Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 17
+- Hvernig höfðu konur það fyrir hrun járn- tjaldsíns og hvernig er staða þeirra eftir að tjaldinu var lyft? Rósa Erlingsdóttir telur að hún hafi versnað... Rósa Erlingsdóttir, stjórnmála- fræðingur, flutti til Berlínar fyrir 7 árum síðan og býr þar nú ásamt þriggja ára gamalli dóttur sinni. Hún starfar nú sem fréttaritari Morgunblaðsins og lausapenni í blaðamennsku en samhliða MA-námi í stjórnmála- fræði hefur hún stundað rann- sóknir á þróun stjórnarhátta frá einræði til Iýðræðis í Austur- Evrópu. Undir lok námsins beindist áhugi hennar sérstak- lega að stöðu og hlutverki kvenna meðan á þjóðféiagsbylt- ingunni í Austur-Evrópu stóð við Iok kalda stríðsins. Einkum og sér í lagi vakti áhuga hennar sú staðreynd að konur hafa verið gerðar að pólitískum minni- hlutahópum hvarvetna í heimin- um þar sem stjórnarhættir hafa þróast frá einræði til lýðræðis. Því skoðaði hún sérstaklega hvers vegna konur, sem víða hafa verið framarlega í baráttu gegn alræðisstjórnum, séu síðar útilokaðar frá pólitískum völd- um þegar alræðinu er steypt og lýðræði að festast í sessi. Sömu réttindi - meiri vinna Rósa bar saman lýðræðisþróun- ina í Póllandi, Ungverjalandi og Tékklandi enda hlutskipti og staða kvenna í þessum Iöndum mjög áþekk. Hún segir oft talað um konur sem fórnarlömb stjórnarbreytinganna í Austur- Evrópu. Þær verði frekar fyrir barðinu á neikvæðum fylgifisk- um frjáls markaðshagkerfis og séu í mun Iakari stöðu til að verja réttindi sín en vestrænar kynsystur þeirra. „Þessar fullyrð- ingar, burt séð frá réttmæti þeirra, eru villandi því þær fela í sér rangar upplýsingar um stöðu kvenna í sósíalískum ríkjum,“ segir Rósa. Þungamiðjan í jafn- réttisstefnu sósíalískra stjórnar- kerfa hafi verið innlimun kon- unnar í framleiðsluferlið. Já- kvæð viðhorf til atvinnuþátttöku hafi hins vegar alls ekki upprætt hugmyndir um hefðbundin kyn- hlutverk að öðru leyti. - Jafnréttisstefnu sósíalismans hefur töluvert verið haldið á lofti og ímynd okkar af kommúnisma felur gjarnan i sér karla og konur vinnandi hlið við hlið - en hvert var raunverulegt hlutskipti kvenna austantjalds? „Goðsögnin sem ríkti um stöðu kvenna í Austur-Evrópu á tímum ríkissósíalismans átti sér margþættar ástæður. Lagalega séð höfðu þær allt frá 1950 sama aðgang og karlar að menntun og vinnumarkaðinum. Sósíalískar konur voru sterk- byggðar, keyrðu traktora, voru verkfræðingar, þingmenn eða jafnvel geimfarar; fóstureyðinga- löggjöf var frjálslynd og ofan á allt saman var þeim tryggð heils- dags dagvistun fyrir börn sín.“ En þessi ytri skilyrði miðuðust Konur íAustur-Evrópu höfðu allt frá 1950 sama aðgang að menntun og vinnumarkaðnum og karlar, segir Rósa. Hins vegar fór aldrei fram nein jafnréttisumræða íþess- um löndum og því breyttust ekki hugmyndir manna um það hver ætti að sinna börnum og heimili. Eftir hrun múrsins hafa ýmis réttindi kvenna (og karla) sem talin voru sjálfsögð fyrir hrun, s.s. um dagvistun barna, frjátsar fóstureyðingar og barnsburðarleyfi verið afnumin á síðastliðnum árum. að því að konum tækist að rækja þrefalt hlutverk sitt í kommún- ísku samfélagi: sem mæður, verkamenn og duglegir sósíalist- ar, segir Rósa. Þegar þungaiðn- aður þandist út og iðnaður jókst hafi aukin þörf á verkafólki verið mætt með „varaforða þjóðfélags- ins“, þ.e. húsmæðrum. Þetta hafi verið efnahagsleg nauðsyn „og var framfylgt með þrýstingi stjórnvalda gegn vilja meirihluta kvenna. Þær héldu áfram að bera ábyrgð á heimilisstörfum og unnu því tvöfaldan eða þre- faldan vinnudag." Umræða talin óþörf Samkvæmt hugmyndafræði Marx og Leníns myndi atvinnu- þátttaka kvenna leiða til fjár- hagslegs sjálfstæðis þeirra og þannig væri jafnrétti kynjanna tryggt. Því var jafnréttisumræða talin óþörf. I lok síðasta áratug- ar voru um 75% kvenna á aldr- „Því miður eru konur al- mennt sammála al- menningsálitinu um að þær hafi notið of mikilla réttinda á tímum sósíal- isrnans." inum 18-60 ára í fastri heils- dagsvinnu í Póllandi, Ungveija- landi og Tékkóslavakíu. En vegna þess hvernig móðurhlut- verkið hefur verið upphafið var bæði kynjaskipting á vinnumark- aði og heimafyrir. Þegar konur fóru að fara meira út á vinnu- markaðinn um og upp