Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 06.03.1999, Blaðsíða 10
SDagpvr ^lJrJB 1 LAjJDJjJU j- LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 faðir A ---------- Lengi vel og til ársins 1989 voru bræðurnir allir fjórir saman við reksturinn og hér sjást þeir allir saman á mynd, sem var tekin um það leyti sem Kristjánsbakarí flutti í núverandi hús sitt við Hrísalund fyrir um tuttugu árum. Á myndinni eru frá vinstri, Kristján, Júlíus, Birgir og Kjartan Snorrasynir. Birgir og Kjartan, sem er til hægri á myndinni, hér saman sjö og tíu ára gamlir. „í bakaríinu lék- um við okkur og vorum fljótt farnir að vinna þar. Bakríið var með öðrum orðum afskaplega sam- tvinnað öllu heimilislífi." Bræðurnir í bakstrinum Þeir stjórna saman Kristjánsbakaríi, einu stærsta fyrirtækinu á Akureyri. Utan vinnu segjast Birgir og Kjart- an Snorrason harla lítið gera saman, í frítíman- um hafi þeir þörf fyrir að hitta aðra. Þeir segjast ólíkir, en þeir virði hvorn annan þannig og því gangi samstarfið upp. „Við bræðurnir erum ólíkir menn en virðum hvorn annan þannig og ætli það sé ekki ástæða þess að náið samstarf okkar gengur vel upp. Verka- skiptingin er skýr þó allar stærri ákvarðanir tökum við sameigin- lega. Utan vinnu er samvera okkar hinsvegar lítil; eftir sam- vistir í vinnunni allan daginn höfum við þörf fyrir að hitta aðra í frítíma,“ segir bræðurnir Birgir og Kjartan Snorrasynir í Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akur- eyri, Kxistjánsbakaríi. Bakaríið samtvinnað heimilislffi Kristjánsbakarí er eitt stærsta fyrirtæki á Akureyri og starfs- menn um hundrað. Starfsemi hófst 1912 þegar Kristján Jóns- son byrjaði baksturinn, én hann stóð vaktina fram undir 1960 en talsvert áður var Snorri, sonur Kristjáns og faðir bræðranna, kominn inn í reksturinn. Fyrir- tækið var lengi til húsa við Strandgötu á Akureyri en fluttist í núverandi hús við Hrísalund árið 1978. Bræðurnir, Snorrasynir, eru fjórir og allir bakarar. Elstur er Kristján, fæddur 1951, sem er smiður á Akureyri. Tveimur árum yngri er Júlíus, matvæla- tæknifræðingur í Danmörku, Birgir er fæddur 1958 og yngst- ur er Kjartan, fæddur 1961. „Við Iærðum allir bakaraiðn án þess stefna á hana með meðvit- uðum hætti. Niðri í Strandgötu var bakarí á neðstu hæð og íbúð á annarri hæð og innangengt á milli. I bakaríinu Iékum við okk- ur og vorum fljótt farnir að hnna þar. Bakríið var samtvinn- að heimilislífi," segir Kjartan. Fjórir stjórnendur of mikið Fram til 1989 stóðu bræðurnir fj'órir saman að rekstri Kristjáns- bakaríks ásamt föður sínum. Segja Kjartan og Birgir að kannski hafi ekki veitt af, sam- heldinn hóp hafi þurft til að byggja upp reksturinn. Um skeið var verkaskipting sú að Kristján og Júlíus önnuðust stjórnun en Kjartan og Birgir voru í fram- leiðslunni, en bræðurnir tóku að miklu leyti við rekstrinum þegar faðir þeirra veiktist 1973. „Fyrir- tækið kom upp í fangið á okkur einn morguninn,“ segir Birgir. „Framtíðarsýnin var ekki sú að hér væru fjórir stjórnendur. Það gerir stjórnun fyrirtækja erfiða að margir komi að henni og í öðru lagi bar fyrirtækið launa- lega ekki marga stjórnendur. Það var 1989 sem við Kjartan gerðum bræðrum okkar tilboð um kaup á 25% hlut þeirra í fyr- irtækinu, sem þeir gengu að. Ari síðar keyptum við helmings hlut pabba,“ segir Birgir og Kristjáns- bakarí er nú sameignarfyrirtæki þar sem Birgir og Kjartan eiga 50% hlut hvor. Triíum á fyrirtækið og okkur sjáffa Hvað varðar stjórnun Kristjáns- bakarís segjast þeir bræður vera á mjúku línunni og reynt sé að fela starfsfólki það traust að ekki þurfi að ýta svo mjög á eftir því. Fólk viti til hvers sé ætlast. „Við reynum að hafa vinnutíma og - aðstöðu þannig að það henti fjölskyldufólki og það er fjárfest- ing, sem hefur skilað sér í því að okkur helst vel á fólki. Sumir hafa verið hér í áratugi," segir Kjartan Milli Birgis og Kjartans er skýr verkaskipting. Kjartan sér um peningamál, áætlanagerð og starfsmannahald, en Birgir um innkaup, sölustarf, tækni- mál og framleiðslustjórnun. Um framtíðarverkefni Krist- jánsbakarís segja þeir bræður að framundan sé að stilla kúrs- inn eftir kaup á Brauðgerð KEA um áramótin. „í þau hefðum við ekki farið nema við tryðum á fyrirtækið og okkur sjálfa,“ segir Kjartan. Vélsleðaferðir og hús í Hrísey Þeir Birgir og Kjartan eru mætt- ir á vaktina snemma á hverjum morgni og hafa sameiginlega skrifstofu. Þegar vinnu sleppir fara þeir hvor í sína áttina. „Eg hef mikinn áhuga á vélsleða- ferðum og sumarferðalögum með fjölskyldunni, þar sem við höfum fellihýsið með okkur. Einnig finnst mér gaman að garðrækt, gönguferðum, veiði- skap og slíku,“ segir Kjartan. „Eitt gerum við Kjartan sam- eiginlega utan vinnu en það er að fara á föstudögum í gufubað með félögum okkar þar sem við leysum heimsins vandamál," segir Birgir. „Kannski er það sjóstangveiði sem ég hef mest gaman af í dag. Svo á ég hús í Hrísey sem fjölskyldan er að gera upp og svo ætla í framtíð- inni að eignast litla trillu og gera út. Fyrir nokkrum árum eignað- ist ég einbýlishús við Klettagerði og þá fyrst komst ég í kynni við garðrækt, sem mér finnst gaman að. Einnig finnst mér hverskon- ar hönnun skemmtileg, ekki síst í samvinnu við arkitekta." Athafnasemi í fjölskyldunni Snorri, faðir þeirra bræðra, eignaðist fyrir nokkrum árum landsspildu í Aðaldal þar sem hann stundar í dag skógrækt, sem hann hefur milda ánægju af að sinna. „Pabbi fór í þetta með hálfum huga en er nú alveg „húkt“. Hann er þannig að hann sleppir helst ekki verki úr hendi. Þannig erum við bræðurnir Iíka,“ segir Birgir. - „Það er sam- merkt með okkur öllum að við leggjumst ekki upp í sófa eftir vinnu og förum að Iesa. Það er athafnasemi í fjölskyldunni," segir Kjartan Snorrason. -SBS. Bræður tveir, Kjartan til vinstri og Birgir. „Við trúum á fyrirtækið og okkur sjáifa."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.