Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1999, Blaðsíða 2
2 - MIDVIKUDAGU R 17. MARS 1999 Thyptr Offramboð er á bíósætum f höfuðborginni. Um 38 maims í bíó að jafnaði Bíógestum í Reykjavík fjölgar miklu hægar en bíósætum. Hvert sæti er selt uni 4 sinnum í viku, semþýðir aðeins 15% sætauýtiugu. Þrátt fyrir fjölgun borgarbúa og bíósala og sæta hefur fjöldi gesta kvik- myndahúsanna í Reykjavík nánast staðið í stað á þessum áratug eftir mikla fækkun á þeim síðasta. Þetta þýðir að færri og færri miðar seljast að jafnaði í hvert sæti. Frá 1991 hefur bíósölum í Reykjavík íjölgað um 3 og bíósætum um næstum 900 (um 16%). Síðan hafa bíóin bara fengið liðlega 200 gesti í hvert sæti á ári (rétt um fjóra á viku) borið saman við um 240 gesti sjö ár þar á undan, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Andvirði seldra aðgöngumiða var rúmar 680 milljónir árið 1994, heldur minna næstu tvö árin en komst í 730 milljónir í góðær- inu 1997. Fækkað um hálfa milljón Um 6.450 sæti standa nú gestum til boða í 26 bíósölum í Reykjavík, um 250 að jafnaði í sal. Árið 1997 voru FRÉT TA VIÐTALIÐ sýningar 685 í viku, eða hátt 36 þús- und yfir árið. Gestafjöldinn var rúm- lega 1,3 milljónir, eða kringum 37 manns að meðaltali á hverri sýningu. Þetta samsvarar aðeins um 15% sæta- nýtingu. Gestafjöldinn samsvarar því að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins fari nú í bíó um 8 sinnum á ári. Sama hlutfall var um 9 fyrir fimm árum, 11 um miðjan síðsta áratug og 15 á árinu 1980, þegar bíógestir í Reykjavík voru nær 1,8 milljónir. Fjórfalt oftar í bíó en aðrir Forstjóri Háskólabíós, Einar S. Valdi- marsson, var spurður hvort nánast óbreyttur gestaljöldi í meira en áratug og aðeins 15% sætanýting síðustu árin bendi jafnvel til ofíjárfestingar í kvik- myndahúsum. „Við íslenskir bíómenn erum reyndar öfundaðir af erlendum kollegum okkar með gestafjölda, sem er um það bil 8-9 faldur íbúafjöldinn á Reykjavíkursvæðinu. Sambærileg tala í Danmörku og víðar er í kringum 2- faldur íbúaíjöldi“, segir Einar, sem bendir líka á þá sérstöðu Háskólabíós að húsið sé yfirleitt í notkun frá klukk- an 8 á morgnana fram yfir miðnætti. En vissulega sé það rétt að sætanýting á kvikmyndasýningum mætti almennt vera betri og tölurnar bendi til að gestahópurinn stækki lítið. Erlendis séu menn að spá að fjölgun bíógesta verði jafnvel mest í aldurs- hópnum 35 og eldri, sem aftur á móti hafi verið mjög erfiður hérlendis. „Við erum hins vegar með mjög sterkan hóp sem eru unga fólkið". Vídeómarkaðuriim mjög sterkur Er það þá eitthvað annað sem bíóin græða á? Einar segir alkunna að verð bíómiða sé hér í sjálfu sér ekki hátt. Bíóin hafi hins vegar bætt sér það nokkuð upp á sælgætissölunni. „Eg hef verið talsmaður þess að halda aft- ur af miðaverðinu en vera fremur með sælgætið og gosið heldur í hærri kant- inum. Því þú átt val hvort þú kaupir það. Auðvitað Iifum við líka á videói. Við erum svo lánsamir að leigumark- aðurinn á íslandi er mjög sterkur. Það kemur kannski til af sjoppumenning- unni, því þegar vídeó-væðingin hófst hér á landi fóru mjög margir sjoppu- eigendur út í leigu. Við höfum því víd- eóleigur hér á hverju horni. En búir þú t.d. í úthverfi í London getur það tekið þig 15-20 mínútur að komast í næstu vídeóleigu", segir Einar. Sterkur leigumarkaður samfara margfaldri bíóaðsókn virðist benda til þess að Islendingar séu óvenju áhuga- samir um kHkmjndir. -HEI andi ffamsetning á úrslitun- Sigbjörn um athygli pottverja. Fram- Gunnarsson. bjóðendum í prófkjörunum er allstaðar raðað eftir atkvæðamagni og sigurvegamm á hverjum stað trónir að sjálfsögðu á toppnum nema á Norðurlandi eystra. Þar cr frambjóðendum raðaö í stafrófsröð og því þurfa þeir scm skoða síðuna sjálfir að hafa fyrir þvi að fhma út að Sigbjöm Gminarsson fékk flest atkvæði og tclst sigurvcgarhm. í heita pott- inum vclta memi þvi fyrir sér hvaða ályktanir eigi að draga afþessu.... I heita pottinum velta mcim því fyrir sér hvcrs vegna ýmsir sjálfstæðismemi gcra svo mikið úr þcim „tíma- mótum" sem sjávarútvcgssamþykkt landsíúndar á að hafa markað. Ehm góður sjálfstæðismaöur, sem mik- ið hefur beitt sér í sjávarútvcgsinálum í flokknum, hafði þá chiföldu skýringu að það versta scm gæti komið fýrir Davíð væri að fá 40%+ í kosningunum og liafa