Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 7
PPP \ ?.W V.yft o í\\ LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU ina. Eftir níu mánaða þögn fannst mér nóg komið." Afgreidd með þögninni - Þið hafið hæði lent í óánægjn í sambandi við framkomu vinnu- veitenda, launamálin ogfleira. „Eg óskaði eftir því að fá við- ræður og að kjör mín yrðu skoð- uð,“ segir Halldóra um sam- skipti sín við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis þar sem hún var framkvaemdastjóri í tólf ár. „Ég lagði ekki fram neinar kröfur, heldur óskaði eftir því að launin yrðu skoðuð og borin launasvæði? Er þetta einhver minnimáttarkennd eftil vill? „Stundum finnst mér í ákveðnum tilvikum að það skorti vilja,“ segir Atli og Halldóra bæt- ir við: „Mér finnst þetta metnað- arleysi." Atli nefnir okkur dæmi: „Ég get nefnt dæmi. Nú er ég búinn að stjórna Lúðrasveit Akureyrar í 18 ár og sveitin þarf að hafa tekjur af hljóðfæraleik til að geta staðið undir sínum rekstri. Und- anfarin ár, sennilega sex-átta ár, hefur verið lágmarkstaxti 30.000 krónur fyrir hálftíma spila- „Ég þarfað vera eins og kisurnar - draga mig aðeins í sófahornið," segir Halldóra um kyrröina og rólegheitin í sveitinni, þar sem henni finnst gott að hiaða batteríin og slappa af. saman við Iaun annarra fram- kvæmdastjóra innan krabba- meinssamtakanna. Síðastliðið vor sagði ég stöðunni upp til að þrýsta ennfrekar á viðræður, en það var ekkert rætt við mig. Það var í raun og veru bara þögn. Mér finnst það Ieiðinlegast, því ég held ég hafi unnið gott starf og er í raun alveg sannfærð um það, enda búin að byggja þetta félag upp úr þremur plastpok- um. Eg hef eytt tólf orkumestu árunum mínum í það að vinna að þessu málefni. Eg hef fengið heilmikla reynslu út úr því og hún nýtist mér áfram, en mér fannst ég eiga það skilið að við settumst niður og ræddum mál- in. Ef okkur hefði ekki samist um kjörin þá hefðum við bara tekist í hendur og þakkað gott samstarf. Ég fékk kertastjaka og þrjár rósir frá þeim, sem var mjög fallegt, en mér finnst þau hefðu að minnsta kosti getað af- hent mér það sjálf í stað þess að Iáta blómabúð senda mér þetta. Ég var látin skilja lyklana eftir á borðinu og skella í lás að Iokn- um uppsagnarfrestinum. Það sama á við um félagsráðgjafann sem vann gífurlega gott starf. Mér finnst mjög vænt um fé- Iagið og hefði kosið að setja nýja starfsmenn inn í starfið. En ég vil taka það fram að það voru mjög góðar konur ráðnar í störf- in. Það er hinsvegar erfitt að sætta sig við það, að þegar ég sem kona er í launabaráttu og er að berjast fyrir bættum kjörum, þá labbi aðrar inn í starfið manns án þess að gera sam- bærilegar kröfur." Lögmál um láglaunasvæði - Er litið á það sem lögmál að Eyjafjarðarsvæðið sé og verði lág- mennsku. Þetta er tuttugu og fimm til þrjátíu manna sveit og tekjurnar fara allar beint í sam- eiginlegan sjóð. Síðastliðið haust var haldinn hér togaradagur og hringt í mig og beðið um lúðra- sveit. Eg gaf upp 30-40.000 krónur fyrir hálftíma spila- mennsku, en 50-60.000 ef sveit- in ætti að koma aftur fram tveimur tímum seinna eins og stóð til. Utgerðarfélagið og Sam- herji stóðu að þessum degi. Það þurfti að halda tvo fundi um málið og svo var hringt í mig aft- ur til að spyrja hvort ekki væri hægt að fá skólasveit frítt, því þetta var alltof dýrt. A endanum fengu þeir einn