úr stríði leiddi það eðlilega af sér að fæð- ingum fækkaði allverulega í lok fimmta áratugarins. Þá breyttust áherslur jafnréttisstefnunnar í Austur-Evrópu ríkjum, helsta markmiðið varð að létta konum róðurinn með því að lengja barnsburðarleyfi, hækka mæðra- laun og tryggja heilsdagsdagvist- un barna. „Svo þegar sósíalískur iðnaður stóð í blóma í lok sjötta áratugarins notuðu ráðamenn tækifærið til að benda á þá efna- hagslegu óhagkvæmni sem hlaust af vinnu mæðra með smábörn og áróðrinum var því snúið við. Sagan endurtók sig síðan í samræmi við efnahags- legar upp- og niðursveiflur." Upp á punt í valdastöðum Afskaplega lítið var um opinbera umræðu um stöðu kvenna á for- sendum kvenna. „Þó staða kvenna hafi verið mun lakari á öllum sviðum þjóðfélagsins var vanmáttur fólksins gagnvart stjórnvöldum ekki kynbundinn heldur algildur," segir Rósa. „Hlutfall kvenna á þingi var hátt í samanburði við vestræn lýð- ræðisríki. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að konur á þingi voru lítið annað en hand- bendi einræðisflokkanna, eins og raunar allir fulltrúar á lög- gjafarsamkundunum." Hugmyndin um kynjakvóta á alþingi var fyrir nokkrum árum mjög umdeild hér á landi en í Austur-Evrópu voru lögbundnir kvótar um fjölda þingkvenna. En þar sem allar mikilvægari pólit- ískar ákvarðanir voru teknar af miðstjórn kommúnistaflokk- anna, sem voru nánast alfarið skipaðar körlum, höfðu konur lítil raunveruleg völd. „Svoköll- uð Kvennaráð þjóðarinnar voru einu samtök kvenna í þessum löndum. Ein kona úr stjórn samtakanna átti sæti í miðstjórn kommúnistaflokkanna en hafði ekki atkvæðisrétt. Starf þessara samtaka einskorðaðist við tákn- ræna landkynningu og við að gefa út kvennatímarit sem voru fj'ármögnuð og ritskoðuð af ein- Rósa Erlingsdóttir. ræðisflokki Iandanna." Jafnrétti vikið fyrir mark- aðshagkerfinu - Þú segir að margar konur haft verið í eldlínunni við að berjast fyrir falli kommúnismans, og hugsjónir manna haft staðið til að koma á fót samfélagi mann- hyggju og jafnréttis að vestrænni fyrirmynd. Svo hafi karlarnir tek- ið völdin, jafnréttið gleymdist og konur skiluðu sér ekki inn á þing? Hvers vegna? „Lífsskilyrði kvenna urðu önn- ur þegar járntjaldið féll,“ segir Rósa. „Þær urðu fullgildir þegn- ar í orði en samt var aðgangur þeirra að valdastöðum hindrað- ur. Stéttaskipting og kynjamis- rétti varð fyrst almennilega sýni- legt eftir að lýðræðislegir stjórn- arhættir voru teknir upp en al- mennir þjóðfélagslegir erfiðleik- ar hafa komið í veg fyrir að mál- efnum kvenna hafi verið sinnt að ráði,“ segir Rósa. Margar konur í þessum löndum telji að lýðræðið muni smám saman tryggja réttindi þeirra. Það sem vestrænar konur börðust fyrir áratugum saman, s.s. dagvistun barna, frjálsar fóstureyðingar, barnsburðarleyfi eða réttur til atvinnu, voru sjálfsögð réttindi í Austur-Evrópu en hafa verið af- numin á síðastliðnum árum. „Leiðtogar pólitísku andófs- hópanna voru talsmenn mann- hyggju og vinstri stefnu. Þrátt fyrir það var þróun í átt til frjáls markaðshagkerfis að hætti ný- frjálshyggju mikilvægasta verk- efnið eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum. Fyrstu árin eftir fall kommúnísku stjórnar- kerfanna reyndist mjög erfitt að virkja konur til hvers kyns rétt- indabaráttu. Þar að auki er áber- andi hve andúð almennings og stjórnmálamanna á femínisma og hvers kyns kvennabaráttu er mikil og jafnvel heiftarleg. I Ungverjalandi Ieyfa vinsælir stjórnmálamenn sér að saka konur um háa tíðni skilnaða og fóstureyðinga og segja að þær hafi vanrækt börn sfn vegna vinnuálags á tfmum sósíalism- ans. Því miður eru konur almennt sammála almenningsálitinu um að þær hafi notið of mikilla rétt- inda á tímum sósíalismans. í kommúnísku samfé- lagi áttu konur að vera allt í senn: mæður, verkamenn og duglegir sósíalistar. Meirihluti kvenna hafnaði til dæmis kvótakerfi sem tryggði þátttöku þeirra á þingi og ber lítið traust til kvennasamtaka þ\'í hvort tveggja hafði verið misnot- að af fyrrum valdhöfum. Þar að auki er hugtakið femínismus túlkað sem fyrirbæri vestrænna velferðarríkja. Femínisma er hafnað því hann samræmist ekki veruleika kvenna í þessum lönd- um.“ LÓA ör

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.