enga almcmiilega sainningsstöðu gagnvart frain- sókn. Því væri einfaldlcga verið að opna á samstarfs- mögulcika við Fylkinguna líka og meim hefðu inetið það svo að sjávarútvcgsmálin gætu orðið erfiöasti hjallhm.... í pottinum hafa mcim fylgst með framvindu Amþrúðar- mála hjá Frjálslyndum í Norð- urlandi eystra. Nú cr ljóst að Amþniöur hcfur hryggbrotiö Sverri og stcndur flokkurhm því uppi frambjóðendalaus í kjördæmhiu. Heyrist að for- maður kjördæmaráðs Frjáls- lyndra, Axel Yngvason á Merkigili, sé sterklega orðað- ur við efsta sætið, en liann fékk ekki brautargengi í prófkjöri hjá framsókn nyröra frekar en Amþrúðii. syöra.... Arnþrúður Karlsdóttir. Hulda Valtýsdóttir fomiaður Skógræktatfélags íslands Skógræktarfélag íslands fieraukin verkefni. Mikill og vaxandi áhugi á skógrækt. Hörgull á landi. Skipulag skógræktar 100 ára. Upp- hafið rakiðtil dansks skip- stjóra. Skógræktarfélagið 70 ára á næsta ári. Ást á landinu í skógrækt - Er þessi samningur ríkisins við Skóg- ræktarfélagið utn fratnlag til Land- græðsluslwga ekki stærsta verkefnið setn félagið hefurfengið? „Jú, en við erum náttúrulega búin að vera með Landgræðsluskóga frá byrjun, eða frá árinu 1991. Fram til þessa hefur Skógrækt ríkisins framleitt plönturnar og afhent þær. Nú þykir eðlilegra að fela Skógræktarfélag- inu það verkefni. Þetta fer síðan stighækk- andi til þess að gera Skógrækt ríkisins auð- veldari þessar breytingar f plöntuframleiðsl- unni og hættir henni síðan svona stig af stigi. Þá verður framlagið til plöntukaupa samkvæmt útboði komið uppí 16 milljónir króna, eða sem nemur einni milljón plantna. En þessi samningur er bundin við ræktun þessara plantna og verður endurskoðaður eigi síðar en í árslok 2002 en hann gildir til ársloka 2003. Okkur finnst þetta vera mik- il traustyfirlýsing og mun styrkja skógrækt- arfélögin hvar sem er á landinu.“ - Er hörgull á landi til skógræktar? „Það er svolítið mismunandi. Það fer bæði eftir því hvað skógræktarfélögin eru öflug og hvar þau eru búin að fylla í sitt Iand. Það er hinsvegar sérstaldega hörgull eftir landi hérna á suðvesturhorninu. Við munum beita okkur fyrir því að lausn á því fáist. Það er líka á þessu svæði sem landið er illa farið af mikilli áníðslu." - Hvemig er hægt að bæta úr þessutn skorti á landi? „Það fer eftir þvf hvaða skikar eru á lausu. Ef þeir eru í ríkiseign þá veltur það á því hvort ríkið sé tilbúið að leggja jarðeignir undir skógræktarstarfsemi eins og skóg- ræktarfélögin standa að. Þau standa meira að svona útivistarskógum og blönduðum skógum sem síðan eru opin fyrir allan al- menning til að njóta. Aðaláherslan er þó ekki á þessa dæmigerðu nytjaskóga." - Hefur gengið etfiðlega að fá land til ræktunar? „Já og það er aðallega á suðvesturhorninu hérna í kringum Reykjavík. Þar eru menn búnir með það land sem hefur verið tiltækt. Ég held þó að við munum hafa einhver ráð til að ráða bót á því og t.d. er einhver nefnd sem er með skrá yfir eignaraðild að jörðum. Enda eru það afskaplega margir sem vilja útvega land til svona ræktunar." - Hvemig er viðhorf fólks til skógrækt- ar? „Mér fínnst það afskaplega jákvætt og mikið gleðiefni. Við verðum því ekki vör við annað en mjög mikinn og almennan áhuga. Við erum t.d. með fræðslufundi einu sinni í mánuði í húsi Ferðafélagsins og þeir eru al- veg ótrúlega vel sóttir. Þá stöndum við fyrir ferðalögum og gönguferðum hérna um til að kynna þetta." - Hafa menn skýringu á þessutn auktia áhuga? ,/Etli það sé ekki bara vegna þess að fólk veit meira um þetta og vill Iaga það sem hefur farið úrskeiðis hjá okkur í gróður- þekju landsins. Svo er þetta einhver ást á landinu sem birtist í þessu líka.“ - Hvað eru aðildatfélög Skógræktaifé- lags Islands tnörg? „Þau eru 56 og fer fjölgandi en félags- menn eru um 7200. I ár fögnum við 100 ára afmæli skipulegrar skógræktar á Islandi. Það hófst með ræktun Furulundar á Þing- völlum en það var danskur skipstjóri sem vakti okkur svolítið með það. Síðan á Skóg- ræktarfélagið 70 ára afmæli á næsta ári. í tengslum við afmælið verður t.d. sérstök skógarhelgi um miðjan júlí í ár. Af því tilefni höfum við gert samning við Félag íslenskra hljómlistarmanna sem mun sjá um tónlist- arflutning í skógum þar sem þess verður pskað.“- GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.