harmoníkuleik- ara sem hefur sjálfsagt spilað upp á vatn og brauð. Fyrst þessi fyrirtæki telja sig ekki hafa efni á að kaupa lúðrasveit til að spila á svona degi þá er ekki hægt að ætlast til mikils af öðrum. Það þykir sjálfsagt að kaupa skemmtikraíta úr Reykjavík fyrir 50-100 þúsund plús ferðir og uppihald. En ef það er verið að biðja tónlistarfólk sem starfar við Tónlistarskóla Akureyrar að koma fram einhversstaðar þá er grátið ef menn þurfa að borga meira en 5.000 krónur fyrir það. Þeir eiga að hafa svo mikla ánægju af að spila að það þurfi ekki að borga neitt fyrir það.“ - Hvað er þetta? „Ég held að þetta sé metnað- arleysi," ítrekar Halldóra. „Ég held að menn átti sig ekki á því hvað það er í raun mikið af hæfileikaríku fólki hér sem hægt væri að styðja við bakið á og ýta undir og ná með þvf móti flauelsræðumarkmiðum sínum, þegar verið er að ræða um mót- vægi við höfuðborgarsvæðið." Atli tekur undir þetta sjónarmið: „Það er alltaf gumað af menn- ingarlífinu og góðum tónlistar- skóla og góðri sinfóníuhljóm- sveit í hátíðaræðum." Árangur í tóbaksvörnum Halldóra starfaði í 12 ár sem framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Akureyrar en er ef til vill þekktari í samfélaginu sem for- maður Tóbaksvarnarnefndar. Kom oft fram í fjölmiðlum með skeleggan málflutning og kraft- miklar hugmyndir. Hún var for- maður nefndarinnar frá nóvem- ber 1992 til nóvember 1996. „Á þessum tíma náðum við umtalsverðum árangri,“ segir Halldóra. „bæði í þvf að hækka aldur til tóbakskaupa og banna fínkorna nef- og munntóbak. Einnig fjölgaði reyklausum vinnustöðum umtalsvert og aukið fjármagn fékkst til tóbaks- varna. Við vorum með 8-9 millj- ónir þegar ég byrjaði en Ijárveit- ingin var komin í 31 milljón árið sem ég skilaði af mér og í fram- haldi af því var Þorgrímur Þrá- insson ráðinn framkvæmdastjóri og Þorsteinn Njálsson tók við sem formaður." Halldóra hefur meðal annars orðið þekkt fyrir skrif sín um kynlíf og áhuga á bættri ráðgjöf í sambandi við kynlíf, ekki síst á vegum heilbrigðisstéttanna. Ahugi og aðkoma Halldóru varð- andi kynlífsráðgjöf er ekki síst af því að hún er heilbrigðisstarfs- maður. „Mér finnst heilbrigðis- stéttirnar bara ekki sinna þessu sem skyldi og það er skiljanlegt. Það er mikið álag á okkur og þetta tekur töluvert langan tíma. Maður þarf líka að fara í gegn- um sínar eigin hömlur, hvað er maður tilbúinn til að ræða og hvað ekki. Það er heilmikið mál fyrir marga. Mér finnst kynlíf eðlilegur þáttur í lífinu eins og líkamsrækt og mataræði.11 Spurð um áreitni segist Hall- dóra hafa orðið fyrir mildu meiri áreitni í sambandi við tóbakið. Hún hafi oft þurft að hlusta á tóbakssögu fólks á skemmtistöð- næði á suðvesturhorninu,“ segir Atli. „Við leituðum strax út fyrir bæinn." - Á Kjalarnes og hafið tækifæri til að talra með ykkur alla fjöl- skylduna og munuð gera það? „Við viljum hafa svigrúm," segir Atli. „Þegar maður er svona í útjaðrinum þá hefur maður allt,“ segir Halldóra. „Maður hefur sveitina og borgina og get- ur leitað í það sem maður hefur áhuga á. Kostir sveitarinnar eru ró og friður og það að geta verið með dýrin í kringum sig. Atli hefur gott næði til að semja tón- að fara í fag sem tengdist bú- skap eða tónlistina." Segja má að hann hafi valið hvort tveggja því hann semur töluvert af tónlist og útsetur fyr- ir kóra, kvartetta og lúðrasveitir, auk stjórnunarstarfa í skólanum og í kórum og hljómsveitum. Þar að auki gegnir Atli ýmsum trún- aðarstörfum í félögum tónlistar- kennara og skólastjóra og á veg- um sveitarfélagsins og hesta- mannafélagsins. Jákvæð og ákveðin - Hafið þið fengið neikvæð við- Dýralifið á heimilinu er fjölbreytt. Hér eru þau með hvolpana þrjá. Tíkin móðir þeirra rak upp mikið gól þegar síminn hringdi í miðju viðtalinu. list og texta. Mér líður rosalega vel í rólegheitum. Ég nenni ekki að vera í mildum hasar.