. Það er ógleymanleg sjón og gerist ekki betri í sjónarspili físka; verðugur þáttur í skemmtidagskrá í Val- höll fluguveiðimannsins. Það hefði Ernest Hemingway skrifað ef hann hafði getað, í Dag, árið 1999, en ekki í The Toronto Star Weekly, árið 1920. Hann hefði haft gaman af íslensku fiskunum - eins og hann hafði gaman af að tala um bókmennt- ir við Laxness í síma. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar - ' 7^C®Wf?/f-ÖS(u V FLioii V CtRlP' ' DRY KK- uR * TJl'iKR/ LEVríf k Mi2f rmh ■ bÖLKT SAÉA &/\urt þy TuR ÞAfflÆð fíKfíffí' te, TtA v/aie SM'AOjiR V ll§§l lliil ■ pgíWi ixS HÉ i§i |x;Í:Í;|gi| Bfífiiöf ig|$pi| FRum -777 fteúi 'IL'fíT KR/\P mws HLfiSS n’ams- TÍM61L fæoa Fv/tiH- líoFfi-.. iÆk lu- CiMI 5 Vl£> - BltiúMfi &£ pni.fr 5 öku-7 Nififíri ítgA-' Húfí KR0PP KlSuR BrusJA 'mm MMtlí- NÁfrf /íu diriiíl - ? « LAND- R/ífifí H/UJR brlíFHp- r M 1 M Íti O UoMfi L£Gu- Ffte.i b M mmm mmk < Otlkfi S K)Ð- UA/ FAS fkriíK V MV'ritíi Wf, -,v; fl a c 1 tf smp GifíUfA 8 fon- íéulk 5KRAf. Til'S mm þ Kumk 11 b 5TrKT- A1 ‘ALA SirlNA DÍLÚ LISTt ntRKifi KE RFI RAUÚ- tE/Tuk [> . """ * ■ - MÆLA BORG | 5 KOR- HtR SPIL mdrtí- Nfífd VOfu s a c ÉHI HKfcSS tlÖR-Ð iLLlfíGr AR ’OLfiRfl KVfiTIL IHN- nm 1 ’A T T ill 5TÓLPA F£Ws 'lPAÓTiA- fELAR SKÖLI 3 WF V/€)UR ms^ tlR Pl'iKI JSI fciklL | NV' -ý- f E .... K . K 1 ... . Pt ST__ flLA CfRAdöl 'oriT iMobm titill uTAÚ ■ PHA- AFl' ■’ mm. ■' - V/WA (fLaríO R0Ö/\ VilN mo< « ! É siíiíícof-x '■■ m. ■ p|| — SP0TT D ElLA I [ Krossgáta nr. 127 Lausnarorðið er ......... Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður .............. Helgarkrossgáta 127 munur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð gátunnar á að skrifa á lausnarseðil- inn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Ak- ureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 127. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. I verðlaun fyrir helgarkrossgátu 127 er bókin „Þeim varð á í messunni, gamansögur af ís- lenskum prestum" eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð helgarkrossgátu 125 var „skrif- stofa". Vinningshafi er Elísabet Kristófersdóttir, Dalbraut 20 í Reykjavík og fær senda bókina „Hvítt skítapakk & flekkóttur svytingi" eftir Fannie Flagg. Skjaldborg gefur út. Lausnarorð krossgátu nr. 126 verður tilkynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgarkrossgáta nr. 128 birtist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.