“ „Kjaranefnd talaði við mig í síðustu viku eftir að við vorum búin að setja húsið á sölu. Þá var ég búinn að taka ákvörðunina. Eftir níu mánaða þögn fannst mér nóg komið." Hér erAtli með hryssuna Mön - ræktunarhryssu Halldóru. um. „Maður lærði að smeygja sér svona huggulega framhjá því en ég kveið svoítið fyrir þessu þegar ég byrjaði að skrifa um kynlíf." Sá kvíði hefur reynst ástæðulaus. íslendingar eru sennilega það hamlaðir þegar kemur að því að ræða um kynlíf. í kyrrð og ró - Þið húið í Eyjafjarðarsveitinni. Eruð þið mikið náttúrufólk? „Já, ég held að við séum mikið útivistar- og náttúrufólk," játar Halldóra. „Við erum það og það kom nú í ljós þegar við fórum að horfa í kringum okkur eftir hús- - En samt gustar af þér þegar þú ert innanumfólk? „Hún þarf að geta hlaðið batt- eríin á milli,“ svarar Atli fyrir hönd Halldóru. „Ég þarf að vera eins og kisurnar - draga mig að- eins í sófahomið," segir hún til skýringar. Atli hefur verið í hesta- mennsku frá því fyrir fermingu. Núna stundar hann meðal ann- ars tamningar fyrir nágrannana, fer líka í leitir og fær í staðinn hey fyrir skepnurnar. „Ég sótti alltaf í sveit á sumrin," segir hann. „Það togaðist á hjá mér eftir menntaskóla hvort ég ætti hrögð við boðaðri hrottför ykkar? Ef til vill raddir urn að þið séuð bara að heimta og heimta? „Nei það hefur enginn minnst á það að við séum að heimta og heimta enda hefur það ekki komið í ljós hvort eða hvað við erum að heimta því það hefur ekkert verið rætt. Fólki finnst slæmt að við skulum vera að fara og finnst eftirsjá í okkur og við höfum fengið mjög elskuleg Hðbrögð frá mörgum,“ segir Atli. „Mjög mörgum. Fólk hefur stoppað okkur á götu og spurt hvort það sé virkilega satt að við séum að fara,“ segir Halldóra. „Við erum búin að vera á kafi í störfum hérna í samfélaginu og eigum mjög góðar minningar," segir Atli. „Við erum ekki að fara í neinni fýlu eða fússi. Við erum að fara að mjög vel athuguðu máli. Við gáfum okkur þennan tíma, frá því í vor og þangað til í byrjun febrúar til þess að hugleiða málið og velta fýrir okkur hlutunuin." - Hvernig persónur eruð þið? „Ég held við séum bæði mjög sjálfsörugg," segir Halldóra. „Við eru bæði mjög glaðlynd, jákvæð og ákveðin. Atli er róleg týpa og seint reittur til leiðinda. En þegar hann er búinn að taka ákvörðun þá snýr honum enginn, hvorki ég eða aðrir.“ „Ég er nefnilega sporð- dreki,“.bætir Atli við. „Við höfum mjög ólíka taktík í aðkomu að fólki,“ segir Hall- dóra. „Hann talar meira undir rós. Ég held að það sé ekki alltaf gott því það eru ekki allir sem skilja rósamál. Ég \il segja fólki eins fallega og ég get á fallegri íslensku nákvæmlega hvað mér finnst. Sumir þola það en aðrir ekki og það er þeirra vandamál. Við reynum alltaf að hafa að leiðarljósi gamla máltækið aðgát skal höfð í nærveru sálar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.